Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 10
Syrtir í álinn Samband ungra Framsóknar- manna var þegar í upphafi at- hafnamikillfélagsskapur, enda nautþaöötullarforystu. Meðal þess, sem það tók sér fyrir hend- ur, var að gefa út úrval af greinum Jónasar Jónssonar, og hóf það verk með bókinni Komandi ár. Ýmis atvik urðu þess þó valdandi að á því varð ekki f ramhald og verður sú saga ekki rifjuð upp hér. Sambandiðgekkstfyrirfjöl- mennu stjórnmálanámskeiði á öndverðu ári 1939, og stóð það í mánaðartíma. Þaðgekkstfyrir fundaholdum víðsvegar um land. Róttækar ályktanir voru sam- þykktar, þarsem jöfnum höndum vartekið á málefnum líðandi stundar og framtíðarinnar. Það gaf út um skeið sitt eigið mál- gagn, Ingólf, og þar varstundum ekki talað neinni tæpitungu. Samstarfið við f lokksforystuna vargottframan af. Fyrstu brest- irnir í það komu við frestun á Al- þingiskosningunum 1941. Ungir Framsóknarmenn voru henni mjög andvígirog töldu óhæfu, að alþingismenn veittu sér sjálfir umboðtil þingsetu. Hermann Jónasson mætti á öðru sam- bandsþingi ungliðannaog reyndi að sannfæra þá um nauðsyn þessarar ákvöröunar. Sú viðleitni kom fyrir lítið og átti Hermann mjög í vök að verjast. Svo kom hernámið og allur sá ófögnuður, sem því fylgdi, og þá var mörgum nóg boðið. Á næstu árum hurfu úr röðum ungra Framsóknar- manna margir þeir, sem flokkur- inn hafði ástæðu til að binda hvað mestar vonir við. Sumir fylltust vonleysi og hættu pólitísk- um afskiptum. Aðrirgerðust liðs- menn annarra flokka, einkum Þjóðvarnarflokksins. Ýmsir þraukuðu áfram þóttóánægðir væru, í von um að Eyjólfur hresstist. En því miður hefur heilsan ekki batnað hjá Eyjólfi. Samtök ungra Framsóknar- manna voru lengi að ná sér eftir þessa blóðtöku og hafa kannski ald/ei gert aðfullu. Á valdatíma Ólafs Jóhannes- sonar skeði svo annað óhappið. Ólafurvarum margtágætur maður en ákaflega laus við allar vinstri hneigðir. Flestirforystu- menn ungra Framsóknarmanna á Ólafsárunum voru, hvað þetta snertirannarrargerðar. Þvívar Ijóst, að ætluðu þeirséreinhvern annan og meiri hlut í f lokknum en að vera auðsveip atkvæði, þá hlaut þarna að koma til á- greiningsog átaka. Hófsamirog hyggnir menn eins og Eysteinn Jónsson, reyndu að milda á- greininginn með því að leggja til að farið væri bil beggja. En hæg- ra liðinu varð ekki haggað. Auðvitað átti það líka sín ítök í röðum ungra Framsóknarmanna og hafa þeir, sumir hverjir, ekki tekið steininn fyrir. Og þá varð Möðruvallahreyfingin til. - mhg ídag er 12. júlí, þriðjudagur í tólftu viku sumars, tuttugasti og þriðji dagur sólmánaðar, 194. