Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 15
FLÓAMARKAÐURINN Heimilisaöstoð Góð kona óskast til léttra heimilis- starfa og til að vera félagsskapur fyrir aldraða konu. Uppl. í síma 32098 milli kl. 17 og 20 og 36554 milli kl. 20 og 22 í kvöld. Til sölu - óskast keypt Skrifborð til sölu fyrir lítið. Á sama stað óskast lítið eldhúsborð. Sími 695237 kl. 9-5 og 10487 eftir kl. 5. Fiat 127 árg. ‘78 til sölu. Gangfær, skoðaður 87. Selst ódýrt. Uppl. í síma 26128. 6 manna fjölskylda óskar eftir 4-5 herbergja íbúð til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 30704. Ferðarúm Óska eftir ferðarúmi að láni, ódýrt eða gefins. Vinsamlegast hringið í síma 30704. ísskápur gefins Gamall, stór ísskápur í sæmilegu ástandi fæst gefins gegn því að vera sóttur. Uppl. í síma 673357 á kvöldin. Rúm Vandað rúm til sölu. Stærð 1,80x90 cm. Uppl. í síma 35742. 3 kettlingar fást gefins. Einn kolsvartur. Uppl. ( síma 40266 á kvöldin. Til sölu - gefins Fullorðinsrúm fæst gefins. Á sama stað er til sölu DBS kvenreiðhjól á kr. 5.000 og Candy þvottavél á kr. 6-8.000. Uppl. í síma 24521. Vesturbær Heimilishjálp óskast einu sinni í viku, 3-5 tíma í senn. Góð laun í boði. Uppl. í síma 28372 eftir kl. 17.00. Falleg skosk/ísklensk tik rúmlega 2 ára óskar eftir góðu heimili í sveit. Uppl. í síma 672570. Óskum eftir íbúð helst í vesturbæ, frá og með 1. ág- úst. Halldóra og Helga í síma 94- 7772 eða 94-7614. New York stúdíó til leigu „Downtown" stúdíóíbúð á Manhatt- an, New York, til leigu í ágúst fyrir 800$. Innifalið er eldhúskrókur og bað, stereó, sími, sjónvarp, vídeó, garðurog sólbaðsþak. Upplagt fyrir tvo. Staðsetning mjög „central". Nánari uppl. í síma 26752. Superia karlmannsreiðhjól til sölu. Þarfnast smá lagfæringa. Uppl. í síma 73628. Rússajeppi GAZ árg. ‘72 til sölu. Yfirbyggður með dieselvél. Uppl. í síma 35269 eftir kl. 17.00. Kettlingar 3 sérlega fallegir, vel vandir kett- lingar óska eftir nýju heimili. Uppl. í síma 39029 eftir kl. 17.00. Ákaflega fjörugur og fallegur kettlingur óskar eftir góðu framtíðarheimili sem fyrst. Uppl. í síma 11287. Málning til sölu Hef til sölu 36 lítra af Hörpu þakvara á járn og timbur. Litur: Ijós karrígult. Tilboð óskast. Uppl. í síma 612613. FURU-sófaborð til sölu á 1500 krónur, kjarakaup! Upplýsingar í síma 91-72896. Til sölu Miele tauþurrkari, Fiat Panda árg. ‘84, og 3ja vetra trippi. Uppl.s. 30659 e.kl. 18.00. 15 ára ísskápur fæst gefins. Uppl. í síma 37962. Vel með farinn Silver Cross barnavagn til sölu eða í skiptum fyrir svalavagn. Uppl. í síma 38129. íbúð í París til leigu Til leigu stór, þægileg íbúð í 15. hverfi í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Þröstur í síma 50766 og 622420. Vill einhver leigja tónlistarfólki 3 herbergja íbúð? Erum reglusöm og spilum á lágværog ómþýð hljóð- færi. Upplýsingar í síma 14000. Til sölu biluð uppþvottavél, General Elect- ric, á kr. 5.000,- dýna í barnarúm, sem ný, á kr. 1.000.-, eldavél, 50 cm breið óskast á sama stað. Sími 43294. Vantar einhvern sultukrukkur? Ég á talsvert sem ég vil gefa. Upp- lýsingar í síma 37947. Útvarpstæki fæst gefins Upplýsingar í síma 35907. Hestaleiga - Kiðafell Skemmtilegir reiðtúrar á góðum hestum í fallegu umhverfi. Opið alla daga. íbúð til leigu á staðnum til styttri dvalar. Sími 666096. Rafmagnssuðupottur til sölu. Tilvalinn í sláturgerðina. Selst ódýrt. Einnig rafmagnssláttu- vél. Sími 51643 milli kl. 12-1. Gerist áskrifendur að Tanzaníukaffinu frá Ideele Im- port. Áskriftarsími 621309. Gott mál