Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Arás á réttindi verkafólks Mark Curtis heitir maður. Hann er virkur í stjórnmálum og hefur verið um árabil. Hann er félagi í Sósíalíska verkamanna- flokknum og virkur meðlimur í Samstöðunefnd með alþýðu E1 Salvador (CISPES). Hann starf- ar í Swift-kjöpökkunarstöðinni í Des Moines í Iowa-fylki. Pann 1. mars s.l. gerði ríkis- stjórnin sér lítið fyrir og handtók 17 innflytjendur á þessum vinnu- stað undir því yfirskini að þeir notuðu fölsuð persónuskilríki, og hefðu ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Verkafólkið sem þarna vinnur mótmælti þessum árásum af hörku, og að kvöldi 4. mars kom það saman í því skyni að skipu- leggja opinberan mótmælafund sem svo var haldinn þann 11. sama mánaðar. Mark Curtis sótti þennan fund kvöldið 4. mars. Fáum stundum síðar var hann handtekinn, lúbarinn og kærður upplognum sökum af lögregl- unni í Des Moines. Þessi árás á Mark Curtis er árás á alla sem berjast fyrir réttindum verkafólks í Bandaríkjunum og árás á alla þá sem líkt og Mark Curtis berjast gegn stríði og kyn- þáttahyggju. Hvað gerðist? Eftir áðurnefndan fund fór Curtis ásamt nokkrum vinnufé- lögum sínum á krá í grenndinni; svo heim til sín; þaðan fór hann á stórmarkað að kaupa mat fyrir kvöldverð og opinberan fund um Nicaragua sem hann hafði um- sjón með og átti að verða kvöldið 5. mars. A leiðinni nemur hann staðar við götuljós. Kona kemur hlaupandi upp að bíl hans og bið- ur um far heim til sín, maður sé að elta sig. Húsið er stutt frá, konan biður hann að bíða eftir sér í yfir- byggðum inngangi hússins á með- an hún fari inn og athugi hvort allt sé ekki í lagi. Curtis gerir það. Hann hefur ekki beðið nema örfáar mínútur þegar löggur drífur þar að. Þeir eru tveir og annar þeirra þrífur Curtis með sér inn í svefnherbergi; handjárn- ar hann fyrir aftan bak, ýtir hon- um niður á rúmið, tekur niður um hann buxurnar og segir; „Sjáum til hvað þú ert búinn að gera. Hvað er svo þarna?“ Curtis er þá formlega handtekinn: löggan tekur af honum veskið, ökuskírt- einið og lyklana. Segir: „Get veðjað upp á að þú ert með al- næmi,“ og skipar Curtis, sem enn er handjárnaður, að hysja upp um sig buxurnar. Farið er út með Curtis. Þar sjúkrahússins að þarna sé nauðg- ari á ferð. Hann er nú með sauma alls staðar í kringum annað augað sem er lokað og stokkbólgið. Annað kinnbeinið er brotið. En það er ekki allt búið enn. Hann er tekinn aftur inn á stöð og fleygt allsnöktum inní klefa með steinsteypugólfi; þar er ekkert salerni, ekkert rúm eða teppi, né heldur vatn. Hann fær að skjálfa þarna eins og hrísla alla nóttina. mælaaðgerðir gegn íhlutunum Bandaríkjastjórnar í E1 Salvador og Nicaragua. FBI hefur haldið úti víðtækri njósnastarfsemi á CISPES og öllum einstaklingum og hópum sem þeirri nefnd tengj- ast. CISPES komst höndum yfir og birti ýmis FBI-skjöl. Þ.á.m. er (rækilega ritskoðað) bréf frá FBI í Birmingham til höfuðstöðv- anna, þar sem Curtis er sagður vera leiðtoginn á Birmingham- Ottó Másson skrifar ,Dómur verður kveðinn upp íseptember. Það ríður á að drekkja lögregluforingjanum í Des Moines í bréfum alls staðar að úr heiminum, líkafrá íslandi. “ bíða lögreglubíll og svartamaría. Honum er ekið út á stöð; þar leyft að hringja í vin sinn og fær þá fyrst að vita hvað hann er sakaður um: „Sexual abuse in the second degree“, þ.e. nauðgunartilraun. Þeir fara með hann inn í her- bergi og skipa honum að fara úr öllum fötum. Þrjár löggur hefja „yfirheyrslu“. Ein löggan segir: „Þú varst að nauðga stúlkunni." Curtis segist vilja ræða við lög- fræðing. Löggurnar fara þá í aðra sálma: „Þú ert einn af þessum sem elska mexíkana, er það ekki? Alveg eins og þú elskar litaða." Og: „Ég er til í að veðja upp á að hann er með alnæmi.