Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.07.1988, Blaðsíða 6
VIÐHORF FRETTIR Framhald af bls. 5 og menn bíða í ofvæni eftir því að ungt og efnilegt fólk „gefi sig upp“, taki undir „okkar“ viðhorf í fræðilegri umræðu, gangi í Keflavíkurgöngu, kaupi Pjóðvilj- ann eða í versta falli skrifi þó undir á móti ráðhúsinu. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð, út í hvers konar ógöngur hugsunarháttur af þess- um toga leiðir menn. Menn hneigjast til sjálfsdýrkunar og úr- valshyggju, samfara óumflýjan- legri stöðnun, hætta að geta brugðist við nýjum aðstæðum, fyllast kreddufestu og sjúklegum ótta við einhvern óskilgreindan „kratisma“, sem verður samheiti yfir allt það í þessum heimi sem hvorki var til í gær né í fyrradag. Þetta ástand virðist sem betur fer vera í rénun eftir því sem tímar líða fram og hlýindi vaxa í stjórnmálalífinu, en það er full ástæða til að staldra við og meta orsakir og afleiðingar slíks á- stands. Auðvitað koma ýmsir þættir þessarar lýsingar minnar, þeim kunnuglega fyrir sjónir sem eitthvað hafa að ráði starfað innan íslenskra stjórnmála- flokka. En þetta mál er þeim mun alvarlegra í vinstri sinnuðum stjórnmálaflokki en hægri sinn- uðum að vinstri flokkurinn bygg- ir tilveru sína og starf á hugsjón- um um jafnrétti, lýðræði og jöfnuð. Þetta er líka alvarlegt ástand fyrir þau okkar sem þekkjum með einhverjum hætti til afleiðinga McCarthyismans hér á landi á sjötta áratugnum og þekkjum þá ljótu sögu útskúfun- ar, atvinnuleysis og ofstækis sem í þann tíma var fylgifiskur þess að vera grunaður um óæskileg við- horf. Sá arfur leggur okkur ábyrgð og skyldur á herðar. Islenskt samfélag, líkt og önnur evrópsk samfélög, stendur á tímamótum. Gamla, góða „haltukjaftiogéttuskít“-pólitíkin hefur gengið sér til húðar, hér heima með pólitísku ráðleysi og siðleysi, fámennisvaldi og stefnu- leysi fjórflokksins. Kröfur um valddreifingu, beinna lýðræði og ábyrga pólitík hafa náð miklum hljómgrunni og fundið sér farveg í Kvennalistanum, A-flokkarnir standa máttvana hjá, á svipinn dálítið eins og þeir hafi misst af strætó. það er okkur hollt að hug- leiða að þessar kröfur, Liljan sem allir þykjast kveðið hafa, eru sprottnar úr margþættum hrær- ingum í hugmyndaheimi Vestur- landa síðustu áratugina. Einn þráður í því fina teppi er einmitt frjálshyggjan hans Hannesar. Eftir stendur sú staðreynd að Hannes Hólmsteinn Gissurarson hlaut ekki hæfnisdóm hjá dóm- nefndinni um lektorsstöðuna og menntamálaráðherra hefur lýst því að Hannes hafi við stöðu- veitinguna notið skoðana sinna. Þetta eru að mínu viti aðalatriði málsins og þau atriði sem valda því að skipun ráðherra í stöðuna er siðlaus og móðgun við Há- skólann. Pólitískar skoðanir Hannesar eiga hvorki að verða honum að fótakefli, né til ávinn- ings, Svo ofur einfalt er nú það mál. Árni Páll er laganemi við HÍ og varaformaður Alþýðubandalags- ins í Reykjavik. ÖKUM EiNS OG MENN! Drögum úr hraða - ökum af skynsemi! yUMFERÐAR RÁÐ Plötusmiður og rafsuðumenn óskast nú þegar. Mikil vinna. Upplýsingar