Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 14
MINNING Hólmfríður Benediktsdóttir Petersen Hólmfríður var fædd í Kirkju- skógi í Miðdalahreppi, Dala- sýslu. Þar bjuggu foreldrar henn- ar, Benidikt Snorrason, fæddur 6. aprfl 1878 og Guðrún Guð- mundsdóttir, fædd 9. ágúst 1879. Þau hjón bjuggu fyrst á Kirkju- skógi, síðan á Erpsstöðum í sömu sveit og þar ólu þau upp sinn stóra barnahóp, sjö dætur og einn son, auk tveggja fósturbarna. Benidikt og Guðrún bjuggu þannig á Erpsstöðum að landið hefir verið nýtt til þess ýtrasta. Samkvæmt fasteignamati 1942, fóðraði túnið fjórar kýr og þar voru þá 120 fjár og 8 hestar, lík- legt er að við líkan bústofn hafi þau bjargast af foreldrum Hólm- fríðar. Helftinni af ánum hefir verið fært frá fyrstu búskaparárin og því viðhaldið fram á þriðja tug þessarar aldar og því hafa systkinin kynnst af eigin raun bú- skaparháttum feðra sinna, enda kunni Hólmfríður frá öllum þeim vinnubrögðum að segja. Rúmlega tvítug að aldri hefir Hólmfríður farið að heiman og þá til Reykjavíkur, þá var föður- systir hennar farin suður, Guð- rún Snorradóttir, síðar ráðskona hjá Halli Jónassyni bónda á Bringum í Mosfellssveit. Sumarið 1926 var Hólmfríður kaupakona á Bringum, það ár var Adolf- bróðir minn - þar vinnu- maður, 21 árs fullhugi, hafði þá verið vetrarmaður á Arbæ í Ölv- usi, veturinn þar áður til sjós frá Straumsvík og eitt sumar í Hafn- arfirði. Sumarið sem þau Hólmfríður og Adolf voru samtíða á Bring- um, unnu þar að heyskap og skyldum störfum, felldu þau hugi saman og bundust þeim tryggða- böndum sem entust þeim ævi- langt. Næsta vetur var Hólmfríður í Reykjavík, Adolf hirti skepnur Halls á Bringum. Á vordögum 1927 voru þau bæði laus úr vist- um, þá tóku þau saman föggur sínar og fluttu til Akureyrar. Þar fengu þau inni á Melbrekku í Glerárþorpi hjá kunningjum Adolfs. Þegar Adolf tók sig upp frá Ak- ureyri haustið 1925 fór hann rak- leiðis suður í Garðahrepp og réði sig á bát sem réri frá Straumi, þá var hann 19 ára, öllu óvanur sem að sjósókn laut og skyldum störf- um, vakti það fyrir honum að leita sér varanlegrar atvinnu, sú leit bar lítinn árangur, en það að hann dreif sig suður, varð til þess að hann kynntist Hólmfríði. Það var erfitt að fá húsaskjól fyrir sunnan og því fór hann norður. Á veturnóttum 1927, þann 29. október gengu þau Hólmfríður og Adolf fyrir Akureyrar prest og létu hann gefa sig saman í hjóna- band. Um sumarið hafði Ádolf orðið vel til um vinnu og því litu þau ungu hjónin björtum augum til framtíðarinnar. Þau voru kyrr í Melbrekku, Adolf stundaði hlaupavinnu og Hólmfríður sá að mestu um aðdrætti til heimilisins og henni tókst þá sem ætíð að búa þeim notalegt og hreinlegt heim- ili. Vorið 1928, þann 17. maí fæddist þeim hjónum sonur, sem hlaut nafn föður okkar Adolfs, Emil H. P. Petersen. Hann er nú byggingameistari í Reykjavík. Nú verð ég að nefna að vorið 1928 hóf ég búskap í Bakkaseli í Öxnadal. Allt fór þar vel á stað, vorverk og heyskapur gekk að i 9. 2. 1902 - Dáin 30. 