“ Curtis lætur ekki ögra sér. Ein löggan tekur hann þá föstu háls- taki svo að hann nær varla andan- um; önnur lögga keyrir hnéð í magann á Curtis og lemur hann svo í framan með kylfu. Allir taka svo til við að berja hann frá hvirfli til ilja. Næst man Curtis eftir sér á sjúkrahúsi. Hann liggur hand- járnaður við rúmið, en löggurnar munu hafa tilkynnt starfsliði Næsta morgunn er hann ákærður fyrir nauðgunartilraun og tvær árásir á lögregluoffíséra; hægt er að fá hann lausan gegn 28.875 dalatryggingu. Stuðnings- menn Curtis safna fénu og fá hann lausan sama dag. Löggunni í Des Moines segist öðruvísi frá um atburði næturinn- ar4. marss.l. Hún segir að bróðir konunnar hafi hringt og þegar þeir komu á vettvang hafi Curtis verið í þann veginn að nauðga konunni. Curtis hafi svo orðið ár- ásargjarn við yfirheyrslu. Curtis segir báðar ákærurnar algjört fals og lygi, og lýsir yfir sakleysi sínu. Hann bætir við að allir sem þekki sig og viti hvern mann hann hefur að geyma og hvað hann lifir fyrir, viti sömu- leiðis að hann er saklaus. Hver er Mark Curtis? Árið 1984 var Curtis í hópi for- ystumanna Samstöðunefndar með Mið-Ameríku í Birmingham í Alabama-fylki. Sem slíkur átti hann þátt í að skipuleggja mót- svæðinu. Nafn hans var í tölvu- skrám lögreglunnar síðan þá. Curtis flutti síðar til New York þar sem hann starfaði í höfuð- stöðvum Bandalags ungsósíalista og varð formaður þess. Enn tók hann þátt í að skipuleggja ýrnsar mótmælaaðgerðir, m.a. kröfu- göngu fyrir rétti kvenna til fóstur- eyðinga í Washington í mars 1986. Síðar sama ár flutti Curtis til Des Moines í Iowa, þar sem hann var meðal stofnenda nýrrar deildar Sósíalíska verkamanna- flokksins á staðnum. Curtis fékk vinnu á Swift- kjötpökkunarstöðinni og varð fé- lagi í UFCW (verkalýðsfélag þeirra sem starfa í matvælaiðnaði og framleiða „verslunarvarn- ing“), deild 431. Verkamenn í pökkunarhúsum um öll Banda- ríkin mæta um þessar mundir harkalegum árásum á launakjör og vinnuaðstæður, og þar er Des Moines engin undantekning. Fyrirtækið vék Curtis úr starfi í „óákveðinn tíma“ þegar hann leit frá færibandinu til að láta skoða meiðsl í baki sem tengdust vinn- unni. Curtis fékk vinnuna á ný eftir baráttu hans og vinnufélag- anna, í gegnum verkalýðsfélagið. 1. mars s.l. urðu svo áður- nefndar handtökur á 16 mexikönskum og 1 salvadorskum innflytjanda. Þessi atburður reitti starfsmenn hjá Swift til reiði sem og innflytjendur frá Rómönsku Ameríku. Mark Curtis talar spænsku og gegnir forystuhlu- tverki í þessari baráttu. Eins og áður segir er Curtis svo búinn að vera meðlimur í Sósíal- íska verkamannaflokknum um árabil. Löggurnar börðu Mark Curtis ekki vegna gruns um að hann hefði reynt nauðgun; þær gera sér heldur enga reliu yfir því að verja konur fyrir ofbeldi. Löggurnar börðu Curtis vegna þess hver hann er. Vegna þess að hann talar opinskátt gegn stríði og fyrir réttindum blökkumanna, fyrir réttindum innflytjenda, kvenna og fyrir réttindum verka- fólks. f augum löggunnar er hann glæpamaður vegna þess að hann „elskar mexíkana" og „litaða líka“ og talar spænsku. Curtis tók þátt í kröfugöngu gegn kynþátta- hyggju lögreglunnar þ. 20. febrú- ar. Löggan í Des Moines notfærði sér ólöglega fengnar upplýsingar FBI. Ef réttlæti nær fram að ganga í þessu máli yrðu það áfall fyrir lögregluhrotta; en pólitískt virku fólki hvatning til að færa sér í nyt rétt sinn til að berjast gegn stríði, kynþáttahyggju og arðráni. Dómur verður kveðinn upp í september. Það ríður á að drekkja lögregluforingjanum í Des Moines í bréfum alls staðar að úr heiminum, líka frá íslandi. Skrifið til Police Chief William Moulder 25 E. First Street Des Moines lowa, USA Og sendið Curtis afrit: Mark Curtis 2105 Forest Avenue Des Moines Iowa 50311. Ottó er bókavörður í Reykjavík. Dómnefnd er ekki dómstóll Ég þakka Árna Páli Árnasyni fyrir seinna hluta greinar hans í Þjv. 15. júlísl. („Viðbótarþankar um lektorsstöðu"). Persónuof- stæki og afturhverf hugmynda- fræði eru sannarlega samtengd fyrirbæri eins og Árni Páll bendir þar réttilega á. Ég er hins vegar ekki sammála öllu sem Árni Páll segir í fyrri hluta greinar sinnar og raunar finnst mér hann aðeins oftúlka þar sumar meiningarnar í grein minni í Þjv. 12. júlí sl. („Nokkrir þankar vegna veitingar lektors- stöðu“). En það gera flestir aðrir líka! Margt sem ég skrifaði þar virðist hafa komið lesendum svo á óvart að það stækkaði í hugum þeirra. Ég tel því ástæðu til að ítreka afstöðu mína í margum- ræddu deilunni um lektorsstöð- una í stjórnmálafræði. 