Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 2
garðinum OFURRA UNSÆIÐ í STÖÐUMATINU Menn eru greinilega ekki í sumar- skapi - en mér verður vel tekið. Hannes Hólmsteinn í viðtali við DV. AUÐMÝKT HJARTANS Ég bendi á það að Háskólinn verður alltaf að vera í fremstu röð og fá til sín menn sem hafa unnið það sem hæst ber hverju sinni. Sami Hannes Hólmsteinn i sama viðtali NÝSKÖPUN ÍGUÐFRÆÐI Hingað til hefur því ekki verið haldið fram í kristinfræðum að eiginkonur prestanna þurfi að syngja yfir hinum látnu til að þeir komist til himna, en engu er líkara en önnur lögmál gildi um meðlimi Fríkirkjusafnaðarins. DV OK ÞVÍ BYGGÐISK ÍSLAND Einhver sagði að Osló væri leiðinlegasta höfuðborg í heimi. Hvað sem því líður hafa norskir bætt um betur, því að fregnir herma að aðeins eitt almenn- ingssalerni sé opið í höfuðborg- inni um helgar. Alþýðublaðið LANDAFRÆÐI- FLÆKJUR Sænskur fjallaleiðangur (á ferð á Grænlandi) fann hærri fjöll en hæsta fjall Grænlands. Fyrirsögn í Morgunblaðinu FYLG ÞÚ MÉR Halldór sagði það skoðun sína að buddan væri alltaf besti leiðsögu- maðurinn. Morgunblaðið. Á ÉG AÐ GÆTA BRÓÐUR MÍNS? Þetta (skrifborðsferðalag Tímans um landið á bílaleigubíl með hót- elgistingu) getur ekki verið reikningsdæmi fyrir íslendinga og ég hefi ekki heyrt fyrr að Is- lendingar hafi af því áhyggjur hvað erlendir ferðamenn þurfa að greiða í ferðakostnað hér- lendis. Forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins í Tímanum EILÍFT LÍF ER VIÐSKIPTADEILD Dauðinn er einungis eins og færsla á milli tveggja reikninga. Viðtal við miðil í Mannlífi RÓTTÆKAR EFNA- HAGSAÐGERÐIR Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, hefur varpað fram þeirri hugmynd að stjórnvöld bjóðist til þess að kaupa fiskiskip gagngert til þess að kippa úr þeim botnlokanum úti á rúmsjó og sökkva þeim. Tíminn SKAÐI SKRIFAR Ég skal túlka myndimar fyrirykkur Nú er sumar og mikil gúrkutíð og þá er að snúa sér að háleitum og eilífum viðfangsefnum. Eins og til dæmis því að túlka myndir. Þið sjáið þessar fjórar myndir hérna á síðunni. Þær eru skondnar, það sé ég af mínu listnæmi. En hvað þýða þær? Maður gæti haldið að þetta væru myndir sem reyndu að sýna okkur einhver eilífðarmál um tilvist, einsemd og samsemd mannsins. En ég, Skaði, veit að slíkar vangaveltur ná skammt og eru ófullnægjandi alveg eins og útskýringar Háskólaráðs á fjandskap sínum við Hannes Hólmstein og Birgi ísleif, drengi góða. Myndir og orð eru það sem við viljum að þau séu. Samanber litlu stúlkurnar tvær sem voru að metast um það hvor amma þeirra blótaði hressilegar. Amma MÍN blótar alltaf sona: helvítis djöfull, helvítis djöfull. Já, sagði hin stelpan, en amma mín blótar SVONA: jesúsm- inn, jesúsminn, jesúsminn. Leyfið mér þá að halda áfram með mína túlkun. FYRSTA MYND Þetta sýnist vera ástin sem er í senn Ijúf og sár. En í rauninni er listamaðurinn hér að lýsa stjórnarsamstarfi míns öfluga og sterka flokks, Sjálfstæðisflokksins, við Framsókn. Myndin sýnir það fyrst og síðast að Framsókn er ekki öll þar sem hún er séð. Hún þykist vera virðuleg maddama en er í rauninni femme fatale, flagð undir fögru skinni. Takið bara eftir handleggnum sem konan leggur um mitti mannsins. Þetta er fagur handleggur en í rauninni sög sem klýfur hold og innviði elskhugans (Sjálfstæðisflokksins). Hann gæti dottið í sundur hvað úr hverju. Faðmlagið, það er að segja stjórnarsamstarfið, er háskalegt og ískyggilegt. Sárt er það víst og sárið lengi að gróa, segir skáldið. ÖNNUR MYND Hver er nú þessi riddari loftsins? Er það kannski Don Kíkhóti sem hefur týnt hrossinu sínu, honum Rósinante? Það held ég ekki. Ég held satt að segja að þetta sé stjórnar- andstaðan á sínu feigðarflani og þá fyrst og fremst Alþýðu- bandalagið. Andstöðukappinn lætur mikinn, það vantar ekki. Hann sveifl- ar skínandi brandi, hann æpir sitt heróp galvaskur, hann tekst á loft allur í sínum ístöðum. Hann sýnist vera á heljarmikilli hreyfingu. En þetta er allt blekking og sjálfsblekking. Hann knýr ekki alþýðuna úr sporum, hún er horfin. Hún er ekki hérna hér, heldur annars staðar þá, eins og segir í vísunni. í næstu andrá við þessa teikningu mun garpurinn detta á rassinn og fall hans verður mikið. Svoleiðis er nú það. ÞRIÐJA MYND Þegar maður horfir á þessa mynd, þá gæti manni dottið í hug fyrst eitthvað almennt og fallegt eins og segir í kvæðinu: því fótur vor er fastur þá fljúga vill önd. En ég, Skaði, er jarðbundinn túlkunarmaður eins og þegar hefur komið fram. Eg fer aðra leið. Þetta er táknræn mynd af flokknum mínum, Sjálfstæðis- flokknum. Annarsvegar er hann ekki nema eins og skugginn af sjálfum sér, liggur marflatur á jörðunni með ráðlausar hendur með síðum. Aðstæður allar hafa leikið hann grátt. En andinn sanni og rétti er enn til staðar og lætur ekki fletja sig út undir dyntum Framsóknar og Krata. Hann býr sig til flugs í Skugganum, og hann á sér á næsta andartaki möguleika á mikilli sveiflu, stökki í glæstum boga eitthvað út í buskann. Hæ og hó, framtíð! Hér kem ég! FJÓRÐA MYND Þá er það þessi mynd. Maður gæti náttúrlega haldið að þetta væri einfeldningsleg mynd af gömlu máltæki: að berja höfðinu við steininn (eða stálbitann). Ekkert sérstakt við það. En flýtum okkur ekki um of. Gáum nú betur að. Allir sannir listamenn, eins þótt þeir búi fjarri atburðum, hafa eitthvert æðra nef sem leiðir þá á vit hinna stærstu atbúrða í hverjum afkima jarðar. Þetta sannast líka hér. Maðurinn á myndinni er vitanlega hann Birgir ísleifur að berjast við hið sálarlausa og ferkantaða og hrokafulla vald Háskólans, sem ekki þekkir sinn vitjunartíma en slengir sér með blindu afli á lifandi og frumlega hugsun í stjórnsýslu og vísindum. Þetta er tvísýn barátta, enda kreistir Manneskjan hnefana og lætur hvergi bilbug á sér finna. Það er líka eins gott að við Sjálfstæðismenn höfum harðan haus. 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.