Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Ríkisfjármálin Fáránlegur skollaleikur Ólafur Ragnar Grímsson: Fjármálaráðherra nœrað viðurkenna mistökin en að vœna Pjóðhagsstofnun um rangindi. Greiðsluáœtlun ríkissjóðs breytt íþrígang Viðbrögð Jóns Baldvins við upplýsingum Þjóðhagsstofn- unar um stöðu ríkissjóðs eru fár- ánleg og alls ekki sæmandi manni í embætti fjármálaráðherra, sagði Ólafur Ragnar Grímssson, formaður Alþýðubandalagsins, vegna ásakana Jóns Baldvins á hendur stofnuninni fyrir að fara með rangfærslur að yfirlögðu ráði í þjóðhagsspánni, Ólafur sagði að fjármálaráðherra væri nær að horfast í augu við hin hrikalegu mistök í stjórn ríkis- fjármála, en að reyna að blekkja með upphrópunum um falsanir. - Staðreyndin er sú að fjár- málaráðuneytið virðist ekki hafa haft hugmynd um hvað hafi í raun og veru verið að gerast í ríkisfjár- málum, sagði Ólafur og minnti á að fyrir rúmum tveimur mánuð- um hefði ráðuneytið gefið út fréttatilkynningu um afkomu rík- issjóðs á fyrsta ársfjórðungi 1988 og horfurnar fyrir allt árið. Þar er því fagnað að stað- greiðslukerfið muni skila meiri tekjum en áætlað var og sölu- skattur hafi á fyrstu þremur mán- uðum ársins skilað 500 miljónum umfram áætlun. ítrekað er að áform um hallalausan rekstur rík- issjóðs muni standast. - Nú viðurkennir Jón Baldvin að þessi tveggja mánaða gamla fullyrðing hafi verið röng og hall- inn á ríkissjóði verði 500 til 600 miljónir króna. Honum væri því nær að velta því fyrir sér hvers vegna fréttatilkynning í lok apríl hafi verið svo kolröng í stað þess að vera snúa útúr þeim tölulegu staðreyndum sem Þjóðhagsstofn- un leggur fram um þátt halla- reksturs ríkissjóðs í að magna upp verðbólguna og knýja fram frekari vaxtahækkanir, sasði Ólafur. í ásökunum sínum vísar Jón Baldvin í greiðsluáætlun fjár- málaráðuneytisins sem ekki hafi verið tekin með í reikninginn þegar þjóðhagsspáin var gerð. - Þetta er álíka marklaust plagg og fréttatilkynningin, sagði Ólafur og minnti á að í greiðsluá- ætlun sem fylgdi fjárlögunum var reiknað með 26 miljóna afgangi á rekstri ríkissjóðs. I lok apríl var áætluninni breytt og talað um 53 miljónir króna í afgang. í júní er henni breytt enn á ný og þá er talað um 460 miljón kr. halla. í júlí er áætluninni breytt í þriðja sinn og þá er niðurstaðan orðin 570 miljóna halli. - Upplýsingar fjármálaráðu- neytisins hafa því ekki reynst ör- uggar spár. Jón Baldvin ætti því að hætta þessum skollaleik og viðurkenna hin hrikalegu mistök sem nú eru orðin ljós í rekstri ríkissjóðs, sagði Ólafur. -rk Ríkisfjármálin list ekki á Páll Pétursson: Munum ræða þessi mál í okkar hópi - Það horfir ekki nógu vel með rekstur ríkissjóðs. Það verður því að kippa þessum hlutum í liðinn, sagði Páll Pétursson, þingflokks- formaður framsóknar, aðspurð- ur um það hvernig honum litist á 3,7 miljarað króna halla á ríkis- sjóði eftir fimm fyrstu mánuði ársins, sem dregin er upp í þjóð- hagsspá Þjóðhagsstofnunar. Að sögn Páls koma framsókn- armenn til með að ræða stöðu rík- issjóðs í sínum hópi. Páll vildi ekki tjá sig frekar um hvaða leiðir hann sæi vænstar til þess að markmið ríkisstjórnar- innar um að halli ríkissjóðs færi ekki fram yfir 575 miljónir króna í árslok. -rk