Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Karlveldi eða feðraveldi Það skemmtilegasta við að láta skoðanir sínar opinberlega í ljós er að fá viðbrögð og svör, sem benda manni á veilur í málflutn- ingnum eða eitthvað nýtt sem maður vissi ekki um. En maður á það líka á hættu að verða fyrir illa grunduðu skítkasti. Æði margir af pistlum mínum hér í blaðinu á undanförnum mánuðum hafa verið helgaðir Kvennalistanum, og ég var satt að segja löngu farinn að vona að einhver grasrótarmálsvari List- ans færi að nota greinar mínar sem tilefni frekari umræðna um stefnu og störf Kvennalistans. Þeir sem að öllu jöfnu fjalla um þjóðmál í íslenskum fjölmiðlum hafa verið undarlega ragir við að fást við Kvennalistann á einhvern málefnalegan hátt, svo að maður hefði ætlað að í þeim herbúðum yrði fögnuður yfir því tilefni sem ég hef gefið þeim til skoðana- skipta. Því miður hefur eina upp- skeran hingað til verið grein Sig- þrúðar Helgu Sigurbjarnardóttur (12.7. 88) en megininntak þeirrar greinar eru heldur lélegar tilraun- ir til að snúa út úr skrifum mín- um. Þó örlar á málefnalegu inn- taki í grein Sigþrúðar, og þess vegna hef ég ákveðið að svara henni. Að vísu sneiðir Sigþrúður ger- samlega hjá meginatriðum þeirrar greinar, sem hún gerir at- hugasemdir við en glefsar í rök- færslu mína þar sem henni finnst eitthvað varasamt á ferð. Slíkar hælbítsaðferðir eru ekki vel til þess fallnar að halda einhverri vitrænni umræðu á lofti, og áður en lengra er haldið, vil ég endur- taka í stuttu máli þau meginatriði sem ég var að koma á framfæri sem gagnrýni á stefnugrundvöll Kvennalistans. í fyrsta lagi fjallaði ég um þær hugmyndir sem eru tengdar hug- tökunum feðraveldi (patriarkat) og mæðraveldi (matriarkat) og eru helsti hugmyndagrunnur nýrrar kvennahreyfingar og þar með Kvennalistans. Að mínu viti eiga þessar hugmyndir fyrst og fremst við um fortíð og arfleifð hennar í nútíðinni. Hugtökin vísa til samfélagsafstæðna sem eru upprunnar í kyrrstæðum samfé- lögum, þar sem þekking og af- staða gengur nær óbreytt í arf frá einni kynslóð til annarrar, enda breytast lífsskilyrðin hægt. Þessi arfleifð setur mikinn svip á nútíð- ina - og þar er vitaskuld um að ræða ægivald feðraveldis Gestur Guðmundsson skrifar gagnvart mæðraveldi. Ég tel al- veg rétt hjá kvennahreyfingunni að hefja til vegs hið jákvæða úr arfi mæðraveldisins, en tel hins vegar að réttlátt þjóðfélag fram- tíðarinnar hljóti að greina sig bæði frá feðraveldi og mæðra- veldi, ekki síst vegna þess að sam- félagsbreytingar munu halda áfram að vera örar og vald eldri kynslóða því að sama skapi úrelt. í öðru lagi, og hér er um ná- skylt atriði að ræða, taldi ég á- stæðu til að mæla með gagnrýnni notkun á hugtakinu „kvenna- menning" en nýja kvennahreyf- ingin og málsvarar Kvennalistans tíðka. Eg er sammála því að hlut- verk kvenna í samfélaginu hefur ekki eingöngu markast af kúgun, heldur hafa þær haft störf með höndum og myndað ákveðin tengsl innbyrðis, sem geta orðið meðal þess sem nýtt samféiag verður byggt af. Á flestan hátt get ég tekið undir lofsöngva femín- í áðurnefndri grein sneiðir Sigþrúður hjá þessum megin- atriðum en eyðir mestu púðri í að ráðast á einn lið í röksemdafærslu minni, sem sé að í málflutningi íslenskra femínista hafi hugtakið patriarkat/feðraveldi