Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 9
IÞROTTIR 1. deild LátUeikandi Víkingar sýndu hvers þeir em megnugir Hœðargarðsstrákarnir yfirspiluðu Keflvíkinga íseinni hálfleik og unnu sanngjarnan sigur3-l Halldór Áskeisson sýndi gamla takta í gær. 1. deild KR-ingar réðu ekkert við Halldór og félaga Þórsarar sýndu sinn besta leik ísumar ogsigruðu2-0 Þórsarar unnu sanngjarnan sigur á KR-ingum á Akureyrar- velli í gærkveldi. Þeir tóku leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og skoruðu þá bæði mörk leiksins. Halldór Askelsson átti mjög góð- an leik og rak endahnútinn í bæði skiptin. í fyrri hálfleik áttu Þórsarar kost á að skora, sérstaklega Kristján Kristjánsson sem fór illa með nokkur færi. Þá bjargaði Baldvin einnig í Þórsmarkinu þannig að hvorugu liðinu tókst að skora. Norðanmenn byrjuðu síðari hálfleikinn mjög vel og skoruðu eftir aðeins átta mínút- ur. Halldór skoraði þá með skalla eftir fyrirgjöf frá Kristjáni. Að- eins tveimur mínútum síðar skoraði Halldór aftur og var markið mjög glæsilegt. Hann tók boltann viðstöðulaust úr horn- spyrnu eftir að KR-ingum hafði mistekist að hreinsa frá. Þórsarar héldu áfram press- unni en KR-ingar voru heillum horfnir. Hálfleikar þessa leiks voru sem spegilmynd hver annars, Keflvík- ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en eitt, en Vík- ingar voru talsvert sterkari aði- linn í þeim seinni og gerðu út um leikinn. Á 11. mínútu átti Ragnar Mar- geirsson skot í stöng Víkings- manna eftir þunga sókn Keflvíkinga. Sjö mínútum síðar fá Keflvíkingar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Víkinga. Ragn- ar framkvæmdi aukaspyrnuna og boltinn fór af höfði eins varnar- manna Víkinga sem stóð í varnar- vegg og þaðan í þverslá Víkings- marksins. í næstu sókn ná Keflvíkingar loks að skora og var Ragnar þar enn einu sinni á ferð- inni. Markið kom eftir mikla 1. deild kvenna Sanngjam Stjömusigur Einn leikur fór fram í gær- kveldi er Stjarnan og í A áttust við í Garðabænum og lauk honum með sigri Stjörnunnar 2-0. Leikurinn var nokkuð skemmti- legur á að horfa, ágætis spil úti á vellinum, en Stjörnustúlkur held- ur aðgngsharðari við mark and- stæðingsins. Fyrra markið rétt fyrir leikhlé. Laufey Sigurðardóttir fékk send- ingu fyrir utan vinstra mark- teigshornið, tók knöttinn á lofti og þrumaði honum í netið. Seinna Markið kom í byrjun síðari hálfleiks, Eyrún Vala komst inn fyrir vörn IA og skaut föstum jarðarbolta í hornið fjær. Þetta var fyrsti tapleikur Skagastúlkna í sumar en sigur Stjörnunnar hlýtur að teljast sanngjarn. kb/þóm 3. deild Smári með mark á „batsjelorhelgi“ Stjarnan á toppinn eftirsigur á Nesinu. Þróttur tókforystuna afReyni SV-riðill ÍK-Víkverji ............0-3 Víkverji er nú kominn á skrið eftir slaka byrjun. Þeir áttu í vök að verjast í fyrri hálfleik en ÍK tókst ekki að nýta sér færin. Þjálf- ari Víkverja hefur greinilega les- ið vel yfir leikmönnum sínum í leikhléi því þeir komu tvíefldir til síðari hálfleiks. Strax á 5. mínútu skorar Smári Hilmarsson og var þetta hans fyrsta mark í tvö ár enda þótt hann hafi verið einn af máttarstólpum liðsins undanfarin misseri. Þess má geta að Smári ætlar að gifta sig um næstu helgi og fór því vel að hann skoraði nú. Víkverji hélt áfram að sækja og á 60. mínútu leiksins fá þeir víti sem Albert Jónsson skorar úr. Þá kom ÍK aðeins meira inn í leikinn Glímufélagið náði góðri en skyndisókn sem endaði marki Finns Torlacius. með Grótta-Stjarnan........1-2 Fyrir þennan leik voru liðin jöfn að stigum og áttu bæði möguleika á að komast á topp riðilsins. Stjömunni tókst að sigra en Gróttan situr eftir í þriðja sætinu. Skagamaðurinn Sveinbjöm Há- konarson var hetja Garðbæinga og skoraði sigurmarkið 10 mínút- um fyrir leikslok. Grótta hafði náð forystu fyrr í leiknum með vítaspyrnu Erling Aðalsteinssonar. Bjarni Bene- diktsson jafnaði fyrir Stjömuna. Njarðvík-Afturelding 0-1 Hörkubotnsslagur sem endaði með sigri Mosfellinga. Njarðvík- ingar hafa þar með tapað öllum leikjum sínum í deildinni þrátt fyrir ágætan leik á föstudag. Þeim tókst ekki að skora fyrr en einn leikmaður liðsins skoraði sjálfs- mark og þar við sat. ReynirS.-LeiknirR. 