Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Jarðarförin auglýst síðar Það er einhver ógæfulegur þreytusvipur á forystu- mönnum ríkisstjórnarinnar. Þeir hreyta úr sér ónotum hver í annan einsog strákar í fótboltaliði sem gengur illa, - fyrirliðinn skammast í framlínunni, framlínan í markmanninum, markmaðurinn í vörninni, vörnin í tengiliðunum, og allir saman í dómaranum. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að á næstu vikum verði ríkisstjórnin að koma sér saman um enn einar efnahagsaðgerðirnar, - annars sé sjálfhætt í samstarfinu. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og for- maður Alþýðuflokksins hefur lýst því yfir að verði ríkis- stjórnin áfram „ráðalaus verðbólgustjórn" sé flokkurinn hættur í stjórninni. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að enginn til- gangur sé í að halda áfram án „efnislegrar pólitískrar samstöðu“. Hver og einn af oddvitum stjórnarflokkanna hefur kennt hinum tveimur flokkunum um. Framsóknarflokkurinn hefur lengi sagt að hér væri í raun stjórn Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks, hálfgerð við- reisnarstjórn, og virðast ráðherrar flokksins telja sig óbundna af meginákvörðunum þeirrar stjórnar í efna- hagsmálum meðan þeir hygla sínum úr ráðuneytunum. Alþýðuflokkurinn hefur lent í mótbyr með öll sín teknókrata-fiff og kennir um ýmist stjórnandstöðu Framsóknarflokksins eða slakri forystu Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn segirgegnum formann sinn að upphlaup forystumanna hinna flokkanna standi stjórn- arsamstarfinu fyrir þrifum, - falli ríkisstjórnin sé það hinum flokkunum þúsund sinnum meira að kenna en Sjálfstæðisflokknum hvað sem þeir segi: „Bregðist samstarfsflokkarnir er það þeirra áfall en ekki okkar.“ Síðasta átakalotan í árslöngu stjórnarsamstarfi hefur staðið samfleytt frá því allt fór í loft upp eftir þingslitin í vor. Efnahagsaðgerðirnar þá voru hálfkák, og bráða- birgðalögin um að afnema mannréttindi launafólks mæltust mjög illa fyrir. Síðan hefur gengið á með hverju ágreiningsmálinu af öðru. Þræturnar, deilurnar og yfir- lýsingarnar eru orðnar samfelldar. Steininn tók þó úr þegar forsætisráðherrann, Þorsteinn Pálsson, ákvað að fara að byrsta sig líka. Viðbrögðin leiða í Ijós hinn algera skort á virðingu fyrir Þorsteini meðal samstarfs- mannanna. Formaður þingflokks Framsóknarmanna talar um hroka og heimsku, en leiðarahöfundur Alþýð- ublaðsins segir að yfirlýsingar forsætisráðherrans beri að túlka sem sjálfsgagnrýni, honum hafi mistekist við það eina sem honum hafi verið falið að annast: störf sáttasemjara og verkstjóra í stjórnarráðinu. Að baki þessum ýfingum liggur annarsvegar mis- heppnuð efnahagsstefna, hinsvegar það sumarverk stjórnarflokka að semja sig saman um fjárlög. Sighvat- ur Björgvinsson formaður fjárveitingarnefndar fjallar lítillega um þau störf í blaðagrein í gær, og rifjar upp fjárlagagerðina haustið 1979 sem endaði með því að Alþýðuflokkurinn hljóp úr rétt rúmlega ársgamalli ríkis- stjórn. Sighvatur spáir því að septembermánuður ráði úrslitum um samstarfið núna líka, og á svipaðri skoðun virðast Framsóknarmenn eftir þingflokksfund sinn í fyrradag. Þeir ætla að hinkra aðeins. Ríkisstjórnin er að vísu dauð, en jarðarförin verður auglýst síðar. -m rvi^ur i 1 uvj ðivviviu SJLí: Mannkynssagan endurskoðuð: Búkharín fær uppreisi æru í Sovétríkjunum Að kollvarpa heimsmynd Jonas Harat, fráfarandi bankastjóri Landsbankans, kemst