Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 13. júlf 1988 157. tölublað 53. órgangur Skólamál Skólastjórar í kosningabaráttu Þorbjörn Broddason leggur til íFrœðsluráði að skólastjórar grunn- ogframhaldsskóla verði kjörnir til nokkurra ára ísenn. Þróun ílýðrœðisátt. Fast starfslið skóla ogforeldrarkjósi Á fundi Fræðsluráðs Reykja- víkur á mánudag lagði Þorbjörn Broddason fram tillögu um að skólastjórar grunnskóla og fram- haldsskóla verði kjörnir tií nokk- urra ára í senn. Foreldrar og fast- ir starfsmenn skólanna hafi kosn- ingarétt og nemendaráð í fram- haldsskólunum. Þorbjörn segir kveikjuna að tillögunni vera skipun Sjafnar Sigurbjörnsdóttur í skólastjórastöðu Ölduselsskóla. Þorbjörn telur tillöguna leiða til þróunar í lýðræðisátt verði hún að lögum. Hún sé í anda 2. grein- ar grunnskólalaganna þar sem segir að skólarnir skuli í sam- vinnu við heimiiin búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþj óðfé- Iagi. Þá sé tillagan í takt við skóla- stefnu Sjálfstæðisflokksins eins og hún hafi birst í samþykktum hans og ritum gefnum út undir stjórn nokkurra menntamálaráð- herra flokksins. Vinnubrögð Birgis ísleifs í Ölduselsmálinu hafi hins vegar verið andhverfa lýðræðisins og þau hafi sýnt hve misbeiting miðstjórnarvaldsins geti verið hættuleg. Þorbjörn segir ennfremur að kjör skólastjóra með reglulegum fresti geti stuðlað að lýðræðis- legra og virkara samstarfi kenn- ara. Til að skólarnir geti orðið lýðræðislegri verði að skapa þeim svigrúm til þess. Sjá síðu 3 Lektorsstaðan Dæmalaust Háskólarað Menntamálaráðherra svarar ályktun Háskólaráðs. Ráðherra hefur valdið. Háskólinn átti aðfara eftir lögmanni Hannesar Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra svaraði í gær ályktun Háskólaráðs vegna skipunar í stöðu lektors. Ráð- herrann segir ályktunina dæma- lausa og fulla af rangfærslum. Eðlilegt hefði verið að Háskólinn skipaði nýja dómnefnd eftir að lögmaður Hannesar sendi félag- svísindadeild bréf og lýsti hana óhæfa. Verði að telja vinnubrögð deildarinnar ámælisverð þar sem hún fór ekki eftir þessum ábend- ingum lögmannsins. Ráðherra segir Gunnar Gunn- arsson og Svan Kristjánsson hafa verið alveg jafnóhæfa til að meta hæfni Hannesar eftir að Ólafur Ragnar Grímsson vék úr dóm- nefndinni og rektor skipaði full- trúa sinn í hana. Ráðuneytið hefði ekki reynt að leyna tengsl- um Hannesar við fyrrverandi kennara hans og þess vegna eigi ásakanir óhlutrækni þeirra ekiri við. Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins hefur fordæmt skip- unina og segir hana gróft dæmi um yfirmáta hroka íhaldsaflanna. Pólitískar stöðuveitingar hafi lengi einkennt hægri stjórnir á ís- landi. En Háskólinn hafi góðu heilli sloppið nær alveg við slíkt hingað til. Ætlar Æskulýðsfylk- ingin að skora á þingmenn Al- þýðubandalagsins að bera fram vantraust á menntamálaráðherra þegar þing kemur saman.______ Sjá síðu 2 „Rosalega er maturinn dýr á íslandi," sögöu þau Kathrin Habermacher og Thomas Gisi frá Vestur-Þýskalandi. Töluvert er um það að ferða- menn fari fyrr heim en þeir ætluðu vegna verðlags matvöru. Mynd: Ari Ferðalangar Verðlag uppúr öllu valdi Erlendirferðamenn agndofa á verðlaginu. Farafyrrfrá landinu enþeir áœtluðu Erlendum ferðamönnum blöskrar verðlagið á íslandi og þá sérstaklega á matvöru. Flugleiðir Þjóðarhagur Kreppa í góðæri Framvinda verðbólgunnar ræðst að verulegu leyti af því hvernig ríkisstjórninni gengur að draga úr 3,2 miljarða halla sem er á ríkissjóði eftir fyrstu fimm mán- uði ársins, en spá Þjóðhagsstofn- unar um 25% verðbólgu á árs- grundvelli byggist m.a. á því að halli ríkissjóðs verði ekki meiri en ríflega hálfur miljarður í árs- lok. í nýrri þjóðhagsspá sem Þjóð- hagsstofnun kynnti í gær, er ráð- gert að viðskiptahallinn á árinu verði um 11 miljarðar króna. Þórður Friðjónsson, forstöðu- maður stofnunarinnar segir að í mörgu tilliti séu horfurnar í efna- hagsmálum bjartari en stofnunin spáði í mars sl. þannig megi gera ráð fyrir að afli og aflaverðmæti aukist frá fyrra ári. Sjá síðu 2 og Kynnisferðir segjast verða vör við að ferðamenn vilji fara heim áður en ferðum þeirra líkur vegna þess að þeir séu orðnir auralausir. Er meira um þetta en í fyrra að sögn Ólafs Briem hjá Flugleiðum. Ferðamenn sem Þjóðviljinn tók tali í gær sögðust undrandi á verðlaginu og það hefði komið þeim á óvart. Mjög misjafnt var þó hvernig á var komið fyrir ferðamönnunum. Sumir virtust hafa næga peninga á milli hand- anna en aðrir lifa á súpu og hveitilengjum. Sjá síðu 2 Leikhús Light Nights 19 ára „Sýningin breytist alltaf eitthvað frá ári til árs, þó að sumt hafi ég verið með lengi, eins og til dæmis Djáknann á Myrká", segir Kristín G. Magnús, sem nú leiðir sýningu Ferðaleikhússins á Light Nights 19. árið í röð. Sýningar Ferðaleikhússins hóf- ust sumarið 1966, á f jörutíu daga leikferðalagi um ísland. Eftir það hefur Kristín stýrt Ferðaleikhús- fólki á leikferðalögum meðal annars á Edinborgarhátíð, og í leikferðalög til New York og Chicago. Sjá síður 8 og 9 1 21 ¦*l^ lkv V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.