6. óskum. En um haustið síðla veiktist ég af berklum, fyrst lengi vel með brjósthimnubólgu og graftrarkýlum í andliti. Þar með var mér svo til kippt inn í rúm frá útiverkum og aðdráttum. Þegar leið að áramótum náði ég sam- bandi við Adolf bróður minn með hjálp farandmanns, sem varð til þess að hann og Hólm- fríður tóku sig upp úr Glerár- þorpinu og lögðu leið sína fram að Bakkaseli ásamt Emil, sem þá var enn á brjóstum og höndum. Það var bóndinn í Gloppu, Jón Ólafsson sem flutti þau á hestum fram dalinn og léði mér son sinn til að annast skepnuhirðingu á meðan. Það var fagnaðarfundur þegar þau ungu hjónin gengu í bæinn og Emil lét í sér heyra. Rúmföt báru þau í baðstofuna og settust að til vors. Strax tók Adolf að sér útiverkin og Hólmfríður lagðist á eitt með Steinunni að annast bæjarverkin og þá gesti sem að garði komu. Við Steinunn vorum bel birg með hey og haust- mat sem nauðsyn krafði í Bakka- seli þar sem sú kvöð hvíldi á heiðarbýlinu að hýsa póstinn sem þá fór mánaðarlega vestur að Stað í Hrútafirði oft með marga hesta, allt að 20, og var kröfu- harður um úrvals hey og hirð- ingu. Þá varð að vaka og vinna. Eins var um aðbúnað og mat í stofu, allt var gert til þess að þjóna póstinum sem best og þeim sem voru með honum, þreyttir menn og mikils þurfandi. Þá kom strax fram hve Hólmfríður var mikil matreiðslukona og varð því önnur hönd Steinunnar. Með komu Hólmfríðar og Adolfs færðist nýtt h'f í tilveruna í Bakkaseli þar sem mæðgurnar 1988 Steinunn og Fanney þriggja ára, voru fyrir með bóndann oft fárs- júkan, áhyggjur vegna skepnu- hirðingar og gestamóttöku voru svo til úr sögunni og það var lagst á eitt með að gera baðstofulífið eins líflegt og framast var unnt. Adolf hafði bækur í sínu farteski sem lesnar voru og ræddar, hann var frá unga aldri vandur að bókum og því var það sem hann bar í bæinn okkur Steinunni nýtt lesefni. Þannig leið veturinn að búpen- ingi varð bjargað fram úr, tíðar- far var með besta móti. Seínt í apríl fór Adolf, þar sem fréttir bárust af allgóðri atvinnu þá á Akureyri. Hólmfríður og Emil voru fram í maímánuð og undu vel hag sínum, en þá barst bréf frá Adolf þar sem hann fór þess á leit að ég sæi um að Hólmfríður fengi flutning inn eftir. Þá var ég all- hress orðinn og fór strax að finna Gloppubóndann sem tók að sér að annast flutninginn. Ég setti hest undir Hólmfríði og hún Guðrún Jónsdóttir frá Kjós Guðrún Jónsdóttir móðursyst- ir mín var til moldar borin í gær, mánudaginn 11. þ. m., en hún lést eftir langvarandi heilsuleysi 3. júlí s.l. Guðrún var fædd að Kjós í Reykjarfirði á Ströndum 1. sept. 1921. Hún var yngsta dóttir ömmu minnar, Petrínu Sigrúnar Guðmundsdóttur og síðari manns hennar, Jóns Daníels- sonar, en hann var ættaður úr Eyjafirði. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum til fjögurra ára aldurs, en þá var hún tekin til fósturs af föðurbróður sínum, Sigurgeir Daníelssyni, sem búsettur var á Sauðárkróki, og ólst að mestu upp hjá honum eftir það. Sennilega hafa uppvaxtarárin á Sauðárkróki verið bestu ár Guð- rúnar, því að meiri hluta ævi sinn- ar, eftir að fullorðinsaldri var náð, þurfti hún að glíma við fjöl- þætta erfiðleika og andstreymi. Innan við tvítugsaldur kynntist hún ungum manni, Pétri Pét- urssyni, sem hún varð mjög hrifin af og hann af henni. Þau munu hafa ætlaðað eigast en örlögin höguðu því þó þannig að úr því varð ekki. Þau áttu saman einn dreng, Pálma, sem varð henni til mikillar ánægju, en gerði henni um leið erfiðara að koma sér áfram og afla sér menntunar. Pálmi er nú fyrir löngu orðinn fulltíða efnismaður. Á stríðsárunum kynntist Guð- rún bandarískum hermanni og felldu þau hugi saman. í stríðslok gengu þau í hjónaband og hún fluttist til hans í Bandaríkjunum, eftir að hann hafði tekið þátt í innrásinni í Normandí. Hrellingar stríðsins höfðu þó sett á hann