þanniq ffii°rðl ' ^es^.okA Morgunblaðsins um helgina: „Sósíalismi sem heilsteypt lifsskoðun er ekki lengur til. Reynslan hefur fært heim sannmn um hormulegar afleiðingar þess fyrir afkomu manna, heill þeirra og hamingju, se þess freistað að fella samskipti manna P þau mot, sem hugsjomr hans segja til um. Dæmin koma hvarvetna 1 að ur heiminum, og nu eru þær þjóðir, sem lengst höfðu gengið a Þessari braut, onnum kafnar við að koma á frjálsri skipan þess-, ara samsk'pta i einhverri mynd og að einhverju leyti." í sti< mali felst i þessum orðum Jónasar Haralz lýsing á því að hpj" mynd sosíalista hefur verið kollvarpað. spor í heimsmyndinni. | um er Svavar A hinn KA~— *- Á hverfanda hveli Heimspekingar hafa margir hverjir boðað þá kenningu að allt sé breytingum undirorpið. „Allt flýtur,“ hafa þeir sagt til að sýna fram á að ekkert sé óumbreytan- legt heldur renni fram eins og vökvi sem ekki hefur fast form og breytir því stöðugt um lögun. Peir sem aðhyllst hafa þessa skoðun hljóta þó að draga sann- leiksgildi hennar í efa þegar þeir grannskoða blessað Morgun- blaðið. Þótt stjórnendur þar á bæ hafi reynt að dubba upp jálkinn sinn með því að leggja við hann ný reiðver, eru lesendur stöðugt minntir á að þetta er bara hann gamli Gráni. Dyggir Moggales- endur á virðulegum fimmtugs- aldri eru með jöfnu millibili minntir á að Mogginn verður alltaf Moggi og að sú veraldar- sýn, sem hann hefur boðað þeim, hefur í raun ekkert breyst á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að þeir hættu að láta sér nægja að skoða teiknimyndirnar af Alí Baba og fóru að stauta sig í gegn- um fyrirsagnir sem sögðu frá mannvonsku og skepnuskap Rússa. Einir og yfirgefnir Það kom því ekki á óvart að Staksteinar Moggans hellti úr skálum reiði sinnar í gær vegna þess að í Sunnudagsblaði Þjóð- viljans hafði Svavar Gestsson haldið því fram að heimsmynd Morgunblaðsins myndi hrynja. Hann hafði bent á að um langan tíma hefði verið algengt að fjallað væri um afvopnunar- og friðar- mál þannig að gert væri ráð fyrir „óbreyttri eða lítt breyttri þróun í afvopnunarmálum og alþjóða- málum eða svipaðri og átti sér stað allan þann tíma sem forystan í Moskvu var í höndum Brésnefs- Tsjernenkos og völdin í Washing- ton voru í höndum Reagans. Nú á skömmum tíma hafa hins vegar átt sér stað sviptingar, breytingar sem hefðu verið taldar órar fyrir aðeins fáeinum misserum, breytingar sem eru svo þýðing- armiklar að sennilega hafa ekki nærri allir áttað sig á þeim enn þann dag í dag þrátt fyrri mikla umræðu að undanförnu.“ Og þær breytingar, sem Svavar boðar, hljóta að fara fyrir brjóst- ið á öllum sönnum Morgunblaðs- mönnum. Þeir, sem frá upphafi hafa barist fyrir bandarískri her- setu á íslandi, geta tæpast hugsað þá hugsun til enda að kannski verði þeir skildir eftir einir og yfirgefnir. „Bandaríski herinn mun fara héðan,“ segir Svavar, „ef ekki fyrir okkar tilverknað, þá fyrir ákvarðanir Bandarfkja- stjórnar." Hann bendir á að Duk- akis, sem kannski verður næsti forseti Bandaríkjanna, telji nauðsynlegt að draga úr kostnaði við herstöðvar. „Það bendir því allt til þess að bandarískir skatt- greiðendur gangi í lið með okkur herstöðvaandstæðingum á ís- landi." Búkharín endurreistur Og hvernig bregst Moggi gamli við? Nákvæmlega eins og hann hef- uí gert frá upphafi Kalda stríðs- ins. Það er farið að tala um So- vétríkin og hvað allt sé þar grá- bölvað. Undir fyrirsögn um endurreisn Búkharíns vitna