1. Ég hef aldrei lýst yfir stuðn- ingi við nokkurn umsækjanda um lektorsstöðuna. Slíkt er ekki í verkahring mínum. Ég hef hins vegar bent á að margt, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið gagnrýndur fyrir, er hæpið, samtímis því sem ég hef sagt Olaf Þ. Harðarson vera ágætan fræðimann og farsælan kennara. 2. Ég hef gagnrýnt ásakanir í þá veru að dómnefndin um lektors- stöðuna hafi verið hlutdræg. Ég hef hins vegar bent á það að dómnefndarálitið er enginn al- gildur sannleikur og það er hægt að vera því ósammála án þess að væna dómnefndina um hlut- drægni. Það eru margar hliðar á minni 12. júlí sl. Þau rök sem færð hafa verið fyrir því að haldið var í gömlu skipunina eru ekki sannfærandi að mati mínu. 4. Ég tel það vera varasama aðferð að lýsa einstakling hæfan til að kenna framhaldsnámskeið, sem byggjast á lærdómi byrj- um þessi mál eru almennt mjög skiptar. Það er því mjög forvitni- legt að kanna hvernig dómnefnd- armenn meta doktorsritgerð Hannesar með tilliti til hæfni hans til kennslu. 5. Af framansögðu ætti að vera ljóst að ég tel það hafa verð já- Gísli Gunnarsson skrifar ,Slíkir hœfnis/vanhœfnisdómar endurspegla að mati mínufremur þröngsýna afstöðu til þekkingar og vísinda. Þetta á jafnt við um hugvísinda- og raunvísindagreinar. “ hverju máli. Meginatriðið er að dómnefnd er ekki dómstóll. Dómnefndarálit eru mjög mikil- vægar leiðbeiningar til valdhafa en ekki endanlegir úrskurðir. 3. Sú aðferð sem valin var við skipan dómnefndar skerti áhrifa- vald hennar. Ef annarri og nýrri aðferð hefði verið beitt við skipan nefndarinnar hefði álit hennar haft miklu meira vægi eins og ég benti ítarlega á í grein endanámskeiða, en lýsa síðan sama einstakling óhæfan til að kenna byrjendanámskeiðin. Slík- ir hæfnis/vanhæfnisdómar endur- spegla að mati mínu fremur þröngsýna afstöðu til þekkingar og vísinda. Þetta á jafnt við um hugvísinda- og raunvísindagrein- ar. Dómnefndin um lektors- stöðuna í stjórnmálafræði og háskólarektor eru hér á öðru máli. Skoðanir háskólamanna kvætt framlag að tveir dómnefnd- armenn voru ekki stjórnmála- fræðingar heldur lögfræðingar. Það var hins vegar óhjákvæmi- legt að benda á þversögnina í því að dómnefndarmenn, sem ekki voru stjórnmálafræðingar, skyldu gera byrjendanám í stjórnmálafræði að slíku megin- atriði í hæfnisdómnum. Ég ítreka að með þessu er ég á engan hátt að gera lítið úr heiðarleika og þekkingu þessara dómnefndar- manna. 6. Síðbúinn lestur minn á dómnefndarálitinu, sem birtist í Mbl. 16. júlí, breytir engu fyrri hugmyndum mínum um þessi mál öll. Ljóst er þannig að dóm- nefndin hefur vandað vinnu- brögð sín. Eitt atriði vekur samt nokkra furðu mína. í álitinu er sagt að „ekki er skilyrði að hafa lokið háskólaprófi í stjórnmála- fræði, en sérstök skylda hvílir samt á þeim umsækjendum sem ekki hafa lokið slíku námi, að sanna hæfni sína með ritverk- um“. í rökréttu framhaldi af þessum skilyrðum er síðan kann- að hvort umsækjendur hafi sann- að hæfni síma með ritverkum, þó með einni mikiivægri undantckn- ingu: Ekki er fjaliað um kennslu- hæfni Hanncsar Gissurarsonar í umræðunni um doktorsritgerð hans. Raunar er mjög lítið fjallað um doktorsritgerð Hannésar í dómnefndarálitinu og vísað í staðinn til þess að hún hafi hlotið „lofsamlegan vitnisburð dómn- efndar um hæfi til að gegna lekt- orsstöðu í heimspeki". 15.-17. júlí 1988 Gísli Gunnarsson Gísli er doktor í hagsögu og lektor í sagnfræði við HI. Miðvikudagur 20. júií 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.