Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 9
Sverrir Jakobsson og Kristín Sigurðardóttir vinna hér að því aö fylla út tjónatilkyningu eftir aö hafa lent í umferðaróhappi, sem betur fer fyrir þau haföi Kristín tjónstilkynningu meöferöis. mynd Sig. Tjónstilkynningar Ekki gleyma þeim í eídhúsinu Nýju tjónatilkynningarnar hafa gefist vel. Útköllum lögreglunnar vegna umferðaróhappafœkkarört. Hreinn Bergsveinsson: Ökumenn nokkuð öruggirþegar kemur að þvíað fylla út eyðublaðið fylla tjónstilkynninguna, Það eina sem skort hefur á, er að ökumenn hafi tekið tjónstil- kynninguna með sér út í bfl. Það er allt of algengt að hún hafi gleymst inni i eldhúsi. Þegar kom- ið er með tjónstilkynningu til okkar, förum við yfir hana með viðkomandi ökumanni, og það hefur komið á daginn að þær eru vel útfylltar, sagði Hreinn Berg- sveinsson hjá Samvinnutrygg- ingum þegar hann var spurður hvernig ökumenn hefðu tekið nýju tjónstilkynningum tryggingafélaganna. Tjónstilkynningar þessar voru teknar upp fyrr á þessu ári. Þær á að nota við minni háttar umferð- aróhöpp. Eftir að framhlið til- kynningarinnar hefur verið fyllt út í tvíriti, af ökumönnunum sem hlut eiga að máli, eru eintökin skilin í sundur. Á bakhlið eyðu- blaðsins á síðan að bæta við við- bótar upplýsingum, þegar heim er komið. - Bakhlið eyðublaðsins er hugsuð fyrir nánari upplýsingar um aðdraganda óhappsins. Keyri maður td. aftan á annan bíl, sem nauðhemlaði að því virðist að á- stæðulausu, skýrir sá sem ók aft- an á frá því hvernig á því stóða að hann ók aftan á hinn bílinn. Það er sem sagt þarna sem ökumenn greina frá aðstæðum og skoðun- um sínum á því hvers vegna við- komandi óhapp átti sér stað, sagði Hreinn. Hann bætti við að ekki vissi hann til þess að alvar- legur ágreiningur hefði komið upp á milli aðila út af tjóni sem tilkynnt hefði verið með tjóns- tilkynningu. Rólegra hjá lögreglunni - Það hefur orðið umtalsveð fækkun á útköllum hjá okkur vegna umferðaróhappa eftir að þessar tjónstilkynningar voru teknar í notkun. Sem dæmi get ég nefnt að í apríl í ár vorum við kallaðir út 322 sinnum vegna um- ferðaóhappa, en árið áður voru útköllin 596, sagði Ómar Smári Ármannsson varðstjóri hjá um- ferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann sagði jafnframt að þó svo útköllum hjá þeirn hefði fækkað benti ekkert til að umferðaróhöppum fækkaði, heldur það, að ökumenn notuðu tjónstilkynninguna. - Þó svo að ekki sé skylt lengur að kalla á lögreglu þegar umferð- aróhapp verður, sinnum við öllum útköllum, sé leitað til okk- ar. Við förum og tökum skýrslu og síðan leiðbeina okkar menn gjarnan ökumönnum við að út- tylla tjónstilkynnmguna, sagði Ómar. Þó ekki sé lengur skylt að kalla á lögreglu við minniháttar um- ferðaóhapp, er skylt að kalla á hana þegar um gróft umferðar- lagabrot er að ræða. Einnig ef ökumaður er réttindalaus eða ef líklegt er að hann sé ölvaður. Lögregla skal til kölluð ef um mikið eignatjón hefur verið að ræða. Rétt þykir og að hafa lög- reglu nærri ef útlendingar eiga hlut að máli, eins ef ökumaður stingur af frá umferðaróhappi og ef hann neitar að fylla út skýrslu eða sýnir yfirgang á vettvangi þá þykir rétt að kalla á lögreglu. -sg Hreinn Bergsveinsson segir að almennt séu tjónstilkynningar vel útfylltar. mynd Sig ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Smíðum Nylonhúðaðar grjótgrindur fyrir flestar gerðir bíla. Nylonhúðun h.f. LYNGÁSI 8, GARÐABÆ, SÍMI 54020 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.