í alla staði. Kaffið sem berst gegn Apartheid. Styrkjum íslenska kvikmyndagerð Látum af hendi sófasett og önnur hægindi fyrir ekki neitt. Upplýsingar í síma 623690. Ford Escort GL 1300 Fallegur, vel útlítandi Ford Escort GL 1300, árg. '83 til sölu. Innfluttur frá Þýskalandi fyrir ári. Ekinn 52.000 km. Ný sumardekk og ágæt ársgömul vetrardekk fylgja. Utvarp. Bíll í toppstandi. Verðtilboð. Upp- lýsingar í síma 681310 eða 681331 á daginn. Óskum eftir 4-5 herbergja íbúð á leigu í Breiðholti III (helst). Erum reglu- söm. Skipti á 3ja herb. íbúð í Breiðholti II möguleg. Sími 79564. Leiguskipti Óska eftir að taka á leigu íbúð í Reykjavík. Möguleikar á skiptum á stórri og góðri íbúð í Neskaupstað. Frá og með haustinu. Upplýsingar í síma 17087. Tek að mér vélritun Vönduð og góð vinna. Hafið sam- band við Guðbjörgu í síma 32929. FRÉTTIR Borgarstjórn Vilja fa úti- vistarsvæði Yfirlýsing frá stjórnarandstöðunni vegna umræðu um Fossvogsdalinn Eftirfarandi yflrlýsingu hefur Þjóðviljanum borist frá borgar- fulltrúum stjórnarandstöðu- flokkanna í borgarstjórn. „Að undanförnu hafa hug- myndir um hraðbraut um Foss- vogsdal verið mikið í fréttum og þess þá jafnan getið að Borgar- stjórn Reykjavíkur sé þeirri hraðbraut hlynnt. Af þessu tilefni viljum við borgarfulltrúar Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvenna- lista koma því á framfæri að við erum þeirrar skoðunar að Fos- svogsdalurinn skuli vera útivist- arsvæði og erum því andvíg hug- myndum um Fossvogsbraut. Við teljum mikilvægt að slíta ekki það samfellda útvistarsvæði í sundur sem nú er, frá Tjörninni í miðborginni um Hljómskála- garð, Óskjuhlíð, Fossvogsdal, Elliðaárdal að Elliðavatni. Slík samfelld keðja útvistarsvæða er einstök í höfuðborg og að auki er Fossvogsdalurinn eitthvert á- kjósanlegasta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu, fyrir margra hluta sakir. Við afgreiðslu Aðalskipulags Reykjavíkur í borgarstjórn hinn 2.4. ‘87 lögðum við fram bókun, þar sem við mótmæltum Foss- vogsbraut og framhaldi hennar Hlfðarfæti. Það er skoðun okkar að umferðarvanda borgarinnar verði að leysa á annan hátt en með eyðileggingu þessa einstæða útvistarsvæðis.“ Guðrún Ágústsdóttir Kristín Á. Olafsdóttir Bjarni P. Magnússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sigurjón Pétursson Sigrún Magnúsdóttir Nýtt álver Sölumaður raforku Garðar Ingvarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mark- aðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar. Fyrsta verk- efni Garðars vcrður að sitja í Verkefnisstjórn ríkisins og álfyr- irtækjanna fjögurra sem sýnt hafa áhuga á að byggja hér nýtt álver. Garðar var fyrsti aðstoðar- maður viðskiptalegs fram- kvæmdastjóra Vestur-Þýsks ál- fyrirtækis fram til 1967 en þá hóf hann störf hjá Seðlabankanum. Markaðsskrifstofan var sett á laggirnarímaíáþessuári. -hmp bóka sem þau lásu og ræddu um. Auk þess er í húsinu þeirra safn fjölbreytilegra náttúruundra, steina, sem þau söfnuðu á ferða- lögum um landið, göngum um fjöll og fjörur, hver steinn þjón- aði þeim tilgangi að minna á stað- inn þar sem hann var fundinn, slíkir steinar eru dýrgripir, og húsprýði. Eins og kunnugt er tók Adolf mikinn og virkan þátt í félags- störfum verkstjóra, hann var rit- stjóri blaðsins „Verkstjórinn" um árabil og skrifaði mikið í blað- ’ ið, sá um útgáfu þess. Hólmfríður tók einnig mjög virkan þátt í þeim störfum öllum, og það var hún sem öðrum fremur las próf- arkir af blaðinu. Þá las hún og prófarkir af þeim bókum sem Adolf