Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 20
SPURNINGIN—i Kemur þér á óvart að er- lendir ferðamenn flýi land vegna dýrtíðar? Guðný Jónsdóttir meinatæknir: Það kemur mér ekki á óvart. Hér er allt svo miklu dýrara en víða erlendis. Til dæmis eru snyrti- vörur tífalt dýrari hér en í Banda- ríkjunum. Ása Petersen heildsali: Ja, maturerallavega miklu dýrari hér en aðrar vörur geta líka verið ódýrari hér en erlendis. Jón S. Jónsson sjómaður: Nei það kemur mér ekki á óvart, hér er allt svo ofboðslega dýrt, um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana er hægt að fá meira fyrir peningana. Bryndís Vilhjálmsdóttir húsmóðir: Nei það kemur mér alls ekki á óvart, hér er miklu dýrara að lifa og útlendingar eru ekki vanir að greiða svona mikið fyrir ýmislegt sem íslendingar kippa sér ekki upp við. Magnús Ólafsson starfs- maður á myndbandaleigu: Nei ég er sko ekkert hissa á því, maður hefur heyrt svo mikið um að víða erlendis sé hægt að kom- ast af með talsvert minna. þlÓÐVIUINN Fimmtudagur 14. júlí 1988 158. tölublað 53. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Laxveiði Mokveiði undir Gullinbm Það er allt morandi af laxi við brúna í útfallinu, og fólk virðist ekki kippa sér upp við það að veiðin sé bönnuð samkvæmt lögum. Mynd: Sig. Hver vill ekki komast í ókeypis laxveiði í hádeginu? Sœvar Gunnarsson lögregluvarðstjóri: Verið að kanna þetta mál - Hér gengur laxinn upp í torf- um á útfailinu. Ég held að þetta sé hafbeitarlax sem sleppur úr lax- eldisstöðvunum hér I kring og vil- list hingað, sagði einn viðmæl- andi Þjóðviljans sem stóð á Gull- inbrú og leiðbeindi veiðimönnum sem stóðu á bökkunum fyrir neð- an hvar laxinn væri. Undanfarið hefur sést til fjöl- margra veiðimanna sem leggja leið sína í Grafarvoginn að renna fyrir lax við Gullinbrú. Menn skreppa og ná sér í lax í soðið í hádeginu eða seinni part kvölds á meðan háfjara er og það er ekki undarlegt að ásóknin sé mikil þar sem það er sjaldgæft að menn komist í ókeypis laxveiði þar sem veiðivonin er svona góð. Um hádegisbil í gær þegar Þjóðviljinn kom að var nokkuð mikið um fólk við veiðar en flestir vildu ekkert við blaðamenn tala og fóru undan í hálfkæringi þegar þeir voru inntir eftir hvort hér væri um daglega iðju að ræða. - Blöðin eru búin að eyði- leggja þetta fyrir okkur, nú vilja allir komast í þetta og lögreglan er alltaf að sniglast hérna, sagði einn laxveiðimaðurinn og var ekki par hrifinn af veru blaða- manns á staðnum. - Ég tek ekki þátt í svona ruddalegri veiðimennsku, þeir bara húkka laxinn hérna við bakkana, sagði annar sem var að fylgjast með veiðiskapnum. I lögum eru skýr ákvæði um bann við laxveiði í sjó. Hjá Lög- reglunni fengust þær upplýsingar að verið væri að kanna þetta mál. Lögreglan hefur þau fyrirmæli að skrifa niður nöfn þeirra sem staðnir eru að veiðum en að sögn Sævars Gunnarssonar verður ekki ljóst hvernig meðferð þess- ara mála verður háttað fyrr en Dómsmálaráðuneytið lætur uppi álit sitt um það, sem ætti að geta orðið mjög fljótlega. íþ Þessi veiddi tvo laxa á stuttum tíma í hádeginu í gær. Mynd: Sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.