Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 7
I ÍÞRÓTTIR 1. deild Guðmundur Steinsson meiddist á ökla þegar Sigurður Lárusson braut illa á honum seint í leiknum. Guðmundur verður frá keppni vegna meiðslanna í a.m.k. 10 daga. Á innfelldu myndunum sést Arnljótur Davíðsson skora fjórða og síðasta mark Framara og fagna því síðan innilega. Framarar auka forskotið Skagamenn áttu ekkert ífrábæra Framara. Guðmundur Steinsson skoraði tvö en meiddist síðan illa Framarar fóru létt með Akur- nesinga í algjörum einstefnuleik á Skipaskaga á laugardag. Tókst Frömurum að koma tuðrunni fjórum sinnum í marknet heima- manna en héldu eigin marki auðveldlega hreinu á meðan. Forskot þeirra í deildinni er nú átta stig og er það næsta víst að bikarinn fer í Safamýrina í haust. Leikurinn var mjög opinn og fengu Framarar flest færin. Strax á upphafsmínútunum áttu þeir nokkur dauðafæri og máttu Skagamenn þakka fyrir að lenda ekki nokkur-núll undir. Fyrsta Kvennabolti Valur rúllaði síðarí hálf leik KR sneri blaðinu við gegn IBI. Jafnt á Akureyri Fram-Valur 1-7 Valsstúlkur voru seinar í gang en gerðu úti um leikinn í sfðari hálfleik með hvorki fleiri né færri en sex mörkum. Fyrri hálfleikur var lélegur og var þá aðeins eitt mark skorað. Sigrún Sverrisdótt- ir skoraði fyrir Val um miðjan hálfleikinn. Framarar byrjuðu síðari hálf- leik á því að jafna metin og var þar Sesselja Ólafsdóttir að verki. Þá tóku Valsarar loks við sér og röðuðu inn mörkum. Sigrún skoraði sitt annað mark og Bryndís Valsdóttir og Guðrún Sæmundsdóttir skoruðu einnig tvö hvor. Þá gerði Arney Magn- úsdóttir eitt mark í þessum stór- sigri. ÍBÍ-KR 3-5 KR-ingar náðu að sigra í þess- um leik þrátt fyrir slakann fyrri hálfleik. ísfirðingar komust í 3-0 með mörkum Sigurlinar Péturs- dóttur og Sigrúnar Sigurðardótt- ur sem gerði tvö. Jóna Kristjáns- dóttir minnkaði muninn fyrir KR áður en blásið var til leikhlés. í síðari hálfleik snerist blaðið við og skorðu KR stúlkur fjögur mörk gegn engu heimamanna. Helena Olafsdóttir skoraði tvö, Jóna gerði sitt annað mark og þá skoraði Elísabet Tómasdóttir eitt. KA-ÍBK 2-2 KA náði jafntefli í þessum leik eftir að hafa verið tveimur mörk- um undir. Staðan í hálfleik var 0-0, en þær Kristín Blöndal og Anna Sveinsdóttir komu Keflvíkingum í 2-0. Hjördís Úlf- arsdóttir minnkaði muninn fyrir KA og Inga Birna Hákonardóttir jafnaði svo leikinn og hirti þannig eitt stig. kb/þóm markið kom þó ekki fyrr en á 20. mínútu og skoraði Pétur Ormslev það eftir fallegt spil. Nú höfðu Framarar fundið leiðina í mark Skagamanna og aðeins fimm mínútum síðar skoraði Guð- mundur Steinsson af stuttu færi, 2-0 fyrir bikarmeistarana. Það sem eftir var hálfleiksins komu Skagamenn aðeins meira inn í leikinn og fengu bæði liðin ágæt færi án þess að mark yrði skorað. Framarar hófu síðari hálfleik af sama krafti og þann fyrri en voru nú fljótari að skora. Á 11. mínútu hálfleiksins skoraði Guð- mundur aftur og var þetta níunda mark hans í deildinni. Stuttu síð- ar bættu Framarar við fjórða markinu. Að þessu sinni skoraði Arnljótur en þessi skemmtilegi leikmaður á svo snnarlega heima í byrjunarliðinu. Nú voru Framarar komnir í 4-0 og enn hálftími eftir svo menn voru farnir að velta fyrir sér