Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Jón Baldvin og þjóðarsyndin Alþýðublaðið birti um síðustu helgi viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í tilefni þess að ríkisstjórnin er ársgömul. Hann lét þess m.a. getið að Alþýðuflokkurinn vildi ekki sitja áfram í „ráðalausri verðbólgustjórn". Hann vildi „skýrar línur fyrir haustið“. En það var ekki á fjármálaráðherra að heyra að hann ætti von á þeim pólitíska skýrleika og mark- sækni sem gerði honum fært að sitja áfram á sínum stól. Hann segir á þessa leið um stjórnarherbúðaliðið: „Það er eins og þingmenn, jafnvel úr fremstu röð stjórnarflokkanna hafi aldrei skilið um hvað þessi ríkisstjórn var mynduð“. Ekki er nú von á góðu. Viðtalið við fjármálaráðherra er náttúrlega enn ein vísbend- ingin um feigðarmörk á ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem virðist ekki ná sæmilega vel saman þessa dagana nema í hjartnæmum afmælisræðum yfir ráðherrum eða eiginkonum þeirra. Slíkar vísbendingar eru ekki nýmæli lengur. Hitt gæti verið ómaksins vert að draga fram breytingar í málflutningi og áherslum hjá formanni Alþýðuflokksins sem viðtalið minnir rækilega á. Þegar Jón Baldvin var á sinni uppsveiflu sem einn af foringj- um stjórnarandstöðuunar fór hann mikla fundaferð um landið undir yfirskriftinni „Hver á ísland?“ Spurningin vitanlega vel til fundin og vel við hæfi hjá foringja í jafnaðarmannaflokki. Og henni var svo svarað með vígreifum og bjartsýnum hætti: Bíðið þið, barasta, eignafólin, þar til við Kratar komumst að. Síðan fór Alþýðuflokkurinn í stjórn og ári síðar hefur allt annan róm. í stað hinna djörfu áforma fer einna mest fyrir lamandi og nokkuð svo afsakandi tilvísunum til vanmáttar stjórnmálamanna: vandamálin, segir Jón Baldvin, eru parturaf óstjórn fyrri ára. Margt til í því, vitanlega, en hvorki er hugsunin frumleg né heldur líklegur hvati til afreka. Enn dapurlegra er það svo, að formaður Alþýðuflokksins fellur með furðu auðveldum hætti í þau viðbrögð sem hafa verið sérgrein talsmanna Sjálfstæðis- flokksins þegar horft er yfir mæðudal vandamálanna. Honum sýnist að þjóðin sem slík sé fallin í synd. Fjármálaráðherra segir: „Það er ekki einhver auðkýfingastétt, forstjóraveldi, sem lifir langt um efni fram og rís ekki undir ábyrgð af eigin gerðum. Þetta er þverskurður af þjóðinni. Þetta neyslu- og fjárfestinga- fyllerí er regla en ekki undantekning". Við vitum náttúrlega að mörg eru þess dæmi að einstak- lingar úr ólíkustu þjóðfélagshópum skapa sér sjálfskaparvíti með neyslugleði. En það er afar slöpp pólitísk hugsun að draga af þeim dæmum fyrst og fremst þá ályktun að allir séu jafnsekir (nema sá hópur sem allra verst er settur og lítillega er minnst á í viðtalinu), að þjóðin sé fallin í synd. Má helst kalla slíkan þankaþang „jafnaðarstefnu andskotans". Að minnsta kosti sýnist hún fjarlæg þeirri ádrepu sem fólst í spurningum og svörum um það hverjir eigi ísland. Því á þeim vettvangi hafa menn þó gert sér grein fyrir því, að þeir sem „eiga“ land - fjármagnið, innrætingarmiðla, hin pólitísku sambönd, beri höfuðábyrgð á framvindu og meinsemdum hvers samfélags. Á þeim vettvangi minna kratar sem kommar almenning á þá forréttindahópa („auðkýfingastétt, forstjóraveldi") sem með umgengni sinni við skattheimtu, með fjárfestingarævintýrum