Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Lektorsstaðan Ráðheira rakalaus Ásökunum um vanhœfni dómnefndar vísað á bug. Frœðilegri hœfni Ólafs og Hannesar ekki saman að jafna. Jónatan Þórmundsson: Hefði helstkosið að meta Hannes vanhæfan með öllu Rök menntamálaráðherra fyrir vanhæfni einstakra dóm- nefndarmanna eru haldlítil að þeirra mati, rektors og deildarf- orseta félagsvísindadeildar. Dóm- nefndarmenn hefðu allir verið vel hæfir til að meta umsækjendur faglega og menntamálaráðherra hefði ekki gert neinar efnislegar athugasemdir við niðurstöðu dómnefndar. Þá hefði Hannes ekki mótmælt skipan í nefndinni eftir að henni var breytt og at- hugasemdum lögmanns hans hafði verið svarað. Sigurður Líndal lagaprófessor og einn nefndarmanna sagði rök ráðherrans fyrir vanhæfni manna til að sitja í nefndinni hvorki standast sem rök fyrir vanhæfni manna til að sitja í dómstól né nefnd að því tagi sem um ræðir. Enda gætu fáir tekið að sér slík störf ef það eitt að dómari og dæmdi þekktust. Það væri furðu- leg langrækni að bera fyrir sig „ritdeilu" Svans Kristjánssonar og Hannesar þar sem um væri að ræða svar Svans við grein eftir Hannes í Morgunblaðinu 1978. Þá sagði Þórólfur Þórlindsson deildarforseti að ritdeilur gerðu menn ekki vanhæfa í neinum há- skólum sem hann þekkti til. Dómnefndarálitið hefur nú verið gert opinbert. Nefndar- menn sögðu ráðherrann ekki hafa komið með nein efnisleg rök gegn niðurstöðu þess. Jónatan Þórmundsson, fulltrúi rektors í dómnefndinni sagði vinnu- brögðum Hannesar og Ólafs Þ. Harðarsonar ekki saman að jafna. í dómnefndarálitinu segir m.a. um vinnubrögð Hannesar: „Heimildargrunnur er mjög tak- markaður og sums staðar er farið rangt með staðreyndir... hug- takanotkun höfundar er ómark- viss og hlutdræg fremur en ná- kvæm og fræðileg...á nokkrum stöðum eru felldir niðrandi dóm- ar um menn án nægjanlegs rök- stuðnings.. .hvergi í ritgerðinni er vísað til kenninga í stjórnmála- fræði um stjórnmálaflokka." Jónatan sagði Ólaf Þ. Harðar- son aftur á móti hafa sýnt með verkum sínum að hann væri mjög kunnugur kenningum og aðferð- um í stjórnmálafræði og hann gæti sett verk sín í kenningar- legan búning. Þá væri Ólafur brautryðjandi í rannsóknum á hegðun íslenskra kjósenda og hefði hann fengið lofsamlega dóma um þær rannsóknir. Jónatan sagðist í raun og veru hafa viljað dæma Hannes með öllu óhæfan til að gegna stöð- -unni. En samkvæmt réttarfars- venju hefði hann látið Hannes njóta sanngirni og þess vegna hefði doktorsritgerð Hannesar vegið þyngra en efni annars stóðu til, en dómnefndarmenn komust hver að sinni niðurstöðu og mátu skriflega hæfni umsækjenda. -hmp „Ef Hannes H Gissurarson hefði talið endurskipulagningu dómnefndarinnar ófulinægjandi hefði honum borið að mótmæla og fylgja þeim mótmælum eftir með sama hætti og í upphafi, en það gerði hann ekki.