Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.07.1988, Blaðsíða 12
Náttúran er kvenkyns. í>að er af mörgum margsinnis og marg- liðað sannað. Af náttúru- jarð- og líffræðingum svo ekki sé minnst á kvennabókmenntafræð- ingana. Móðir jörð er kona og meyja. Spjölluð jafnt sem ós- pjölluð. Náttúran er blíðlynd kona sem gott er að hverfa til úr skarkala karlfélagsins. Það er ómældur unaður að fá að halla þungu höfði bakreikninga að berjum vaxinni Barmahlíð eða hvíla búin bein í votum faðmi bómullarmýranna. Það er leikur einn íljósum, lokkum og angandi rósum eins og segir í gömlu ættar- lagi. Og þá langar mann skiljanlega í góða útilegu í þessu góðviðri sem nú ríkir og það er brunað úr bænum með tjald og sokk sem tveimur tímum síðar er staður fundinn í lautinni hjá lænunni og trjárunni undir hlíðinni í sólinni þar sem ský rýkur af Baulunni í golunni og allt er eins og í raun og verunni með hamingjunni hjá móðurinni, náttúrunni. Karl- lægnin lekur af manni í þessum náðarbaðmi og kvenlega faðmi og allt verður mjúkt og hringlaga, án upphafs eða endis. Maður blíðkast niður í barn og sest með hinum „krökkunum" í kringum eldinn sem er heldur ekkert vondur og hættulegur í karlkyni sfnu lengur, orðin að glaðværri glóðinni í hlóðinni með okkur kvenþjóðinni. Við ræðum um allt sem ergir okkur og stendur af rembingi upp úr öllum mjúku formunum og gildunum í kringum okkur. Alla klettana, hnjúkana, jöklana og fossana, sem alltaf spilla náttúr- unnarfriði meðsínum stressbind- andi stöðuga niði. Enda er það löngu sannað af fræðingunum fyrir sunnan að fossinn sé í raun ekkert annað en gjallandi fallus, Glymur og Glanni. (Laxastigarn- ir eru hinsvegar sannkölluð tæknifrjóvgun og verður ekki far- ið lengra út í þá sálma, líkinga- málið er óþrjótandi.) En þetta er sem sagt karlremba í miðjum kvennakviði náttúrunnar þar sem allt er svo unaðslegt með kind- inni, kýrinni, merinni, lóunni, spóunni og tóunni (sem er þó kölluð rebbi ef hún verður vond). Blómin heita Sóley, Valbrá og Sigríður, en illþýfið eru þeir arfi, njóli og mosi kallinn sem þó er mýkstur allra og sannkallaður mjuk-pappa. Og það er líka fal- legt að ganga í fjörunni á strönd- inni sem að vísu verður illa vog- skorin af firðinum og flóanum sem eru það frekir að ryðjast inn í hið fyrirfósturlega samhengi og falla með Ægi-legum látum, enda stjórnað af sjálfum vonda kallin- um í tunglinu. Okkur hinsvegar þarna í lautinni með öll börnin okkar og öll þeirra afrúnuðu áhrif vekur hinsvegar sólin sem elskar allt og gerir það með kossi. Maður er því enn maríneraðri af kvenúð þegar maður rennir niður tjaldrifunni og rekur gogg í dögg. Sakleysið svífur á mann og þegar líður á þennan morgun eru allir ljótir brandarar að fullu í kút kveðnir. En eins og öll él styttir upp um síðir styttast einnig allar sól- skinsstundir sem því nemur og koma þá allir út kvitt. Og þá er það enginn annar en „hann“ (hver sem hann er) sem fer að draga fyrir, dýrðina yfir henni (sem við öll vitum hver er). Skýin hrannast upp og brátt koma dropar, kannski er það bara hin kvenlega viðkvæmni sem er að komast við yfir dýrðinni og græt- ur nú fögrum rigningartárum sem jafnvel vinnukonurnar á rúðunni hafa vart undan að þrífa. Allt er I útilegi nú orðið blautt, ærnar, kýr og smalan. Og ef ekki kæmi hin fræðilega túlkun á vætu og vot- mengi væru nú allir orðnir fúlir og hold-votir. En túlkunin er sú að í upphafi var allt blautt (og rautt) og nú eigi maður að finna aftur til móður sinnar og grúfa sig rakur í fósturstellinguna, við erum loks- ins komin í hið sanna útileg. En um legið liggur kóran, sem nú er einmitt mikið notuð sem hjálpartæki við kennslu í háskól- anum, og hún verður okkur einn- ig til þerrandi happs úr þessari blautu laut. Því sé fossinn fallus er auðvelt að halda lógíunni áfram og