Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Fjáimálaráðheira sem trúir ekki á gjaldmiðilinn Maöurinn sem lýsti sjálfum sér eitthvaö á þá leiö að hann heföi við fæöingu verið lagður í jötu í Alþýðuhúsinu á ísafirði og síðar fengið þá hugljómun við fótskör menntaðara meistara að verða leiðtogi íslensku þjóðarinnar, - þessi maður er núna orðinn þreyttur. í nýlegu viðtali í Alþýðublaðinu gerir Jón Baldvin Hannibals- son upp við samstarfsmenn sína, þjóðina og máttarvöldin eftir eitt ár sem fjármálaráðherra. Þar kemur í Ijós að almenningur hefur á þessum tíma verið svo kvikindislegur að leggja sig fram um að eyðileggja áætlanir Jóns Baldvins með óhóflegri neyslu og sífelldu sífri, og ráðherrann lýsir samstarfsmönnum sínum í stjórnarliðinu með því að vísa í fræga vísu Bólu-Hjálmars, - og taki hver sína sneið: Aumt er að sjá í einni lest áhaldsgögnin slitin flest, dapra konu og drukkinn prest, drembinn þræl og meiddan hest. Það heyrir líka til tíðinda í Alþýðublaðsviðtalinu að fjármála- ráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar er orðinn svo leiður á lífinu og starfinu að hann langar helst til að leggja niður íslensku krónuna. En hingaðtil hefur verið litið svo á að íslenskir fjármál- aráðherrar hefðu það sérstaka hlutverk að standa vörð um íslenska gjaldmiðilinn. Jón vill taka upp einhverja aðra mynt, - það heitir að festa krónuna við traustan erlendan gjaldmiðil -, og ráðherranum virðist vera alveg sama hvað verður fyrir valinu, bara að hann losni sjálfur við áhyggjurnar yfir á gildari frændur í Washington eða Bonn eða Brússel. Þreytan og sjálfsvorkunnin í Alþýðublaðsviðtalinu kom sold- ið á óvart. Skýringanna var þó ekki langt að leita, - þjóðhagss- páin nokkrum dögum síðar var áfellisdómur um ársverk ráð- herrans og ríkisstjórnarinnar sem hann kom saman. í plaggi Þjóðhagsstofnunar eru rakin hagstæð ytri skilyrði, efnahagsástand þokkalegt erlendis, verðbólguaukning ytra ef til vill hálft prósent á árinu, rýrnun viðskiptakjara aðeins 1 prósent á árinu eftir mikið góðæri. í plaggi stofnunarinnar eru horfurnar í þjóðarbúskapnum ekki jafn bjartar, og gildir einu hvar borið er niður. Þjóðhagsstofnun hefur til dæmis hækkað spá sína um verð- bólgu á árinu úr 16% í 25% og er þá gert ráð fyrir hagstæðustu skilyrðum. Líklegast er að verðbólga ársins verði töluvert meiri, - og þannig margfaldist enn munurinn á verðbólgu hér og í nágrannalöndunum. Sá munur er auk matarskattarins ein helsta ástæða þess að erlendum ferðamönnum hefur fækkað frá því á síðasta sumri, og hefur efnahagsstjórnin þannig orðið til þess beinlínis að draga spón úr aski einnar af þeim nýju atvinnugreinum sem orðið gætu vaxtarbroddur frammá næstu öld. Þessi verðbólga er ekki síst því að kenna að fjármálaráð- herra hefur gefist upp á að standa við fyrirheit sín um halla- lausan ríkissjóð og eys í staðinn í hann fé úr Seðlabankanum, fé sem fæst með seðlaprentun án innistæðu. Þessi sama staða ríkissjóðs á mikinn þátt í að herða á þenslu, þrýsta upp vöxtum, erfiða mjög rekstur útflutnings- greina og spenna gengisbogann. En yfirmaður ríkissjóðs er einmitt sami ráðherrann sem í Alþýðublaðsviðtalinu segist vera orðinn þreyttur á guði og mönnum og ekki síst íslensku krónunni. Kannski það ætti að leyfa honum að taka pokann sinn? -m Samkeppnin sem brást Við höfum oft heyrt það, og þá sérstaklega í Morgun- blaðinu, að opinber viðleitni til að hafa eftirlit með verð- lagi væri heimskuleg, gagns- laus og óþörf. Samkeppnin á að vera frjáls, og hún mun skapa verðlagseftirlit al- mennings og þrýsta niður verði og una svo allir glaðir við sitt í hinum skásta heimi allra hugsanlegra heima. En það er eins og fyrri daginn: veruleikinn hagar sér öðruvísi en kenningarn- ar. Við vitum náttúrlega dæmi þess að samkeppni hefur róttæk áhrif á verðlag. Menn geta til dæmis leitað uppi allskonar prísa á bílum, nýjum ognotuðum. Þar virðistsamkeppnin ogverð- skynið vera nokkuð virkt. Enda eru menn þá að taka ákvörðun um kaup sem ekki er tekin á hverjum degi og miklirfjármunirgangafyrir borðíeinu. En svo kemur að lífsnauðsynjum sem menn eru að kaupa upp á dag hvern og þá versnar í því. Samkeppnin virkarekki. Nýjasta dæmið er verð- könnun á brauðum og kökum. Verðlagsstofnun hefur sent frá sér upplýsing- ar um það, að verð í brauðgerðarhúsum hafi hækkað