gefur Bjarni Thoroddsen í síma 24400. Stálsmiðjan Systir okkar Guðríður Sigurðardóttir Nýjabæ, Garði verður jarðsett frá Útskálakirkju laugardaginn 16. júlí kl. 14. Addbjörg Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir Þau Jóna Kristín Heimisdóttir og Hjalti Harðarson 5 ára íbúar í Set- bergshverfi taka fyrstu skóflustunguna að nýja skófanum sínum en bæjarstjóri og aðrir gestir fylgjast með. Hafnarfjörður Nýr skóli í Setbergi Fyrsta skóflustunga að nýjun grunnskóla í Setbergshverfl í Hafnarfirði var tekin í fyrradag. Það voru þau Jóna Kristin Heimisdóttir og Hjalti Harðarson sem hjálpuðust að við verkið með nýjum plastskóflum. Þau Jóna Kristín og Hjalti eru bæði 5 ára og eiga heima I Setbergshverflnu og verða því meðal fyrstu nemenda skólans í 6 ára deildinni þegar skólinn tekur til starfa haustið 1989. Skólinn hefur verið hugsaður og teiknaður sem skóli fyrir nem- endur frá 6 ára upp í 9. bekk, þ.e. fyrir forskólanám og skyldunám og er gert ráð fyrir tveimur bek- kjardeildum í hverjum nemend- aárgangi. Björn Hallsson arkitekt hefur teiknað Setbergsskóla og skipu- lagt hann, en Björn hefur einnig verið aðalhönnuður Setbergs- hverfis. Skólanum er skipt í tvo bygg- ingaráfanga. Gert er ráð fyrir að fyrri byggingaráfanganum verði lokið fyrir 1. september 1989 og hefjist þá kennsla þar fyrir nem- endur í Setbergshverfi. Þessi byggingaráfangi sem nú er hafinn er 2115 m2 að stærð. í honum verða 7 almennar kennslustofur, tvö hóprými og aðstaða fyrir umönnun yngstu nemendanna utan kennslu- stunda. þar verður einnig setu- stofa fyrir nemendur, tón- menntastofa og fjölnýtisalur. í honum er m.a. gert ráð fyrir að kenna yngstu nemendunum íþróttir og þess vegna eru einnig búnings- og baðklefar í þessum áfanga skólans. Þá er líka í þessum byggingar- áfanga komið fyrir skólasafni, skólaskrifstofu, skrifstofum skólastjóra og yfirkennara, fund- arherbergi, kennarastofu og vinnuaðstöðu fyrir kennara, svo og húsrými fyrir húsvörð og heilsugæslu. Síðari byggingaráfangi skólans verður 1374 m2, þannig að full- byggður verður skólinn 3489 m2. Setbergshverfið er hraðvax- andi íbúðarbyggð og húsin rísa þar eitt af öðru. Á þessu ári hefur t.d. verið úthlutað58 lóðumíSet- bergi undir einbýlishús með 47 íbúðum. Samtals er þarna um 133 íbúðir að ræða. Sjálfsbjörg Rjúfum einangrun heyrnarlausra Skorar á yfirvöld að sinna málum þessa einangraða hóps. Tölvur og táknmálstúlkar eru kjörin verkfæri til þess í könnun félagsmálaráðuneyt- isins á aðstæðum heyrnarlausra í landinu kom fram að þessi hópur landsmanna er mjög einan- graðaur félagslega. Þá kom einn- ig fram að heyrnarlausir búa mikið saman og verða oft að sætta sig við lélegri og leiðinglegri vinnu sem rýfur á engan hátt ein- angrun þeirra. Sjálfsbjörg, landsamband fatl- aðra, heftir sent frá sér áskorun til stjórnvalda um að leysa úr vandamálum þessa hóps. Álykt- unin er svohljóðandi: „Fram- kvæmdastjórn Sjálfsbjargar l.s.f. skorar á stjómvöld að gera stór- átak í því að rjúfa nú þegar félags- lega einangrun heyrnarlausra. Sjálfsbjörg leggur áherslu á að tölvur, sem koma í stað texta- síma, verði almenningseign og að heymarlausum verði tryggð þjónusta táknmálstúlka. Sjálfs- björg telur eðlilegt að íslenskt efni í sjónvarpi sé gert öllum skiljanlegt - einnig heymar- lausum.