Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Kariveldið og Kvennalistinn Ég hef frá því í vetur fylgst af áhuga með því sem Gestur Guð- mundsson hefur skrifað um Kvennalistann. Oft hefur mér fundist sem hann vissi ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga. Yfirleitt hafa mér þó fundist hans skrif vera í takt við hefðbundna afstöðu vinstri karlmanna til kvenna. Mér finnst hann hlutgera konur, hann virðist sjaldan gera ráð fyrir frumkvæði þeirra. í vetur skrifaði Gestur að nú þurfi Alþýðubandalagið að fara að „taka“ upp nánara samstarf við Kvennalistann og að það geti ýmislegt af konum lært í sam- bandi við starfsaðferðir þeirra. f staðinn geti Alþýðubandalagið „gaukað" að konunum því besta úr hugmyndafræði sinni. Gestur gerir semsagt ráð fyrir því að það sé ekkert annað fyrir Alþýðu- bandalagið enn að „taka“ upp nánara samstarf við Kvennalist- ann, það er ekkert spurt hvað Kvennalistinn vill í því sambandi. Ég man ekkert eftir því að hafa séð að Kvennalistinn óski sér- staklega eftir samstarfi við Al- þýðubandalagið. f öðru lagi gerir Gestur ráð fyrir því að fólk í Al- þýðubandalaginu geti „lært“ ým- islegt af starfsaðferðum Kvenna- listans. Petta hlýtur að þýða það að hann treystir alþýðubanda- lagsfólki til að nota sín skilningar- vit í þeim tilgangi að læra. Aftur á móti þarf Alþýðubandalagið að „gauka“ því besta úr sinni hug- myndafræði að konunum. Gestur gerir ekki ráð fyrir því að konurn- ar sjálfar séu færar um að skoða hugmyndafræði flokksins og að nýta sér ef þær finndu eitthvað nothæft. Að mínu áliti er þetta dæmi- gert fyrir afstöðu karla innan vinstrihreyfingarinnar til kvenna. Innan vinstrihreyfingarinnar uppúr 1968 var staða kvenna aidrei tekin alvarlega, því var blákalt haldið fram að eftir að hin sósíalistíska bylting væri í höfn væri kúgun kvenna sjálfkrafa úr sögunni. f vinstrihreyfingunni, hvort sem það var stúdentahreyf- ingin eða frelsishreyfing svartra, voru það karlar sem skilgreindu jafnt takmarkið sem aðferðirnar til að ná því. Konurnar voru í sínu hefðbundna hlutverki, að styðja undir karlana. Þegar konur áttuðu sig á getu- leysi (og kannski viljaleysi) sósíalismans til að taka kúgun kvenna alvarlega þá varð þeim ljóst að þær þyrftu að taka málið í eigin hendur. Þegar konurnar settust niður til að skoða marxis- mann fundu þær fljótlega út að hann var ónothæfur til að svara spurningum um kúgun kvenna og yfirráð karla. Reynsla kvenna lá sko alls ekki sem grundvöllur fyrir hinni marxísku hugmynda- fræði. Til að byrja með voru margar konur bjartsýnar um að hægt væri að lappa svo upp á marxismann að hann yrði nothæfur til að skil- greina stöðu kvenna. Það sem þurfti að gera var að þróa og skil- greina grundvallar hugtök upp á nýtt til að gera líf kvenna sýnilegt í gegnum þau. Uppúr 1970 fóru hinsvegar margar konur að efast um að þetta væri fær leið, það þyrfti eitthvað nýtt að koma til. Hér kemur hugtakið „patriarkat" inn í kvenfrelsisumræður og það eru einmitt Gests hugleiðingar um þetta hugtak og notkun Kvenna- listans á því sem varð mér tilefni til þessara skrifa. Gestur heldur því fram að við þýðingu hugtaks- Sigþrúður Helga Sigurbjarnardóttir skrifar Kvennalisti og karlveldi, - frá stjórnarmyndunartilraunum í fyrravor. (Mynd: