Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.07.1988, Blaðsíða 14
KROSSGATAN Nr. 625 BRIDGE J— z 3 H' S' T~ 7T~ T~ 2 5— ¥— )o )i )2 J3 JT V )S b )io (v; n )é J<? )6> ip )S T~ II /Ý 7 ¥ V /7 21 )1p V )T T Ý f (p )(p io 3 * V s’ 21 3 V II 3 23 w~ H> /5 2fT )6> v W~ 4 •* 53 w íl 2 )) 17- & 4 J? )U Y £ '9 21- T tf )(p ze S V V °i it f 2U )T )L )f zi 1? V II T Ho W )í Hi )Z )2 )v- % 5/ T 12 )4 d T~ T~ Zo <7 ih 9 )&> T~ 3 23 ó ik Ve <? * )3 20 w~ Í3 2t> <P % Ú )b )* TT T )/ K í(p )(o Kp 2t, V £ )J 21 Zl <£ 10 w~ — !£ lo 4- 30 V 53 13 Zl <£ )# iT 20 )(p <2 kL 3J Zi !£ AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjiö rétta stafi í reitina hérfyrir neðan. Þeir mynda þá alþekkt örnefni. Sendiö þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 625“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 21 18 T / 28 S n 3 Stafirnir mynda íslenskt orð eöa mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Lausnarorðið á krossgátu 622 var KÆNUGARÐUR. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Jóns S. Guðlaugssonar, Glúfraseli 5,109 Reykjavík. Hann fær því innan tíðar senda bók Ása heitins í Bæ; Granninn í vestri, en Menningarsjóður gaf bókina út. JÓHANN JÓNSSON LJOÐ OG RITGERDIR Verðlaun fyrir krossgátu 625 verður Ljóð og ritgerðir eftir Jó- hann Jónsson, en í upphafi safnritsins skrifar Halldór Lax- ness um skáldbróður sinn. Menningarsjóður gaf bókina út í hittifyrra. ísland sigraði ísland varð Norðurlandameistari í Opnum flokki 1988, einsog kunnugt er af fréttum undanfarna daga. Stór stund í lífi bridgemanna og annarra hér á landi, sú stærsta í 40 ára sögu íþróttarinnar (Bridgesambandsins). Liðið sem tryggði okkur þennan titií í 1. skipti var skipað: Jón Baldursson/ Valur Sigurðson, Karl Sigurhjartar- son/ Sævar Þorbjörnsson og Sigurður Sverrisson/ Þorlákur Jónsson. Fyrir- liði án spilamennsku var Hjalti Elías- son, margreyndur landsliðsspilari til skamms tíma. Næsta verkefni liðsins er þátttaka í Ólympíumótinu á ftalíu í október, en ísland mun senda annað lið til keppni í báðum flokkum, Opnum og kvenna- flokki. Árangur kvennaliðsins okkr á NM var betri en margur bjóst við. Eftir slælega byrjun þar sem taugarnar léku okkur konur grátt, stóðu þær í hárinu á þremur af bestu kvenna- landsliðum Evrópu. Ekki er ljóst hvernig liðið í Opna flokknum mun verða skipað á Ítalíu. Sigurður Sverisson er á förum til Bandaríkjanna til náms, og heyrst hefur að Sævar og Karl gefi ekki kost á sér, sökum anna. Liggur því beinast við að ætla að Guðlaugur R. Jóhanns- son og Örn Arnþórsson komi inn í liðið auk sjötta manns eða nýs pars í stað þeirra Sigurðar og Þorláks. Liðs- skipan mun liggja fyrir innan skamms, en ísland hefur frest til 1. ágúst að tilkynna liðsskipan. í dag verður einn leikur á dagskrá í Sanitas-Bikarkeppni BSÍ. Sveitir Delta og Valtýs Jónassonr frá Siglu- firði munu eigast við í Bridgesam- bandshúsinu. Lokið er leikjum MO- DERNICELAND og Sigfúsar Árna- sonar. Sú fyrrnefnda sigraði með tals- verðum mun og er því komin í 16 sveita úrslit. Sveit Romex Reykjavík sigraði sveit Guðmundar Magnús- sonar frá Reyðarfirði í 1. umferð og mun því spila við Inga Steinar Gunn- laugsson Ákranesi í 2. umferð. Næsta fimmtudag munu sveitir