Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Lánsfjármarkaðurinn Eftirspum minnkar ekki Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: Tímaspursmál hvenœr vextirfari lœkkandi. Bankamenn sjá ekki nein merki um vaxtalœkkun á nœstunni - öðru nær M ér fínnst þetta vissulega áhyggjusamlegt en ég hef þá trú að þetta séu tímabundin við- brögð við óvissuástandi á fjár- magnsmarkaði og miklum sveiflum í verðbólgu að undan- förnu, en því ástandi mun linna, sagði Jón Sigurðsson, viðskiptar- áðherra vegna vaxtahækkunar Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka fyrir skömmu en þá hækkuðu þessir bankar vexti á verðtryggðum skuldabréfum úr 9,5% í 10,75%. Bankamenn sem Þjóðviljinn ræddi við í gær voru ekki þeirrar skoðunar að vextir færu lækk- andi. Geir Magnússon, banka- stjóri Samvinnubankans, sagði að hann sæi engin teikn á lofti um það að vextir færu lækkandi á næstunni. Hann sagði að ekki hefði orðið vart minni ásóknar í lánsfé, - öðru nær, og í svipaðan streng tók Valur Valsson, banka- stjóri Iðnaðarbanakans. - Frekar sýnist mér vera til- hneiging tii vaxtahækkunar, en hitt, sagði Geir, er hann var inntur eftir því áliti viðskiptaráð- herra að vaxtahækkanirnar að undanförnu væru einungis tíma- bundnar. - Við sjáum merki þess að fyr- irtækin standi ekki undir vöxtum af lánsfé. Sérstaklega á þetta við um fyrirtæki á landsbyggðinni þar sem veltuhraðinn er nrinni, sagði Geir Magnússon aðspurður um hvort vextirnir væru ekki fyrirtækjunum ofviða. - Þetta hlýtur að vera tíma- bundin ákvörðun, því þeir sem fylgjast gerst með fjármagns- markaði hafa þá tilfinningu nú að raunvextir á verðtryggðum papp- írurn séu með hæsta móti og það sé fremur meira framboð á fjár- magni en eftirspurn og þannig hljóti þetta að fara að snúast við. Þessir tveir bankar meta þetta auðvitað út frá aðstæðum hvað nýtt fjármagn kostar hjá þeim og ég geri þá ráð fyrir að þeir muni þá endurskoða þessa ákvörðun í ljósi breyttra aðstæðna, sagði Jón Sigurðsson um vaxtahækkun Verzlunar- og Iðnaðarbanka. - Ég get ekki séð íyrir mér vax- talækkun. Þenslan í efnahagslíf- inu er enn mikil og ríkissjóður er mjög þurftafrekur. Meðan þann- ig er um hnútana búið eru ekki líkur á vaxtalækkun. Það er rétt, menn hafa verið að vonast eftir vatnaskilum í vaxtamálum. Vissulega getur það gerst að nafnvextir lækki með haustinu ef verðbólgan minnkar, en það er of snemmt að spá nokkru um raun- vextina, sagði einn bankastjóra viðskiptabankanna sem Þjóðvilj- inn ræddi við í gær. -rk Unglingamir til Hammershöj r Idag heldur unglingalandslið ís- lands í skák til Danmerkur þar sem það tekur þátt í fjögurra landa keppni í skák dagana 21.- 23. júlí. lenska landsliðið er þannig skipað (Eló-stig í sviga): Þröstur Þórhallsson (2455), Andri Áss Grétarsson (2265), Davíð Ólafs- son (2250), Tómas Björnsson (2220), Snorri G. Bergsson (2150), Tómas Hermannsson (2125). Varamenn eru: Hannes H. Stefánsson (2430), Sigurður Daði Sigfússon (2195), Þröstur Árnason (2195) og Rúnar Sigurp- álsson (1900). Fararstjórar eru Ólafur H. Ólafsson og Hilmar Thors. -gís. Eftirlaunafólk Mörgum finnst þeir sviknir Fá ekki að njóta launa sinna sem þeir unnufyrir hörðum höndum. Margir þurfa að sœkja um eftirgjöf húsnæðisskatta árlega Mótherjarnir eru frá Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi. Keppni þessi fer nú fram í annað skipti og í fyrra sigruðu Svíar naumlega eftir tvísýna baráttu við íslensku skáksnillingana. fs- Rótin Guðrún í yfirheyrslu Guðrún Helgadóttir alþingis- maður verður gestur í þætti Al- þýðubandalagsins á útvarpi Rót í kvöld kl. 20.30 Að sögn Hrafns Jökulssonar umsjónarmanns þáttarins verður rætt um ástandið í þjóðmálunum, samlyndið á stjórnarheimilinu og hugsanlegar kosningar. Fjölmargir eftirlaunamenn í landinu upplifa það