Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Byggingamenn Kannast ekki við hækkun Útseld vinna trésmiða hefur hœkkað um allt að 29%. Grétar Þorsteinsson: Kaup mest hœkkað um 16%. Meistarar segjast ekki hafa hœkkað álagningu Verð á útseldri vinnu trésmiða hefur hækkað á bilinu 16,33% til 28,41% á tímabilinu október 1987 tU 19. maí 1988. Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur segir kjarasamninga sem gerðir voru í maí í mesta lagi hafa gefíð 16% launahækkun. En Valgerð- ur Marinósdóttir hjá Verðlags- stofnun segir launin hafa hækkað meira en menn vilji kannast við. Þann 27.júní barst Félagi starfsfólks í húsgagnaiðnaði svar við fyrirspurn til Verðlagsstofn- unar um hversu mikið útseld vinna meistara í húsasmíði hefði hækkað við kjarasamninga bygg- ingarmanna 19.maí. í svari Verð- lagsstofnunar kemur fram að hækkunin er á bilinu 16,33% til 28,41% en meðaltalshækkunin er í kring um 20% . Grétar Þorsteinsson segir upp- hafshækkun trésmiða hafa verið 11,47% við undirritun samnings og sé þá reiknað með áfanga- hækkunum júní- og september- mánaðar. í það heila hefði hækk- unin verið á bilinu 15 til 16%. Lægsti taxti sé nú 307,05 krónur á tímann og hæsti taxti sé 367,55 krónur og væri þá ekki tekið tillit til desemberuppbótar. Samsvar- andi tölur í útseldri vinnu eru 575,79 krónur og 658,61 krónur. Gunnar Björnsson hjá Meistara og verktakasamband- inu sagðist ekki kannast við þær tölur sem koma fram í svari Verð- lagsstofnunar. Álagning meistara á útseldri vinnu hefði í raun lækk- að um 5% vegna ákvæða bráða- birgðalaga sem heimiliðu ekki hærri hækkun en 10%. En annars vildi Gunnar ekki tjá sig um þess- ar tölur fyrr en hann hefði séð þær. Mismunurinn á kauptaxta og taxta útseldrar vinnu verður ekki bara skýrður með álagninu meistara. í mismuninum felast einnig launatengd gjöld. Gestur Steinþórsson Skattstjóri í Reykjavík sagði Þjóðviljanum að engar breytingar hefðu orðið á þeim sem leitt gætu til hækkunar á útseldri vinnu. Rúnar Guðjónsson hjá Hag- stofu íslands sagði Þjóðviljanum að byggingarvísitala hefði hækk- að um 8,4% þann l.júlí og að 5,2% þeirrar hækkunar væru vegna samninga byggingar- manna. Hvorki meistarar né smiðir kannast við hækkun á bilinu 16,33% til 28,41% . Allt að 8% af hækkun útseldrar vinnu trésmiða eru því óútskýrð. -hmp Mönnum ber ekki saman um hvað útseld vinna smiða hefur hækkaö. Þessir tveir virðast engar áhyggjur hafa af þeim málum. Mynd: Sig. Stjórnarliðar Fjáimála- spekingar á eftirlaun - Auðvitað er margt erfitt og öfugsnúið í efnahagsmálunum, en sárgrætilegast er þó að mesti verðbólguvaldurinn, lánskjaravísitalan fær alltaf að leika lausum hala og skrúfa upp vextina, sagði Eggert Haukdal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Þjóðviljann, en í gær ritar hann hvassyrta grein í DV um stjórn peningamála. - Ég er ekki fyrsti maðurinn til að finna að peningastjórninni til margra ára, sagði Eggert, sem ræðst að Jóni Sigurðssyni, við- skiptaráðherra, Jóhannesi Nor- dal, Seðlabankastjóra og minni sá fyrrnefndi í orði og æði meira á blaðafulltrúa þess síðarnefnda en yfirmann bankamála. „Jóhannes Nordal og Jón Sig- urðsson hafa stýrt hrunadansi verðbólgunnar í áratugi, enda verið aðalráðgjafar allra ríkis- stjórna samkvæmt eigin sögn. Bezta efnahagsaðgerðin, sem við íslendingar gætum gert, væri lík- lega að koma þessum tveim mönnum á eftirlaun“, segir m.a. í grein Eggerts. _rk Lúðvík Jósepsson Oeðlileg r Eg vísa til þeirrar bókunar sem ég lagði fram fyrr á árinu þeg- ar gengið var frá ráðningu Sverr- is Hermannssonar, þar sem ég mótmælti harðlega greinilegum afskiptum ríkisstjórnarinnar af ráðningu bankastjóra Lands- bankans þar sem samið var um tiltekna menn í stað þeirra Jónas- ar og Helga, sagði Lúðvík Jóseps- son bankaráðsmaður Alþýðu- bandalagsins í bankaráði Lands- bankans í samtali við Þjóðvilj- ann. afskipti Lúðvík sat einn hjá við kosn- ingu Vals Amþórssonar í stöðu bankastjóra á fundi bankaráðs í fyrradag. Það voru bankaráðs- fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem