Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.07.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— (Spurt í Reykjavík) Gerir þú verðsaman- burð á brauði og kökum? Jónína Jörgensdóttir, starfstúlka á Hrafnistu: Já, aöeins. Venjulega alltof lítinn því brauö eru mjög dýr í dag. Margrét Hlöðversdóttir gjaldkeri: Stundum geri ég þaö. Verð á brauðum er alltof hátt aö mínu mati. Hólmfríður Gísladóttir hjá Rauða Krossi íslands: Auðvitaö gerir maður þaö. Þegar brauðið hækkaöi á sínum tíma fór ég að baka svolítið sjálf. Ég keypti brauð nýlega í Vík í Mýrdal er ég átti leið þar fram hjá og það kostaði 118 krónur. þetta er svip- að verö og hér. Baldvin Steindórsson sölumaður: Já mikið. Ég hef ágætan saman- burð þar sem ég er nýlega komin frá útlöndum og ég geri mér því grein fyrir því hvað erlendir ferða- menn reka sig á hér. Saman- burðurinn er alveg hrikalegur. Pétur Óskarsson sölumaður: Já, nokkuð. Verðlag á brauðum þykir mér alls ekki of hátt miðað við hvað þau eru orðin rosalega góð. PIÓÐVILIINN Þriðjudagur 12. júlí 1988 156. tbl. 53. árg. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Hvammstangi Glæsileg afmælishátíð í blíðskaparveðri Pórður Skúlason: Skemmtunfyrir alla sem skilur eitthvað eftirsig. Ótrúlegurfjöldi gesta. Afmœlisbarninufærðar margar góðar gjafir Hátíðarhöldin voru gríðarlega fjölsótt og tókust með afbrigð- um vel. Hingað kom mikið af brottfluttum Hvammstangabú- um og öðrum gestum, veðrið lék við okkur og hér myndaðist eins konar karnívalstemning, sagði Þórður Skúlason hreppstjóri á Hvammstanga en þar var haldið veglega upp á fimmtugs afmæli hreppsins um helgina. Hátíðarhöldin hófust á föstu- daginn og stóðu fram á sunnu- dag. Myndlistar- og leiksýningar, tónleikar og fjölskylduskemmt- un, dans og látbragðsleikir, sögu- sýning og frumflutt revía var meðal þess sem var á dagskrá. Hátíðarmessa var haldin á sunnu- daginn, sem er afmælisdagurinn sjálfur þar sem frumflutt var tón- verk eftir Ragnar Björnsson sem tileinkað er hreppnum, afhjúpað var listaverk eftir Marinó Björns- son sem stendur fyrir utan félags- heimilið og vígð var göngubrú yfir Hvammsá. Alla dagana voru einhverjar óvæntar uppákomur fyrir börnin sem víkingasveitin sá um og vakti mikla hrifningu yngstu kynslóðarinnar. Afmælisbarninu voru að venju færðar veglegar gjafir. Börn Björns G. Jónssonar og Sigrúnar Jónsdóttur gáfu hreppnum hús foreldra sinna í þeim tilgangi að listamenn sem dvelja á Hvamms- tanga fái afnot af því, Guðrún Farestveit gaf málverk af staðn- um í minningu foreldra sinna Steinvöru Benónísdóttur og Sig- urð Pálmason, sveitarsamband V-Húnavatnssýslu gaf afsteypu af höggmynd Ásmundar Sveins- sonar “Fýkur yfir hæðir“ og Jón ísberg sýslumaður Húnvetninga og kona hans Þórhildur ísberg gáfu ljósmynd af Hvammstanga sem tekin var 1908. Alls tóku um 200 manns þátt í undirbúningi þessarar hátíðar en fram- kvæmdarstjóri afmælisnefndar var Örn Ingi sem var hugmynda- bankinn á bak við dagskrána og á sérstakar þakkir skyldar fyrir vasklega framgöngu, sagði Þórð- ur. •Þ Útigrillið vakti mikla lukku enda úrvalsveisla í blíðviðrinu. Örn Ingi að steikja Marhnút í grillveislunni á sunnudaginn - hann er sagður hafa smakkast með afbrigðum vel. Leikþáttur byggður á frásögnum af fyrstu byggð á Hvammstanga var settur á svið við fjöruna. Myndir: Flemming Jessen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.