Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 4
Þakkarorð frá Steini Stefánssyni Hugheilar þakkir og árnaðaróskir færi ég öllum þeim, er gerðu mér gleði og heiður með vinarorðum, góðum gjöfum og hlýjum kveðjum á áttræðisafmæli mínu. Guö blessi ykkur Steinn Stefánsson Starf forstöðumanns og safnvarðar við Minjasafnið á Akureyri er laust. Háskólapróf í þjóðháttafræðum eða öðrum grein- um, sem tengjast minjavörslu og safnstörfum er áskilið. Umsóknir er greini aldur, menntun, fyrri störf og launakröfu, sendist stjórn Minjasafnsins, merkt: Minjasafnið á Akureyri, v/starfsumsókn, Aðalstræti 58, 600 Akureyri, fyrir 15. ágúst næstkomandi. Stjórn Minjasafnsins á Akureyri Frá menntamálaráðuneytinu Nám fyrir vélaverði. Til upplýsinga vill ráðuneytið vekja athygli á því að eftirtaldir skólar gefa kost á námi fyrir vélaverði, ef lágmarksfjöldi nemenda næst: Vélskóli íslands, Reykjavík Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Keflavík Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi Menntaskóli/lðnskóli á ísafirði Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki Verkmenntaskólinn á Akureyri Verkmenntaskóli Austurlands, Neskaupstað Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi Framhaldsskólinn I Vestmannaeyjum Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu Auk þess er verið að athuga að koma á námi fyrir vélaverði á Norðausturlandi. Upplýsingar um það gefur Pálmi Ólason, skóla- stjóri á Þórshöfn. Þeir sem hafa hug á að stunda vélavarðanám á haustönn 1988 þurfa að sækja um það til viðkomandi skóla hið allra fyrsta, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar. Menntamálaráðuneytið, 14. júlí 1988 Ástkær sonur, eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir Höskuldur Stefánsson Hjallabrekku 12, Kópavogi lést í Borgarspítalanum 18. júlí. Guðrún Össuardóttir Sigurbjörg Björnsdóttir Valbjörn Höskuldsson Hrönn Önundardóttir Stefán Rúnar Höskuldsson Þröstur Þór Höskuldsson Heiða Björg Valbjörnsdóttir og systkini hins látna. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Páll Axelsson strætisvagnsstjóri Lönguhlíð 19 er lést 15. júlí verður jarðsunginn frá Fíladelfíukirkju, Hátúni 2, föstudaginn 22. júlí kl. 13.30. Sigríður Halldórsdóttir Halldór Pálsson Björg Davíðsdóttir Páll Pálsson Guðrún Margrét Pálsdóttir Hannes Lentz og barnabörn. Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og heiðruðu minningu móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Hólmfríðar Benediktsdóttur Petersen er lést 30. júní sl. Emil Petersen Guðbjörg S. H. Petersen Gunnar Adolfsson Ragnhildur Thorlacius barnabörn og barnabarnabörn. FRÉTTIR Matvörur Dýrast á Vestfjörðum Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Verðlag á landsbyggðinni 4,3% dýraraað meðaltali en á höfuðborgarsvœðinu Atvinnuleysi Stendur nánast í stað Niðurstöður ítarlegrar verð- könnunar Verðlagsstofnunar sem gerð var um land ailt í sumarbyrj- un sýna, að verðlag á matvöru á landsbyggðinni er að meðaltali 4,3% dýrara en á höfuðborgar- svæðinu. Verð var kannað á um 400 vörutegundum í nærri 140 versl- unum. Nokkuð mismunandi verð er á milli landsfjórðunga en vöru- verð er áberandi hæst á Vest- fjörðum, en þar voru þessar vörur 7% dýrari en á höfuðborg- arsvæðinu. Næst dýrast er að versla' á Austfjörðum þar sem verð er 6% dýrara en á höfuðborgarsvæðinu, 4,6% dýrara á Norðurlandi vestra, 4% á Suðurlandi, 3,4% á Norðurlandi eystra, 3,3% á Vest- urlandi og 1,6% dýrara á Suður- nesjum. AHmargar vörutegundir eru dýrari í matvöruverslunum á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu. Því veldur m.a. flutn- ingskostnaður og minni og hæg- ari velta, sem hefur leitt til hærri