Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 13
J%i*|e «fc Prefab Sprout. eylandspósturinn Orri Jónsson Nú þegar kominn er tíundi júlí er vel við hæfi að líta aðeins í kringum sig og renna í huganum yfir þær hljómplötur sem út hafa komið á árinu og velja það skársta úr. En það er alveg obb- oslega erfitt þar sem megnið af bestu plötum þessa árs eru mjög svipaðar að gæðum og þar af leiðandi mjög erfitt að gera upp á milli. Ég gerði nú samt tilraun og varð útkoman eftirtaldar 12 breiðskífur: Primitives vöktu fyrst verulega athygli með lagi sínu „Crash“, en það var af mörgum gagnrýnend- um afgreitt sem hið fullkomna popplag. „Crash“ er eitt af 4 smáskífulögum plötunnar, en það er bara tæplega nóg því þegar upp er staðið er „Lovely“ einung- is ágætis hávaðapoppplata í mel- ódískari kantinum. Hljómar vel en rennur hálf átakalaust í gegn. Prefab Sprout er sveit sem far- ið hefur troðnar slóðir við að afla sér vinsælda og því miður tókst það, því það bitnar heldur betur á tónlistinni. Þrátt fyrir mjög skemmtilega og orðheppna textagerð Paddy McAloons og ljúfar lagasmíðar sem stundum ná því að vera nokkuð sterkar, hefur öllum útsetningum og hljóðblöndunum hrakað svo til muna frá síðustu plötu þeirra (Steve McQueen 1985) að út- koman verður sorgleg á mæli- kvarða hljómsveitarinnar sjál- frar. Prefab er bara svo svakalega skemmtileg grúbba... „From Langley Park To Memphis" Hljóðhimnuböðlarnir í Jesus And Mary Chain eru næstir í röð- inni, stökkva upp um fimm sæti frá því í síðustu viku sem var þeirra 6. á listanum. Það er næst- um því sama hvern djöfu.... þeir gera, það er alltaf áheyrilegt og þessi safnplata af sjaldgæfum áð- urútgefnum lögum sveitarinnar er sko síður en svo undantekning. Gamli hávaðinn og gítarhljómur- inn, sem líkist helst krít sem strokið er eftir gamalli plötu þeirra og er það vel. Ekki ómiss- andi en samt... næstum því... „Barbed Wire Kisses" Þjóðlagapönkararnir The Pog- ues standa alltaf fyrir sínu og þessi plata þeirra, „If I Should Fall From Grace With God“, er að mínu mati sú besta. Tónlistin er fágaðri en áður og fylltari, án þess þó að þeir glati kraftinum og því villta yfirbragði sem einkennt hefur bandið í gegnum árin. Da- intees er ein af skemmtilegri sveitum sem komið hefur fram í poppinu í lengri tíma og hana nú. Óvenjuleg og ljúf rödd for- sprakkans Martin Stephenson, við óvenjuleg og ljúf ljóð hans, gerir þessa plötu að fremur óvenjulegri og ljúfri poppplötu sem a.m.k. yngri kynslóð Leonard Cohen aðdáenda ættu að kynna sér. Nýjasta plata Da- intees heitir „Gladsome, Humour and Blue“. En svo við vindum okkar kvæði í kross er vel viðeigandi að spjalla obbolítið um „Surfer Rosa“ nýjustu breiðskífu rokk- sveitarinnar Pixies. Grúbban flytur mjög kröftuga og ferska rokktónlist þar sem megin áhersl- an er lögð á að krafturinn komi að innan en sé ekki framleiddur í hljóðdós. Nokkuð finnst mér erf- itt að líkja hljómsveitinni við ein- hverja aðra en ég held að það væri nærtækast að nefna banda- rísku framúrstefnufornaldar- rokkarana í Sonic Youth sem smá viðmiðun. Sjálfsvorkunpopparinn úr Smiths, Morrissey, sendi frá sér skífu í samvinnu við Stephen Street og hlaut hún nafnið „Viva Hate“. Söngur kappans hefur ekki tekið byltingarkennda stökkbreytingu, enda ekki við því Earl Faiconer, bassaleikari hljómsveitarinnar UB40, var um daginn dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis með þeim afleið- ingum að bróðir hans (sem var með honum í bflnum) dó þegar að búast, en aftur á móti hefur tónlistin breyst þó að vissulega sé svipaður yfirborðskeimur með henni og þeirri sem Smiths léku. Útsetningar eru dýpri og þyngri en fyrr og tónlistin dýpri og eilítið tormeltari. Að mínu mati er hér um að ræða ótrúlegan gæðagrip og kom þessi plata mér vægast sagt skemmtilega að óvart. Talking Heads hafa horfið aft- ur til uppruna síns með nýju plötu sinni „Naked“. Slagveric í anda svartrar fönktónlistar eru mjög áberandi á þessari skífu og gamli djammtakturinn