Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Þórarinn Tyrfingsson Helgi Seljan Jóhannes Bergsveinsson þrisvar sinnum. Við höfum á þessum tíma tekið við um 600- 650 manns í fyrstu móttöku. Við erum með um 550 einstaklinga sem ekki hafa lokið við áfengis- meðferð og þeir hafa af ákaflega misjafnri meðferðarsögu að segja. Innan við helmingur þeirra sem hér kemur hefur útskrifast og lokið áfengismeðferð. Þá hefur það viljað loða við að alls konar pláss eru tínd til þegar verið er að taka saman yfirlit yfir meðferðarpláss fyrir áfengis- sjúklinga. Til þessa rýmis hafa jafnvel gistiheimilin í Reykjavík verið talin. Þar borgar fólk sitt húsnæði og fæði sjálft þó það fái ráðgjöf. Jafnvel hefur Gistiskýlið fyrir heimilislausa í Reykjavík stundum verið talið þarna með og allir sjá hversu réttmætt það er. Langdvalarheimilin hafa líka ver- ið inní þessum tölum en þar eru ákaflega fáar innlagnir á ári,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson í sam- tali við blaðið er það bar grein Helga Seljans undir hann. -gís. Frá meðferðarstofnun SÁÁ að Vogi. Alkóhólistar Meðferð heilladrýgri enað hætta sjálfer Vottorðið tryggir alkóhólistanum betri afkomu. Móttökurúm eru 75. Framhaldsmeðferðarpláss eru 76. 60% þeirra sem fara ífyrstu meðferð koma aftur. Langtímapláss eru uml80 í landinu „Endurinnlagnir eru mjög al- gengar og það eru aðeins um 5- 10% þeirra sem koma tii okkar sem ekki hafa verið annars stað- ar, yfirleitt hjá SÁÁ., að lokinni einni eða fleiri meðferðum. Við vitum að 30% þeirra sem leggjast inn hætta alveg að drekka, 30% draga verulega úr drykkju og um 30% halda áfram að drekka og versna jafnvel. Sú staðreynd að 23% þeirra sem koma í meðferð batnar alis ekkert segir okkur náttúrlega að verulegur hluti þeirra sem kemur einu sinni kem- ur aftur og aftur,“ segir Jóhannes Bergsveinsson læknir á Áfengis- deild Landspítalans. Helgi Seljan, fyrrverandi al- þingismaður, reit nýlega harð- orða grein í DV um þann forgang sem alkóhólistar, sem hafa upp- áskrifað vottorð um meðferð, hafa hjá stofnunum þjóðfélags- ins. Helgi segir að vottorðið tryggi niðurfellingu skulda hjá hinu opinbera og í bönkum. Einnig hafi þeir greiðari aðgang að meðferðarstofnunum. Þeir sem hins vegar taka það upp hjá sjálfum sér að hætta víndrykkju og ætla að koma málum sínum í lag lendi í hinum mestu vand- ræðum og búi við allt aðrar að- stæður en þeir sem fara í með- ferð. Um 60% þeirra sem fara í fyrstu meðferð koma aftur. Meðferðarrými fyrir alkóhól- ista eru þrenns konar: Móttökup- láss, framhaldsmeðferðarpláss og langtímapláss og ýmis konar félagsleg fyrirgreiðslupláss. Mót- tökupláss eða rúm fyrir þá sem eru í miklum vanda eru 60 hjá Vogi og 15 hjá Landspítalanum eða 75 rúm. Þetta eru stundum kölluð dýru rúmin því þau kosta um 5 þúsund krónur á dag. Þarna dvelja menn í nokkra daga. Eftir- meðferðarpláss eða rúm fyrir þá sem eru búnir að jafna sig en þurfa aðstoð til að komast aftur út í þjóðfélagið eru 30 að Staðar- felli, 30 að Sogni og 16 að Vífils- stöðum. Alls eru það 76 rúm. Að lokum eru fyrirgreiðslupláss af félagslegum toga hvers konar þar sem flest er talið með. Langdval- arheimili að Gunnarsholti og elli- heimilið að Víðinesi eru í þessum flokki. Þarna er um ákaflega fáar innlagnir að ræða á ári, kannski um hundrað. Þetta fólk á við króníska sjúkdóma að ræða og síður afturkvæmt út í samfélagið. Þó eru þess dæmi. „Það er rétt að margir eru reiðir út í alkóhólistana og það er eðlilegt. Staðreyndin er þó sú að alltof fáir komast í meðferð. Það er tilfinnanlega skortur á göngu- deildum þar sem fólk getur sótt sér ráðgjöf. Fjölskyldur og venslafólk alkóhólista þarf ekki síður á hjálp að halda en alkóhól- istinn sjálfur. Þetta fólk hefur orðið að þola sjúklegt ástand drykkjumannsins lengi og veit hreinlega ekki hvað það á að gera. Þegar menn eru að tala um endurinnlagnir hafa allir þeir sem innritast hafa síðustu tuttugu árin verið inn í þeim tölum. Þannig er auðvelt að fá háar tölur. Síðustu 2-3 árin hjá okkur á Vogi hafa um 300 karlmenn og hundrað konur lagst hér aftur inn þetta tvisvar til Miðvikudagur 20. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.