7-0 Algjört burst í Sandgerði og vora Reynismenn allsráðandi á vellinum. Mörkin skiptust þannig að Grétar Sigurbjörnsson skoraði þrjú, Sigurjón Sveinsson tvö og þeir Jónas Jónasson og ívar Guðmundsson sitt markið hvor. _ . Staðan S^arnan........7 6 1 0 18-5 19 Grindavík......7 6 0 1 22-7 18 Grótta.........8 5 1 2 13-9 16 Reynir S.......7 4 0 3 14-6 12 Víkverji........7 3 1 3 17-14 10 Leiknir R.......7 2 1 4 12-26 7 IK..............7 2 0 5 7-12 6 Afturend........7 1 2 4 6-13 5 Njarðvík........7 0 0 7 3-20 0 NA-riðill Þróttur N-Dalvík..........4-0 Þróttarar eru nú komnir á toppinn eftir góðan sigur á Dal- vík. Norðfirðingar vora miklu betri og skoraði Birgir Ágústsson eina mark fyrri hálfleiks úr víta- spymu. í síðari hálfleik bættu þeir við þremur mörkum og vora þeir Bjarni Freysteinsson (tvisv- ar) og Guðbjartur Magnason þar að verki. Staðan Þróttur N...........6 4 1 1 13-6 ReynirÁ.............7 4 0 3 14-11 Magni...............6 2 3 1 6-4 Hvöt................7 2 3 2 5-4 Einherji ...........5 2 2 1 11-4 Dalvfk..............6 2 2 2 9-14 Huginn..............7 1 2 4 8-20 Sindri..............6 1 1 4 9-20 Markahæstir 8 Guðbjartur Magnason, Þrótti N. 7 Nlels Guðmundsson, Víkverja 6 Grétar Karlsson, Reyni Á. 6 Páll Björnsson, Grindavlk 6 Ámi Sveinsson, Stjömunni þvögu í markteig Víkinga og bolt- inn fór af varnarmanni í netið. Á 27. mínútu leiksins sleppti Baldur Scheving, dómari leiksins, aug- ljósri vítaspyrnu á Keflvíkinga, er Hlyni Stefánssyni var brugðið í vítateig þeirra. Lárus Guðmundsson kom inná í byrjun seinni hálfleiks og við það gerbreyttist leikur Víkinga sem höfðu verið fyrnaslakir í þeim fyrri. Það var einmitt Lárus sem fiskaði víti fyrir Víkinga á 51. mínútu sem Trausti Ómarsson skoraði úr. Ekki gat Lárus lengi yljað áhorfendum í þessum leik með hraða sínum og leikni, því hann varð að yfirgefa völlinn eftir aðeins 11 mínútna leik og inná kom Jón Oddsson, ísfirðingurinn spræki. Svo ^virtist sem Lárus hefði orðið fyrir hnjaski á öxl, en Jón var maður til að leysa hann af hólmi. Á 19. mínútu seinni hálfleiks komast Víkingar yfir 2-1 aftur með marki frá Trausta. Atli Ein- arsson átti fást skot að marki sem Þorsteinn markvörðurBjarnason varði mjög vel, en hann hélt ekki boltanum sem barst til Trausta og hann átti auðvelt með að stýra honum í netið. Um miðbik seinni hálfleiks bættu Víkingar þriðja markinu við. Jón Oddson átti syrpu upp völlinn, gaf síðan fallega send- ingu á Atla Einarsson sem stakk varnarmennina af, sólaði síðan Þorstein og renndi boltanum í autt markið. Virkilega vel að verki staðið. Fátt marksvert gerðist það sem eftir lifði leiks og lítil færi sköpuðust. Fyrir Víkinga spiluðu Hall- steinn Arnarson og nafnarnir Atli Einarsson og Atli Helgason sérlega vel og Jón Oddsson átti góða spretti. Bestur Keflvíkinga var Ragnar Margeirssoji. Ef Vík- ingar spila riæstu leiki Jfkt og seinni hálfleik þessa 'Ieilcs þurfa þeir ekki að óttast fall í sumar. -fot Sindri-Hvöt ...........1-3 Sindri hvílir nú á botni riðilsins og getur reynst erfitt fyrir þá að halda sæti sínu í deildinni. Langt að komnir Hvatarmenn unnu nokkuð öraggan sigur og sáu Baldur Reynisson, Gísli Torfi Gunnarsson og Vilhjálmur Stef- ánsson um markaskoranina. Þrándur Sigurðsson skoraði eina mark Hornfirðinga. ReynirÁ-Einherji ......1-3 Reynir datt úr efsta sætinu með ósigri sínum í þessum mikla bar- áttuleik. Einherji komst í 0-3 með mörkum Vignis Þormóðs- sonar, Njáls Eiðssonar og Hall- grímssonar, og gerðu þeir tveir fyrsttöldu mörk sín úr vítaspyrn- um. Valþór Brynjarsson skoraði að lokum mark fyrir Reyni, enda þótt tveimur leikmönnum þeirra hafi verið vísað af leikvelli nokkra áður. fú VBggíÆ'o”*'’ Vinningstölurnar 9. júlí 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.398.744,- 1. vinningur var kr. 2.202.746,- Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 660.060,- og skiptist hann á 190 vinningshafa kr. 3.474,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.535.938,- og skiptist á 6.047 vinningshafa sem fá 254 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Þrlðjudagur 12. júlf 1988 PJÓÐVIUINN - SÍÐA 9 Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasimi: 685111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.