Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 6
Fyrstu 100 árin erfiðust Félag eldri borgara hefur starfað í tvö ár ogfjöldifélagsmanna tífaldast á þeim tíma. Tilgangurinn að skapa skemmtilega tilveru í ellinni og vinna að réttindamálum aldraðra Aldraðir eru sá hópur fólks sem fengið hefur að finna óþyrmilega fyrir því að í samfé- lagi nútfmans er ekki pláss fyrir alla. Þeir sem ekki njóta fullrar starfsorku og eru tilbúnir til að taka fullan þátt í harðaspani lífsgæðakapphlaupsins eru gjarnan settir út í horn og farið fram á að þeir þiggi með þökkum það sem að þeim er rétt. Stofnan- ir ýmis konar fyrir börn, gamal- menni, fatlaða og ótal fleiri hópa eru þær lausnir sem samfélagið hefur upp á að bjóða fyrir þá sem einhverra hluta vegna mæta til leiks á öðrum forsendum en æt- last er til. Stofnanirnar sem slíkar eiga auðvitað rétt á sér enda er alltaf aðsóknin meiri en framboð- ið en það er ekkert endanlegt svar við ellinni að fara á ellihei- mili og gerast þakklátur þig- gjandi alls sem maður þarfnast, drúpa höfði í hógværð á bekk í biðsal dauðans vitandi að krafta manns er ekki lengur óskað og nærvera manns mörgum til ama. Til höfuðs þessari þróun stofn- uðu eidri borgarar í Reykjavík með sér samtök í þeim tilgangi að skapa sjálfum sér skemmtilegri tilveru og vinna að ýmsum hagsmunamálum sínum. - Hér eigum við frumkvæðið og erum virk. Við viljum ekki vinna eftir neinni fyrirfram gefinni forskrift eða láta samfélagið marka okkur ákveðinn bás. Við sættum okkur ekki við að vera talin úr leik þó aldurinn færist yfir, það liggur jú fyrir okkur flestum að ganga þessa sömu leið. Því fer fjarri að lífskrafturinn sé á þrotum og ég segi að ef fer sem horfir að allir aldraðir verði samstíga í að skapa sér sitt lífsmynstur þá mun ellin brátt verða hápunktur lífshlaups- ins og fólk mun segja sem svo: Ja, fyrstu 100 árin voru erfið en síðan hef ég haft það mjög gott,“ sagði Pétur Ólafsson sem starfað hefur ötullega í Félagi eldri borgara allt frá stofnun þess. Félag eldri borgara Þann 15. mars 1986 var boðað til stofnfundar félagsins að Hótel Sögu. Þá höfðu umræður um þörfina fyrir svona félagsskap átt sér stað um nokkurt skeið en fæsta grunaði að undirtektir yrðu eins góðar og raun varð á. Á fundinn mættu um 700 manns og komust þó færri að en vildu. Tilgangur félagsins er að vinna að réttindamálum aldraðra, tryggja þeim félagslegt og efna- legt öryggi, vinna að úrbótum í húsnæðismálum og síðast en ekki síst að virkja fólk til félagsstarfa og skipuleggja félagsstarfsemi ýmis konar til að koma f veg fyrir að eldra fólk einangrist á heimil- um sínum og verði Elli kerlingu fyrr að bráð en nauðsynlegt er. í dag þegar félagið hefur verið starfrækt í rúmlega 2 ár er starf- semin í miklum blóma og tala fé- lagsmanna hefur nær tífaldast, er núna um 7000 manns. Félagið rekur nú skrifstofu að Nóatúni 17, gefur út fréttabréf reglulega, býður félagsmönnum sínum upp á ókeypis lögfræði- þjónustu, og hefur beitt sér fyrir úrbótum í húsnæðismálum aldr- aðra. Þrisvar í viku er opið hús hjá félaginu þar sem er spilað eða teflt, litið í blöðin eða bara rabb- að við vini og kunningja. Einu sinni til tvisvar í mánuði eru hald- in skemmtikvöld með dansi og skemmtiatriðum. Á vegum félagsins er boðið upp á námskeið ýmis konar yfir vetrarmánuðina, t.d. í tungumál- um, framsögn og upplestri og vatnslitamálun sem öll hafa verið vel sótt. Yfir sumarmánuðina eru ferðalög snar þáttur í félags- starfseminni, bæði innan og utan- landsferðir. Það sem af er þessu sumri hefur verið farin ein ferð til Færeyja, önnur til Færeyja, Dan- merkur og Þýskalands og í ágúst mun verða farið til Englands. Af innanlandsferðum er helst að nefna ferð um Snæfellsnesið sem farin var í maí og ferð til Borgar- fjarðar í júní og á dagskrá eru ferðir á söguslóðir Njálu þann 9. júlí og í