loka- úrslitunum. Þeir hefðu jafnvel getað skorað fleiri mörk en tókst ekki að nýta marktækifærin. Guðmundur felldur illa Þegar skammt var til leiksloka braut Sigurður Lárusson mjög illa á Guðmundi Steinssyni. Hann felldi Guðmund aftan frá og var mesta furða að Róbert Jónsson dómari sýndi Sigurði ekki rauða spjaldið, því hann hafði þegar fengið að sjá það gula. Guðmundur er nú í þrýsti- umbúðum og óvíst hversu alvar- leg meiðsli hans eru. „Ég vona auðvitað það besta en ég verð frá í a.m.k. 10 daga. Ég missi örugg- lega af fyrri leiknum gegn Val en vonast til að geta ieikið þann síðari sem er í bikarkeppninni", sagði Guðmundur í spjalli við Þjóðviljann í gær. Verður það án efa blóðtaka fyrir Framliðið að missa Guðmund í þessum leikjum sem báðir verða leiknir á Hlíðarenda. _________________________-þóm Akranesvöllur 9. júlí 1988 ÍA-Fram...................0-4 (0-2) 20. Pótur Ormslev...............0-1 25.GuðmundurStelnsson ..........0-2 56. GuðmundurSteinsson..........0-3 60. Arnljótur Davíðsson.........0-4 ÍA: Ólafur G., Hafliði, Mark, Sigurður L., Sigurður B. J., Guðbjörn (Sigursfeinn 65.), Ólafur Þ., Heimir, Karl, Gunnar, Aðalsteinn (Haraldur 65.). Fram: Birkir, Kristján, Jón, Viðar, Kristinn (Þorsteinn 60.), Pétur A., Péturó., Steinn, Órmarr, Arnljótur, Guðmundur. Spjöld: Siaurður Lárusson, lA, Ólafur Þórðarson, IA og Pétur Arnþórsson fengu allir gult. Dómari: Róbert Jónsson. Maður leiksins: Guðmundur Steinsson, Fram. 1. deild Loks sigur hjá Völsungum Fyrsta tap Leifturs á Mölinni íþrjú ár. Sigur Völsunga sanngjarn Það var ekki rismikil knatts- pyrna sem leikin var á Mölinni einu sönnu á Ólafsfirði í gær. Völ- sungar og heimamenn áttust við í miklum fallbaráttuslag og fóru Völsungar með öll stigin af hólmi. Þeirra fyrsti sigur í deildinni í ár, en jafnframt fyrsti ósigur Leifturs á heimavelli sínum í þrjú ár. Leikurinn fór fram í hávaða- roki og höfðu gestirnir vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Á 10. mín- útu tókst þeim að nýta sér vind- inn og ná forystu í leiknum. Helgi Helgason lék þá upp kantinn og sendi fyrir markið. Þorvaldur missir af boltanum og Jónas Hall- grímsson skorar af stuttu færi. Vöisungar áttu meira í leiknum það sem eftir var hálfleiksins en þó var ekki mikið um færi. í síðari hálfleik bökkuðu Völs- ungar töluvert og Leiftur var meira með boltann. Þeim tókst þó ekki að skapa sér veruleg tæki- færi og áttu síst auðveldara með að spila á vellinum. í lok leiksins pressuðu Leiftursmenn mikið en vörn Völsunga vel á verði auk þess sem Þorfinnur var öruggur í markinu. Völsungar hirtu því öll stigin þrjú og eiga því enn von um að halda sæti sínu í deildinni. Hins vegar þarf mikið að bera út af ef þessi lið eiga bæði að hanga uppi í ár. öó/þóm Ólafsfjarðarvöllur 10. júlí 1988 Leiftur-Völsungur 0-1 (0-1) 10. Jónas Hallgrímsson...........0-1 Lelftur: Þorvaldur, Gústaf, Ámi, Sigur- björn, Guðmundur, Hafsteinn, Halldór, Hörður (Óskar 70.), Lúðvík, Steinar (Helgi 80.), Þorsteinn. Völsungur: Þorfinnur, Unnar, Bjöm, Sveinn, Eiríkur, Theodór, Guðmundur, Grétar, Helgi, Aðalsteinn, Jónas (Stefán). Spjöld: Helgi Helgason, fékk gult. Dómari: Sveinn Sveinsson. Þriðjudagur 12. júlí 1988 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.