sá um útgáfu á, svo sem bókinni „Verkstjórn og verk- menning" 1968. „Verkstjórn" sem út kom á 60 ára afmæli Verk- stjórafélagsins 1979, og loks að sögu Kópavogs 1985. Allt þetta starf lék henni í hendi. Svo þegar verkstjórar byggðu sér sumar- bústað við Skorravatn, var Hólmfríði falið að gefa húsinu nafn sem hún gerði. Það nafn er „Einisfold" sem festisí við bú- staðinn. Þegar Hólmfríðar er minnst, hlýtur Adolfs að vera minnst svo var lífsferill þeirra Samtvinnaður, svo voru þau samhent í öllum sín- um áformum og athöfnum og því var mjög ánægjulegt að koma í húsið þeirra, hvort sem urn var að ræða timburskúr við Nýbýlaveg forðum eða einbýlishúsið þeirra á Hrauntungu 15, þar sem allt var á seinni árum þakið bókum og fag- ursköpuðum steinum. Viðtök- urnar voru þær sömu, sama alúð- in, það var fræðandi að eiga við þau samtöl um dægurmálin og það sem sagan geymir. Hólmfríður og Adolf voru mjög samhent í allri sinni lífsbar- áttu og þau nutu þess bæði af heilum hug sem ávannst. Adolf féll frá á vordögum 1985, nokkr- um dögum áður áttum við tal saman þar sern hann sat enn við skriftir og þá barst tal að vöku- starfi Hólmfríðar og ég man orð- rétt það sem Adolf sagði við mig. „Hólmfríður mín gleymdi aldrei að trekkja heimilisklukkuna". Milli þeirra hjóna ríkti gagn- kvæm virðing og órofa vinátta sem aldrei bar skugga á, þar var maðurinn og konan eitt. Að end- ingu kveð ég Hólmfríði með hei- tum þökkum fyrir öll góðu kynn- in á langri lífsgöngu. Eg sendi sonum hennar, konum þeirra og afkomendum hugheilar samúðar kveðjur. Tryggvi Emilsson Félagsmálastofnun Hafn- arfjarðar auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar 1. Félagsráðgjafi í starfi félagsráðgjafa felst meðal annars: 1) Almenn félagsráðgjöf 2) Vinna í forsjár- og ættleiðingarmálum Nánari upplýsingar veitir félagsmálastofnun alla virka morgna milli kl. 11-12. 2. Forstöðumann dagheimilisins Víðivalla Á Víðivöllum eru samtals 68 börn sem skiptast í tvær blandaðar deildir 2-6 ára, vöggudeild, skrið- deild og sérdeild. í starfi forstöðumanns felst meðal annars: 1) Stjórnun og yfirumsjón með daglegum rekstri heimilisins. 2) Skipulagningarog leiðbeining viðfagleg störf. 3) Starfsmannahald 4) Innritun og bókhald Dagvistarfulltrúi veitir nánari upplýsingar um starfið mánudag - miðvikudag milli kl. 11-12 í síma 53444. 3. Heimilishjálp óskast fyrir 5 manna fjölskyldu í Hafnarfirði (í Suðurbæ) eftir hádegi í um það bil 20 tíma á viku um óákveðinn tíma. Æskilegt að viðkomandi sé ekki yngri en 30 ára og hafi reynslu af slíkum störfum. Umsóknar- frestur er til 25. júlí n.k. Umsóknum ber að skila til félagsmálastjóra. Allar nánari upplýsingar veitir aðstoðarfélags- málastjóri alla virka daga kl. 9-16. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Strandgötu 4, sími 53444 Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar tungumálakunnáttu og góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendi- ráðum íslands eriendis. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðu- neytinu, Hverfisgötu 115,150 Reykjavíkfyrir21. júlí nk. Utanríkisráðuneytið ÆSKULYÐSFYLKINGIN Sumarferö í Þórsmörk Sumarferðir Æskulýðsfylkingarinnar hafa ætið notið mikilla vinsælda. Að þessu sinni verður farið i Þórsmörk helgina 15.-17. júlí. Nánar auglýst síðar. Verði stillt í hóf. Skráning að Hverfisgötu 105, s. 17500 frá kl. 13.00-16.00 alla virka daga. Allir velkomnir. Framkvæmdaráð DJÓÐVILJINN blaðið sem vitnað eri 44^'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.