spyrja hvað jarðhita- svæðin séu. Litlu kraumandi hverarifurnar með útferðum sín- um og viðkvæmum börnum. Að ekki sé talað um goshverina, sem að vísu heita (á villandi hátt) karlkynsnöfnum. Og eitt þessara svæða birtist okkur þar sem við leitum vermandi athvarfs fyrir veðurguðunum. Varmaland, því- líkt nafn, þvílík kenning, þvílíkt tákn fyrir allt þetta undangengna tal og fræðahjal. Það rýkur upp af þessu svæði, gufurnar leggur uppí þungskýjaðan himininn eins og frá ilmandi löngunarvökvum upp í griðarhár karlnefjanna. Og í frá- bærlega rökréttu framhaldi stendur okkur opinn allur hús- mæðraskólinn, sjálf kóran í öllu sínu húsmæðraveldi. En einnig í samræmi við allar kvenkenningar eigum við í erfiðleikum með að finna til inngöngu í þennan gráa kóral, því með kórunni finnast illa upphöf og endar, allt er opið og þó lokað, hvergi örlar á á- kveðni eða stefnu enda villumst við á þessum göngum og finnum ekki fyrr en um síðir legstað okk- ar í skólastofunni undir töflunni á dýnunni. Dýnurnar eru reyndar þær undan þeim árgangi sem út- skrifaðist 1956 sem var einmitt blautt ár og rautt, enda ónefn- andi blettir þess hér í hverri dýnu miðri. En þegar inn í sjálft eldhúsið kemur svífur fyrst á mann hinn fósturfræðilegi svimi og þegar við manni blasa sextán eldavélar í röð með bakarofnum og öllu því sem þar til heyrir koma manni ekkert annað en eggjastokkar í hug og allar þær frábæru minn- ingar manns frá þeim tíma þegar maður lá sæll í sinni kóru, náði sínum níu góðu mánuðum áður en við tóku 29 slæm ár sem eiga sjálfsagt enn eftir að versna þegar fjær dregur móðurkviði og nær karlaveldi. Það eru því unaðs- legar stundir sem ylja manni hér á Varmalandi, börnin æla þægilega volgum ælum á gangana og hver- avatnið kraumar í klósettkössun- um, klóakið seytlar með róandi garnagauli í leiðslunum og á rúntal-ofnunum eru grillaðar blautar nærbuxur. Það er ekki einu sinni bensínstöð hér að finna, enda myndi hún minna full mikið á markmið og leiðir, hug- tök úr fjarlægum karlaheimi. Nei, þvotturinn bifast þungur á snúrum og í hlíðinni vaxa Björk og Fura. Þangað sem gaman er að rölta í kvöldkomunni, náttúrunni og sælunni, allt upp að minning- argrafreit Júlíu Kristevu frá Stóra Kroppi, en um hana orti einmitt sveitynja hennar Sigríður úr Innsta Bóli þá grafskrift sem hér er klöppuð í völu þá sem úr legi hennar rís: „Mér er sem ég liggí legi í lífsins kóru á efsía degi og þegar af luktri brá ég beygi brynni ég músartittlingsgreyi. “ Volgur á Varmalandi 10. júlí 1988,- Hallgrímur tWiúka -^ Atnt.'f BA - f L*^» —^ >oratv kíá -UvXLyJ „___ • fg Ca««l - m«l - lnk O'öÍTur mo Hul( H.í Vvc.fiuVíltor J k*vl.' 10oo cm C?. Manndráp juku vinsœldir herskipsins Menn hafa tekið eftir því að Bandaríkjamenn, háir sem lágir, eru háskalega nálægt því að finn- ast það rétt og gott hjá skipstjóra beitiskipsins Vincennes að skjóta niður íranska farþegaþotu með 300 manns innanborðs - bara svona vegna þess að „allur er var- inn góður“. Eftirfarandi frétt frá AP rennir stoðum undir þetta: Framlög til að smíða minnis- merki sem kosta á 37 þúsundir dollara til heiðurs við bandaríska beitiskipið Vincennes, sem á sunnudag skaut niður íranska farþegaþotu með 290 manns um borð, streyma nú inn. Söfnun til minnismerkis þessa er skipulögð af sérstakri nefnd í bænum Vinc- ennes í Indianaríki. „A miðvikudag fengum við meira en fimm hundruð dollara í póstinum," segir James Funk, sem er formaður nefndarinnar. „í fyrri viku bárust aðeins 161 dollari,“ segir hann. Eftir að þot- an var skotin niður er skipið ber- sýnilega orðið vinsælla en það var. Nefndin hefur þegar safnað tveim þriðju hlutum þeirrar upp- hæðar sem til þarf. Beitiskipið Vincennes: Vinsældir þess jukust eftir að það skaut nið- ur þotuna írönsku. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.