Staksteinar m.a. til greinar eftir Jónas Haralz um að sósíalisminn sem heilsteypt lífsskoðun sé ekki lengur til. „Dæmin koma hvarvetna að úr heiminum, og nú eru þær þjóðir, sem lengst höfðu gengíð á þessari braut, önnum kafnar við að koma á frjálsri skipan þessara sam- skipta í einhverri mynd og að ein- hverju leyti,“ hefur Staksteinar eftir bankastjóranum og bætir síðan við frá eigin brjósti að heimsmynd sósíalista hafi verið kollvarpað. Þarna er lagður á borðið og krufinn hinn hryllilegi misskiln- ingur sósíalista. í ljós kemur að það er alls ekki heimsmynd Morgunblaðsins sem mun hrynja, síður en svo. Hún mun standa óhagganleg hvað sem á dynur. Það er þvert á móti heims- mynd sósíalista sem hefur verið kollvarpað. Og á milli línanna má lesa að þessum aumingjans sósí- alistum væri sæmst að viður- kenna villu síns vegar og flýja í náðarfaðm hinnar óumbreytan- legu heimsmyndar sem Moggi gamli býður upp á: „Þeir, sem aldrei hafa starfað í anda sögufalsananna sem hafa verið ástundaðar í nafni komm- únisma og sósíalisma (Hér mun vera átt við Morgunblaðsmenn), geta að sjálfsögðu ekki sett sig í spor manna eins og Svavars Gestssonar og annarra sem ritað hafa í Þjóðviljann í áratugi án þess að horfast í augu við fortíð- ina. Að ætla sér að láta þessa blekkingu halda áfram að móta framtíðina er í senn undarlegt og hættulegt." Breytum engu Það fer ekki milli mála að Stak- steinari finnst hafa verið farið út fyrir strikið með því að halda því fram að heimsmynd Morgun- blaðsins sé ekki eilíf. Það er líka ljóst að Staksteinari finnst það hið versta mál ef menn líta á heiminn á annan máta nú en þeir gerðu fyrir mörgum áratugum síðan. Slík endurskoðun gæti nefnilega haft í för með sér breytt gildismat sem aftur leiddi til þess að menn vilji fara að hræra í hlutum sem var fyrir löngu búið að ákveða hvernig ætti að koma fyrir. Af eðlisávísun veit hinn sanni íhaldsmaður að best er að láta allt kyrrt liggja. Sé hróflað við einum stökum steini getur skriðan oltið af stað og þá er ekki gott að vita hvað gerist. Nei, um að gera að láta mosann fela sem flesta steina. Hvernig færi t.d. ef ís- lenskur almenningur færi að velta fyrir sér þeim rökum sem beitt var fyrir fjórum áratugum til að reyna að sanna að ísland yrði nauðsynlega að vera í hernaðar- bandalagi og skömmu síðar að hér þyrfti að vera svokallað varn- arlið? Hvað gerðist ef ný heims- mynd með nýju gildismati dæmdi þessi rök úrelt og einskis nýt? f lok sunnudagsgreinar Svav- ars Gestsonar er fjallað um hvað orðið gæti heimsmynd Morgun- blaðsins til bjargar. Endurbóta- viðleitni Gorbatsjovs gæti mis- tekist, vígbúnaðaröflin gætu náð undirtökunum í stjórnkerfi Bandaríkjanna og íhaldssamir stjórnmálamenn treyst völd sín í Vestur-Evrópu. Klippari leyfir sér að vona að þrátt fyrir allt hefðu þá það miklar breytingar náðst fram að ekki væri unnt að snúa aftur til þeirrar andlegu fá- tæktar sem hæst bar í tvíhyggju Kalda stríðsins. óp Þjóðviljinn Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar. Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karisson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlitatelknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur Ó. Pétursson Framkvæmda8tjórl:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Sfmavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Ðjöm Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 20. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.