Krafla Landið rís enn Hœtta á gufusprengingum. Fólk varað við að fara að Leirhnjúk Almannavarnarnefnd Hellu- hrepps í Mývatnssveit ákvað í gær að vara fólk við að fara upp að Leirhnjúk eða inn á hraun- og Æskulýðsfylkingin Áskonin Sœnskur blaðamaður er í haldi yfirvalda án dóms. Islenskir fjölmiðlar hafa þagað um þetta mál Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins hefur sent forseta Filippseyja, Corazon Aquino, áskorun um að láta lausan úr haldi Svíann, Sellan Hermanns- son, formann Kommunistisk Ungdom í Svíþjóð. Hann var handtekinn 8. júní síðastliðinn af þarlendum her. Æskulýðsfylkingin lýsir einnig furðu sinni á þeirri þögn sem ríkt hefur um þetta mál í íslenskum fjölmiðlum. Svíinn var að sinna störfum blaðamanns á Filipps- eyjum þegar hann var handtek- inn ásamt V-Þjóðverjanum Klaus Schmidt og filipínska borg- aranum Antonio Bosch. Að sögn Önnu Hildar Hildi- brandsdóttur í stjórn ÆFAB er Hermannsson sakaður umvað hafa verið í slagtogi með skæru- liðum kommúnista á Filipps- eyjum. Herinn hefur undir hönd- um ljósmynd af honum í félags- skap þeirra og er það aðalsönn- unargagnið gegn Svíanum. Myndin var tekin á ljósmyndavél, Svíans og herinn lét framkalla filmur hans þegar hann var hend- tekinn. Stellan Hermannsson skrifaði reglulega fréttir af stjórn- málaástandinu í landinu fyrir sænska blaðið Ny Dag. Frétta- öflun hans af kommúnískum skæruliðum er því þess valdandi að hann er nú í haldi yfirvalda“, sagði Anna Hildur. Stjórn ÆFAB telur að með þessum aðgerðum sé herinn á Fil- ippseyjum að fæla vestræna fjöl- miðla frá því að rannsaka stjórnmálaástandið á eyjunum, sem hlýtur að teljast óeðlileg vinnubrögð í lýðræðisríki. -gís. gossprungusvæðið út frá honum. Land heidur áfram að rísa á svæðinu og ekkert lát er á jarð- skjálftum. Á meðan þetta ástand varir gætu orðið gufusprengingar með engum fyrirvara. Jón Pétur Líndal varaformað- ur Almannavarnarnefndar Helluhrepps sagði Þjóðviljanum að Eysteinn Tryggvason jarð- fræðingur hefði skýrt út ástandið við Kröflu fyrir nefndinni. Á meðan landris héldi áfram væri hætta á eldgosi. Jón sagði landris- ið nú vera ívið meira en það var í janúar til mars þegar land reis síðast og í febrúar til mars 1987. Þá voru skjálftarnir líka færri á sólarhring en nú eða 10 til 20 skjálftar en núna mælast um 50 skjálftar á sólarhring. Frá því að landris hófst snemma í þessum mánuði hefur land risið um 10 sentimetra. „Mesta hættan er af hugsanlegum gufusprengingum vegna þess að þær geta orðið fyrirvaralaust en gos hefur nokkurn fyrirvara á sér,“ sagði Jón. En gufuspreng- ingar verða þegar kvikan þrýstist upp að grunnvatni og hitar það á augabragði sem veldur spreng- ingu. Gufusprenging getur orðið án þess að gjósi. Jón sagði Almannavarnar- nefndina búa yfir allri þeirri kunnáttu og tækjabúnaði sem til þyrfti færi að gjósa. En á meðan þetta óvissu ástand ríkti væri fólki ekki hleypt lengra en upp að Víti og að varnargarðinum við Kröfluvirkjun. -hmp Fiskurinn tók gráðugur við þegar starísmaður Fiskeldisfélagsins þeytti úr fóðurskjóðu fyrir fiskinn í nýjum og fullkomnum eldiskvíum, sem komið hefur verið fyrir í Eiðisvík við Geldinganes. Mynd: Ari. Fiskeldi Nýlunda í kvíaeldi Fiskeldisfélag íslandsfékkfyrstu