Veiðivötn og Land- mannalaugar síðar í mánuðinum og 2 daga ferð um Fjallabak syðri með viðkomu í Kirkjubæjar- klaustri seinni partinn í ágúst. Ægir Ólafsson er gjaldkeri Fé- lags eldri borgara. Hann var fyrsti starfsmaður félagsins og hefur verið virkur þátttakandi í starfi þess frá upphafi. Að hans mati felst gildi félags sem þessa ekki síst í því að ná eldra fólki saman svo það hafi félagsskap hvert af öðru. - Þjóðfélagið hefur tekið svo gífurlegum breytingum, stórfjöl- skyldan þar sem allir höfðu sitt hlutverk, gamla fólkið líka, er Ægir Ólafsson: Það er af sem áður var þegar allir höfðu sitt hlutverk í samfélaginu, gamla fólkið líka. Við verðum að bregðast við með því að skapa okkur sjálf hlutverk og lífsstíl. Mynd Ari. löngu liðin undir lok og nú er svo mikil hætta á því að fólk einangr- ist og koðni niður eitt á heimilum sínum eftir að á eftirlaunaaldur er komið. Starfið er er svo stór hluti af lífi fólks, að þegar það hættir að vinna er nauðsynlegt að það finni sér eitthvað annað til að hafa fyrir stafni. Ég held því fram að einveran og einangrunin geri fólk að sjúk- i/ið upphaf Færeyjaferðar. Hópurinn fyrir utan Umferðarmiðstöðina þar sem lagt var af stað í rútum til Beyðisfjarðar. lingum og valdi því að gamalt fólk hverfi fyrr af heimilum sínum inn á stofnanir en þörf er á, sagði Ægir. Það hefur orðið svolítið út- undan í kerfinu að hugsa fyrir því að gamalt fólk eigi möguleika á að búa í heimahúsum en einmitt þar viljum við helst vera sem lengst og allir sem vinna að mál- efnum aldraðra sammála um að það sé líka affarsælast fyrir alla aðila, og að auki er það lang ó- dýrast á þjóðfélagslega vísu, sagði Ægir. Ferðalög og félagsskapur Góð þáttaka hefur verið í allri félagsstarfsemi Félags eldri borg- ara. Það sýndi sig strax frá upp- hafi að félagsmenn voru fullir áhuga á því að skapa sér eigin afþreyingu í sínum frístundum. - Það að vera virk í að skapa okkur eigin lífsform heldur í okk- ur lífinu, segir Kári Ingvarsson sem hefur verið meðlimur félags- ins frá upphafi. Kári sagðist mæta reglulega á opið hús félagsins og ferðast mikið - Það er ekki fyrr en nú á efri árum sem maður hef- ur tíma til að gera ýmislegt sem mann hefur dreymt um alla ævi en aldrei komið í framkvæmd vegna þrælavinnu. Ég átti þess til dæmis aldrei kost að læra tung- umál þegar ég var ungur en í fyrravetur tók ég þátt í ensku- námskeiði og hafði gaman af. Vissulega er maður lengur að læra nú á gamalsaldri, en þegar áhuginn er fyrir hendi og tíminn nægur þá gengur námið vel. Kári var einn þeirra sem fór í ferð til Færeyja í síðasta mánuði með félaginu og lét sérdeilis vel af þeirri för. - Við ferðumst með okkar lagi, förum hægt og rólega yfir og flýtum okkur hægt. Ferðin gekk með eindæmum vel og má sannarlega segja að veðurguðirn- ir hafi verið okkur hliðhollir því það skein sól frá upphafi ferðar til enda, sem hýtur að teljast einstök heppni í löndum sem eru þekkt fyrir ýmislegt annað en mikla veðurblíðu, sagði Kári. Svanþór Jónsson var líka í hópi Færeyjafara. Hann sagði Færey- inga sérstaklega skemmtilega heim að sækja, með afbrigðum vingjarnlegt og gestrisið fólk. - Það er aðdáunarvert hve Færey- ingum tekst vel að byggja sín hús í samræmi við umhverfi þeirra og nýta sér þjóðlegar bygg- ingarhefðir, t.d. er algengt að sjá torfþök á nútímahúsum. Það er líka ólíkt betra vegakerfi þar en hér, við ókum aldrei á malarvegi og fjöll og firðir eru þeim engin hindrum í samgöngumálum því það eru einfaldlega gerð jarð- göng í gegnum fjöllin og ferjur á milli eyja gera öll ferðalög mjög þægileg í Færeyjum, sagði Svan- þór. Pétur Ólafsson var fararstjóri í þessari ferð sem og mörgum öðr- um á vegum FEB. Hann sagði að það hefði komið mjög vel í Ijós í ferðum þessum að gamalt fólk hefur síður en svo minni áhuga og 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.