sínum, setur afganginum af landsfólkinu fordæmi og fyrirmynd. Og það líka, að þeir sem „eiga ísland" geta auðveldlega snúið jafnt góðæri sem hallæri sér í hag, eins og glöggt mundi koma í Ijós ef skoðaðar væru niður í kjölinn þær eignatilfærslur sem eiga sér stað þessa mánuðina í stjórnartíð Þorsteins, Stein- gríms og Jóns Baldvins. ( sama Alþýðublaði var viðtal við gamlan flokksmann af Siglufirði, Jóhann Möller. Hann segir m.a.: „Frelsi í þjóðfé- laginu er undarlega skipt. Hvernig stendur á því að sumir geta skammtað sér laun og um leið ákveðið hversu mikið þeir greiða til samfélagsins?" Jóhannersemsagtekki hætturaðspyrja, og er það vel. En honum finnst að formaðurinn sinn sé hættur að hafa áhyggjur af því sem máli skiptir því hann segir síðar í viðtalinu. „Ég sagði við Jón Baldvin um daginn: Þú mátt ekki gleyma því hvaðan þú ert kominn. Þjóðin erorðin leið á því að prinsípp- unum sé fórnað". Milt orðalag-en í reynd þeim mun harðari dómuryfirforystu- sveit Alþýðuflokksins um þessar mundir. ÁB Landsbyggðar- menn horfa á Persaflóa Flestir fylltust óhugnaði þegar fréttist af árás Banda- ríkjamanna á írönsku far- þegavélina yfir Persaflóa á dögunum - og þessi árás hef- ur vakið margar spurningar brýnar sem seint gengur að fásvörvið. Um atburðinn á Persaflóa var fjallað talsvert í rit- stjórnargreinum dagblað- anna hér, og voru menn nokkuð sammála um að fordæma slíkt voðaverk hver sem gerir, - að vísu var umfjöllunin af einhverjum ástæðum miklum mun hóf- samari og æsingalausari heldren þegar Rauði herinn skaut niður Kóreuþotuna um árið og drap næstum j afn marga og núna. Það er merkilegt við þennan atburð að einnig í landsbyggðarblöðunum vilja menn ljúka upp munni og draga lærdóma, - en þar er af eðlilegum ástæðum oft- ast fjallað um menn og mál- efni nær heimabyggð. Veldi hinsilla Hið landsfræga Víkurblað á Húsavík segir í leiðara í síðustu viku: „Fyrir nokkrum árum skutu Sovétmenn niður farþegaþotu frá Kóreu og jukust víðsjár í samskiptum stórveldanna mjög í kjölfar þeirra mannlegu mistaka er þar gerðust. Forseti Banda- ríkj anna lýsti því þá yfir að Sovétríkin væru heimsveldi hins illaájarðríki, ogat- burðurinn hefði getað haft alvarlegri eftirköst, og hvað hefðit.d. gerst efþarna hefði verið bandarísk far- þegaflugvél á ferð? Fyrir nokkrum dögum hentu svipuð mannleg mis- tök, þegar bandarískt her- skip skaut niður íranska farþegaflugvél. Rússar hafa enn ekki lýst því yfir að þar með hljóti Bandaríkin að vera orðin heimsveldi hins illa á jörðinni, á sama hátt og Rússar áður. En þessi mannlegu mistök eiga ör- ugglega eftir að draga dilk á eftir sér. Það er örugglega hægt að spá hryðjuverka- öldu í kjölfar þessa hörmu- lega atburðar, og stig- mögnunar í stríðinu við Miðjarðarhaf, sem síðan gæti breiðst út og leitt til, guð mávitahvers." ísællitrú Víkurblaðið heldur áfram og sveigir heim á leið: „Ein mannleg mistök geta sem sagt eyðilagt árangur margra ára stanslausra friðar- og afvopnunarvið- ræðna og þessi mistök sem hér eru nefnd eru auðvitað aðeins hjóm miðað við önnur og alvarlegri mistök sem auðvelt er að hugsa sér aðgeti áttsér stað. Þrátt fyrir stöðugar til- raunir og viðleitni til að gera þessa jörð öruggari bústað, Iifum við alltaf við stærsta óvissuþáttinn, hinn mann- Iega þátt, sem aldrei verður um