Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 6
AFMÆLI Hugi D. Hraunfjörð sjotugur 17. júlí fyllir Hugj sjöunda ára- tuginn, það vekur upp margar minningar frá æskuárum okkar. 7 ára drenghnokki hjálpar litlu systur sinni í fötin, mamma hefur farið eldsnemma út á reit að breiða fisk, svo ganga þau út í sólskinið. Leiðin liggur niður að sjó, þau leiðast. Grandavegurinn er drjúgur fyrir litla fætur; loksins standa þau á fjörukambinum, sjórinn er stór, hann er mikið stór, þó lætur litla systir leiða sig niður fjörukambinn ofan í hina óspilltu fjöru. Brátt hafa börnin gleymt sér og una við leik að skeljum og sandi, fara jafnvel í eltingarleik í stórgrýtinu. Svo þegar litla systir hafði aldur til fékk hún fylgd alla leið niður að bamaskólanum við Tjörnina og bróðir beið eftir henni til að fylgja henni heim aft- ur. Það er gott að hafa lifað lengi og eiga fagrar minningar frá æsku sinni. Fjölskylduböndin voru sterk í uppvexti okkar og ábyrgðartil- finningin hjá Huga hefur verið einstök í gegnum allt hans líf. Hann vann fyrir sér sem smá- drengur í sveit og síðar sem vinnumaður víða, svo sem úti í Svefneyjum, á Blikastöðum og síðan var hann fjósameistari á Korpúlfsstöðum. Þar kynntist hann konuefni sínu Lilju, f. 25/7 1925. Þau gengu í hjónaband 1942, hún var elskuleg kona og með afbrigðum dugleg, þau eignuðust 10 böm sem öll em hin mannvænlegustu. Hún féll frá fyrir aldur fram aðeins 45 ára. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Að Menntaskólanum á ísaflrðl vantar kennara í dönsku, vélritun og rafeindagreinum. Skólastjóri veitir nánari upplýsingar um störfin. Við Fjölbrautaskóla Suðurlands eru lausar hlutastöður í dönsku og ensku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 25. júlí næstkomandi. Þá er umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu bókavarðar við Stýrlmannaskólann í Reykjavík og Vélskóla fslands framlengd- ur til 25. júlí. Starfið felst í skipulagningu og umsjón með bókasafni skólanna. Menntamálaráðuneytið í(^l Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staöayfirlæknis viö Fæðinga- og kvensjúkdóm- adeild sjúkrahússins er laus til umsóknar. Staöan verður veitt frá 1. febrúar 1989. Umsóknarfrestur er til 7. september 1988. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni, sem einnig veitir nánari upp- lýsingar. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri SÍNE-félagar athugið Sumarráðstefna SÍNE Sumarráðstefna SÍNE verður haldin á Hótel Borg v/Austurvöll laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00. Mætum öll. Stjórnin. Foreldrar hennar voru Ólína Jó- hannsdóttir, sem andaðist fyrr á þessu ári, háöldruð og Zóphanías Stefánsson einnig látinn. Hugi settist í Iðnskólann í stríðslok og lauk námi í pípu- lögnum og stundaði þá iðn lengi vel. Húsnæðismálin voru erfið þá ekki síður en nú og þó verri því bamafólk hafði ekki lánstraust. Huga tókst þó að festa kaup á húsi upp undir Stíflu, efst í Blesugróf. Hann stækkaði það og endurbætti svo fjölskyldan komst þar öll vel fyrir og húsið var snot- urt, bæði að utan sem innan. Bömin voru orðin mörg og sum farin að komast á legg en lítið fyrir þau að gera í bænum. Þá tóku þau það ráð að selja húsið og fá ábúð á Minni-Ólafsvöllum á Skeiðum. Það vom miklir ham- ingjudagar hjá fjölskyldunni þeg- ar hún kom á nýja heimilið og það gekk kraftaverki næst hve allt fór vel úr hendi hjá þeim og þá má ekki gleyma snyrtimenn- skunni innan húss sem utan er setti svip sinn á umhverfið og bauð alla velkomna. Hugi hefur alla tíð tekið virkan þátt í félagsmálum. Hann er ljóð- elskur og Ijóðskáld gott, hann yrkir tækifærisvísur og ljóða- bálka. 6 bækur hafa komið út eftir hann: Skuggi draumsins 1958 Ákvæði 1972 GaldraRönkurímur 1981 Þokan 1983 Vorljóð 1984 Liljan 1986 Hugi var í nokkur ár ganga- vörður í Þinghólsskóla í Kópa- vogi, líkaði honum starfið vel með kennurunum. Börnin dáðu hann og heilsa honum eins og gömlum, góðum vini hvert sinn er fundum þeirra ber saman. Hann var þeim líka sem afi og leikbróðir, hann hjálpaði þeim ef eitthvað var að og hughreysti þau, jafnvel tók þátt í prakkara- strikum með þeim. Hugi hefur verið búsettur í Kópavogi síðustu árin. Innilegar hamingjuóskir kæri bróðir færum við hjónin þér og þökkum allar ánægju- og gleði- stundir sem við höfum átt saman, þess sama óskum við börnum þínum og fjölskyldum þeirra. Hittumst í Fannborg 1, 17. júlí. Hulda Pétursdóttir, Útkoti FRETTIR Lektorsstaðan Siðlaus embættisfærsla Félag þjóðfélagsfræðinga: Rakalegar dylgjurfrá menntamálaráðherra um félagsvísindiogfélagsvísindamenn Einsdæmi í sögu lýðveldisins, segir stjórn Félags þjóðfélags- fræðinga um lektorsskipan Birgis ísleifs Gunnarssonar í nýlegri ályktun: „Stjórn Félags þjóðfélagsfræð- inga bæði harmar og mótmælir þeirri lítilsvirðingu við sjálfstæði Háskóla íslands og félagsvísinda- deild hans, sem Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráð- herra sýnir með skipun manns í embætti lektors í stjórnmála- fræði, sem ekki hefur hlotið hæfnisdóm til embættisins hjá dómnefnd sem háskólinn skipaði eftir sínum venjum. Þessi emb- ættisfærsla, sem er einsdæmi í sögu lýðveldisins, verður að telj- ast siðlaus. Menntamálaráðherra grípur inn í stjórn Háskóla ís- lands til að koma þar í embætti lektors, pólitískum samherja og flokksbróður, sem ekki hefur stundað formlegt nám í stjórnmálafræði en skrifað og varið doktorsritgerð á þröngu sviði stjórnmálaheimspeki. 