Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.07.1988, Blaðsíða 7
Við ferðarlok, eftir Borghildi Óskarsdóttur. Bið, eftir Steinunni Þórarinsdóttur. Sjálfsmynd, eftir Sverri Ólafsson. Myndlist 5 víddir í Gautaborg íslenskir myndlistarmenn sýna íRöhsska safninu í Gautaborg Nú stendur yfir í Rhösska safn- inu í Gautaborg sýningin 5 Dim- ensioner, eða 5 víddir, samsýning fimm íslenskra myndlistar- manna. Þau Borghildur Óskarsdóttir, Hulda Hákon, Ragna Róberts- dóttir, Steinunn Þórarinsdóttir og Sverrir Ólafsson sýna verk unnin úr ýmsum efnum, svo sem leir, tré, járni, reipi og skinni. Undirbúningur sýningarinnar hófst fyrir tveimur árum þegar boð barst frá safninu, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem sýn- ing helguð íslenskri myndlist er í Rhösska. 5 Dimensioner er sumarsýning safnsins, og stendur til 14. ágúst. Eftir það verður hún flutt til Fær- eyja og verður í Norræna húsinu þar frá 17. október til 4. nóvem- ber. LG Sverrir, Steinunn, Ragna, Borghildur og Hulda. L MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Myndlist Heiðurs- verðlaun Nína Gautadóttir verðlaunuð fyrir málverk á alþjóðlegri sýningu íAþenu íslenska listakonan Nína Gautadóttir hlaut nýlega heiðurs- verðlaun á listsýningu sem Al- þjóða menningarsamtök kvenna gengust fyrir í Aþenu. Þetta mun vera í þrítugasta sinn sem menn- ingarsamtökin gangast fyrir listsýningu, og voru eingöngu sýnd listaverk eftir konur, (grafík, teikningar, vatnslita- myndir, skúlptúr og málverk). Nína Gautadóttir lauk prófi í málaralist frá Listaháskólanum í París árið 1976, og stundaði næstu árin framhaldsnám í skúlp- túr og myndvefnaði við sama skóla. Hún hlaut námsstyrk frá Evrópuráðinu árið 1972, frá franska ríkinu árin 1974-76 og frá ítalska ríkinu árið 1978-79. Þetta er í fimmta sinn sem hún hlýtur verðlaun á alþjóðasýningum, en hún hefur þrisvar fengið verðlaun fyrir listvefnað, einu sinni fyrir skúlptúr, og í þetta sinn fyrir mál- verk. Nína er búsett í París, og hefur aðeins tvisvar sýnt hér á landi, veflistarverk á Kjarvalsstöðum árið 1980, og leðurmyndir í Listmunahúsinu árið 1983. Sýn- ing á verkum hennar mun vera fyrirhuguð í gallerí Svart á hvítu, fyrri hluta ágústmánaðar. LG Listasafn ASÍ Fjórar kynslóðir Sumarsýning Listasafns ASI heitir Fjórar kynslóðir, og eru þar sýnd um 60 vcrk eftir á fjórða tug íslenskra listamanna. Sýning- unni er ætlað að gefa hugmynd um helstu tímabil og strauma ís- lenskrar listasögu, frá fyrsta ára- tug þessarar aldar fram á síðustu ár. Verkunum á sýningunni er skipt niður í fjóra þætti, þar eru meðal annars verk eftir frumherj- ana Ásgrím Jónsson og Jóhannes S. Kjarval, eftir málara milli- stríðsáranna (Jóhann Briem, Þorvald Skúlason og fleiri) og undir yfirskriftina Gróskan eru flokkuð verk Braga Ásgeirs- sonar, Eiríks Smith, Karls Kvar- an og Nínu Tryggvadóttur, svo einhverjir séu nefndir. Gunnar Örn, Tryggvi Ólafsson og Þorlák- ur Kristinsson (Tolli), eru meðal fulltrúa Breyttra tíma, og loks er að finna á sýningunni verk eftir fjóra alþýðumálara. Sýningin stendur til 24. júlí, og er opin alla virka daga kl. 16:00- 20:00, og kl. 14:00-20:00 um helgar. LG Miðvikudagur 13. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Þorraþrusk eftir Tolla, en Tolli er yngstur þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni. Mynd - Ari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.