Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.07.1988, Blaðsíða 7
Asninn og Lilli taka sönginn um Sókrates fyrir áhorfendur á Kambsvelli. Brúðubíllinn BYRJUN A HEFÐ Helga Steffensen: Pað gefur Brúðubílnum sérstakt gildi að hann er útileikhús Nú hefur Brúðubfllinn haflð seinni hringferð sumarsins um gæsluvelli og útivistarsvæði Reykjavíkur, í þetta sinn með leikritið Þvottadagurinn hennar ömmu. Stjórnandi bflsins, Helga Steffensen, er höfundur leikrits- ins, en hún gerir einnig brúðurn- ar og stjórnar þeim ásamt Sigríði Hannesdóttur sem hefur starfað við Brúðubflinn frá upphafl, og Helgu Sigríði Harðardóttur. - Þetta er níunda sumarið sem ég er með Brúðubflinn, - segir Helga, - Ég tók við honum af Bryndísi Gunnarsdóttur sem var búin að vera með hann í eitt ár, en á undan henni var Jón E. Guð- mundsson, stofnandi bflsins, bú- inn að vera með hann í tvö ár. - Mér finnst gefa þessu alveg sérstakt gildi, að þetta er úti- leikhús. Bæði er útileikhúsið sem slíkt, skemmtilegt leikhúsform, og eins er viss hefð fyrir að brúðu- leikhús sé úti. Það var jú upphaf- lega leikhús götunnar. Þetta er leikhús sem er opið öllum, það skapast skemmtileg stemmning, og það virðist alltaf vera sami fjöldinn á sýningum, hvernig sem viðrar. Hefur ekki skapast viss hefð í kringum Brúðubílinn á þessum tólf árum sem hann hefur starf- að? - Jú það hefur skapast sérstök hefð í kringum bílinn í gegnum árin, og hann er orðinn fastur lið- ur í tilveru barnanna. Við sýnum tvisvar á hverjum stað á sumri, og þau fylgjast mjög vel með því hvenær það er von á okkur. Þau byrja að spyrja uppúr jólum hve- nær það sé von á Brúðubílnum, og vita nákvæmlega hvenær sýn- ingin verður, þannig að ég held að það sé erfitt fyrir fóstrur eða mömmur að sleppa við að koma með þau á sýningu, þó það rigni eldi eða brennisteini. Og það má líka reikna með því að Brúðubíll- inn verði á sínum stað þegar það hefur verið auglýst, það hefur aldrei fallið niður hjá okkur sýn- ing, hvorki vegna veðurs, né af öðrum ástæðum. Breytt viðhorftil brúðuleikhúss - Það er reyndar mikill munur á því hvað áhugi á brúðuleikhúsi hefur aukist hér á landi, síðan við byrjuðum með Leikbrúðuland fyrir tuttugu árum. En eins hef ég fundið mun, bara síðan ég byrj- aði með Brúðubílinn. Mér finnst fólk vera farið að meta Brúðu- leikhús sem listgrein. Það er al- veg hætt að spyrja mig hvort ég sé ennþá í þessu brúðustússi, eða hvort ég ætli ekki að fara að fá mér vinnu. Viðhorfið er orðið allt annað. - Það sem við erum að gera með Brúðubflnum er meðal ann- ars að kenna börnum að meta brúðuleikhúsið, vekja áhuga þeirra á þessari tegund leikhúss, og stuðlum þannig að því að það fjölgi eitthvað í stéttinni. Til dæmis kynntist dóttir mín, Helga Sigríður, sem er bflstjóri og brúðustjórnandi hjá okkur í sumar, brúðuleikhúsinu þegar hún var barn, svo henni er mjög eðlilegt að taka þátt í sýningun- um. Þá á ég ekki við að hún hljóti að verða brúðuleikhúsmannes- kja af því að hún ólst upp við þetta, heldur að við það, að fólki verða hlutirnir eðlilegir ef það elst upp við þá, og það er forsend- an fyrir því að hefð geti skapast. - Þessar sýningar hafa líka visst uppeldislegt gildi fyrir börn- in, þau taka þátt í sýningunni að einhverju leyti, en þau þurfa líka að læra að einbeita sér og fylgjast með því sem fram fer. Ég legg mikla áherslu á að sýningin hafi listrænt gildi, því mér finnst vera mikil ábyrgð að standa kannski fyrir fyrstu leiksýningunni sem sum þeirra sjá. Þetta