EÓI.) ins „patriarkat" yfir í karlveldi í stað feðraveldis, sem er „upphaf- leg þýðing“ hugtaksins, hafi merkingin „runnið lítið eitt til“. Eftir því sem ég skil þá er þessi ruglingur eitt af því sem er til töku fjölskylduformi þar sem faðirinn ræður yfir öðrum með- limum fjölskyldunnar. í kringum 1970 tók Kate Millett (sem er am- erísk kvenfrelsiskona) upp hug- takið og sagði að grundvallar Hún gengur út á það að í öllum samfélögum séu virk tvö tiltölu- lega óháð kerfi. í okkar sam- félagsfundsgerð eru það karlveldið og kapitalisminn sem lifa hlið við hlið. Hugmynda- „Sem sósíalisti (...) finnstmér Gestur hœtta sér út á alveg ótrúlega hálan ís þegar hann talarum Kvennalistann sem „mœðralista“ vegna málflutnings listans“ marks um „óljósa hugmynda- fræði“ Kvennalistans. Nú finnst mér ég varla geta ver- ið sammála Gesti um að karlveldi sé eitt mest notaða hugtak Kvennalistans. Ég hef fylgst tals- vert náið með Kvannalistanum tvö síðustu árin og man varla eftir að hafa séð konurnar nota hug- takið á prenti, né að það hafi komið upp í viðtölum við þær. Það sem aftur á móti oft kemur upp er „karlasamfélag" í merk- ingunni „þeir staðir sem karlar hafa þjappað sér saman í samfé- laginu“ og það eru ekki síður konur úr „gömlu flokkunum" sem nota það hugtak. En þetta er samt ekkert aðalmál, ég veit að sem betur fer er „karlveldið" hugtak sem Kvennalistakonur þekkja og nota. Til baka til merkingar hugtaks- ins „patriarkat“, eða karlveldi. Þetta er nefnilega eitt af gömlum hugtökum sem konur hafa tekið upp og gefið innihald til að það henti viðleitni þeirra til að skil- greina stöðu kvenna. Max Weber notar hugtakið til að lýsa sérs- andstæðurnar í samfélaginu væru milli karla og kvenna. í samfé- laginu ríkti karlveldi í þeirri merkingu að í öllum lögum sam- félagsins ríktu karlar yfir konum. Að hennar mati eru andstæðurn- ar milli kynjanna meira grunn- leggjandi en andstæðurnar milli stétta. Millett notar semsagt hug- takið til þess að lýsa uppbyggingu samfélagsins sem er þannig að hennar mati að menn drottna yfir konum og eldri menn yfir yngri körlum. Það er hinsvegar langt frá því að allar kvenfrelsiskonur noti hugtakið eins eða séu sammála um hvert innihald þess sé. Marg- ar hafa viljað gefa hugtakinu meira skilgreinandi hlutverk í stað þess að nota það einungis til að lýsa ástandinu eins og það er. Þær kvenfrelsiskonur sem ekki hafa viljað gefa marxismann al- veg upp á bátinn en hafa trú á að hægt sé að sameina kvenfrelsis— spurningar og marxíska aðferða- fræði svo að jákvætt verði fyrir báða, hafa þróað svokallaða „tveggjakerfa kenningu“. fræðilega eru þau aðskiljanleg en að sjálfsögðu grípa þau það djúpt hvort inn í annað að í raun er erfitt að greina þau að. Sam- kvæmt þessari kenningu voru það lénsskipulagið og karlveldið sem lifðu hlið við hlið áður en kapital- isminn tók við af lénsskipulaginu. Sú sem hefur skrifað af hvað mestri sannfæringu um „tveggja- kerfa kenninguna" heitir Heidi Hartman. Hún hefur verið gagnrýnd af öðrum kvenfrelsis- konum fyrir að hafa ekki í raun tekist að losa sig úr viðjum hefð- bundins marxisma. Hartman skilgreinir karlveldi sem ákveðið samband milli karla sem grundvallast á sameigin- legum hagsmunum þeirra í því að ráða yfir konum til að