1. ágúst sendi menntamála- ráðuneytið frá sér greinargerð vegna stöðuveitingarinnar. þar er að finna rakalausar dylgjur, sem teljast verða árásir á fræðimanna- heiður einstakra dómnefndar- manna og félagsvísindamanna al- mennt. Þar er látið að því liggja, að stjórnmálafræði sé á einhvern hátt öðrum háskólagreinum óæðri og því haldið fram að þessi „móðir“ nútíma hugvísinda (sbr. klassíska gríska heimspeki), sé ung fræðigrein og ómótuð. Ekki verður hér farið út í deilur um vísindaheimspeki við þann „sér- fræðing" menntamálaráðuneytis- ins sem samið hefur greinagerð- ina. Hins vegar hlýtur stjóm Fé- lags þjóðfélagsfræðinga, að mót- mæla þessari árás á fræðimanna- heiður okkar. Nú eru tæp 20 ár liðin síðan kennsla í almennum þjóðfélags- fræðum til B A prófs hófst við Há- skóla íslands. Fyrstu stúdentam- ir með slíkt próf útskrifuðust 1972. Fram til loka vormisseris 1987, hafði 161 stúdent lokið BA prófi í almennum þjóðfélags- fræðum frá HÍ. Meirihluti þeirra hefur haldið erlendis til fram- haldsnáms og lokið embættis- prófi (MA, MSc, o.s.frv.) eða doktorsprófi í félagsfræði, mann- fræði og stjórnmálafræði. Auk þess er nokkur hópur sem lokið hefur embættisprófi í greinunum, en tekið allt nám erlendis. Þannig hafa á annað hundrað íslendinga lokið embættisprófi í einhverri þessara þriggja greina félagsvís- inda og flestir á síðasta einum og hálfum áratug. Þessar fræðigrein- ar, sem eiga sér langa hefð á Vesturlöndum, em eins og af of- ansögðu sést tiltölulega nýjar í okkar þjóðfélagi. Þrátt fyrir það, er áhrifa þeirra töluvert farið að gæta m.a. í umræðu og ákvarð- anatöku í opinberu lífi. Ekki hef- ur þessi hópur, sem í prófverk- efnum sínum og störfum hefur m.a. beitt aðferðum fræði- greinanna til rannsókna á ís- lensku samfélagi, fýrr þurft að sitja undir ásökunum um óheiðarlega fræðimennsku eða vinnubrögð af öðru tagi.“ Akureyri Heimameiw komi irai í flugið Bœjarstjórnin samþykkti 3 tillögur um flugmálin samhljóða. Flugfélag Norðurlands skilar um þriðjungi meira ígjöld til bœjarins heldur en Flugleiðir Auglýsið í Þjóðviljanum Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti samhljóða þrjár tillögur sem varða flugsamgöngur og þjónustu á fundi 12. júlí síð- astliðinn. Bæjarstjórnin vill láta kanna hvort heimamenn geti komið meira inn í flugreksturinn áður en einkaleyfi Flugleiða verð- ur endurnýjað á næsta ári. Allt frá því er flugmenn Flug- leiða fóru sér hægt við störf sín og pirruðu margan manninn hefur víðtæk umræða skapast um skipan flugsamgangna í höfuð- stað Norðurlands. f bæjarstjórn- inni ríkir mikill einhugur í þessu máli eins og tillögurnar sem sam- þykktar voru bera með sér. Að sögn Sígríðar Stefánsdóttur annars fuiltrúa Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórninni skilur Flugfélag Norðurlands meira eftir sig í aðstöðugjöldum og út- svörum til bæjarfélagsins en Flugleiðir gera nú.„Það sjá allir í hendi sér að þegar slíkar stað- reyndir liggja á borðinu þá spyrja menn sig: Eigum við að láta sunn- anmönnum það eftir að reka þessa flugþjónustu eins og verið hefur? Óánægjan hefur farið vax- andi hérna á Akureyri með þjón- ustu Flugleiða og okkur finnst að margt megi lagfæra. Fyrstu ferðir á morgnana eru t.d. allt of seint að okkar mati. Almennt þá mið- ast þjónusta Flugleiða við að sinna sunnanmönnum en síður þörfum okkar. í allri þessari um- ræðu hafa landsbyggðarsjónar- miðin verið áberandi sterk,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti að fara þess á leit við sam- gönguráðuneytið að það athug- aði hvort heimamenn gætu kom- ið inní flugreksturinn meir en nú er. Þessi athugun á að fara fram áður en einkaleyfi Flugleiða rennur út á næsta ári. Bæjar- stjórnin samþykkti líka þá skipan mála að atvinnumálanefnd bæjarins fjalli um flugmálin og að hún leitaði samstarfs við sam- gönguráðuneytið um framhald málsins. Að lokum samþykkti hún einnig áskorun til Flugleiða. Þar er skorað á þá að taka upp nánara samstarf við Flugfélag Norðurlands en verið hefur und- anfarin ár. -gís. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardag 16. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.