“ - Rektor og dómnefndarmenn á blaðamannafundi í gær. Mynd: Ari Verðlagsráð Hækkanir r Afundi Verðlagsráðs í gær var ákveðið að hækka olíuvörur, sement, far- og farmgjöld í innan- landsflugi og taxta leigu- og sendi- ferðabfla. Þessar verðhækkanir eru á bilinu 3-9%. Bensínlítrinn hækkar úr 34,30 kr. í 36,60 kr. eða 6.7%. Gas- olían úr 8,90 kr. í 9,20 kr. lítrinn eða 3%. Tonnið af svartolíunni hækkar úr 6.600 kr. í 7050 kr. eða 7%. Sement hækkar um 9% og far- og farmgjöld í innanlandsflugi um 8%. Taxtar sendi- og leigu- bfla hækka um 5.5%. Þessar verðhækkanir voru ákveðnar á löngum og ströngum fundi Verðlagsráðs sem stóð fram á kvöld. Verðlagsráð heldur fund með gosdrykkjaframleiðendum í næstu viku út af ólöglegum sölu- herferðum þeirra upp á síðkastið. -gís. Flugvallargjald Hækkar í 900 kr. Samgönguráðuneytið hefur heimilað hækkun á flugvallar- gjaldi í 900 kr. fyrir hvern far- þega sem sem ferðast frá íslandi til annarra landa. Þá hækkar flugvailarskatturinn í innanlandsflugi og flugi til Fær- eyja og Grænlands í 120 kr. Hækkunin tekur gildi frá og með næstu mánaðamótum en gjaldið er nú 750 kr. í millilanda- flugi og 100 kr. í innanlandsflugi Neytendasamtökin Verðmerkingar bakaría í lag Það er löngu vitað og kemur glögglega fram í þessari könnun að hin margrómaða frjálsa sam- keppni skilar neytendum ekki því lækkaða vöruverði sem talsmenn hennar hafa haldið fram, og mér sýnist það vcra nauðsynlegt að verðlagsstofnun hafi hönd í bagga við verðákvörðun á nauðsynjar- vörum eins og brauði, sagði Steinar Harðarson, formaður Neytendasamtaka Reykjavíkur og nágrennis, um niðurstöður verðkönnunar á brauði og kökum í bakaríum landsins. Aðspurður um viðbrögð Neytendasamtakanna sagði Steinar að þau krefðust þess að söluaðilar þessara vara fari að reglum um verðmerkingar og upplýstu eftirleiðis um kflóverð á vörum sínum þannig að neytend- ur geti á raunhæfan hátt gert verðsamanburð. iþ Bankamenn Styðja Klöru Stjórn Sambands bankamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt ráðn- ingu sparisjóðsstjóra í Neskaup- stað. Segir stjórnin að með því að ganga fram hjá Klöru ívarsdóttur við stöðuveitinguna hafi kjara- samningur SÍB og bankanna ver- ið brotinn. Staðan hafi ekki verið auglýst eins og skylt er samkvæmt samningum og jafnframt brotið það ákvæði að bankamenn skuli að jafnaði sitja fyrir við ráðningu í stöður. Þar fyrir utan sé ráðn- ingin ótvírætt brot á jafnréttislög- unum. -Ig. Ríkisfjármálin Þjóðhagsstofnun viss í simi sök Þórður Friðjónsson, Þjóðhagsstofnun: Fráleitt aðum rangfærslur hafi verið að rœða. Fjármálaráðherra segir stofnunina fara vísvitandi með rangfærslur að er af og frá að í þjóðhags- spánni sé um að ræða rang- færslur - hvað þá af yfirlögðu ráði, sagði Þórfiur Frifijónsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnun- ar, í samtali við Þjóðviljann í gær, vegna ummæla Jóns Bald- vins Hannibalssonar, fjármála- ráðherra, þess efnis að þjóð- hagsspáin gæfi kolranga mynd af stöðu ríkisfjármála. Jón Baldvin staðhæfir í Al- þýðublaðinu í gær að textinn væri svo misvísandi að að hann gæti ekki flokkast undir annað en rangfærslur að yfirlögðu ráði. Þórður sagði að ásakanir fjár- málaráðherra snérust um það hvernig tölur og staðreyndir væru settar fram og túlkaðar. - Fjár- málaráðherra vill segja söguna á annan hátt en við. Það sem við gerðum var að lýsa