Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 11
Nýju bíl- númerín mátuð Við fengum lánað sýnishorn af nýju bílnúmerunum og spurðum nokkra bfleigendur hvernig þeim flnnist númerin fara bílum þeirra. Einnig festum við númer- ið á bíl og ókum um nokkrar göt- ur. Alls staðar þar sem við fórum vakti númeraskiltið mikla at- hygli. Ekki var annað að skilja á þeim sem við hittum en að flestir væru nokkuð ánægðir með útlit nýju númeranna. Nokkir höfðu þó áhyggjur af því hversu stór þau væru. Bíleigendur voru ekki hvað síst ánægðir með að umskráning bíla skuli nú vera hætt, en sá þátt- ur breytingarinnar hefur þegar tekið gildi. Þó verður hægt að láta skrá bíla fram til áramóta með þeim númerum sem menn eiga. Heldur þá sá bíll því númeri þar til hann er aliur. -sg BÍLAR Mér líst bara nokkuð vel á þessi númer. Þau líta vel út, sagði Hann- es Haraldsson vatna- mælingamaður sem hér mátar nýtt númer á Toyota jeppa. mynd Sig Ég veit nú ekki hvort mér líst nokkuð á þetta, þau eru svo stór. Ég kem örugglega til með að sakna gömlu númeranna sagði Ingólfur Einarsson nemi. Þetta er flott, númerið passar al- veg þetta verður miklu betra, gott að losna við að umskrá, sagði Guðni Hannessontrésmíða- nemi. Ef ég fæ að velja bókstafina SP þá sætti ég mig við þetta. Ég vil líka fá að velja lit á stafina, ég myndi velja mér rauðan lit til að hafa í stíl við bílinn minn, sagði Sigurbjörg Pétursdóttir verslunarstjóri. Það verður gott að losna við allt vesenið við að umskrá. Mér líst nokkuð vel á þessi númer, þau eru þó kannski of stór fyrir sumar gerðir af bílum, sagði Kristbjörg Steingrímsdóttir sem hér mátar númer við bílinn sinn með aðstoð sonarins Steingríms Arnfinnssonar. Fast númer Fyrsti skráningard. Fyrra skráningarnr. Skráningardagur ^ rU-278 13. 06. 80 Y-15494 16. 01. 87 Afgr. dagur Nafn eiganda Svfe Heimili i, 6 . 0 i ■ Ö7 r- -i. .^ . 7603 Tegund og gerð Árgerö DfilHflTSU CHfiRHDE 1980 Verksmiöjunr. Vélarnr. 342038 85851 Hjólb. framan Hjólb. aftan Breidd metrar Lengd metrar 300X12 DO 1,51 3, 49 Heildarþyngd Farþ. Hjá ökum. Notkun 1120 004 1 FóLKSBIFREIÐ AthnnH«nmdir* Þeir sem vilja vita hvaða númer þeir fá eftir að nýja númerkerfið hefur verið tekið í notkun, geta séð það í skoðunarvottorði bílsins. Númerið er undirstrikað. Bókstafirnirog tölustafirnir á nýju númerunum þýða ekki neitt. Gert er ráð fyrir að innan þessa kerfis rúmist um 560 þúsund númer. Hægt verður að fá nýju númeraspjöldin í tveimur stærðum eins og myndin sýnir. Fimmtudagur 14. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.