Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Kampakátur tvöfaldur heimsmeistari viö vinnuna í Laugardalslauginni. Fatlaðir Sigur í öllum greinum ogheimsmet Mjög góður árangur á opna þýska meistaramótinu ífrjálsum íþróttumfyrir fatlaða Haukur Gunnarsson gerði það heldur betur gott um helgina þeg- ar hann keppti á sterku frjálsí- þróttamóti fyrir fatlaða sem fram fór í Þýskalandi. Hann keppti í þremur greinum og vann í þeim öllum. í 100 m hlaupi hljóp Haukur á 13.29 en hann á sjálfur heimsmet- ið í þeirri grein 13.08. í 200 m hlaupi sigraði hann einnig, hljóp á 27.23 en heimsmetið þar er 26.05. Hann hefur hlaupið á 26.02 á æfingum og stefnir á að ná heimsmetinu í þeirri grein á Ól- ympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Suður-Kóreu í haust. í 400 m hlaupi var heimsmetið 61.72 en Haukur bætti það verulega, hljóp á 61.01 sem er mjög góð bæting. Næstu keppendur hlupu á rúm- um 62 sekúndum. „Tiifinningin var stórkostleg. Ég hef oft reynt við metið í þess- ari grein en ekki tekist það fyrr en nú. Minn erfiðasti keppinautur í langan tíma er Daninn Henrik Tomson og var þetta í fyrsta sinn sem mér tekst að vinna hann. En stefnan er að vinna á Ólympíu- leikunum og hlaupa 400 metrana undir 59 sekúndum. Ég hef æft frjálsar í 5 ár og síðustliðin tvö og hálft ár undir stjórn Stefáns Jó- hannssonar sem ég tel tvímæla- laust besta þjálfarann til þessa,“ sagði Haukur kampakátur í gær. Þetta er ekki í einu skiptin sem Haukur nælir sér í verðlaunapen- inga á stórum alþjóðlegum mótum. Hann fékk tvö brons á Ólympíuieikum fatlaðra sem fram fóru í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Æfingar eru strangar og stíft æft, að minnsta kosti 2-3 klukku- stundir, 5 daga vikunnar en Stef- án Jóhannesson hefur séð um Hauk undanfarin ár og framförin greinileg. -ste 4. deild A og B Skotfélagið upp? Skytturnar unnu toppslagA-riðils. Mikilspenna íbáðum riðlum A-riðill Augnablik-Skotfélag ... 1-2 Leikur þessara toppliða fór fram í brjáluðu roki og rigningu í Kópavoginum á föstudag. Mjög erfitt var að spila boltanum en þó gekk Skotfélagsstrákum ívið bet- ur að athafna sig á rennblautu grasinu. Öll mörkin voru skoruð á sama markið enda var vindur- inn í þá áttina. Sigurður Hall- dórsson, sem skorað hefur meiri hluta marka Blikanna, skoraði fyrsta mark leiksins skömmu fyrir leikhlé en Snorri Már Skúlason og Agnar Hansson höfðu kanón- urnar í lagi og bættu um betur fyrir Skotfélagið. Skotfélagið hefur því unnið alla leiki sína gegn Augnabliki í 4. deild frá upphafi. Ernir-Árvakur .........2-5 Árvakur nálgast nú toppliðin og á einn leik til góða að auki. Friðrik Þorbjörnsson og Árni Guðmundsson skoruðu tvö hvor og Björn „Blöffi" Pétursson eitt. Haraldur Magnússon og Þorvald- ur Sigurðsson gerðu mörk Arn- anna. Ægir-Haukar...........1-5 Ægir varð Haukum auðveld bráð eins öðrum liðum í sumar. Valur Jóhannesson gerði hat- trick og þeir Helgi Eiríksson og Páll Poulsen sitt markið hvor. Staðan Skotfélag.......8 7 0 1 20-12 21 Augnablik......8 6 0 2 25-15 18 Snæfell .......7 5 0 2 18-12 15 Árvakur.........7 4 0 3 20-16 12 Haukar..........8 2 2 4 27-18 8 Ernir...........8 0 3 5 12-26 3 Ægir............8 0 1 7 8-31 1 B-riðill Ármann-Hverageröi .... 