breyst í karlveldi, og að ákveðinn rug- landi hafi fest rætur í femínísku hugmyndakerfi með þessari gliðnun. Sigþrúður bendir rétti- lega á að þessi gliðnun hafi gerst vísvitandi í málflutningi ýmissa erlendra frumkvöðla femínism- ans og að samkvæmt þeim mál- flutningi eigi orðið „karlveldi" betur við en „feðraveldi". Hér fer Sigþrúður með sögulega stað- reynd, við erum hins vegar augljóslega ósammála um mat á henni og gætum átt skoðanaskipti þarum, en því miður takmarkar hún röksemdafærslu sína við endursögn á nokkrum megin- kenningum tveggja erlendra fem- ínista. f grein minni var ég í raun háttum með því að innlima þætti úr fyrri samfélagsgerðum í breyttri mynd. Þar með hefur kapítalískt misrétti ekki tak- markast við stéttakúgun, heldur hefur bæst við það kvennakúgun, kynþáttamisrétti og fleira mis- rétti og baráttan gegn því er ekki síður mikilvæg fyrir sósíalista en stéttabaráttan. Sósíalistar geta sótt styrk í menningu kúgaðra kynþátta og kvennamenninguna ekki síður en í stéttarmenningu verkalýðsstéttarinnar. Nýja kvennahreyfingin er merkasta nýsköpun sem orðið hefur í baráttu undirokaðra afla á síðustu áratugum, og Kvennalist- inn er að mínu mati merkasta ný- sköpun í íslenskri stjórnmálasögu síðan hreyfing verkalýðs og sós- íalista hófst hér til vegs. Kvenna- listinn og hugmyndir hans eru hins vegar ekki stikkfrí frá gagnrýni fremur en hreyfing og hugmyndafræði sósíalista; rétt „Reyndar hefur ofuráhersla sumra femínista á karlveldi og kvennakúgun alltafminnt mig á harnalegar hugmyndir maóismans sáluga um „grundvallarandstœður“ og „höfuðandstœður“... Femínisminn er að mínu viti margfaltmerkilegrafyrirbrigði en maóisminn og því er sárt að sjá femínista falla ofan ísvipaðar gryfjur. “ ista um „kvennamenningu" og stóra þætti í gagnrýni þeirra á karlamenningu. Hins vegar tel ég að kvennahreyfingin hafi á marg- an hátt skirrst við að horfast í augu við það, að hve miklu leyti sú kvennamenning sem fyrir er í samfélaginu er mörkuð af kvenn- akúgun. Að mínu viti ber að líta á kvennamenningu, eins og aðra menningu kúgaðra afla sem blöndu uppreisnar og aðlögunar að kúguninni, og innan Kvenna- hreyfingarinnar hefur að mínu viti ríkt einhver undarleg feimni við að ræða að hvaða Ieyti hefð- bundin kvennamenning viðheld- ur kúgun kvenna á sjálfum sér, hvor annarri og börnum. Heiðar- leg umræða um þessi atriði er forsenda þess að kvennahreyf- ingin verði boðberi frelsandi samfélagshátta. ekki síður að gagnrýna þessar kenningar en íslenska Kvenna- listann og gerði þar stutta grein fyrir því hvers vegna mér fyndist betra að nota upphaflega hug- takið feðraveldi í bland við önnur hugtök sem skýra nútíma vorn, í stað þess að renna sér fótskriðu yfir í nýtt hugtak og reyna að skil- greina allt með því. Með því að nota hugtakið feðr- aveldi beinir maður athygli að því hvernig kapítalisminn hefur ekki útrýmt fyrri félagsháttum, heldur gert bandalag við þá og aðlagað að sínum þörfum. Kapítalisminn er í sjálfu sér ansi menning- arsnauður, og verslun og fram- leiðsla með gróða fyrir augum bjóða ekki upp á fjölskrúðuga félagshætti. Hins vegar hefur kapítalisminn orðið svolítið auðugri að menningu og félags- eins og sósíalísk hreyfing festist snemma á þessari öld í hættulega einföldum kreddum, hefur stór hluti kvennahreyfingarinnar til- hneigingu til að horfa á allt samfélagið í svarthvítri mynd kenningarinnar um „karlveldið". Þær fræðikonur sem Sigþrúður vitnar til telja að „þrátt fyrir að samfélagið hafi prýamídiska upp- byggingu, þar sem menn hafi ó- líkar stöður, þá geti þeir samein- ast í þeim hagsmunum sem þeir hafa allir, hvar sem þeir eru staddir í pýramídanum; nefnilega að ráða yfir konum.