Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Þjóðhagsspáin Hagstjómariœppa Ari Skúlason ASÍ: Þjóðhagsspá aðvörun til fjármálaráðherra um tiltekt í ríkisfjármálum. Bjartara yfir efnahagsmálum þegar kjarasamningar og efnahagsaðgerðir standa ekkifyrir dyrum Nýja þjóðhagsspáin er aðvörun til Jóns Baldvins fjármálaráð- herra segir Ari Skúlason, hag- fræðingur ASÍ. Ríkisbúskapurinn er nánast eini þátturinn í þjóðhags- spánni sem vert er að hafa áhyggjur af, sagði Ari Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambands Islands í samtali við Þjóðviljann, - og varað er við að fari úr bönd- unum nema eitthvað verði að gert. Þjóðarbúið á því fyrst og fremst við hagsstjórnarvanda að etja. - Staða ríkissjóðs núna þegar árið er hálfnað er ekki glæsileg og það má segja að spá Þjóðhags- stofnunar sé að ýmsu leyti send- ing til fjármálaráðherra að reyna að standa sig í stykkinu, sagði Ari. Ari sagði að halli ríkissjóðs hefði leitt til þenslu í efnahagslíf- inu og á þeim vanda yrði að taka. - Það skiptir einnig miklu máli hvernig til tekst með stjóm efna- hagsmála hvort haldið verði aftur af fjármagnsmarkaðnum og komið í veg fyrir að fjármagni sé miskunarlaust dælt inní hagkerf- ið til að standa straum af fjárfest- ingarbruðli. - Hvað ytri skilyrði varðar eru horfurnar framundan betri en látið var líta út fyrir í ársbyrjun, enda er það venjan að útlitið er skárra eftir að kjarasamningar em afstaðnir, sagði Ari. Hann sagðist þó ekki vera með þessu að gefa í skyn að Þjóðhagsstofnun væri ekki vandanum vaxinn til að spá fyrir um framvindu efnahags- mála. - Aftur á móti er það alveg ljóst að Þjóðhagsstofnun er ekki óháð sérfræðingastofnun, enda heyrir hún beint undir forsætis- ráðuneytið. - Það hefur oft verið þannig dregin upp dökk mynd af stöðu efnahagsmála þegar kjarasamn- ingar og efnahagsaðgerðir standa fyrir dyrum. Þannig var spáð dökku útliti þegar bráðabirgða- lögin 1983 voru sett, en þegar upp var staðið var niðurstaðan mun skárri, svo dæmi sé tekið, sagði Ari. f þjóðhagsspánni er bent á að þrátt fyrir halla sjávarútvegsins um þessar mundir, standi fyrir- tæki mjög misjafnlega. Ari sagði að nauðsynlegt væri að stjórnvöld Iétu sér skiljast að nær væri að leysa vanda þeirra fyrir- tækja sem stæðu höllum fæti, heldur en að grípa til aðgerða sem gengju yfir alla línuna, s.s. með gengisfellingum er hefðu í för með sér ýmsar aðrar miður æskilegar afleiðingar fyrir efn- hagslífið. __t Framfœrsluvístalan Yfir rauðu strikin Þjóðhagssstofnun spáir að vístalaframfærslufari3% yfir rauða strikið í nóvember. Ari SkúlasonASÍ: Samningarnir voru gerðirfyrirgildistöku bráðabirgðalaga. Eðlilegt að gengið verði tilsamninga um verðbœtur Framfærsluvísitalan verður komin í 285 stig í nóvember, eða þremur próstentustigum um- fram verðlagsviðmiðun í Akur- eyrarsamningum verkalýðsfélag- anna frá þvi í mars, gangi spá Þjóðhagsstofnunar um fram- vindu verðlagsmála eftir. Ari Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambandsins, sagði í sam- tali við Þjóðviijann, að það væri sitt álit að það ætti að ganga til samninga við verkalýðsfélögin um lagfæringar á samningunum í samræmi við verðhækkanir. - Það var búið að ganga frá þessum samningum áður en bráðabirgðalögin tóku gildi, svo ég sé því enga fyrirstöðu á því að verkafólki verði bættur skaðinn, sagði Ari - það er þó of snemmt að slá því föstu að framfærsluvísi- talan fari yfir umrædd mörk, þó allt bendi til að svo geti orðið. -rk Stóriioekkaóir Dæmi 21% 7,5% 41,6% dagvextir á á18 mánaða ávöxtun á tékkareikningum og verðtryggðum Hávaxtabókum, sparisjóðsbókum, reikningum. SAMVINNUBANKIÍSLANDS HF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.