óafmáanlegt mark. Hann var sá eini úr sínum her- flokki sem lifði stríðið af. Allir hinir féllu. Þegar heim kom tókst honum ekki að afmá úr huga sér þær minningar og þjáðist það sem eftir var ævinnar af ólæknandi sinnisveiki. Guðrún treysti sér ekki til að dvelja vestanhafs þegar svo var komið og þau slitu samvistum eftir fremur skamma sambúð. Hún kom svo aftur heim til ís- lands með dreng sem þau eignuð- ust, Gunnar Mosty. Guðrún hafði þó áfram sam- band við tengdafólk sitt í Amer- íku og fékk m.a. oft bréf frá tengdamóður sinni, sem henni var mjög hlýtt til. Hún er nú látin og einnig fyrrverandi eiginmaður Guðrúnar. Gunnar sonur hennar óx upp með móður sinni og varð mesti efnispiltur. Hann kvæntist og þau hjón eignuðust börn. En þá dundi ógæfan yfir. Gunnar var við köfunaræfingar í Straumsvfk, þegar eitthvað fór úrskeiðis og hann drukknaði. Þetta gerðist 26. apríl 1980 og er sennilega ein- hverjum enn í fersku minni. Gunnar var augasteinn móður sinnar og því má geta sér til, hví- líkt reiðarslag þetta var fyrir hana. Guðrún starfaði lengstaf við Landssíma íslands, bæði úti á landi og í Reykjavík. Fyrir nálægt aldarfjórðungi kynntist hún ekkjumanni, nokkru eldri en hún sjálf. Hann var einnig starfsmað- ur Landssímans og hét Jóhannes Sigurðsson. Þau hófu búskap saman, sem entist meðan bæði lifðu, en hann lést á síðasta ári. Jóhannes var vænn og traustur maður. Guðrún annaðist hann í ellinni og þau veittu hvort öðru þann félagsskap sem allir þarfnast. Oft var heilsa Guðrúnar þó svo slæm að vafasamt var hvort þeirra þurfti meira á hjúkrun að halda, hún eða Jóhannes. Á yngri árum, og reyndar alla tíð, bjó Guðrún yfir sérstökum persónutöfrum. Hún var óvenju- lega fjölhæfum gáfum gædd, m.a. var hún vel hagorð og hefði sennilega getað þroskað þann hæfileika sinn ef annir brauðstrrtsins hefðu leyft það. Sem dæmi um það álit sem á henni var á unga aldri má geta þess, að hún fékk inngöngu í Húsmæðraskólann á Blönduósi, enda þótt hún væri með barn á fyrsta ári á arminuiji, Þetta mun hafa verið algert einsdæmi á þeim tímum þegar litið var niður á ó- giftar mæður og þeim voru flest sund lokuð í námi. Guðrún var einnig búin fjöl- þættum dulrænum hæfileikum og hefði sennilega getað orðið miðill ef hún hefði fengið rétta þjálfun. Sumir töldu að hún sæi inn í fram- tíðina við vissar aðstæður. Á góðum stundum var gaman að sitja og rabba við hana um hin ýmsu málefni sem hún hafði áhuga á. Þá komu best í ljós hinar leiftrandi gáfur hennar. Enda þótt hún hefði ekki nein teljandi afskipti af pólitík, hafði hún þó mjög ákveðnar skoðanir í þeim efnum. Hún var það sem kallað er „vinstri sinnuð“ í orð- anna bestu merkingu. Vildi þjóðfélag þar sem hinir sterkari styðja hina veikari, svo að allir geti komist til þess þroska sem þeir hafa gáfur og hæfileika til. Ég segi þetta hér, vegna þess ég veit að hún vill að þetta komi fram. Hún þekkti Þórberg Þórð- arson, rithöfund og ég held að hún hafi haldið meira upp á rit- verk hans en annarra, enda boð- skapur þeirra í ætt við lífsskoðun hennar. Ég veit að Guðrún hafði bjarg- fasta trú á lífi eftir dauðann og taldi sig hafa ótal sannanir fyrir því úr eigin lífi. Fyrir fáeinum vikum var ég staddur hjá henni og þá sagði hún við mig: „Nú fer ég bráðum að fara frá ykkur og það fara að fækka stundirnar sem við getum rætt saman." Ég sá hana aðeins einu sinni eftir það. Ég þakka Guðrúnu fyrir langa og ánægjuríka