“ Hér notar Sigþrúður það athyglisverða orðalag að allir karlmenn geti sameinast um þá sameiginlegu hagsmuni að ráða yfir konum, en Heidi Hartmann, sem hún er að vísa til talar um „samstöðu karl- manna, sem gerir þeim það kleift að ráða yfir konum.“ í þessu tvenns konar orðalagi felst kjarni hugtaksins karlveldi. Gagnrýni mín felst í því að vissulega njóti karlmenn forréttinda í samfélagi okkar og hafi með sér margs kon- ar samtryggingu, en hins vegar séu þessi forréttindi og samtryg- ging ekki þau grundvallaratriði sem fremur öðrum ráði gerð sam- félagsins. Karlveldiskenningarnar hafa verið útfærðar á flest samfélags- svið, og meðal annars hafa þykkir doðrantar verið skrifaðir um karlveldi menningarinnar: að bókmenntir séu karlabók- menntir, kvikmyndir karlakvik- myndir og meira að segja sé það tungumál sem okkur er kennt karlatungumál. Þessir gagnrýn- endur hafa jafnframt bent á að í samfélaginu sé líka að finna kvennatungumál, öðru vísi tján- ingu kvenna, sem strfði gegn viðurkenndri málnotkun, sem karlveldið teiji hina einu réttu. Hins vegar bregður svo við að þegar menn beina sjónum sínum að tjáningu kynþáttaminnihluta og hópa unglinga og utangarðs- manna - því sem oft er nefnt slangur - þá hafa menn getað not- að þær aðferðir sem mótaðar hafa verið í þeim tilgangi að leiða í ljós tungutak kvenna (Hér er t.d. átt við aðferðir Júlíu Kristevu sem er uppáhald íslenskra kvenn- abókmenntafræðinga). Þetta atr- iði bendir til þess að það sé ofur- einföldun að tala um karlatung- umál og kvennatungumál og það sé nær að tala um annars vegar viðurkennt og ráðandi tungumál og hins vegar tungumál þeirra sem kúgaðir eru og í eins konar uppreisn. Hér verður þetta eina dæmi að nægja, enda gæti karlveldishug- takið sennilega enst okkur Sig- þrúði til langvarandi skoðana- skipta. Aðalatriðið er að ég tel rangt að nota karlveldishugtakið sem grundvallarhugtak. Hins vegar tel ég fulla ástæðu til að nota hugtakið um feðraveldi sem eitt af lykilhugtökunum um nú- tíma félagsgerð þótt það skýri ekki allt fremur en grundvallar- hugtök marxismans um stétta- andstæður. Reyndar hefur ofurá- hersla sumra femínista á karlveldi og kvennakúgun alltaf Gestur er félagsfræðingur og vinnur við ritstörf, skrifar nú viku- legar greinar í Þjóðviljann. Nokkrar abendingar til ritstjórnar Þjóðviljans v/ leiðara þriðjudaginn 28. 6. sl. með yfirskriftinni: „Glæsilegt endurkjör“ Leiðarahöfundur byrjar skrif sín á því að biðja Vigdísi Finn- bogadóttur hálfgert afsökunar á því að einhver skuli hafa valdið henni þeim óþægindum að bjóða fram á móti henni í lýðræðis- legum kosningum rétt eins og kosningarnar hafi verið persónu- legt mál Vigdísar. Leiðarahöfundur gerir mikið úr kosningasigri Vigdísar og gerir því skóna að eiginlega sé þetta bara furðugóð kosningaþátttaka (72%9 þótt það þurfi hins vegar að leita langt aftur fyrir lýðveld- istökuna til