samið eða tryggt gegn. Og þetta snertir okkur Is- lendinga ekki síður en aðra jarðarbúa, þó við séum í augnablikinu fjarri átaka- svæðum í sælli trú. í hafinu í kringum okkur er allt fullt af kjarnorkukafbátum og mannleg mistök í undirdjúp- unum geta á orskötsstund lagt tilverugrundvöll okkarí rúst. Höfum það hugfast en látum það ekki byrgj a okkur bjartsýni á framtíðina í þessu Iandi, á þessari j örð. “ Mistök í misgripum Vestfirska fréttablaðið ef- ast í leiðara um fullkomleik tækninnar í tilefni af því sem blaðið kallar fj öldamorð í misgripum og telur efni til fleirispurninga: „Hvað eru Bandaríkja- menn að gera með herskip á Persaflóa? Eiga þeir kann- ski land að Persaflóa? Hvað eru þeir að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við? Er það ekki afskiptasemi af svipuðum toga og kemur fram gagnvart íslendingum og nú síðast Norðmönnum, þegar Bandaríkjamenn vilja meira að segja ráða fjölda veiddra hvala hjá öðrum þjóðum, og hóta ofbeldisað- gerðum ella? Er það ekki sama afskiptasemin og kem- ur fram um allan heim hjá þessum sjálfskipaða refsi- vendi mannkynsins? Hver hefur beðið Bandaríkja- menn að gegna hlutverki al- heimslögreglu?" Fíllinn og músin Enn hvessir í leiðara Vestfirska fréttablaðsins: „íslendingar eru í hernað- arbandalagi með Banda- ríkjamönnum og undir verndarvængþeirra. Maður sér fyrir sér fílinn og músina marséra saman í stríðið. Bandaríkjamenn eru með hernaðartól og hernaðar- mannvirki á íslandi. Ekki bara suður á Miðnesheiði, heldur líka vestur við Djúp og víðar um land. Ekki kæmi manni á óvart þótt Rússarnir væru með þetta dót í sigtinu hjá sér með fin- gurinn á gikknum, þegar haft er í huga að bæði risa- veldin eiga nóg af drápsvél- um til að tortíma hverju byggðu bóli í veröldinni margsinnis. Við hljótum bara að biðja þess aðeins að ekki verði nein „mistök" hjá Rússum.“ ÁBolafjalli Lokaorð leiðarans eru þessi: „En kannski væri farsæl- ast fyrir okkur íslendinga, að taka alls ekki þátt í hern- aðarbrölti stórveldanna, að hætta þjónkun við hina sjálf- skipuðu alheimslögreglu. Kannski væri líka best fyrir samviskuna að vera ekkert að lána land undir áhöld til manndrápa. Við höfum heldur enga tryggingu fyrir því að nýja radarstöðin á Bolafjalli þekki sundur Fokker og flugskeyti. Þótt frumstæðar þjóðir reyni að þóknast andskotan- um og halda honum góðum, þá er ekki þar með sagt að við íslendingar eigum að geraþað líka. Það er ekki lítil hætta á því að fíllinn stígi ofan á músina, þar sem þau marséra saman í stríðið. Það er jafnslæmt fyrir músina, hvort sem það eru mistök eða ásetningur hjáfílnum." Fokkerframhjá ratsjárstöð Vestfirski leiðarahöfund- urinn er við kj arna málsins af sjónarhóli okkar íslend- inga, og er engin furða vegna nýfenginnar nálægðar við hertól í formi ratsjár- stöðvar, og sú mynd sem í leiðaranum er dregin upp til varnaðar er óhugnanlega nálæg. Er í raun og veru nokkur afskapamunur á ír- ansair til Dubai eða íslands- air til ísafjarðar? - m þlÖÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, ÓttarProppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, TómasTómasson, Þorfinnurómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkaiestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbegrurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.