Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 4
Ákvarðanir teknar af fáum íslenska stjórnkerfið er auðvit- að ókönnuð náma í þessunt efn- um. Stjórnmálafræði er ung fræðigrein á íslandi eins og ráðherrann og fleiri hafa bent á og þess vegna er mikið verk óunnið í þessum efnum. Stærstu atburðir íslenskrar nútímasögu bíða rannsókna af þessu tagi, þe. inngangan í NATO og ákvarð- anaferlið í samabandi við veru bandaríska hersins hér á landi. Á þessu sviði stjórnmálafræð- innar eru til margar kenningar eins og á öðrum sviðum hennar. Ein kenningin segir stórar ák- varðanir alltaf teknar af fáum hvort sem um lýðræðisríki er að ræða eða ríki sem kenna sig við annars konar stjórnkerfi. Önnur kenning segir ákvarðanir eiga sér langan feril þar sem embættis- menn og sérfræðingar koma við sögu á ólíkum stigum ákvörðun- arinnar og að lokaákvörðunin sé næsta formleg. Síðan deila menn fram og aftur um það hvaða kenning eigi við á hverjum stað og bæta inn í þá grófu mynd sem hér er dregin upp mörgum ólík- um og flóknum þáttum. Sálfræðikenningar skarast sumar við þessa grein og er þá reynt að meta sálarástand þeirra sem taka ákvarðanir og þá þætti sem hugsanlega geta haft áhrif á sálartetrið. Þegar stjórnmálafræðingar skoða ákvarðanir úr fortíðinni mætir þeim einn vandi sem er verri en nokkur annar en það er skortur á skjalfestum upplýsing- um. Islendingar eru að mörgu leyti ver staddir en stórveldi eins og Bandaríkin hvað þetta varðar. Þar eru í gildi frekar nákvæmar reglur um skráningu atburða og aðrar reglur segja síðan til um fyrningu skjala. Stjórnmálafræð- ingar eiga því ttl. auðvelt með að fá aðgang að bandarískum skjölum varðandi ákvarðanir í sambandi við ísland, td. þær sem snerta veru hersins hér. En þegar á að skoða íslensk skjöl er hætt við að stjórnmálafræðingar rekist á vegg. Skjölin eru annaðhvort ekki til sýnis eða þau hafa aldrei verið skráð en flest þeirra liggja inni í ráðuneytum og hafa ekki borist Þjóðskjalasafni. Þar sem Birgir ísleifur Gunn- arsson er fágætur velvildarmaður þessarar ungu fræðigreinar og mikill áhugamaður um framgang hennar getur hann bætt fyrir þau sár sem hann hefur valdið greininni og það uppnám sem hann hefur skapað í Háskólanum með skipun Hannesar, með því að sjá til þess að haldið verði til haga öllum mögulegum og ómögulegum pappírum og snepl- um sem snerta þessa umdeildu ákvörðun. Þetta framlag ráðherr- Þaö hefur varla fariö f ramhjá nokkrum manni aö Birgir ís- leifurGunnarsson menntamálaráðherra skipaöi á dögunum Hannes Hólm- stein Gissurarson í stööu lekt- ors í stjórnmálafræöi. Há- skólafólk hefur ekki veriö hresst meö þessa ákvöröun ráðherrans og mótmælt henni harðlega. Mótmæli Há- skólans byggjast á því aö fag- lega skipuö dómnefnd skólans hafi úrskurðað aöra menn en Hannes hæfa til stööunnar. En menntamála- ráöherrann stendur á því fast- ar en fótunum aö Hannes sé hæfastur umsækjenda og skilur ekkert í dómnefndinni og dettur einna helst í hug aö hún hafi veri skipuð klúbbi skoðanabræðra sem hafi framið samsæri gegn hæf- astamanninum. Þessi árekstur ráðherrans við Háskólann vekur upp spurningar um það hvað stjórnmálafræði er. Menntamálaráðherra virðist halda að stjórnmálafræði snúist um pólitíska