Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 1
Ólafur Ragnar Grímsson: ^B^F Hrikaleg mistök ístjórn J^F ríkisfjármála. Miljarðagat. Gengisfelling, vaxtahœkkun og aukin skattheimta blasir við til að stoppa ígatið. Óstjórn sem á sérenga hliðstœðu. Ari Skúlason:Ríkisfjármálin erstœrsti óvissuþátturinn íframvindu efnahagsmála Ríkissjóður er svarti sauðurinn í þjóðarbúskapnum í dag: Þrátt fyrir óvenjulega hagstæð ytri skil- yrði í efnahagslífi íslendinga er miljarðagat í ríkisfjármálunum og holskefla nýrra vaxta- og skattahækkana og verðbólgu blasir við. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins í greinargerð vegna niðurstaðna nýrrar þjóð- hagsspár. Ólafur Ragnar segir að reyndar finnist ekki hliðstæða slíkrar óstjórnar í efna- hagsmálum og hafi fengið að vaða uppi á því eina ári sem ríkis- stjórnin hafi setið við völd. Ari Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambandsins, segir í sam- tali við Þjóðviljann í dag að þjóð- hagsspáin sé fyrst og fremst skila- boð til Jóns Baldvins Hannibals- sonar að hann verði að koma skikk á ríkisbúskapinn, áður en í endanlegt óefni verður komið. Ari segir athugunarvert að spár Þjóðhagsstofnunar eru svartsýnni um framvindu efna- hagsmála þegar kjarasamningar standi fyrir dyrum og þegar ríkis- valdinu ríður á að réttlæta vafa- samar efnahagsaðgerðir. Sjá síður 3 og 5 Blýlaust bensín Oþarfa van- traust Sala á súperbensíni stóraukist eftir að sala á blýlausu bensíni hófst. Langstœrsti hluti bílaflotans ergerðurfyrir blýlaust bensín Gífurleg aukning hefur orðið í sölu á súperbensíni eftir að sala á blýlausu bensíni hófst hér á landi fyrir skömmu. Þetta gerist þrátt fyrir að lítri á blýlausu bensíni hafi verið tæpum fjórum krónum ódýrari en lítri af súperbensíni. Erlendis er nú unnið að því að skylda notkun á blýlausu bensíni vegna blýmengunar, en hún er talin eiga stóran þátt í gífurlegri gróðureyðingu sem víða á sér stað t.d. í Suður-Þýskalandi. Talið er að % hluti bflaflotans hér á landi sé útbúinn fyrir blý- laust bensín. Að sögn bifvéla- virkja þola sumir bflar illa súper- bensín, sérstaklega amerískir bfl-' ar. í blaðinu í dag er sérstaklega fjallað um bfla á fimm síðum. Sjá síður 9-13 Á sama tíma og innlendir aðilar eru að flytja hluta af saltfiskverkun sinni til Bretlands eru aðrir þjóðlegri og breiða út á gamla mátann í blíðviðrinu. Þessi mynd var tekin á saltfiskreit á Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði í gær. Mynd-Sig. Saltfiskverkun Flúið til Bretlands *_ Framleiðendur bregðast viðEBE tollunum. Magnús Gunnarson SIF: Eðlileg viðbrögð en getur orðið hœttuleg þróunfyrir innlent atvinnulíf Nokkrir innlendir saltfiskfram- leiðendur eru að undirbúa eða komnir langt á veg með að hefja saltfiskverkun á Humbersvæðinu í Bretlandi í samvinnu við þar- lenda aðila. Með því að flytja fram ¦ leiðsluna úr landi komast fram- leiðendur framhjá 20% tolli Efnahagsbandalagsins á unnar fiskafurðir og verða samkeppnis- hæfir við helstu keppinauta okk- ar á Evrópumarkaðinum, Færey- inga og Norðmenn. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra fiskframleiðenda segir að menn vilji halda í sinn hlut á markaðnum en hér sé einnig um að ræða hættulega þróun fyrir atvinnulífið hérlendis. Sjá síðu 2 Krafla Spennan í hámarki Landris 1,5-2 millimetrar og 50 smáskjálftar mœlast á sólarhring. Gœti gosið Undanfarin mánuð hefur land risið um 1,5-2 millimetra á sólar- hring á kröflusvæðinu. Þá mælast um 50 jarðskjálftar á hverjum degi og telja jarðvísindamenn að gosið gæti við Kröflu eða þá að kvikuhlaup verði. Almannavarn- ir Mývatnssveitar funda um á- standið með jarðfræðingum í dag. Eysteinn Tryggvason jarð- fræðingur segir að gos svipað því sem átti sér stað 1984 gæti verið á leiðinni. Varasamt væri að vera nálægt heitustu hverum. En tals- vert er um ferðamenn á Kröflu- svæðinu á þessum árstíma. Sjá síðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.