Þjóðviljinn - 15.07.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.07.1988, Qupperneq 1
Föstudagur 15. júlí 1988 159. tölublað 53. órgangur Ríkisfjármálin Ráðherra fer með fleipur ÞórðurFriðjónsson segir ásakanirfjármálaherra um rangfœrslurútíhött. Þjóðhagsstofnun lýstiaðeins staðreyndum. ÓlafurRagnarGrímsson: Greiðsluáœtlunfjármálaráðherra marklaustplagg. Hefur verið breytt íþrígang. Páll Pétursson: Líst lítt á Þjóðhagsstofnun lætur ásakan- ir Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjármálaráðherra um að farið sé með rangfærslur að yfirlögðu ráði í þjóðhagsspánni, sér sem vind um eyru þjóta. Þórður Friðjóns- son, forstöðumaður stofnunar- innar, segir ásakanir Jóns Bald- vins tilhæfulausar með öllu. - Við lýstum aðeins staðreynd- um og það er Ijóst að það þurfa að verða mikil umskipti í ríkisbú- skapnum eigi áætlanir um 575 miljóna króna tekjuhalla í árslok að standast, segir Þórður. - Fjármálaráðherra viður- kennir að hafa reynt að breyta tölum Þjóðhagsstofnunar áður en þær voru birtar almenningi, segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann í dag. Ólafur segir að þjóðhagsspáin afhjúpi þá blekkingu að ríkis- sjóður hamli gegn aukningu verðbólgu og að verðbólgan sé einhverjum öðrum að kenna. - Greiðsluáætlun ráðuneytisins sem Jón vísar til er algerlega marklaust plagg. Henni hefur verið breytt í þrígang, fyrst frá því að miðast við 26 miljóna króna tekjuafgang í 575 miljóna halla. Nú er komið í Ijós að ríkissjóð- ur undir stjórn Jóns Baldvins er í fremstu röð sökudólganna í verð- bólguþróuninni, segir Ólafur. Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, seg- ist ekki lítast á þá mynd sem þjóð- hagsspáin dregur upp af stöðu ríkisfjármála. Sjá síður 2 og 3 Landsbankinn Pórarinn ráðinn Lýsti óvœntyfir áhuga sínu á starfanum. Framsókn hefurfengið sinn skerf. Einn bankaráðsmanna sat hjá. Samband bankamanna mótmœlirpólitískum ráðningum Þau óvæntu tíðindi gerðust á fundi bankaráðs Landsbankans í gær að Þórarinn V. Arnþórsson kaupfélagsstjóri KEA á Akur- eyri var ráðinn í stöðu banka- stjóra frá og með næstu ára- mótum og hefur Framsóknar- flokkurinn þar með fengið sinn skerf í bankastjórastöðum, sem ríkisstjórnarflokkarnir sömdu um sín á milli á sínum tíma. Þórarinn Valur hefur síðustu daga aðeins verið orðaður við bankastjórastöðuna, en á fundi bankaráðsins í gær upplýsti for- maður þess Pétur Sigurðsson fyrrv. alþm. að Þórarinn hefði á fundum þeirra í millum lýst áhuga sínum á starfanum. Gerði Pétur tillögu um ráðn- ingu Þórarins og var hún sam- þykkt af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Allir banka- ráðsmenn studdu Þórarin til starfans, að einum undan- skildum, sem sat hjá Stjórn Sambands bankamanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sam- bandið mótmælir harðlega pólit- ískum ráðningum bankastjóra og tekur undir kröfur starfsmanna bankans um að bankastjórar verði skipaðir úr röðum banka- manna. En ráðning Þórarins er önnur ráðning bankastjóra að Landsbankanum á pólitíksum forsendum, en hin var ráðning Sverris Hermannssonar. Betri er ein kráka á hendi en tvær í skógi, gæti Hannes Hólmsteinn Gissurarson hugsað. En þrátt fyrir að Hannes hafi hlotið hið umdeilda hnoss lektorsstöðuna fyrir atbeina flokksbróður síns Birgis ísleifs, er ekki þar með sagt að háskólamenn hafi sagt sitt síðasta í málinu enn. Lektorsstaðan Um hvað var spurt? RökBirgisfyrir vanhœfni dómnefndar hriplek Rektor Háskólans, deildarfor- seti félagsvísindadeildar og dóm- nefndarmenn vísa ásökunum um vanhæfni nefndarinnar á bug. Enda hefði ráðherrann ekki gagnrýnt niðurstöður nefndar- innar á neinn hátt. Þeim ummæl- um ráðherrans að auglýsing um stöðu lektors hefði verið eins og sniðin utan um Ólaf Þ Harðarson er vísað til föðurhúsanna. Skil- greining stöðunnar væri mjög víð og Hánnes Hólmsteinn hefði lýst yfir sérstákri ánægju með auglýs- inguna. I greinargerð dómnefndar segir að ekki hafi verið kveðið á um hæfni-til að kenna byrjendum almenn atriði greinarinnar, eins og menntamálaráðherra virðist halda, heldur um hæfni til að kenna undirstöðugreinar stjórn- málafræði. Sjá síðu 3 Loðnuveiðar Dræmur áhugi Þrátt fyrir að Færeyingar og Norðmenn hafi þegar sent skip á loðnumiðin við Jan Ma- yen, bíða íslendingar enn eftir að fá veiðisögur af miðunum áður en flotinn verður útbú- inn á miðin. Sjá síðu 2 Kjarnorkuvopnalaus svœði Emm til viðræðu Effrjálsar siglingar og umferð með kjarnorkuvopn er tryggð, segir bandarískur sérfrœðingur í vígbúnaðarmálum Við gætum hugsanlega fallist á að ekki væru að staðaldri staðsett kjarnorkuvopn á Norðurlöndun- um að því tilskyldu að samkomu- lagið takmarkaði ekki frjálsar siglingar, frjálsa umferð með kjarnorkuvopn og frjálsan að- gang að höfnum til styttri flota- heimsókna, sagði dr. Robert Wood, háttsettur yfirmaður í Na- vai War College, virtasta sjó- hernaðarháskóla Bandaríkj- anna^í ítarlegu samtali við Þjóð- viljann um öryggismál á hafinu. Margt fleira athyglisvert kemur fram í viðtalinu. Sjá síður 8 og 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.