er ekki bara að dingla einhverjum druslu- dúkkum framan í börnin. Sjálfstæðir og gagnrýnir áhorfendur Er mikill undirbúningur fyrir sýningarnar? - Það er heilmikil vinna að undirbúa þessar sýningar. Mér finnst ekki hægt að bjóða börn- unum upp á hvað sem er, svo ég er minnst þrjá mánuði að undir- búa sýningar, skrifa þá handrit að tveimur leikritum, geri brúður og svo framvegis. Ég hef verið spurð hvers vegna ég undirbúi mig svona vel, börnin taki ekki eftir því hvort sem er, en það er mikill misskilningur. Börn eru sjálfstæð og gagnrýnin, og ef þeim finnst ekki gaman, standa þau upp og fara. Þau eru ósnobbuð í listinni og meta sjálf hvað þeim finnst gott. Mér finnst stórkostlegt að vera með leikhús fyrir börn og hlakka alltaf til að sýna. Ertu með einhverja fasta liði í öllum þínum sýningum? Sömu brúðurnar frá ári til árs, eða ein- hverja ákveðna grind sem þú breytir ekki? - Sumar brúðurnar hef ég ver- ið með í mörg ár, eins og til dæmis Lilla, hann hef ég verið með í sex ár. Hann er mjög vinsæll því börnin skilja hann, hann er fimm ára, þekkir ekki litina, notar enn- þá snuð... Eins hefur amman sem Sigríður leikur verið fastur liður í mörg ár, hún er eiginlega alls- herjar verndari sýningarinnar og alveg ómissandi. Svo höfum við haft asnann lengi, en það bætast líka við nýjar brúður á hverju ári. En börnin halda líka tryggð við brúður sem þau þekkja. Þau spyrja eftir þeim sem þeim finnst vanta. - En sýningarnar fylgja engri ákveðinni uppskrift. Það verður að vera einhver smáspenna, en ég er aldrei með neinn horror. Svo finnst mér vera algjört skilyrði að vera með íslenskt efni fyrir börn- in til að hamla eitthvað á móti öllu flæðinu erlendis frá. Við syngjum mikið, og erum þá með íslensk lög sem krakkarnir kunna svo þau geta tekið undir. Fastur liður á þjóðhátíð Nú eruð þið með allt tal á bandi. Kemur það ekki í veg fyrir að þið getið lagað sýninguna að áhorfendum? - Það er bæði plús og mínus við að hafa radd- irnar á bandi, en það eru svo miklu fleiri kostir en gallar. Til að byrja með er það hljómburður- inn, ef það eru margir á sýningu þá gengur ekki að einungis helm- ingur áhorfenda heyri það sem fram fer. Eins get ég þá notað fleiri raddir, til dæmis verið með karlmannsraddir en ekki bara breytilegar konuraddir. Eins vil ég hafa mikla tónlist, og hana er útilokað að flytja beint, þá þyrft- um við að vera miklu fleiri. Auðvitað væri gaman að geta breytt sýningunni eftir við- brögðum krakkanna, en þar á móti kemur að ég veit orðið núna hvernig þau koma til með að bregðast við, svo ég get gert ráð fyrir því þegar ég sem handritið. Vonir og óskir Brúðubílnum til handa? - Ég myndi vilja fara út á land með Brúðubílinn. Það er mikið hringt og spurt hvort ég geti ekki komið, en þetta er spurning um fjármagn, og mér finnst mjög leitt að geta ekki þjónað lands- byggðinni betur. Þó ég fari oft út á iand með sýningar og sýni í sam- komuhúsum þá er bfllinn sjálfur númer útaf fyrir sig, svo það væri best að geta sýnt í honum. - En við förum reyndar til Vestmannaeyja um mánaða- mótin. Við erum orðnar einn af þremur föstum liðum á Þjóðhátíð í Eyjum segja þeir, það erum við, og brennan og flugeldarnir. Og svo fer ég kannski í leikferð um Norðurland í ágúst, en án bflsins. LG Helga Steffensen: Þetta er ekki bara að dingla einhverjum drusludúkk- um framan í börnin. L MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Laugardag 16. júlí 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.