Björgvins Þorsteinssonar og Braga Haukssonar eigast við að Álftamýri 9. Öllum leikjum í 1. umferð er því lokið og leikjum í 2. umferð skal vera lokið fyrir sunnudaginn 24. júlí. fyrir- liðar eru beðnir um að láta skrifstofu BSÍ vita um fyrirhugaða spila- mennsku svo og úrslit leikja. Dregið verður í 3. umferð um miðjan júlí. Möguleiki er á því að Opið mót verði á Dalvík í endaðan ágúst. Nánar síðar. Næsta Evrópumót í tvímennings- keppni verður á Ítalíu 1989, nánar tiltekið í Salsomaggiore dagana 17.- 18. mars. Næsta Evrópumót landsliða verður í TURKU í Finnlandi, dagana 1.-15. júlí 1989. Stöðug og góð þátttaka í Sumar- bridge. Meðalþátttaka á kvöldi er um 45 pör, tvisvar í viku eða um 90 pör vikulega. Sveinn Sigurgeirsson er enn efstur í heildarkeppni sumarsins en á hæla hans koma Anton R. Gunnars- son, Guðlaugur Sveinsson og Magnús Sverrisson. Ekkert hefur heyrst í austan- mönnum varðandi Opna Hótel Vala- skjálf-mótið, sem haldið hefur verið síðustu sumrin í ágúst. Verður mót í ár? Og frá Siglfirðingum, sem halda uppá afmæli félagsins og bæjarins (einhver hundruð ár, samanlagt...) í september, hefur heldur ekkert ÓLAFUR LÁRUSSON heyrst. Helgin 10.—11. september sem nefnd var af heimamönnum síð- asta vor (haust) er farin til úrslita- keppni í Santas-bikarkeppni BSÍ en heigin þar á eftir er ennþá laus til ráðstöfunar. Bridgessambandið mun gangast fyrir afmælismóti í tilefni 40 ára af- mælis BSÍ, helgina 24.-25. september á Hótel Loftleiðum. Keppnisform hefur ekki verið ákveðið en stefnt er að þátttöku ca. 16 para, sem spila innbyrðis, trúlega eftir Butler-fyrir- komulagi. Reynt verður að fá 16 sterkustu pör landsins til keppni. Nokkrar nýjungar sáu dagsins ljós á Norðurlandamótinu hér heima um daginn. M.a. var komið fyrir nafn- spjöldum keppend í Opnum sal (áhorfendasal) til hægðarauka fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á mótið. Að því er þættinum er best kunnugt hefur þetta aldrei verið gert áður í heiminum í bridge- mótum, en fyrirbærið er vel kunnugt úr skákmótum. Einnig má nefna ís- lensku skammstöfunina FAS, sem brá fyrir í Leikskrá, fyrir aftan nafn fyrirliða liðanna. Þarna mun vera á ferðinni setningin „Fyrirliði án spila- mennsku“ (í stað NPC). Þessi skammstöfun kom ýmsum á óvart, sbr. danska kvennafyrirliðanum, Ing- er Lindegard, sem kom að máli við umsjónamenn og lýsti velþóknun sinni á þessari skammstöfun. Fyrir þær í danska Iiðinu kæmi þetta út sem „FACE“ (andlit) og dönsku spilar- arnir voru á því að Inger, sem verið hefur fyrirliði liðsins til fjölda ára væri svo sannarlega „Andlit“ liðsins. Þess má geta að danska kvennaliðið sigr- aði með yfirburðum í mótinu. FJOLMIÐLAPISTILL /íttu blöðin að fara í sumarfri? Um síðustu helgi fjallaði ég um gúrkutíðina og hvernig sumarið leikur fjölmiðla landsmanna, já, raunar heimsins, í það minnsta þess vestræna. Og í sönnum a- gúrkuanda ætla ég að teygja lop- ann örlítið meira um þetta ágæta efni. Ég má til að stríða ritstjórn Þjóðviljans dálítið fyrir að hafa staðfest skilmerkilega frásögn mína af föstum liðum í sumar- reddingum fjölmiðlanna: daginn eftir að ég setti síðasta pistil niður á blað (skjá, vildi ég sagt hafa) birtist á baksíðu blaðsins frásögn af heimsókn