um 25-30 prósent að meðaltali á næstliðnu hálfu ári. Sú sama Verðlagsstofn- un segir að matarskattur ríkisstjórnarinnar um síð- ustu áramót hafi gefið tilefni til um það bil tíu prósent hækkunar. Brauðgerðar- húsin hafa þá bætt ofan á þá skattheimtu 14-18 prósenta hækkun frá sjálfum sér. Þess má svo geta að á sama tíma hækkar framfærsluvísitalan um þrettán þrósent. Alagningar- frelsið dýra Morgunblaðið skrifar í fyrradag leiðara um þetta mál og kallar hann „Verð- lagseftirlit almennings" en náttúrlega ætti leiðarinn að heita „Samkeppnin sem brást“. Blaðiðersárt yfirþví að þeir sem nauðsynj ar selj a skuli bregðast kenningu þess og segir: „Hér á árum áður þegar baráttan stóð um álagning- arfrelsi, barátta sem Morg- unblaðið studdi dyggilega, var því fram haldið af hálfu atvinnurekenda, að álagn- ingarfrelsi mundi leiða til lækkunar á verðlagi vegna aukinnar samkeppni og hag- kvæmari innkaupa. Vafa- laust hefur það gerst í raun á sumum sviðum. Annars staðar hafa hækkanir orðið langt umfram það sem eðli- legt geturtalist." Blaðið stynur síðan aum- lega og áminnir hina álagningarfrjálsu um að „frelsi til álagningar fylgir ekki aðeins ábyrgð, heldur krafa um að vel sé farið með þaðfrelsi." Petta er stórmerkilegt og feiknafróðlegt. Ogvekur upp margar spurningar. Hver á að fara með „kröf- una“ um að álagning geysist ekki fram með offorsi? Er það ekki andstætt sjálfum lögmálum markaðsfrelsisins að fara inn á þær brautir? Og sama má segja um hjal Morgunblaðsins um hækk- anir sem eru „langt umfram það sem eðlilegt getur tal- ist. “ Hvað er eðlileg hækkun á brauðum? Segir ekki sjálft markaðslögmálið að menn séu frjálsir og óháðir að því að selja brauð á eins háu verði og þeir treysta sér til að láta viðskiptavininn kyngja? Svo segir Hayek og Hannes Hólmsteinn. Pað sem allir vita Sumt er giska spaugilegt í leiðaranum. Eins og til dæmis þetta hér: „Almenningur á kröfu á upplýsingum um það, hvers vegna verð á vöru og þjón- ustu hækkar hvað eftir ann- að langt umfram það sem eðlilegt getur talist". Almenningur þarf nefni- lega engar „upplýsingar“ um það hvers vegna okrað er til dæmis á brauði. Hann veit það ofurvel: Hátt verð stafar af því að fyrirtækin ætla að græða mikið og fljótt. Og menn ættu að vita það líka, að það er óhjá- kvæmileg afleiðing af bar- áttu Morgunblaðsins og hægriaflanna yfirleitt fyrir sem allra mestu frelsi, að menn sem í aðstöðu eru til þess, gera það sem þeim sýnist við álagningarfrelsið. Ef Mogginn kvartar svo yfir útkomunni þá er það rétt eins og Andskotinn væli yfir því að það sé alltof heitt í Helvíti. Vanmáttugur almenningur Og svo eru það þessar ljúfu hugmyndir um verð- lagseftirlit almennings, sem á að halda aftur af gróða- fíkninni hjá þeim álagning- arfrjálsu. Verðlagseftirlit almenn- ings er vanmáttugt af ýms- um ástæðum og ekki barasta þeirri sem oftast er nefnd - að dýrtíð og verðlagssveiflur miklar hafi gert fólk ónæmt á verðhækkanir. Spyrja má: hvers vegna á allur almenn- ingur, ég og þú, að eyða dýr- mætum tíma sínum og leggja á sig margvíslega fyrirhöfn til þess að standa sig í stríði við kaupmenn? Hafa menn ekki annað þarfara við líf sitt og stopular frístundir að gera en sanka að sér upplýs- ingum um að kornstöng, pylsur eða músli kosti fimm eða tíu krónum minna í til- tekinni búð í Garðabæ eða úti á Nesi en í næsta bakarí eða á næsta stórmarkaði? Vita menn ekki, að það er mikill siður í stórverslunum að hafa nokkkrar vörur áberandi ódýrar og hala inn mismuninn með því að dreifa hærri álagningu á margar vörur? Höldum áfram með þetta: Segjum nú að háttvirtur al- þýðumaður hafi sankað að sér lista yfir hagstæðasta verð á ýmsum nauðsynjum. Sparar hann á því að þeytast á bfl sínum á milli margra búða til að spara tuttugu krónur eða fimmtíu krónur í hverri? Varla. Aukþessvill svo til, að það er til fólk enn- þá í þessu bílanna landi, sem getur ekki beitt skriðdreka eins og eigin bíl í heilögu stríði við álagningarfrelsið. Brauðsalar vita það vel, að fólk mun ekki hlaupa mjög langt í sínu „verðlagseftirliti almennings“, þótt þeir hækki allt hjá sér um tíu eða fimmtán prósent umfram aðra verðbólgu. ÁB þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbegruró. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páli Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.