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.32 en sest kl. 23.32. Þjóftviljinn fyrir 50 árum Flogið frá New York til Parísar á 161/2 klukkust. Lindberg var 33 Vz klukkustund að fljúga sömu vegalengd fyrir ellefu árum. Allsherjarmótið. Sveinn Ing- varsson setur ný fslandsmet í 100 m. og 400 metra hlaupi. Eftir 2 fyrstu dagana hefir K.R. 83stig, Ármann 51 og Fimleikafélag Hafnarfjarðar 17. ísbrjóturflyturinnifrosnuskipin til hafnar. Skipin tóku kol í Júg- oskí Sjar og héldu síðan áfram til Arkangelsk. Palmemorðið Sjónvarp kl. 22,40 Ennþá hefur ekki tekist að upplýsa morðið á Palme fyrrum forsætisráðherra Svía. Þykir ýms- um það með nokkrum ólíkind- um. Margar getgátur hafa komið fram og öll þykir rannsókn þessa máls hafa verið handahófskennd og tortryggileg. Og ekki bætti svo úr skák flótti njósnarans Stig Berlings. - í kvöld verður sýndur þáttur frá sænska Sjónvarpinu þar sem þessi mál eru rædd við Carl Persson, fyrrverandi lög- reglustjóra. - mhg Höfuð að veði Sjónvarp kl. 21,30 í kvöld hefst í Sjónvarpinu fyrsti þáttur af sex í nýjum, bresk- um framhaldsmyndaflokki. - Fjármálastjóri eins af stærstu bönkum Lundúna finnst látinn í skrifstofu sinni. Grunur leikur á að um morð sé að ræða. Leyni- lögreglumanni er falin rannsókn málsins. Hann kemst á snoðir um að ýmsir höfðu síður en svo á- stæðu til að óska fjármálastjóran- um langlífis. Fellur einkum grun- ur á aðstoðarmann hans en einnig á ungan og auðugan Bandaríkja- mann, sjálfan bankastjórann og ekkju nokkra, sem á í brösum út af erfðaskrá manns síns. Er á líð- ur fer hinum grunuðu fjölgandi og verður úr þessu öllu hin ramm- asta flækja. — mhg Tónlist Rás 1 kl. 17,03 og kl. 23,20 Síðdegistónlistin í dag er svíta úr óperunni „Saltan keisari", op. 57 eftir Nikolai Rimsky- Korsakov. Hljómsveitin Fíl- harmonía leikur, Vladimír As- hkenazy stjórnar. Og að auki Pí- anókonsert nr. 3 í C-dúr op. 26, eftir Sergei Prokofjev. Cécilie Ousset leikur á píanó með Bo- urnemouth sinfóníuhljóm- sveitinni. Rudolf Barshai stjórn- ar. Og svo er það síðdegistónlist- in. Fyrst koma fjórir ljóðasöngv- ar eftir Johannes Brahms. Marg- aret Price syngur, James Lock- hardt leikur á píanó. Síðan fjórir ljóðasöngvar eftir Sergei Rac- hmaninov og fjórir söngvar eftir Modest Mussorgski. Paata Burc- huladsl syngur, Ludmilla Iva- nova leikur á píanó. - mhg Sá svarti Salómon Rás 1, kl. 9.03 Kynni okkar Hjartar Gísla- sonar frá Akureyri hófust á fyrsta stjórnmálanámskeiði Sambands ungra Framsóknarmanna. Okk- ur varð strax vel til vina þótt aldursmunur væri talsverður en skoðanir okkar líkar um margt. Ræktum við þá vináttu meðan báðir lifðu. Hirti var margt til lista lagt. Hann var harðskarpur ræðumaður, söngmaður, hesta- maður, ágætlega skáldmæltur, eins og ljóðabók hans - Vökurím minnir mig hún nefnist - ber ljós- astan vott um. Þegar hann svo sendi frá sér hinar firna skemmti- legu barnabækur um Salómon svarta kom á daginn, að hann var jafnvígur á skáldskap í bundnu máli og óbundnu. Lestur á sögun- um um Salómon svarta hefst nú í Morgunstund barnanna kl. 9.03. Ekki hef ég trú á öðru en að krakkar hafi gaman af að kynnast Salómon því uppátæki hans voru með ólíkindum. - mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Hvað er hún ' Eða þá að hun að gera? herpir varirnar FOLDA f'Ssss. Bráðum spyr ^ ij" t Eigum við að segja ; mamma hvað við viljum) einsog venjulega: fá í kvöldmatinn V/ Rádd þú bara, Aiveg sama, Bara eitthvað, 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.