geta nýtt sér vinnu þeirra og líkama. Hún segir að þrátt fyrir að samfélagið hafi pýramídiska uppbyggingu, þar sem menn hafi ólíkar stöður, þá geti þeir sameinast í þeim hagsmunum sem þeir hafa allir, hvar sem þeir eru staddir í pýram- ídanum; nefnilega að ráða yfir konum. Það væri að sjálfsögðu hægt að fara mun lengra út í umræður um hugtakið karlveldið og hvað felst í því, að ég tali nú ekki um það hvernig það birtist í hinum ýmsu myndum í samfélaginu. Ég læt samt staðar numið í bili. Það sem mig langaði til að undirstrika er þessi tilhneiging karlmanna, ekki síst fræði- manna, að álíta að þeir búi yfir sannleikanum og geti rétt sisona borið hann á borð. Þetta á ekki síst við um fræðileg hugtök sem karlar hafa skilgreint en þegar konur fara að nota þau þá finna þær að þau henta ekki til þess að skilgreina þann veruleika sem er virkilegur fyrir þær. Stundum búa konur þá til ný hugtök og stundum lappa þær upp á gömul. Þessu eiga karlmenn oft erfitt með að átta sig á og draga þá einu „rökréttu ályktun" að auðvitað hafi stelpurnar aldrei skilið um hvað málið snérist. Það er því ekki þanig að merk- ingin í hugtakinu „patriarkat" hafi færst til í þýðingu kvenna á því, það hefur einfaldlega fengið nýtt innihald. Ég verð að viðurkenna að þeg- ar Gestur fer að tala um „mæðra- veldið“ og þá áherslu sem Kvennalistinn að hans áliti leggi á það, þá á ég erfitt með að fylgja honum eftir. Það segir kannski meira um mig en um skrif hans. Ég held þó að það stafi af því hversu óljós notkun hans á hug- takinu er. Það sama gildir um hugtakið „kvennamenning", ég geri mér ekki grein fyrir því hvað hann leggur í það. Það eru að minnsta kosti fjórar höfuð tilhneigingar í skil- greiningu á hugtakinu „kvenna- menning" og til þess að geta farið í gegnum það þá þyrfti ég alla- vega aðra grein. „Kvennamenning" er dæmi- gert fyrir hugtök með óljósu inni- haldi og notkun þess í póltískri umræðu veldur ruglingi, því oft eru þátttakendur alls ekki að tala um sama hlutinn. Sem sósíalisti, en það held ég að hann telji sig, finnst mér Gest- ur hætta sér út á alveg ótrúlega hálan ís þegar hann talar um Kvennalistann sem „mæðralista“ vegna málflutnings listans. Hann nefnir samfelldan skóladag sem lið í „afturhvarf til mæðraveldis". Hann segir að með þessu sé ann- ars vegar „verið að létta á mæðr- um, sem geti þar með áhyggju- lausar verið „fullgildir aðilar á vinnumarkaði“. Ég spyr: hvað með feðurna? Á hinn bóginn þá verða skólarnir, eftir því sem Gestur segir, í stað þess að vera föðurlegir og fræðandi þá verða þeir móðurlegir og umannandi. Hér er þó svo sannarlega kominn gamli góði „dúalisminn", annað- hvort eða. Mér finnst málflutningur Gests í þessari grein einkennast af furð- ulegum fullyrðingum og næstum fullkomnum skorti á rökum - og mér liggur við að segja ekki svo litlum hroka,.því hugsið ykkur ef rcynsluheimur mæðra færi allt í einu að setja mark sitt á allt samfélagið! Ég veit að það getur verið erfitt að skrifa vikulega greinar og það er kannski ekki á færi annarra en Flosa? Ps. Grein Gests Guðmundssonar um Karlaveldi, feðraveldi, mæðr- aveldi birtist í Þjóðviljanum 29.06.88. Slgþrúður er við nám i félagssál- fræði í Osló. Þriðjudagur 12. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.