Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Landsbankinn Valur í stólinn Gengiðfrá ráðningu Vals Arnþórssonar sem bankastjóra áfundi bankaráðs í dag. Stjórnarsáttmálinn staðfestur Bankaráð Landsbankans hefur verið boðað tii fundar í dag en á fundinum verður m.a. gengið frá ráðningu Þórarins V. Arn- þórssonar, kaupfélagsstjóra KEA og stjórnarformanns SIS í emb- ætti bankastjóra. Valur mun taka við banka- stjórastöðunni um næstu áramót en þá lætur Helgi Bergs af störf- um. Hann hefur verið banka- stjóri í Landsbankanum frá 1971 en áður sat hann m.a. á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Bankaráðsfulltrúar Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokks greiða at- kvæði með ráðningu Vais og upp- fylla þannig sáttmála formanna flokkanna við myndun núverandi ríkisstjórnar um að tryggja og viðhalda helmingaskiptum við úthlutun embætta bankastjóra. Fyrr á árinu tók Sverrir Her- mannsson fyrrv. alþm. og ráð- herra Sjálfstæðisflokksins við bankastjórastöðu í Landsbank- anum af flokksbróður sínum Jón- asi Haralz. Póstur og sími Hækkun á laugardag 15% meðaltalshœkkun á öllum póst- og símagjöldum ■ ■ 011 póst- og símaþjónusta hækkar frá og með nk. laugardegi um 15% að meðaltali, en ríkisstjórnin samþykkti þessa hækkunarbeiðni í síðustu viku. í fjárlögum er gert ráð fyrir jafnvægi í greiðslustöðu Pósts og síma um næstu áramót en þrátt fyrir þessa hækkun er nú gert ráð fyrir að greiðsiustaðan verði nei- kvæð um 150 miljónir um ára- mótin. Sem dæmi um einstakar hækk- anir má nefna að stofngjald síma hækkar úr 6.650 kr. í 7.710 kr. árfjórðungsgjald úr 775 kr. í 900 kr. Hvert teljaraskref hækkar úr 1,90 kr. í 2,21 kr. en fjöldi innifal- inna skrefa verður óbreyttur. Þá hækka símtöl til útlanda að meðaltali um 12% en símtöl inn- anlands um 16%. Almennt póst- burðargjald innanlands og til Norðurlanda hækkar úr 16 kr. í 18 kr. og aftur í 19 kr. í 16. októ- ber n.k. -|g. Saltfiskur Framleiðslan flyst úr landi Viðbrögð við EBE - tollum. Magnús Gunnarsson hjá SÍF.: Hættulegþróunfyrir atvinnulífílandinu. Ætlum okkur ekki að tapaþvísem við höfum unnið upp á þessum markaði. Magnús Andrésson framkv.stj. hjá Skerseyri: Við byrjum um miðjanágúst Islenskir saltfiskverkendur eru að búa sig undir að hefja fram- leiðslu í Bretlandi til þess að kom- ast fram hjá tollamúrum Efna- hagsbandaiagsins. Á ferskfiski er 3.7 % tollur en um 20% tollur er nú á söltuðum þorskflökum sem við seljum til Ítalíu. Saltfiskfram- leiðendur ætla sér að komast fram hjá þessum nýja tolli með því að framleiða saltfisk í sam- vinnu við aðila úti. „Þetta byggist fyrst og fremst á því lága verði á fiski sem verið hefur úti að undanförnu. Ef fisk- verð hækkar verður þetta ekki arðbært. Hér er um tilraunastarf- semi að ræða og hún á fullan rétt á sér því við verðum að halda mörkuðum okkar í Evrópu með öllum tiltækum ráðum. Sölusam- tökin fóru út í þetta í samstarfi við Brekkes sem er dótturfyrirtæki samtakanna í Bretlandi. Þetta er á tilraunastigi og ég vona að allir fari varlega af stað í þetta. Það