blaðamanns á tjald- stæðið í Laugardal. Það kalla ég góða tímasetningu! En til þess að blaðaútgáfa og öll fjölmiðlun borgi sig þarf fleira að koma til en vel framreitt fjöl- miðlaefni. Der skal to til, eins og danskurinn segir. Lesendur eru hverju blaði lífsnauðsyn, án þeirra fær það ekki þrifist og til- gangurinn með útgáfunni gufað- ur upp. Það hefur hins vegar vafist fyrir mörgum góðum fjölmiðlungi hvernig á að haga sér gagnvart lesendum. Lesendur eru svo mis- jafnir: suma þarf að mata með skeið en aðrir vilja borða sjálfir; sumir vilja helst ekkert lesa nema það sé nógu menningarlegt, aðrir fá grænar bólur þegar orðið menning skýtur upp kollinum; sumir vilja bara lesa minningar- greinar og frásagnir um frægt fólk meðan aðrir krefjast þess að blöðin skaffi þeim eitt stykki af heimsmynd með ítarlegum leiðbeiningum. Og eins og það sé ekki nóg að eltast við þessa dynti og duttl- unga lesenda þá fer þetta lið líka í sumarfrí eins og heimildarmenn- irnir. Það hvarflar því eflaust að mörgum blaðamanninum á sumrin hvers vegna í ósköpunum sé verið að puða við að dreifa öllum þessum pappír út um borg og bý á hverjum degi. Væri nokk- uð vitlaust að blöðin færu í sumarfrí? Eða kæmu bara út vikulega á sumrin? Það er hvort eð er ekkert í fréttum. ÞRÖSTUR HARALDSSON En nei, það dugir víst ekki. Fyrir það fyrsta mundi aldrei nást um það samkomulag milli dag- blaðanna að fara í sumarfrí eða draga úr útgáfutíðninni og það blað sem hyrfi af markaði gæti átt erfitt með að komast inn á hann aftur. í öðru lagi sinna blöðin þjónustuhlutverki sem kaupend- ur þeirra vildu sennilega síður vera án þótt sumar sé. Þeir vilja vita hvaða myndir eru í bíó, hvaða apótek eru opin osfrv. Nei, það gengur víst ekki. Til þess að kóróna allt saman dragast auglýsingar verulega saman yfir sumartímann. Að vísu fjölgar þá ýmsum sérhæfðum auglýsingum, td. fyrir ferðamenn og þá sem stunda garðrækt. En almennum viðskiptaauglýsingum og auglýsingum „frá hinu opin- bera“ snarfækkar á sumrin. Blöð- in og aðrir fjölmiðlar verða því af verulegum tekjum. Ekki er það þó algilt að fjöl- miðla „neysla“ dragist saman á sumrin. Ég hef grun um að út- varpshlustun aukist á sumrin. Hún breytist í það minnsta. Fólk sem sjaldan eða aldrei hlustar á útvarp á heimili sínu eða í vinn- unni er allt í einu komið í sumar- frí, þvælist um í bílum eða dvelur í sumarbústöðum. Langar setur í bfl og kyrrðin og fábreytnin í sveitasælunni ýtir undir aukna út- varpshlustun. Það hef ég á tilfinn- ingunni. Og svo eykst lestur á tímaritum og alls kyns afþreyingarefni á sumrin, það hafa kannanir sýnt. Þar er sama lögmálið að verki: fólk þarf að drepa tímann meðan það liggur og sólar sig eða situr af sér rigninguna í fríinu. Það hefur engan áhuga á að lesa fréttir og þess háttar efni, hvað þá um við- skipti eða sjávarútveg. Nei, það vill létt, hresst og skemmtilegt efni, tímarit, reyfara, ástarsögu eða krossgátu. Það felst því hálfgerð mótsögn í því að útgefendur tímarita skuli láta minnkandi auglýsingatekjur leiða sig út í að draga úr útgáfu- tíðninni á sumrin. Að ekki sé tal- að um þá mótsögn að auglýsend- ur haldi að sér höndunum þegar tímaritin seljast best. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.