bláköldum staðreyndum og tölum. Annað gerðum við ekki, sagði Þórður. í þjóðhagsspánni segir að hall- inn á A-hluta nkissjóðs hafi verið 3,7 miljarðar króna eftir fimm fyrstu mánuði ársins, en Jón Baldvin segir hins vegar að réttar tölur um tekjuhallann fyrstu sex mánuðina sé hins vegar 2,9 milj- arðar í stað 2,6 miljarða sem endurskoðuð greiðsluáætlun fjármálaráuneytisins gerði ráð íýrir á miðju ári. - Við höfðum ekki aðgang að tölum fyrir sjötta mánuðinn þeg- ar unnið var að spánni. í endur- skoðaðri greiðsluáætlun er gert ráð fyrir að hallinn verði ekki meiri en 575 miljónir króna í árs- lok. Við bentum á það að það þurfa að verða mikil umskipti á síðari hluta ársins til að þetta markmið náist, sagði Þórður og benti á að það skipti því ekki neinum sköpum hvort heldur væri miðað við fimmta eða sjötta mánuðinn í þessu dæmi. Jón Baldvin telur að hinn mikli tekjuhalli á ríkissjóði um mitt ár, eigi sér eðlilegar skýringar. Tekj- ur ríkissjóðs ykjust eftir því sem gengi á árið, - útgjöld ríkissjóðs væru meiri á fyrri hiuta ársins og tekjur ríkissjóðs af staðgreiðsluk- erfi skatta skiluðu sér ekki af full- um þunga fyrr en á síðari helm- ingi ársins. -rk Skólamál Fagnar viðbrögðum Birgis Menntamálaráðherra hefur tekið jákvætt í hugmynd Þorbjörns Broddasonar um kjör skólastjóra. Þorbjörn Broddason: Vonandi samrœmi á milli orða ogaðgerða r Eg fagna jákvæðum við- brögðum menntamálaráð- herra. Tillagan er í anda hug- mynda Sjálfstæðisflokksins í skólamálum þannig að afstaða Birgis þarf ekki að koma á óvart, sagði Þorbjörn Broddason. En hann lagði til í Fræðsluráði Reykjavíkur á mánudag að skóla- stjórnar grunn- og framhalds- skóla verði kjörnir til nokkurra ára í senn en ekki skipaðir til ævi- loka eins og nú er gert. Þorbjörn sagðist vona að eitthvert samræmi yrði á milli orða og aðgerða hjá ráðherra í þetta skiptið. En Birgir ísleifur sagði í gær að hann myndi ma. leita til félags skólastjóra og fá álit þeirra. Þorbjörn sagði að nú þyrfti að ræða við félög kennara, skóla- stjóra og foreldra en þessi félög ættu öll' fulltrúa í Fræðsluráði. „Ég vona að þar skapist umræðu- vettvangur þar sem fulltrúar fé- laganna geta komið með skilaboð sinna félagsmanna. Þannig ættu að geta komið fram traustar til- lögur í Fræðsluráði," sagði Þor- björn. Þorbjörn telur að ólíkir hags- munir geti komið fram í þessu máli. Hagsmunir foreldra og kennara þyrftu td. ekki að vera alveg þeir sömu. Lýðræðisstarf af þessu tagi þyrfti því að fara fram í tvennu lagi. Hvernig atkvæði yrðu metin hlutfallslega þyrfti að ræða. Ein leiðin gæti verið að skólastjóri næði ekki kjöri nema að minnsta kosti helmingur at- kvæða foreldra og fastra starfs- manna skólans féllu honum í skaut. Hvernig sem þetta yrði væri aðalatriðið að foreldrar ættu raunverulega aðild að skóla- stjórakjöri án þess að geta þó sett starfsmönnum skólans stólinn fyrir dyrnar, sagði Þorbjörn. Þorbjöm telur að áður en til skólastjórakjörs komi skuli skólanefnd eða fræðsluráð gefa rökstudda umsögn þar sem um- sækjendum væri raðað. -hmp Föstudagur 15. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.