viðkynningu og árna henni velfarnaðar á nýjum leiðum. „Þat bíða vinir í varpa sem von er á gesti“. Pálma syni hennar, barnabörn- um og systkinum votta ég og fjöl- skylda mín dýpstu samúð. Ævar Jóhannesson reiddi soninn á hnakknefinu, nema hvað Jón bóndi tók hann á sitt hnakknef við og við. Við Steinunn og Fanney kvöddum Hólmfríði með kær- leikum og þökkum fyrir vel unnin störf og góða framkomu svo af bar, hún kvartaði aldrei og var alla daga sama prúðmennið í allri framkomu. Enn munu þau hafa búið í Mel- brekku um skeið og á Akureyri voru þau fram á vor 1931 að þau kvöddu Norðurland og fluttu suður til Reykjavíkur. Að sjálf- sögðu urðu þau að sætta sig við leiguíbúðir næstu árin. Árin 1934 voru þau á Braga- götunni, þann 3. febrúar það ár fæddist þeim annar sonur, Gunn- ar Benidikt Adolfsson. Báðir þessir drengir, Emil og Gunnar, ólust upp með foreldrum sínum, voru hraustir og hugþekkir og auðguðu líf foreldra sinna. Sem fyrr er nefnt lærði Emil húsas- míði, og Gunnarlærði rennismíði og bifvélavirkjun og er nú starfs- maður Bifreiðaeftirlits ríkisins. Á þeim kreppuárum sem gengu yfir fjórða áratuginn, var við sífellt atvinnuleysi að etja og því engum verkamanni fært að koma yfir sig þaki. Krafa verka- manna um vinnu, atvinnubóta- vinnu, varð til þess meðal annars, að stofnað var til Flóaáveitunnar, þar fékk Adolf vinnu, í fyrstu viku í senn en þar varð hann fljót- lega flokksstjóri sem leiddi til þess að þar með lauk atvinnuleys- isgöngu Adolfs. Hann gerðist að- stoðarverkstjóri hjá Vegagerð- inni og aðalverkstjóri 1941. Við Flóaáveituna sáu konur um matareldun og þar var Hólm- fríður eitt sumar, alla aðra daga þessi ár þegar Adolf var fyrir austan fjall var hún heima með drengina sína, sem þó voru oft í sveit á sumrin. Á árinu 1937 byggði Adolf sér sumarbústað við Nýbýlaveg í Kópavogi, þar áttu þau sama stað um árabil, grófu brunn í holtinu fyrir ofan skúrinn og sprengdu sig niður í klöpp sem varð til þess að þar spratt fram vatn sem Adolf leiddi í pípum heim í hús. Þá reisti hann trönur fyrir vindrafstöð sem tókst vel og því höfðu þau vatn og ljós í sumarbústaðnum sínum sem þessvegna var notalegur og sem varð til þess að þegar frá leið bjuggu þau stundum árlangt í þessum bústað. Þegar ég skrapp til Reykjavík- ur á árinu 1944, bjuggu þau Adolf og Hólmfríður á Kjartansgöt- unni, höfðu þá fest kaup þar á góðri íbúð. Þar var mér veltekið, og þar sat ég að veisluborði hvern dag. Þá átti Adolf bfl og á honum fórum við til Þingvalla, það var ánægjuleg ferð. Þá voru þau hjón orðin kunnug landslagi og sögu þess. Skömmu þar á eftir munu þau hafa eignast fólksbíl og þá keyrðu þau flestar helgar vítt um landið, þá höfðu þau þann hátt- inn á að Hólmfríður sat með landakortið og því urðu þau þaulkunnug á því landsvæði, þau lögðu á minnið nöfn á ám og fljót- um, vötnum og landinu, fjöllum þess og hæðum, túnum og eng- jum og bæjum. Þannig var skemmtilegt að ferðast og njóta landsins. Þegar við ræddum um öll þessi landsvæði fslands, laut ég höfði og undraðist þá þekk- ingu. Bæði höfðu þau gott minni og bættu hvort annað upp. Nokkur síðustu árin bjuggu þau Hólmfríður og Adolf á Hrauntungu 15, í einbýlishúsi sem þau byggðu frá grunni, hlúðu að trjágróðri kringum húsið og ekki síður að öllu innanstokks og þá sérstaklega að menntunar- og menningarþörfum. Með tíman- um varð húsið að bókasafni, 14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.