sem áður ein- kenndi sveitina er aftur kominn til sögunnar. Poppið hefur vikið fyrir skapandi og ferskum laga- smíðum og ég dey ekki einu sinni þegar ég segi að „Naked“ sé ein af betri plötum Talking Heads. Jæja, þá er það gúrúið. Prince gaf út nýja plötu fyrir skömmu og nefnist hún því skemmtilega nafni „Lovesexy“. Við Prince að- dáendur hef ég ekkert að segja, en öðrum vil ég benda á að sleppa öllum helv... fordómum og reyna að leggja eyrun við, því Prince er að mínu mati skemmtilegasti fönktónlistarmaður sem nokkurn tíma hefur komið fram. Pening- unum yrði örugglega vel varið því ef þið getið ómögulega notið tónlistarinnar þá ættuð þið a.m.k. að geta notið umslagsins. Timbuk 3 er bandarískur nokkra ára gamall dúett þeirra hjóna Pat og Barböru MacDon- bfllinn lenti á verksmiðju sem var í veginum. Áfengismagnið í blóði Mr. Earl var u.þ.b. tvöfalt meira en leyfilegt er við akstur og verð- ur hann því að dúsa í grjótinu næstu 6 mánuði eða svo. Einnig verður bandið að redda sér nýj- um bassaleikara fyrir daginn í fyrradag, því þá hófst hljómleika- ferð þeirra um víðan völl. The Wedding Present er að senda frá sér safnplötu sem nefn- ist „Tommy“ og inniheldur 12 smellna smelli. Þessir smellir eiga það eitt sameiginlegt að hafa prýtt margar undangengnar smá- skífur sem komið hafa frá piltun- um og er rétt að bæta því við að þær eru margar orðnar æði sjald- séðar. Gleraugnaglámarnir í Proc- laimers hafa nú lokið við upp- tökur á annarri plötu sinni sem á að koma út í september og heita eitthvað. Bræðurnirhafaákveðið að hverfa frá því að nota aðeins gítar og bongótrommur við flutn- inginn, því á nýju plötunni (sem á að heita eitthvað) nota þeir venjuleg popphljóðfæri við að koma tónlist sinni til skila. ald. Nokkuð mikið hefur verið skrafað um þessa plötu og ekki af ástæðulausu því „Eden Alley“ er sterkasta poppplata sem komið hefur út á árinu og sé ég ekki fram á neina sem komið gæti í hennar stað. Timbuk 3 nota trommu- heila í stað mannlegs ásláttar en ekki finnst mér það koma að neinni sök þar sem smekklega er farið að hlutunum og stundum má vart heyra hvort um gervi eða alvöru trommur er að ræða. Lagasmíðarnar eru hverri ann- arri sterkari og hljóðfæraleikur allur með afbrigðum smekklegur svo eftir stendur (eins og ég sagði áðan) slerkasta poppplata þessa árs. Jæja, þá er komið að endur- komu ársins, Pere Ubu plötunni „The Tenement Year“. Pere Ubu er ein sérstakasta sveitin sem starfaði undir flaggi nýbylgjunn- ar uppúr miðjum 8. áratugnum. Tónlist þeirra ber nokkuð merki um áhrif frá Capt. Beefheart, súrrealískt blúsrokk þar sem far- ið er frjálslega með alla „rytma“ og ekki hikað við að skipta yfir úr einni takttegundinni í aðra. Nýja platan samanstendur af öllum þessum einkennum, þeir eru ekki orðnir skallapopparar, heldur eru enn frjóir og skapandi tónlist- arskapendur. Ovenjuleg og for- vitnileg plata fyrir þá sem ekki þekktu áður til sveitarinnar en skotheld endurkoma fyrir gamla aðdáendur. Ánægjuleg fyrir alla. Nýja Style Council platan er komin til landsins og heitir hún „Confessions of a Pop Group“. Hún hefur víst fengið ferlega dóma, enda gaf þeirra síðasta plata ekki tilefni til meiri vænt- inga. Agústmánuður verður vægast sagt ferlega spennandi, því þá er von á nýrri breiðskífu frá þremur gæða sorpgrúppum og eru það hljómsveitirnar, Hot House, Five Star og Bananarama. Fyrrum Soft Cell gæinn, Mark Almond ætlar sko ekki að lenda í þessum félagsskap því hann mun bíða fram í september með nýja breiðskífu. Sjálfur prins prinsanna. Prince heldur nú upp í mikið tónleika- hald um þvera og endilanga Evr- ópu og mun ferð hans liggja til London síðast í júlí, og mun hann verða eitthvað fram í ágúst. Hér- lendir Prince-aðdáendur sem staddir verða í London á þessurn tíma geta farið á bömmer, því það er uppselt á alla konsertana. Úff, Norman Cook er orðinn rappari og Svart/Hvítur Draurn- ur eru hættir.... v Sunnudagur 10. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.