“ Að sögn Jóhanns Péturs Sveinssonar, formanns Sjálfs- bjargar, em í hópi heyrnarlausra hér á landi nokkur hundrað manns. „Það kostar ekki mikið fé að kippa þessum málum í lag. Tæknin er fyrir hendi og það er sárgrætilegt til þess að vita að ekkert hafi verið gert til þess að vinna gegn einangran þessa fólks. Fólk verður náttúrulega fyrst að skilja hvað það er að vera heyrnarlaus. Ríkissjónvarpið gerði vel á sínum tíma þegar það tók upp táknmálsfréttir á föstum tímum í dagskrá sinni en nú virð- ist sú eina viðleitni að detta upp- fyrir eftir að Stöð 2 kom. Það ætti að vera metnaður sjónvarpstöðv- anna að bjóða upp á táknmáls- túlkun með öllu íslensku efni,“ sagði Jóhann Pétur. -gís. Minning Elías Þórarínsson Sveinseyri við Dýrafjörð Nú fór í verra. Elías bóndi Þór- arinsson á Sveinseyri við Dýra- fjörð lést af slysförum fyrir fáum dögum, og verður jarðsunginn í dag. I þessum línum verður engin tilraun gerð til að rekja lífshlaup skáldsins og hagleiksmannsins Ella á Sveinseyri, enda aðrir til þess færari. Hér skal aðeins reynt að bera fram fáein fátækleg þak- klætisorð til manns sem ég mat mikils, fyrir nokkrar samverust- undir vestur á Dýrafirði, sem hátt rísa í minningunni frá þeim árum er ég bjó ásamt fjölskyldu minni þar vestra, fyrst í Svalvogum á áranum 1975-1976 og síðar á Þingeyri á árunum 1978-1981. Það var ekki ónýtt borgarbú- anum sem kom til vitavörslu vest- ur að njóta leiðsagnar þinnar um dalinn þinn, Keldudalinn, setjast með þér við ána eða í fjöruna, hlusta á mergjaðar sögur fortíðar og skynja jafnframt elsku þína til þessa kalda en fagra dals og alls sem lífsanda dró. Ýmist „galdur og kveðandi djúpt inni í heiðn- innar rökkri“ eða rómantískar og glettnar stemmningar, nær í tím- anum, og sólin ein og Arnarnúp- urinn voru vitni og gilti þá einu um veðurfar. En það var setið við fleira en sögur og ljóð. Við ræddum líka um fyrirheitna landið, sem við eygðum báðir, langt inn í sólglitr- andi framtíðinni, en vissum jafn- framt að við gætum lítið nálgast nema „ef fólkið þorir“. „Allir munu vera okkar vinir, sagði hún; því fólkinu líður vel. Og þrælakistan Ieggjast niður á Bessastöðum, sagði hann. Því í landi þar sem fólkinu líður vel eru ekki framdir glæpir. Og við ríðum um landið á hvítum hest- um, sagði hún“. (íslandsklukkan H. K. L.) Nú er landið það ívið lengra undan enda höfðingi Keldulands fallinn í valinn og skuggi yfjr dalnum og gildir enn einu um veðurfar. En leiðir skildu á sínum tíma nefndir þú lauslega eitt bréf eða svo. Nú eru síðustu forvöð að koma því í verk, þótt efni þessa sé annað en ég hefði kosið. Kristjönu og fjölskyldunni allri sendum við feðgar, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur Þ. Jónsson 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.