Þjóðviljinn - 12.07.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Síða 1
Þriðjudagur 12. júlí 1988 156. tbl. 53. árgangur Brauðgerðarhús Verðmunurfrá40-400 °/o á einstökum tegundum. Brauð og kökur einna dýrast á höfuðborgarsvœðinu. Hœkkun langt umfram verðlagsþróun síðustu mánuði Ótrúlegur verðmunur er á brauðum og kökum í brauðgerð- arhúsum í landinu. Á höfuðborg- arsvæðinu þar sem um helmingur allra brauðgerðarhúsanna er að finna, er verðmunurinn um 40- 50% að jafnaði og allt upp í 400%. Verðlagsstofnun sem gert hef- ur ítarlega könnun á verðlagi í brauðgerðarhúsum segir að þrátt fyrir fjölda brauðgerðarhúsa á höfuðborgarsvæðinu bendi nið- urstöður verðkönnunarinnar til þess að verðsamkeppni þeirra í millum sé ekki til að dreifa. í könnuninni kemur einnig í ljós að brauð og kökur eru ódýr- ust að jafnaði á Vestfjörðum en dýrust á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Dýrast er að kaupa brauð í Borgarnesi. Frá áramótum hafa brauð og kökur hækkað um 25-30% að jafnaði en sum brauðgerðarhús hafa hækkað vörur sínar um allt að 40%. Ríkisstjórnin lýsti yfir við gildistöku matarskattsins um áramótin að brauð og kökur myndu hækka um 10,3% og óskuðu eftir því að bakarameist- arar tækju frekari hækkanir til baka. Síðan þá hafa brauðvörur hækkað um nær 20% til viðbótar. Bakarameistarar sem Þjóðvilj- inn hafði tal af í gær sögðu að þessar viðbótarhækkanir hefðu alltaf verið í pípunum. „Þegar matarskatturinn tók gildi fór ríkisstjórnin fram á það við okkur að taka hækkunina að hluta til baka því þessar hækkanir voru þá viðkvæmt mál fyrir stjórnina. Þetta hefur síðan skilað sér út í verðlagið á síðustu mánuðum,“ sagði einn bakarameistarinn í gær. Sjá síðu 2 Keflavik Bæjarsjóður er á honimiimi Bœjarráð grípur til neyðaráœtlunar 100 miljónir útistandandi afeldri gjöldum Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Keflavíkur er mjög erfið um þess- ar mundir. Bæjaryfirvöld ráðgera að eiga um 100 miljónir króna útistandandi hjá bæjarbúum og fyrirtækjum af eldri gjöldum og uppgjör ríkisins vegna stað- greiðslukerfisins hefur dregist úr hömlu. Vilhjálmur Ketilsson, bæjar- stjóri segir að mun verr hafi gengið að ná inn eldri gjöldum en áður. Bæjarráð Keflavíkur sam- þykkti að grípa til sérstakra að- haldsaðgerða vegna fjárhags- stöðunnar. Sjá síðu 3 Lektorsstaðan Deildin ákveður kennara Fulltrúi nemenda: Tryggir gœði kennslunnar Hannes Hólmsteinn Gissurar- son mun ekki kenna nein skyld- unámskeið í stjórnmálafræði í Háskólanum næsta skólaár. Deildarfundur félagsvísinda- deildar samþykkti þetta í fram- haldi af tillögu frá fulltrúum nem- enda í gær. Grétar Eyþórsson segir samþykktina tryggja gæði kennslunnar næsta vetur. Grétar sagði nemendur ekki eiga í neinu stríði við persónuna Hannes. „Til marks um þetta má nefna að Hannes á grein í tímariti þjóðfélagsfræðinema sem kemur út í haust,“ sagði Grétar. Ne- mendur hefðu einfaldlega áhyggjur af gæðum kennslunnar. I samþykkt deildarinnar frá því í gær er það ítrekað að Háskólar- áð muni láta kanna lagalega stöðu háskólans til málsóknar. Ólafur P. Harðarson mun einnig kanna möguleika sína til mál- sóknar. Sjá síðu 3 Fótbolti Framarar burstuðu Heil umferð var í 1. deild ís- landsmótsins um helgina. Fram- arar bættu við forskot sitt í deildinni með öruggum 4-0 sigri á Akranesi. Valsmenn komust í ef- sta sætið með sigri á KA, 4-3, í fjörugum leik á sunnudag. Þá unnu Víkingar Keflvíkinga í Fossvoginum, Þórsarar sigruðu KR-inga á Akureyri og Völsung- Friðarferð Hjólað í þágu friðar Hugsjónarmaðurfrá Indlandi í hringferð um landið á hjóli - Ég er að leggja mitt af mörk- um til að heimurinn megi verða laus við þá vá sem kjarnorku- vopnin eru. Ég ferðast um og safna undirskriftum fólks sem vill frið og kjarnorkulausan heim þar sem þeirri áskorun er beint til stórvelda heimsins að afvopnast hið fyrsta, áður en það er um seinan segir Yayaraman Ganes- an, 24 ára nemi frá Indlandi sem í gær lagði upp í hringferð um ís- land á reiðhjóli. Það eru 2 ár síðan Yay lagði upp í þetta hjólreiðaferðalag frá heimaborg sinni Pondicherri á Indlandi, hann á nú að baki 46.ooo kílómetra ferðalag um Ástralíu, Nýja-Sjáland, Banda- ríkin, Kanada, Suður-Afríku, Suður-Ameríku, Bretland, fr- land og Skotland og fleiri lönd og hefur safnað um 17 þúsund undir- skriftum á ferðalagi sínu. Yay ætlar að vera hérlendis í hálfan mánuð og áætlar að á þeim tíma hjóli hann yfir 10 þúsund kflómetra. Héðan fer hann svo til Noregs og áfram ætlar hann sér að hjóla um lönd í þágu friðar næstu 2 árin og vonast til að safna um 50 þúsund undirskriftum áður en ferðalagi hans lýkur. Yay sagði að hann hefði fengið mjög vinarlegar móttökur á fs- landi og vildi koma til skila þakk- læti til allra sem höfðu veitt hon- um aðstoð. jþ Yayaraman Ganesan þegar hann lagði af stað í gær í hring- ferð um landið. Mynd Sig. Skagann ar unnu sinn fyrsta leik á Ólafs- firði. Sjá síðu 7-9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.