Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 16. júlí 160. tölublað 53. órgangur Ríkissjóður Stórfelld seölaprentun Vaxtagjöld ríkissjóðs vegna seðlaprentunar íSeðlabankanum úr500 miljónum íl .4 miljarð áþessu ári. Allur tekjuskattur landsmanna rétt dugirfyrir vaxtagjöldum ríkissjóðs Flest bendir nú til þess að vaxta- og refsivaxtagreiðslur rík- issjóðs til Seðlabankans á þessu ári munu nema um 1,4 miljarði króna. í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að þessi vaxtagjöld verði um 500 miljónir. Aukning- in er því tæpur miljarður. í nýútkominni Þjóðhagsspá kemur fram að fyrstu fimm mán- uði ársins var yfirdráttarskuld ríkissjóðs hjá Seðlabankanum um 4,3 miljarðar sem er langt umfram það sem áður var áætlað. Greiðsluáætlun ríkisins gagnvart Seðlabanka hefur því engan veg- inn staðist og hefur fjármálaráð- herra brugðist við stórfelldurn tekjuhalla ríkissjóðs með sí- aukinni seðlaprentun í Seðla- bankanum sem kostar ríkissjóð drjúgt í refsivöxtum. Samkvæmt samningi fjármála- ráðuneytisins við Seðlabankann greiðir ríkissjóður sérstaka refsi- vexti fyrir þann yfirdrátt sem er hverju sinni í seðlaprentuninni umfram áðursamþykkta greiðsluáætlun. Stóraukin seðla- prentun mun því kosta ríkissjóð hundruð miljóna á þessu ári um- fram það sem áætlað var í fjár- lögum. Heildarvaxtagreiðslur ríkisins á þessu ári af innlendum og er- lendum lántökum eru áætlaðar um 4,8 miljarðar. Sú fjárhæð jafngildir öllum tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti landsmanna á þessu sicattári. Dag hvern streyma heilu hjólbörufarmarnir af peningum úr seðla- prentsmiðju Seðlabankans yfir í höfuðstöðvar fjármálaráðuneytisins í Amarhvoli til að mæta yfirdrættinum á útgjaldareikningi fjármálaráð- herra. Mynd-Sig. Byggingarmenn Ekkibenda ámig Útseld vinna meistara hœkkaði um 16%-29%. Trésmiðir: Ekki við. Meistarar: Ekki við. í svari Verðlagsstofnunar til Félags starfsmanna í húsgagna- iðnaði kemur í ljós að útseld vinna trésmíðameistara hækkaði um 16,33% til 28,41% í maí. For- maður Trésmiðafélags Reykja- víkur segir launataxta mest hafa hækkað um 16% en Valgerður Marinósdóttir hjá Verðlagsstofn- un segir laun hafa hækkað meira en menn vilji kannast við. Byggingarvísitala hækkaði um 8,4% þann l.júlí og segir Hag- stofan að 5,2% þeirrar hækkunar megi rekja til kjarasamninga byggingarmanna. Meistarar og verktakar kannast ekki við hækk- unartölur á bilinu 15% til 16% og segja álagningu sína hafa lækkað um 5% vegna bráðabirgðarlaga. Sjá síðu 3 Suður-Afríka Mandela sjötugur Kvikmyndir Tsjudenar í vígahug Norsk/samíska kvikmyndin Leiðsögumaðurinn, eða Ofelas, er einstæður viðburður fyrir margra hluta sakir. Hún er ekki einungis frumraun leikstjórans, Nils Gaup, sem leikstjóra og handritshöfundar, heldur líka fyrsta kvikmyndin sem gerð hef- ur verið á samísku. Reyndar heyrist annað tungu- mál í myndinni, en það er Tsju- denska. Sjá síðu 9 ---------------------------------------------------------¦—'—— Nelson Mandela hefur setið í 26 ár samfleytt í dýflissum Pretór- íustjórnar. Honum hefur verið boðið frelsi gegn því að hann hyrfi úr landi. Hann afþáði. Hon- um hefur verið boðið frelsi gegn því að hann sneri baki við frelsis- baráttu bræðra sinna og systra. Hann sagði það aldrei skyldi verða. Á mánudag verður Mandela sjötugur. Fordæmi hans stappar stálinu í blakka baráttumenn og skýtur hvítum ofríkismönnum skelk í bringu. Fjöldi þjóðarleið- toga hyllir hann á þessum tíma- mótum og víða minnast menn hans og málstaðar hans með ein- hverjum hætti. Allir krefjast þess að hann verði þegar í stað látinn laus án skilyrða. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra hefur sent Mandela kveðju ríkisstjórna á Norðurlöndum. Á sunnudaginn verður haldinn útisamkoma á Miklatúni • /, Sjá SÍður 2 OQ 13 Frelsum Nelson Mandela sjötugan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.