Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20. júlí 1988 163. tölublað 53. árgangur Vextirnir Lækkun ekki í sjónmáli Viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af vaxtahœkkunum. Segir vaxtadœmið hljóta aðfara að snúast við. Bankamenn segja eftirspurn eftirlánsfé sístminni. Ríkissjóður þurftafrekur. Bankamenn segja að engin merki séu í sjónmáli að vextir fari lækkandi. Eftirspurn eftir lánsfé hafi ekki minkað og ríkissjóður sé mjög þurftafrekur á fjár- magnsmarkaðnum. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra segir að því sé ekki að neita að vaxtahækkanir Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka fyrir nokkru á verðtryggðum skuldabréfum séu nokicurt áhyggjuefni. Jón segist þó reikna með að þetta séu tímabundnar hækkanir vegna óvissu að undanförnu á fjár- magnsmarkaði og hækkun verð- bólgu og hljóti að verða endur- skoðaðar í ljósi breyttra að- stæðna þegar þar að kemur. Jón segir að reikna megi með því að vextir fari lækkandi vegna þess að framboð á lánsfé sé meira en nemur eftirspurninni. Geir Magnússon, bankastjóri Samvinnubankans segir í samtali við Þjóðviljann að hann geti ekki merkt að dregið hafi úr eftirsókn eftir lánsfé. Bankamenn sem Þjóðviljinn talar við í dag telja að þenslan á fjármagnsmarkaðnum hafi ekki minnkað og síst sé þess að vænta að vextir lækki meðan ríkissjóður er mjög þurftafrekur. Vaxtalœkkun ekki á dagskrá Sjá síðu 3 Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær ræddi Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra við fréttamenn. Fram kom að hann vildi ekki skerða svokallað vaxtafrelsi og fellur sú afstaða saman við þá skoðun Þorsteins Páls- sonar að ekki beri að lækka vexti „með handafli". Steingrímur Her- mannsson hefur aftur á móti talað um nauðsyn aðgerða til að lækka vexti. Nýtt álver Krafla Lanskjaravísitala Þráttað um staðsetningu Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji að nýtt álver rísi á Austfjörðum og að Fljótsdals- virkjun verði að raunveruleika. Egill Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins segir skiljanlegt að Alusuisse vilji að nýtt álver rísi í Straumsvík en vill samt að virkj- að verði í Fljótsdal. En Landsvirkjun er á öðru máli en Egill og segir Fljótsdals- virkjun ekki vera hagkvæma fyrir álver í Straumsvík. Vegalengdir séu alltof miklar til þess og mun hagkvæmara sé að fara í aðrar virkjunarframkvæmdir. Sjá síðu 2 Eimbeðið Margir smáskjálft- ar og nokkrir stórir skjálftar. Landris heldur áfram. Ferðamenn bíða átekta Krafla heldur fólki enn þá við efnið með stöðugum jarðskjálft- um og landrisi. Ágúst Guð- mundsson jarðfræðingur segir að umbrotin á Kröflusvæðinu bendi til að gos sé í nánd eða kviku- hlaup. Ármann Pétursson eftirlits- maður skjálftamælis sagði að töluvert mikið væri um ferða- menn á svæðinu, bæði íslenska og erlenda. Hann hefði þó ekki mik- inn áhuga á þeim enda upptekinn í slætti eins og aðrir bændur. Almannavarnir í Mývatnssveit eru í viðbragðsstöðu en hafa að sögn Hinriks Árna Bogasonar formanns Almannavarnarnefnd- ar engar sérstakar áætlanir varð- andi ferðamenn. Eitt verði látið yfir alla ganga. Nákvæmar áætl- anir séu til og menn hafi þjálfun og nauðsynleg tæki. -hmp 10% misgengi Starfshópur viðskiptaráðherra: Bíðum að sinni með afnám verðtryggingar lána. Misgengi launa og lána verður orðið 10% í apríl n.k. Áfundiríkisstjórnarinnarígær Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að voru kynntar niðurstöður starfs- hóps sem skipaður var í apríl síð- astliðnum til að athuga hvort og þá hvernig bæri að afnema verð- tryggingu lána og annarra fjár- skuldbindinga. Viðskiptaráðherra vildi ekki upplýsa í gær hverjar væru til- lögur nefndarinnar, en þær verða skýrðaráblaðamannafundiídag. ~ ~ Engu að síður var frá því sagt í Sjá SIOU 3 nefndin legði til að ekki yrði hró- flað við verðtryggingunni, búast mætti við lækkandi vöxtum þegar fj ármagnsmarkaðurinn kæmist í jafnvægi. Talið er að athugun nefndarinnar bendi til þess að í apríl næsta vor hafi lánskjaravís- italan hækkað 10% umfram laun. ÓP Þorskur Sá stóri sést ekki Sami fiskafjöldi á vertíðinni en mun minni afli Á nýliðinni vetrarvertíð kom bátaflotinn með aðeins rúm 70 þús. tonn af þorski að landi. Þetta er nær helmingi minni afli í tonn- um talið en fékkst á vertíðinni fyrir 7 árum. Fiskafjöldinn er svipaður en stærð þorsksins sem nú kemur á land er ekki nema svipur hjá sjón frá því sem áður þekktist. Sá stóri guli sést varla Íengur í aflanum. Fiskifræðingar segja skýring- una þá uppvaxandi að fiskur sé nú uppistaðan í aflanum og að hrygningarstofninn hafi minnkað. Sjá síðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.