þess að finna eins slappa þátttöku. Einnig telur leiðarahöfundurinn að þeir sem mótmæltu með þátttökuleysi sínu væru örfáir hægri menn. Ritstjóri viðurkennir þó að fylgi Sigrúnar hafi verið meira en búist var við og eignar þetta fylgi henni og Flokki mannsins. Ástæða þessa telur ritstjórinn að séu atburðir síðustu mánaða m.a. síðustu bráðabirgðalög um afnám samningsréttar. í lok leiðarans má hann ekki vatni halda yfir kjöri Vigdísar (sem samþykkti bráðabirgðalögin) og óskar þjóðinni til hamingju. Þessum ótrúlegu skrifum verð ég að svara nokkrum orðum. Það verður örugglega athyglis- verð ráðgáta fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að reyna að skilja afstöðu Þjóðviljans, málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verka- lýðshreyfingar í þessum sögulegu forsetakosningum. Kosningarnar snerust um sjálft lýðræðið þ.e. 26. grein stjórnarskrárinnar sem gefur forseta þá heimild að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta ákvæði gerir ísland að lýðveldi og var komið inn í stjórnarskrána á sínum tíma fyrir ötula baráttu sósíalista. Þetta kom fram hjá Brynjólfi Bjarnasyni í sjónvarps- þætti um forsetaembættið en hann vitnaði í Einar Olgeirsson þessu til staðfestingar. Hjá Bry- njólfi kom einnig fram að sósíal- istar hefðu gert sér miklar vonir um þetta æðsta embætti þjóðar- innar þótt reyndin væri að hér ríkti enn hálfgert kóngaveldi. Vigdís Finnbogadóttir hefur dyggilega stutt þetta valdakerfi og lýsir því yfir að hún muni halda áfram að gera það og mun hún því samþykkja hvaða árásir og mannréttindabrot sem valdhöf- unum dettur í hug að skenkja launþegum landsins. Þjóðviljinn - talsmaður valdastéttar Þjóðviljinn fagnar óspart kjöri Vigdísar sem forseta. {þessu felst algjör rökleysa og svik við hug- sjónir sósíalistanna sem þátt tóku í stjórnarskrárgerðinni. Þjóðvilj- inn er orðinn talsmaður valda- stéttarinnar og engu betri en Ás- mundur Stefánsson sem gaf launþegum landsins langt nef í Morgunblaðinu fyrir kosningar með því að biðja fólk um að kjósa Vigdísi rétt eftir að hún hafði samþykkt að taka samningsrétt af öllum launþegum. Síðar í leiðar- anum fer ritstjórinn úr öskunni í eldinn með því að staðhæfa að eingöngu hægri menn hafi mót- mælt með því að mæta ekki á kjörstað. Þetta eru kveðjurnar til þeirra Alþýðubandalagsmanna sem sýndu andúð sína á kerfinu á þennan hátt. Sjálfsagt felst einnig í þessu áminning til Alþýðu- bandalagsmanna á borð við for- mann Alþýðubandalagsins á Suðurnesjum sem mælti ákveðið með framboði Sigrúnar Þor- steinsdóttur á síðum Þjóðviljans fyrir kosningarnar. Þjóðviljinn skelfur mikið yfir þeim tæpu 6% sem Sigrún og framboð hennar fékk en það fylgi er ekki ósvipað því sem Alþýðu- bandalagið hefur haft í skoðana- könnunum að undanförnu. Leiðarinn ber þess allur glöggt vitni að Alþýðubandalagið hefur algjörlega tapað áttum og er ekki lengur flokkur fyrir launþega. Ritstjórar Þjóðviljans skynja það á hinn bóginn að framboð Sigrún- ar hefur reist bylgju sem ekki verður stöðvuð og að Rokkur mannsins muni verða raunveru- legur baráttuflokkur verkalýðs- ins í framtíðinni því að hann framkvæmir það sem hann talar um. Helga Gísladóttir fv. kosningastjóri Sigrúnar Þorsteinsdóttur Þriðjudagur 19. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.