kvíarnar. Bylting í vinnuaðstöðu og öryggi á sjókvíum Fóðurverksmiðjan ístess h.f. á Akureyri hefur hafið innflutn- ig á stálkvíum fyrir fiskeldi í sjó. Kvíarnar, sem nefnast System- farm, eru byggðar samkvæmt viðurkenndum stöðlum Norsk Veritas. Vinnuaðstaða og örygg- isbúnaður þykir bera af því sem framleitt hefur verið af sjókvíum hingað til. Fyrirtækið flutti fyrstu kvíarn- ar inn í samvinnu við Fiskeldisfé- lag íslands og hefur þeim verið komið fyrir á Viðeyjarsundi. Að sögn Péturs Bjarnasonar hjá ís- tess þá eru Systemfarm-kvíarnar framleiddar í stöðluðum eining- um sem hægt er að raða upp á marga vegu. Um er að ræða sjö og hálfs metra og tólf metra lang- ar einingar. Þær þola þriggja metra háa öldu. Gangvegur þeirra er öruggur í hálku og á að hreinsa af sér snjó. Flotholt eru vel aðskilin þannig að auðvelt er að spúla þau. Allir boltar í kvíun- um sjást vel og því gott að fylgjast með ástandi þeirra. Þá er grind- verk kvíanna mikið og traust. Þessar stálkvíar eru þær fyrstu sinnar gerðar sem koma hingað til lands. Þá er hægt að fá kvíarn- ar þannig úr garði gerðar að hægt er að keyra lyftara eftir gangvegi þeirra og hægt er að fá sérstak- lega útbúna landbrú sem tengir þær við land. Systemfarm-kvíarnar(tíu hólfa kví og tíu metra djúp nót) kostar um ellefu milljónir króna. Lætur nærri að eldisrúmmetrinn kosti um 500 kr. -gís. Loðnuveiðar Beðið frétta af miðunum Fœreyingar og Norðmenn komnir á miðin við Jan Mayen. Hólmaborgin eina íslenska loðnuskipið sem bíður í startholunum Nú eru loðnuveiðar að hefjast við Jan Mayen og Færeyingar og Norðmenn eru þegar komnir á miðin. íslendingar bíða frétta af miðunum og munu að öllum lík- indum halda að sér höndum þar til loðnan kemur nær landinu. Að sögn Jóns B. Jónassonar í sjávarútvegsráðuneytinu eru menn minnugir ófaranna í fyrra. „Þá gáfust menn upp um miðjan ágúst vegna lélegrar veiði og biðu eftir því að göngurnar kæmu upp að landinu. Nú hafa loðnuskipin rækjukvóta og ég tel líklegt að menn bíði og sjái til hvernig veiðar Færeyinga og Norðmanna þróast á þessu svæði. Þeir eru nú að hefja veiðar eftir því sem Landhelgisgæslan tilkynnti okk- ur í gær“, sagði Jón B. Jónasson. Hólmaborgin, áður Eldborgin, sem nú er gerð út frá Eskifirði er eina skipið sem vitað er um að bíði eftir fyrstu fréttum. „Ef þetta verður eitthvað að ráði þá rjúk- um við af stað. Við erum ekki nema 2-3 daga að skipta af rækj- unni yfir á loðnuna. Eg bara hef ekkert fylgst með því hvað aðrír ætla að gera og veit því ekki um hvort aðrir leggja í‘ann ef einhver afli verður þarna", sagði einn af útgerðarmönnum Hólmaborgar- innar. _gís. Skipstapar Tveir í djúpin Á miðvikudagsmorgun sökk Eskfirðingur SU 9 út af Héraðs- flóadýpi. Leki kom að skipinu og var það sokkið innan klukku- stundar frá því menn urðu lekans varir. Hólmaborg SU var skammt. frá Eskfirðingi og bjargaði allri áhöfninni, sex mönnum Þá sökk trilla, Laufey Bjarna- dóttir, á þriðjudagskvöld út af Ólafsvík. Einn maður var á trill- unni og var honum bjargað um borð í Pétur Jakobs. Leki hafði komið að Laufeyju og sökk hún klukkustund síðar. -hmp 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júli 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.