þegar vinnuframlagi þeirra lýkur til samfélagsins að laun og réttindi þeirra í lífeyrissjóði verða til þess að tekjur þeirra skerðist. Frí- tekjumarkið eða sú upphæð sem einstaklingur á eftirlaunum má hafa í lífeyri og aðrar tekjur án þess að það komi niður á svokall- aðri tekjutryggingu er 127.980 á heilu ári. Ef greiðsla úr lífeyris- sjóði er hærri en þessi tala skerð- ist tekjutrygging viðkomandi. „Þetta er hrikalegt óréttlæti. Eftirlaunafólk fær ekki að njóta þeirra réttinda sem það hefur aflað sér í gegnum árin. Þegar það hættir að vinna fær það ekki að njóta þeirra greiðslna sem það fær úr lífeyrissjóðum eða aflar sér með öðru móti. Það er hreinlega látið gjalda þess og margir missa tekjutrygginguna. Við hjá Félagi eldri borgara viljum að fólk fái að njóta þeirra launa sem það hefur þegar aflað sér með vinnufram- lagi sínu til þessa þjóðfélags þeg- ar það hverfur af vinnumarkaði við eftirlaunaaldurinn. Þá finnst mér að eftirgjöf á húsnæðissköttum eigi að ganga sjálfkrafa fyrir sig eftir að fólk hefur komist á eftirlaunaaldur. Nú þurfa rnargir að sækja um þessa eftirgjöf á hverju ári og þetta er óþarfa fyrirhöfn fyrir gamla fólkið,“ sagði Pétur H. ÓI- afsson hjá Félagi eldri borgara í samtali við blaðið. -gís. Flugstöðin JóF semur við Steingrím Steingrímurfœr 5 7 milljónir áþessu ári. Framkvæmdum við stöðina lokið á nœsta ári. Kostar400 milljónir Starfshópur sem Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármáiaráðherra skipuðu til að leysa flugstöðvardeiluna hefur skilað niðurstöðum. Lagt er til að 57 milljónir fari í framkvæmdir á þessu ári en framkvæmdum Ijúki að fullu á næsta ári. Er áætlaður heildarkostnaður við að Ijúka flugstöðinni 391 milljón króna. Starfshópurinn leggur til að verktökum verði greiddar 50 milljónir á þessu ári. Þegnir verði greiðslufrestir hjá verktökum upp á rúmar 37 milljónir og sú upphæð síðan greidd í jánúar 1989. Þá á að fresta óunnum en samningsbundnum framkvæmd- um fyrir rúmar fjórar milljónir fram á næsta ár. Þá vill starfshópurinn að flug- stöðin sjálf yfirtaki verkefni upp á tæpar 2 milljónir og litið verði þannig á að um venjuleg rekstrar- verkefni sé að ræða. Starfshópur- inn segir einnig óhjákvæmilegt að ljúka framkvæmdum við hverfi- hurðir, flóðlýsingu, neyðarlýs- ingu og hitakerfi og loftræsting verði lagfærð. Lagt er til að tekinn verði upp samningur við Hitaveitu Suður- nesja um lagningu heimæðar og þeim framkvæmdum ljúki 1988. Hitaveitunni verði gert kleift að taka lán til að ljúka þessu verki. -hmp Ríkisvíxlar Ganga trauðla út Bankarnir óttast aukna bindiskyldu. Til tals hefur komi'ð af hálfu viðskiptabankanna að þeir ábyrgist sölu á ríkisvíxlum fyrir 1.260 miljónir króna gegn því að bindiskylda af innlánum bank- anna verði aukin um 2 til 4% úr 12%, eins og ríkisstjórnin hefur heimilað Seðlabankanum. Geir Magnússon, bankastjóri Sam- vinnubankans, sagði í samtali við Þjóðviljann, að viðbúið væri að vextir bankanna hækkuðu við aukna bindiskyldu, nema því að- eins að Seðlabankinn greiddi við- skiptabönkunum vexti af bindi- skyldunni. Að sögn Stefáns Pálssonar, bankastjóra Búnaðarbankans og formanns Félags íslenskra við- skiptabanka, er óráðið hvort bankarnir ábyrgist sölu á ríkis- skuldabréfum fyrir 1.260 miljónir króna, en til tals hefði komið að gera Seðlabankanum slíkt tilboð til að komast hjá aukinni bindi- skyldu. - Það er starfshópur á vegum viðskiptabankanna að gera til- lögur um framtíðarskipulag þess- ara mála og ég reikna með að álit liggi fyrir í þessari viku, sagði Stefán. Heimild ríkisstjórnarinnar til handa Seðlabankanum að hækka bindiskylduna, er ætlað að vinna bug á þriggja miljarða króna halla ríkissjóðs og til að fullnægja lánsþörf hans. _r|{ Mlðvikudagur 20. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.