Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 8
IÞROTTIR i 2. deild KR-banar tapa Fylkir dregstaftur úr. Aðeinsfimm stiga munur á þriðja og neðsta liði ÍR-Tindastóll.... 1 -0 (0-0) Tindastóll sem sló KR út úr bikarkeppninni á dögunum situr nú á botni 2. deildar eftir ósigur gegn ÍR á laugardag. ÍR-ingum hefur ekki gengið sem best að undanförnu eftir góða byrjun en virðast ætla að rétta úr kútnum. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en fremur lítið var um marktæki- færi sökum mikillar baráttu beggja liða. I síðari hálfleik reyndust Breiðhyltingar sterkari og skoruðu markið á 60. mínútu. Það var Eggert Sverrisson sem skoraði mark þeirra en hann hafði komið inn á sem varamað- ur. Eftir markið héldu ÍR-ingar áfram að sækja og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en allt kom fyrir ekki. Víóir-ÍBV.........3-1 (0-0) Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik í Garðinum á laugardag. Víðismenn voru þó heldur meira með boltann en Vestmannaey- ingar voru fastir fyrir í vörninni. í síðari hálfleik opnaðist leikurinn talsvert og eftir aðeins 5 mínútna leik náði Heimir Karlsson að skora með skalla. Eyjamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og skömmu síðar jafn- aði Páll Grímsson metin og not- aði einnig höfuðið við það. Heimir bætti um betur og skoraði aftur fyrir Víði og þannig var staðan þar til skömmu fyrir leikslok að Guðjón Guðmunds- son skoraði þriðja mark Víðis. UBK-Fylkir........2-2 (1-0) Litlu munaði að Fylki tækist að vinna enn einn sigurinn í topp- baráttunni í gærkvöld. Þeir voru yfir, 2-1 þar til á lokamínútunni að Gunnar Gylfason jafnaði fyrir Breiðablik. Blikarnir höfðu þó náð forystu í leiknum með marki Jóns Þóris Jónssonar í fyrri hálf- leik. I þeim síðari gerði Jón Bjarni Guðmundsson tvö mörk fyrir Fylki en það dugði ekki til. -þóm „Komdu aftur í Val“, gæti Þorgrímur Þráinsson verið að segja við Anthony Karl Gregory. 1. deild Markaregn á Hlíðarenda Bráðskemmtilegum leik lyktaði með sigri Valsmanna 4-3 * GJALDDAGI .FYRIRSKIL A STAÐGREÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft [ mánuði laun eru greidd né hvort þau em greidd fyrirfram eða eftir á. Gjalddagí sklla er 1. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein ber að skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera I heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra.jjjjald- r heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. hvers mánaðar en eindagi þann 15. -Geríð skil tfmanlega og forðist öríröð sfðustu dagana. RSK ríkisskattstjOri Leikur Vals og KA, sem fram fór síðastliðinn sunnudag byrjaði fádæma fjörlega. Strax á 2. mín- útu skoraði Antony Karl Gregory mark fyrir KA menn og gaf með því tóninn af því sem koma skyldi. Antony fékk boltann út við hiiðarlínu á móts við miðju vall- arins og óð með hann i átt að marki. Eftir fallegt þríhyrninga- spil fékk hann boltann aftur og afgreiddi hann með föstu skoti í net Valsmanna. Aðeins fjórum mínútum síðar bættu norðanmenn við öðru marki og mátti þá víða sjá signa kjálka áhangenda Vals. Að þessu marki var ekki síður betur staðið en því fyrsta. Aftur kom stórsókn upp vinstri kantinn. Þorvaldur Órlygsson fékk boltann rétt framan við miðju og geystist fram völlinn. Þegar hann átti um 15 metra eftir að markinu bjuggust flestir við sendingu fyrir markið, en í stað þess skaut Þorvaldur í hornið nær og boltinn lá inni. Ekki leið á löngu þar til Vals- menn höfðu minnkað muninn í 2-1. Á14. mínútu leiksins gaf Atli Eðvaldsson fyrir markið, en KA mönnum tókst ekki betur að hreinsa frá markinu en svo að boltinn barst til Ingvars Guð- mundssonar rétt utan vítateigs og gott skot hans fór af höndum Hauks Bragasonar í markið. Aðeins tveimur mínútum síðar juku KA menn forystuna í 3-1. Dæmd var aukaspyrna rétt utan vítateigs Valsmanna. Þorvaldur Örlygsson sendi boltann yfir varnarvegg Valsmanna og í vinstra homið ofarlega, stórg- læsilegt mark. Fjörlegri byrjun á 1. deildarleik minnist greinarhöf- undur ekki, enda ekki títt að 4 mörk séu skoruð á fyrsta stund- arfjórðungnum. Uppfrá þessu róaðist leikurinn talsvert, en Valsmenn sóttu þó ýfið meira. Þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum minnkuðu V^lsmenn aftur bilið með marki Sigurjóns Kristjánssonar. Eftir þunga sókn Valsmanna tókst KA mönnum ekki að hreinsa frá og boltinn barst til Sigurjóns sem skoraði af stuttu færi. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks dundu sóknir Valsmanna á KA vörn- inni, en án árangurs. Er ein mín- úta var til leikhlés fékk Þorvaldur að sjá rauða spjaldið, þegar hann sparkaði boltanum burtu eftir að dómarinn hafði dæmt auka- spyrnu. Þorvaldur hafði fyrr í leiknum fengið gult spjald. Seinni hálfleikur byrjaði fjör- lega eins og sá fyrri. Á 49. mínútu tókst Valsmönnum að jafna leikinn og var þar á ferðinni Val- ur Valsson með glæsilegt skalla- mark eftir sendingu frá hægri kanti. Á 55. mínútu leiksins komust Valsmenn síðan yfir með marki Jóns Grétars Jónssonar. Markið skoraði hann af stuttu færi, í slá og inn, eftir mikinn einleik Atla Eðvaldssonar. Fjórum mínútum síðar munaði minnstu að Atla tækist að koma liði sínu tveimur mörkum yfir. Atli skaut boga- skoti yfir varnarvegg Valsmanna beint úr aukaspyrnu en Haukur Bragason rétt náði að slá boltann yfir markið. Eftir þetta róaðist leikurinn mjög, eins og bæði lið sættu sig við orðinn hlut. KA menn áttu erfitt uppdráttar ein- um færri og Valsmenn reyndu lítið til að bæta við mörkum. -fot Staðan 1. deild Fram .......9 8 1 0 21-2 25 Valur.........9 5 2 2 15-9 17 [A.............9 4 3 2 13-10 15 KR.............9 4 1 4 12-12 13 KA.............9 4 1 4 13-16 13 Þór............9 2 5 2 10-10 11 Vfkingur........9 2 3 4 8-14 9 Leiftur 9 1 4 4 6-10 7 (BK............9 1 4 4 10-16 7 Völsungur.......9 1 2 6 4-14 5 2. deild FH.............8 7 1 0 20-5 22 Fylkir.........8 4 4 0 16-11 15 Víðir ..........8 3 2 3 16-11 11 R...............8 3 1 4 12-15 10 IBV..............8 3 0 5 18-18 9 Selfoss..........7 2 3 2 10-12 9 UBK..............8 2 3 3 15-18 9 KS...............7 2 3 2 16-20 9 Þróttur R........8 1 3 4 15-19 6 Tindastóll.......8 2 0 6 11-20 6 I 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 12. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.