er hins vegar ljóst að við getum ekki horft á þessa þróun aðgerðar- lausir. íslendingar hafa unnið sér sess á þessum markaði með því að auka sífellt gæði fram- ieiðslunnar og bjóða staðlaða vöru. Það er alveg ljóst hvert stefnir ef ekki verður að gert og þetta er hættuleg þróun fyrir at- vinnulff í landinu“. „Utanríkisviðskiptaráðuneyt- ið hefur verið að vinna í þessum málum og við gerum okkur voyir um að fá einhvers konar ívilnun á þessum tollum á næsta ári. Við verðum að ná samkomulagi við Efnahagsbandalagið um þessi mál sem allra fyrst“, sagði Magn- ús Gunnarsson hjá Sölusambandi íslenskra fiskútflytenda. í vikublaðinu Fiskifréttum er sagt frá nokkrum aðilum sem eru farnir að undirbúa saltfiskverkun á Humbersvæðinu í Bretlandi. Eitt þessara fyrirtækja er Skers- eyri í Hafnarfirði. Að sögn Magnúsar Andréssonar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins byrja þeir starfsemi sína um miðjan ág- úst.„Við ætlum að fara mjög var- lega af stað og þetta verður smátt í sniðum til að byrja með. Við lítum svo á að með þessu megi Söluaðferðir gosdrykkjafram- leiðenda fara ekki fram hjá landsmönnum þessa dagana. Neytendur eru lokkaðir til að kaupa vöruna með sérstökum verðlaunum beini þeir við- skiptum sínum að ákveðnum gos- drykkjum. Vífilfell reið á vaðið um síðustu jól þegar þeir veiddu börnin með sérstökum jólasveinum á kók- flöskum sínum. Sanitas kom síð- an með flipasöfnununa sem herj- ar nú ungviðið því þeim er lofað girnilegum verðlaunum. Vífilfell svaraði svo Sanitas með því að höfða til gróðurverndarsjónar- miða sem auðvitað verður að telj- ast öllu jákvæðara. Að sögn verðlagsstjóra er hér verið að brjóta lög með lævísieg- um hætti. Ef framleiðendur láta ekki af slíkum söluaðferðum verður leitað til dómsstóla. Þessar söiuaðferðir virðast til- komnar með fjölmiðlabylting- unni því þ-amleiðendur auglýsa grimmt vérðlaun sín á útvarps- stöðvunum. -gís. Kröflusvœði Tíðir smáskjálftar Land rís um 1 -2 millimetra á dag. Almannavarnirfunda ídag með jarðvísindamönnum. Hekla minnirá sig með gufustrókum Undanfarinn mánuð hefur land risið um 1,5 til 2 millimetra á dag á kröflusvæðinu. Tíðir smá- skjálftar hafa verið ofan við Leirhnjúk, allir innan við einn á rikter. Landrisið er svipað því sem gerðist í febrúar til mars á þessu ári. Almannavarnir í Mý- vatnssveit koma saman til fundar í dag með jarðvísindamönnum og munu þeir gera Almannavörnum grein fyrir ástandinu. Jón Pétur Líndal er varafor- maður Aimannavarna Mývatns- sveitar. Hann sagði Þjóðviljan- um að þetta væri töluvert landris og ákveðið. Fólki í byggð stafaði þó engin hætta af ástandinu en rétt væri að setja upp viðvaranir fyrir ferðamenn. Eysteinn Tryggvason jarð- fræðingur er einn þeirra jarð- fræðinga sem munu funda með Almannavörnum fyrir norðan á morgun. Hann segir spennuna á Kröflusvæðinu nú vera í há- marki. Búast megi við eldgosi svipuðu því sem gerðist í sept- ember 1984 eða þá kvikuhlaupi án þess að gjósi. Eysteinn sagði ailtaf erfitt að spá fyrir um hvað gerðist. Um fimmtíu smáskjálftar mælast á