3-2 Ármenningar komu á óvart með þessum sigri gegn efsta liði riðilsins. Fyrir vikið opnaðist rið- illinn upp á gátt og allt gat gerst. Gústaf Alfreðsson skoraði tvö og Konráð Árnason eitt fyrir Árm- enninga en Anton Tómasson og Jóhannes Björnsson skoruðu fyrir Hvergerðinga. Léttir-Fyrirtak.........2-1 Þetta var leikur tveggja botn- liða og fór Fyrirtakið með sigur af hólmi. Árni Arnason og Jóhann Jóhannsson skoruðu fyrir Fyrir- tak en Örn Sigurðsson fyrir Létti. Hafnir-VíkingurÓI.......2-0 Víkingar fjarlægjast nú topp- inn með þessum ósigri sínum og eru heldur ólíklegir til stórafreka það sem eftir er sumars. Hafnir skaust hins vegar upp í annað sæt- ið og skoruðu Heiðar Reynisson og Halldór Halldórsson mörk leiksins. Staðan Hveragerði.......9 6 1 2 27-10 19 Hafnir...........9 5 2 2 13-6 17 Ármann...........9 4 4 1 13-9 16 VíkingurÓI.......9 4 2 3 14-10 14 Skallagrímur.....8 3 1 4 11-12 10 Hvatberar........8 3 1 4 10-16 10 Fyrirtak........9 2 1 6 9-17 7 Léttir..........9 1 2 6 10-27 5 Fjallað verður um aðra riðla í bíaðinu á morgun. Athugið að kvennaknatt- spyrna komst ekki fyrir vegna þrengsla og verður því í mið- vikudagsblaðinu. 2. deild FH-ingar halda sínu striki ÍR-FH .....1-6 FH-ingar eru hreint óstöðvandi í deildinni og „eru búnir að eyði- leggja mótið“, líkt og Framarar í 1. deild. Þeir léku líka í Fram- sokkum í gærkveldi og sigruðu IR-inga með sex mörkum gegn engu í fjörugum leik. Reyndar var síðari hálfleikur- inn aðallega fjörugur því aðeins eitt mark var skorað í þeim fyrri. Það voru FH-ingar sem leiddu með marki Björns en ÍR átti alla möguleika á að jafna. Breiðhylt- ingar náðu þó að jafna strax í upphafi síðari hálfleiks og var Bragi Björnsson þar að verki. Þá tóku Hafnfirðingar leikinn alveg í sínar hendur og komu þrjú mörk í röð frá þeim, fyrst Þórhallur Vík- ingsson og síðan Hörður Magnússon í tvígang. Þeir voru ekki hættir að skora því Kristján Gíslason bætti því fimmta við og svo var það Jón Erling Ragnars- son sem skoraði sjötta markið á lokamínútunni. Full stór FH sigur var þá í öruggri höfn. Þróttur-Víftir...........1-3 Heimir Karlsson skoraði tvö rnörk í þessum sigri Víðis á fallkandidötum Þróttara. Hann lagði einnig upp þriðja markið sem Sævar Leifsson skoraði en Sigurður Hallvarðsson skoraði eina mark Þróttara úr vítaspyrnu. ÍBV-Selfoss .............3-1 Vestmannaeyingar unnu þarna góðan sigur á Selfyssingum og skoruðu þeir Ólafur Árnason, Tómas Ingi Tómasson og Jón Atli Gunnarsson mörk Eyja- manna. Guðmundur Magnússon gerði eina mark gestanna úr vít- aspyrnu. Staðan FH...........9 8 1 0 26-6 25 Fylkir.......9 5 4 0 22-16 19 Víðir ..........9 4 2 3 19-12 14 ÍBV.............9 4 0 5 21-19 12 Selfoss..........9 2 4 3 12-16 10 KS...............9 2 4 3 20-25 10 ÍR..............9 3 1 5 13-21 10 UBK.............9 2 3 4 15-20 9 Tindastóll......9 3 0 6 13-20 9 Þróttur R.......9 1 3 5 16-22 6 þóm Vinningstölurnar 16. júlí 1988: Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.539.526,- 1. vinningur var kr. 2.273.318,- og skiptist hann á milli 2ja vinnings- hafa, kr. 1.136.659,- á mann. 2. vinningur var kr. 680.525,- og skiptist hann á 167 vinningshafa, kr. 4.075,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.585.683,- og skiptist á 5.339 vinningshafa, sem fá 297 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milliónir á hvnrium lauaardeai! UDDlvsinaasími: 685111 Þriðjudagur 19. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.