lögðu til að Valur yrði ráðinn og greiddi bankaráðsfulltrúi Alþýðuflokks- ins atkvæði með tillögunni. - Ég mótmæli því að banka- ráðsmenn fái ekki að vinna sitt verk heldur sé það ákveðið ann- ars staðar og því sat ég hjá, sagði Lúðvík Jósepsson. Eyjólfur Sigurjónsson Fagleg sjónarmið réðu Iþessu máli giltu sömu sjónarm- ið af minni hálfu og þegar Sverrir Hermannsson var ráðinn. Þá voru reyndar tveir umsækj- endur um stöðuna og afstaða mín réðst þá af faglegum sjónarmið- um eins og reyndar nú. Ég studdi ekki Sverri af þess- um ástæðum og ég styð nú Val Amþórsson af sömu ástæðum. Ég hef alltaf látið fagleg sjónar- mið gilda og tók reyndar ekki ákvörðun mína fyrr en eftir að ég sá greinargerð Seðlabankans um málið, sagði Eyjólfur Sigurjóns- son fulltrúi Álþýðuflokksins í bankstjórn Landsbankans. „Valur mun láta af öllum öðr- um störfum í fyrirtækjum þeim sem hann hefur komið nálægt enda kveður svo á í lögum um bankastjóraráðningar sem okkur ber að fara eftir,“ sagði Eyjólfur að lokum. -gís. Málning Allt að 80% verðmunur Litavermeð dýrustumálningu og viðarvörn. BYKO, Gosog Byggtog búið r Iverðkönnun sem Verðlags- stofnun gerði í byrjun júlí kom í |jós að alit að 25% verðmunur er á innlendri málningu í verslunum á höfðuðborgarsvæðinu. Þá kom fram að allt að 80% verðmunur er á innfluttum viðarvarnarefn- um sem að nokkru leyti er vegna þess að sumar verslanir eru enn- þá að selja vörur síðan í fyrra. Könnunin náði til 26 verslana á höfuðborgarsvæðinu og náði til 21 tegundar innlendrar útimáln- ingar og viðarvarnarefna. í ljós kom að verslunin BYKO á Ný- ódýrastir býlavegi var oftast með ódýrustu vörurnar eða í 7 tilvikum af 17 vörutegundum sem þar fengust. Verslanirnar Gos við Nethyl og Byggt og búið í Kringlunni voru með lægsta verðið á 6 vöruteg- undum af 9 sem hjá þeim fengust. Verslunin Litaver Grensásvegi var aftur á móti oftast með dýr- ustu vörurnar. Þar voru 14 vöru- tegundir dýrastar á höfuðborgar- svæðinu af þeim 17 sem Litaver hafði í boði. Þá var Liturinn við Síðumúla með hæsta vöruverð á 11 tegundum af 16. f öllum tilfellum var miðað við staðgreiðsluverð. Flestar versl- anirnar veita magnafslátt en mis- jafnt er á milli verslana hvað hann er hár og við hvaða magn hann miðast. Aðrar verslanir veita staðgreiðsluafslátt og er tekið tillit til þess í könnuninni. í tilkynningu frá— Verðlags- stofnun segir að neytendur geti náð hagstæðari kaupum með því að bera saman vérð miðað við magn og greiðsiuskilmála. -hmp Helgarpósturinn Kært til ríkissaksóknara Skattgreiðslum starfsmanna ekkiskilað til Gjaldheimtunnar. Lögfrœðingur BÍ óskar eftir opinberri rannsókn verður líklega tekin ákvörðun um eða óskað eftir gjaldþrota- hvort haldið verði áfram útgáfu skiptum félagsins. _rk. Akranes Útilaug í brúkíð Ný 25 metra útisundlaug vígð í dag. Langþráð bið bœjarbúa á enda Stjórn Blaðamannafélagsins fól í gær lögmanni sínum Svölu Thorlacius, að fara fram á opin- bera rannsókn rikissaksóknara vegna meints fjárdráttar Goðgá- ar útgáfufélags Helgarpóstsins. í ljós hefur komið að frá febrú- ar sl. til mafloka þegar blaðið hætti að koma út, hefur ekki ver- ið staðið skil á sköttum starfs- manna sem dregnir voru af launum þeirra. Nemur sú upp- hæð rúmri einni miljón á þessum tíma. Fyrrum starfsmenn blaðs- ins eiga enn inni ógreidd laun hjá blaðinu uppá miljónir króna. Goðgá hf. fékk heimild til greiðslustöðvunar í sl. mánuði og gildir sú stöðvun í tvo mánuði. Á framhaldsaðalfundi félagsins sem haldinn verður n.k. fimmtudag Akurnesingar vígja útisund- laug með öllu tilheyrandi í dag. Þar með er langþráð bið bæjarbúa eftir nýju mannvirki til að iðka sundmenntina á enda, en bæjaryfírvöld afréðu að leggja í bygginguna árið 1982. Sundlaugin, sem er staðsett á Jaðarsbökkum, er 25 metrar á lengdina. Að auki er vaðlaug, fimm heitir pottar, tvö búnings- herbergi og gufubað í hinu nýja sundmannvirki. Laugin verður formlega vígð í dag kl. 11 og strax á eftir verður laugin almenningi til sýnis. Laugardag 16. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.