innrætingu. Nem- endum ístjórnmálafræði sé kennt að hugsa eins og allaballar, kratar og framsóknarmenn osfrv. Við þessa uppgötvun hefur ráðher- rann að vonum orðið skelfingu lostinn og komist að þeirri niður- stöðu að bæta þyrfti við grein innan stjórnmálafræðinnar sem kenndi fólki að hugsa eins og Fri- edrik Von Hayek og aðrir mætir sjálfstæðismenn og ekki dygði minna en að ráða til verksins sjálfan ritstjóra Hayekstíðinda, Hannes Hólmstein. En Háskólinn virðist hafa aðr- ar skoðanir á fræðigreininni en ráðherrann. Skólinn segir stjórnmálafræði snúast um kenn- ingar í stjórnmálafræði, saman- burð óííkra kenninga og stjórnkerfa og aðferðir til rannsókna á þessum sviðum. Ein grein stjórnmálafræðinnar fæst við rannsóknir á ákvarðanatöku. Hvernig ákvarðanir eru teknar, hvaða ferli er á þeim, hverjir taki þær og hvar. Meðal þess sem er rannsakað er hvort þeir sem sagðir eru taka ákvarðanirnar taki þær í raun og þá að hvað miklu leyti þeir réðu niðurstöð- ans yrði stjórnmálafræðingum framtíðarinnar ómetanlegt og aldrei að vita nema þeir fyrirgefi Birgi gamaldags flokkspólitískt pot hans fyrir vikið. Hver fœr flugu í höfuðið? Birgir gæti haft frumkvæði að því að stofnaður yrði sérstakur rannsóknasjóður sem gæti heitið „Hverjir taka ákvarðanir í menntamálaráðuneytinu". Þar gætu stjórnmálafræðingar kann- að hvort það er fámenn klíka sem tekur ákvarðanir í menntamála- ráðuneytinu eða hvort ákvarðan- ir þar eru ferli sem embættismenn ög sérfræðingar koma inn í á ólík- um stigum. Hvernig var ákvörðunin um brottrekstur Sturlu Kristjáns- sonar úr embætti fræðslustjóra td. tekin? Vaknaði Sverrir með þá flugu í höfðinu öllum að óvörum? Hvaða sálfræðilegu þættir höfðu þar áhrif á? Var flugan kannski ekki Sverris? Voru það embættismenn á neðri hæðum ráðuneytisins sem skópu fluguna? Eða tivernig var þetta allt saman? Auðvitað má síðan ekki gleyma ráðherratíð Birgis sjálfs. Hann hefur nú verið mennta- málaráðherra í eitt ár og þegar lagt grunninn að ómældu starfi fjölda stjórnmálafræðinga. Ef ríkisstjórnin verður langlíf verð- ur vafalítið að stofna sérstaka rannsóknalektorsstöðu í stjórnmálafræði utan um em- bættisverk Birgis eins. Var skipun Hannesar dæmi um gam- aldags pólitískan bitling? Eða var hún dæmi um einstaklega vel upplýstan menntamálaráðherra í stjórnmálafræði sem vildi breikka svið greinarinnar? Hver var þáttur embættismanna og sérfræðinga ráðuneytisins í á- kvörðunartökunni? Hafði það eitthváð að segja að aðstoðamað- ur ráðherrans var skoðanabróðir Hannesar og arftaki hans sem rit- stjóri Frelsisins? Þetta eru allt forvitnilegar spurningar fyrir stjórnmálafræð- inga framtíðarinnar og vafalítið hefur mér láðst að telja upp margar aðrar. En eitt er víst að Birgir ísleifur hefur hafið brautryðjaendastarf í íslenskri stjórnmálafræði og mun örugg- lega kinnroðalaust láta skrá á- kvörðunartökuferlið vandlega niður í þessu máli og öðrum í mál- um menntamálaráðuneytinu. f félagsvísindadeild munu iðju- samir stjórnmálafræðingar hafa nóg að gera og kannski verður hluti þeirra svo lánsamur að fá sérstakan rannsóknastyrk kenn- dann við Birgi. Heimir Már Pétursson 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 17. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.