álagningar í dreifbýlisverslunum. Lítil samkeppni víða í dreifbýlinu veldur einnig eflaust hærra verð- lagi þar en í þéttbýli, að mati Verðlagsstofnunar. Sem dæmi um vörur sem eru á hærra verði á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu má nefna; ýmsar pakkavörur 5-12% dýrari, nauta- og svínakjöt 9-10% dýr- ara, nýtt grænmeti 30% dýrara, ýmsar dósavörur 5-20% dýrari, öl og gosdrykkir 12-14% dýrara, þvottaefni 3-6% dýrara og ýmsar rakstursvörur 17-30% dýrari. Ekki er einleikið að vöruverð sé alltaf hærra úti á landi. Þannig kom í ljós að kartöflur, brauð, Nýtt grænmeti eraðjafnaði um 30% dýrara úti á landsbyggðinm en á Reykjavíkursvæðinu. Flutningskostnaður, minni umsetning og lítil samkeppni í dreifbýlisverslun skýrir verðmuninn að stærstum hluta að mati Verðlagsstofnunar. nýr fiskur og egg eru nokkuð dýr- allt að 20%, landsbyggðinni í ari á höfuðborgarsvæðinu, eink- hag. um kartöflur en þar er munurinn -Ig. Atvinnuleysisdögumfjölgaði um rúma 500 í júni. 12.300 atvinnuleysisdagar. Jafngildir0,4% atvinnuleysi. Konur obbinn íröðum atvinnulausra Skráð atvinnuleysi á landinu öllu í síðasta mánuði var svo til óbreytt frá því í næsta mánuði á undan. Aftur á móti hefur fjöldi atvinnuleysisskráninga breyst nokkuð milli landshluta. At- vinnuleysisdögum fjölgaði á höf- uðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Vestfjörðum en fækkaði í öðr- um landshlutum. í síðasta mánuði voru atvinnu- leysisdagar í heildina tekið 12.300, eða rúmum 500 fleiri en í maí sl. Þetta jafngildir því að 570 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá, er lætur nærri að vera 0,4% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði. Atvinnuleysisdögum í síðasta mánuði fjölgaði á höfuðborgar- svæðinu, Vesturlandi og Vest- fjörðum um 1500 daga. A Suður- landi og Norðurlandi fækkaði skráðum atvinnuleysisdögum um 1000. Konur voru obbinn af þeim sem voru á skrám yfir atvinnu- lausa í síðasta mánuði og fjölgaði þeim um 18% frá því í næstliðnum mánuði. Rúm 70% atvinnulausra voru konur. Fyrstu sex mánuði ársins voru skráðir 95.000 atvinnuleysisdag- ar á landinu öllu, er jafngildir því að 730 manns hafi að jafnaði ver- ið á atvinnuleysiskrá á tímabil- inu. Skráðum atvinnulausum fyr- ri helming árs hefur örlítið fækk- að frá því á sama tímabili í fyrra, en þá voru 107.000 atvinnuleysis- dagar skráðir, sem samsvarar 826 manns að meðaltali. -rk Fiskverð Höftin hafa tilætluð áhrif Meðalverð allt að 87-100 krónur á kíló. Sérstök nefnd fylgist með útflutningi áferskumfiski Verð á ferskum fiski hefur hækkað mikið á mörkuðum úti að undanförnu eftir að íslensk stjórnvöld tóku upp eftirlit með útflutningi. í síðustu viku seldust um 1000 tonn af ferskum fiski þar af um 800 tonn af þorski og ýsu. Meðalverðið er komið upp í 87- 100 krónur kflóið Sett hefur verið á stofn sérstök nefnd á vegum utanríkisráðu- neytisins til að hafa st jórn á fersk- fiskútflutningi. í henni eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Fiskifé- lags íslands, fiskframleiðenda, LIÚ. og sjávarútvegsráðuneytis- ins. Nefndin á að framfylgja því að reglur ráðuneytisins um höft verði haldnar. Miklu færri komast að en vilja í ferskfiskútflutninginn og hefur um 550 umsóknum verið hafnað af ráðuneytinu. Að sögn Krist- jáns Ragnarssonar hjá LIÚ. þá er mikil óánægja með þessar reglur því þær eru miðaðar við það hvað menn fluttu út í fyrra. „Nýir aðil- ar komast ekki að og menn eru auðvitað óhressir með það. Hitt er alveg ljóst að við verðum að hafa stjórn á þessum útflutningi og nú verðum við að finna betur út hvað við getum selt mikið án þess að verðið lækki aftur“, sagði Kristján. -gís. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.