hverjum sólarhring við Kröflu og varasamt er að vera ná- lagt heitustu hverum á svæðinu. í gær þóttust sumir sjá merki þess að Hekla ætlaði að fara að gjósa. Páll Imsland jarðfræðing- ur sagði Þjóðviljanum að það væri ekkert nýtt að einhver mökkur stigi upp úr Heklu. Þegar vindasamt væri á toppi Heklu gæti myndast öskumökkur. Svana Guðmundsdóttir á Sels- lundi sagðist hafa séð einhvern reyk stíga upp úr Heklu en sem betur fer væri ekki útlit fyrir gos. Hún sagði þetta ekki vera óvenjulegt, þetta gerðist oft þeg- ar hiti breyttist í lofti. Eitthvað var um það að fólk legði leið sína að Heklu til að verða vitni að gosinu. En Hekla var bara að plata eins og stundum áður. -hmp halda opinni leið inn í markað Evrópubandalagsins. Okkur er það nauðsynlegt ef við eigum að verða samkeppnisfærir við ná- granna okkar, Færeyinga og Norðmenn“, sagði Magnús And- résson Annað fyrirtæki sem er að hefja saltfiskframleiðslu ytra eru bresk/íslenska umboðsfyrirtækið Gíslason og Marr Ltd. og fleiri munu fylgja í kjölfarið. Hærra verðlag á ferskfisk- mörkuðum erlendis getur haft áhrif á þessa þróun og þess vegna halda sumir að sér höndum og vilja sjá hvernig fiskverð þróast næstu mánuði. -gís. Það var nóg að gera í Bylgjuportinu í gær. Þarna var fólk að skila flipunum sínum og sækja verðlaunin fyrir gosþambið. Gosdrykkjastríðið Uppáþrengjandi söluaðferöir Framleiðendurfyrir dómsstóla efþeir láta ekkisegjast Riðuveiki 30.000 skomar í haust Tún slegin og grasinu eytt á niðurskurðarbœjum. Bændur í Kelduhverfi vinna í laxeldi í fjárleysinu - Það standa yfir samningar við bændur um niðurskurð á 20- 30 þúsund fjár í haust, vegna riðuveiki og er það svipað og í fyrra, sagði Kjartan Blöndal hjá sauðfjárveikivörnum. Hann sagði að riðuveikitilfelli hefðu fundist um allt land, en skæðast- ur væri sjúkdómurinn á Austur- og Norðurlandi. Þeir bæir sem skorið er niður á, þurfa að vera fjárlausir í 2-3 ár og eru öll hús sótthreinsuð á þeim tíma. Samt sem áður þurfa þeir sem ætla aftur í búskap að slá til að tún fari ekki í órækt á þessum tíma. - Það er ekki annað að gera en brenna þessu heyi, því hlöður eru í sótthreinsun og bannað að flytja það milli svæða. Eitthvað má þó gefa kálfum og hrossum, sagði Benedikt Björgvinsson hjá Búnaðarsambandi Norður- Þingeyinga. 1 Kelduhverfi var skorið niður á einum 12 bæjum haustið 1986 og sagði Benedikt að mátt hefði taka inn fé nú í haust en orðið hefði að samkomulagi milli bænda og sauðfjárveikivarna að bíða 1 ár enn. Að hluta til væri það gert til að fullvissa sig um að sveitin væri laus við riðuna, en engin ný tilfelli hafa fundist frá því skorið var niður. Frá náttúr- unnar hendi myndar Jökulsá á Fjöllum varnarlínu milli Öxa- fjarðar og Kelduhverfis og eru allar kindur nú drepnar sem kom- ast þar yfir. Benedikt sagði að fáir bændur í sveitinni væru með nautgripi og aðeins mjólkurframleiðsla á tveimur bæjum. Vinna viðlaxeldi hefði hins vegar bjargað atvinnu- málum hjá mörgum þeirra, sem lent hefðu í riðuveikinni. -mj 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.