Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 8
Myndbönd Draumur myndormsins Helgi Hilmarsson: Við teljum að rétt eins og menn vilja eiga bœkur uppi íhillu, sé alveg sjálfsagt að eiga uppáhalds kvikmyndirnar sínar íslenski myndbandaklúbbur- inn heitir nýtt fyrirtæki sem tók til starfa fyrir skömmu. Að fyrir- lækinu standa bókaforlagið Svart á hvítu, myndbandaútgáfan Bergvík og Helgi Hilmarsson, sem er framkvæmdastjóri Is- lenska myndbandaklúbbsins. - Ég hef staðið í undirbúnings- vinnunni á annað ár, segir hann, starfsemin fór í gang í apríl/ maí í ár, og við reiknum með að vera komnir með alla starfsemi í fullan gang með haustinu. Eigulegt myndefni í hillunni - Markmið félagsskaparins er að gefa út eigulegt myndefni á myndböndum, efni sem fólk gæti hugsað sér að eiga á bandi heima hjá sér til að grípa til. Við teljum að rétt eins og menn vilja eiga bækur uppi í hillu, sé alveg sjálf- sagt að eiga uppáhalds kvik- myndirnar sínar. - Til að byrja með verða myndböndin seld í verslunum, og með sölumannafyrirkomulagi, heimsóknum til fólks á vinnu- staði og í heimahús. En hug- myndin er að í haust taki til starfa klúbbur á okkar vegum, sem virki á svipaðan hátt og bóka- klúbbur, þannig að fólk geti gerst áskrifendur að því efni sem það hefur áhuga á. Þá myndum við gefa út fréttablað með því efni sem kemur út hverju sinni, og áskrifendur gætu svo valið hvaða myndband þeir vildu fá sent. Verðið verður svipað og verð á bókum, frá um 1.500 krónum upp í 4.000, í einstaka tilfellum. - Ég held að það sé þörf á svona útgáfustarfsemi hér á landi. Henni er ekki beint gegn leigumarkaðnum, heldur er hún hugsuð sem viðbót við hann. Myndbandaleigur hafa fest sig í sessi, og nú komum við með út- gáfu á efni sem fólk ætlar ekki endilega að nota sem afþreyingu eitt og eitt kvöld, heldur getur hugsað sér að eiga. Meirihluti myndanna verður þannig ekki leiguefni. - í tengslum við myndbanda- útgáfuna verðum við líka með svokallaða Sérritaröð íslenska myndbandaklúbbsins. í ágjúst kemur út hjá okkur handbók um vídeótækni. Það eru hagnýt ráð og eftirlitsatriði ætluð almenn- ingi, allir grunnþættir vídeó- tækninnar teknir fyrir, svo sem vídeótækið, myndavélin, lýsing, hljóð, klipping og eftirtökur. Síð- an er í undirbúningi önnur hand- bók, sem verður yfirlit yfir allt efni sem er fáanlegt á myndbönd- um hér á landi. Með áherslu á íslenskt efni - Við höfum skipt því efni sem við verðum með niður í fjóra flokka, það verða klassískar bíó- myndir, fræðslu- og kennsluefni, - . : HERGE ÆVÍNTÝRÍ TINNA PJARSJOÐUR RÖ6NVALÐAR RaTJÐa MFF) tSLENSKU TAL! ÍSLENSKIMYNDB, KLUBBl barnaefni, og íslenskt efni, sem við leggjum sérstaka áherslu á. Við reiknum með að barnaefnið verði allt með íslensku tali, að minnsta kosti það sem verður ætl- að þeim yngstu, þeim sem eru ólæs. íslenska efnið er sérstakur flokkur þó að í honum verði auðvitað bíómyndir, barnamynd- ir, og fræðslu og kennsluefni. En við komum til með að leggja sérs- taka rækt við þann flokk, og vera þá ýmist með efni sem við fram- leiðum sjálfir, og eins sem við dreifum fyrir aðra. - í flokknum fræðslu- og kennsluefni, eru hugsanlegir þættir frá BBC, sem Bergvík hef- ur einkaútgáfurétt fyrir á íslandi. Af því efni sem þaðan er að fá er Þjálfun heimilishunda, Saga talar inn á. Af titlunum má nefna Fjársjóður Rögnvaldar rauða og í myrkum mánafjöllum. Svo erum við komnir með eina breska fræðslumynd um flugustang- veiði, með Arthur Oglesby og fleirum, inn á hana talar Ásgeir Ingólfsson, og svo erum við líka með fjórtán myndbönd með myndum úr kvikmyndasafni Vil- hjálms og Ósvalds Knudsen, sem flestir hljóta að kannast við. Þær eru dæmi um myndir sem fjöldi fólks vill vafalítið eiga uppi í hillu hjá sér. Maður fer væntanlega ekki út á vídeóleigu til að fá lán- aða Knudsenmynd þótt mann vanti afþreyingu eina kvöld- stund, en hinsvegar væri hentugt að eiga hana þannig að hægt væri að skoða hana við tækifæri. - Sumar Knudsenmyndanna eru reyndar til á 18 tungumálum, og hefur þeim aðallega verið dreift í túristabúðir, enn sem komið er. En þessar myndir eru einnig fáanlegar með íslensku tali, og má nefna að meðal þeirra L MENNING Umsjón: Tómas Tómasson Fjársjóður Rögnvaldar rauða, er meðal mynda sem klúbburinn hefur þegar gefið út. enskra knattspyrnuliða, og þáttaröðin Saga Jarðarinnar með David Attenborough. Það kæmi líka til greina að gefa út upptökur BBC á klassískum verkum, eins og Shakespeare. Bogart og Kurosawa - Við búumst við því að byrja með klassísku myndirnar með haustinu, um leið og við tökum upp klúbbkerfið. Hugmyndin er að vera með bíómyndir frá ýms- um löndum, Hollywoodklassík, leikstjórasöfn, og leikarasöfn. Möguleikarnir eru óendanlegir, það mætti taka fyrir Hitchock, Bogart, Kurosawa, Waida, Chaplin, Eisenstein, Peter Sell- ers, Buster Keaton, Gög og Gokke, Fellini, og svo framvegis, og svo framvegis. Eins er hugsan- legt að vera með myndaröð undir heitinu Bestu myndir frá ákveðn- um tímabilum, og vera þá með flokka þar sem væru myndir eins og til dæmis Citizen Kane, og fleiri. Knudsenmyndirnar - Nú þegar höfum við gefið út sex myndbönd með ævintýrum Tinna, sem Eggert Þorleifsson sem tala inn á þær eru Kristján Eldjárn og Sigurður Þórarinsson. Þetta eru myndir eins og Þjórsár- dalur, Sogið og Fráfærur, þær eru saman á einu myndbandi, Reykjavík 1955 og Hrognkelsa- veiðar í Skerjafirði eru á öðru, og svo eru í safninu myndin um Þór- berg Þórðarson, og Halldór Lax- ness, og eldgosamyndirnar, eins og Surtur fer sunnan og Eldur í Heimaey. Þekktar laxveiðiár - Það eru fleiri verkefni í bí- gerð, það er hugsanlegt að við verðum með dreifingu á íslensk- um tónlistarmyndböndum, og svo spennandi eldra íslensku efni sem hefur kannski meira söfn- unargildi en það nýrra. Það gætu þá orðið myndir eins og Hadda Padda, og Síðasti bærinn í daln- um, svo einhverjar séu nefndar. - Svo ætlum við sjálfir að fram- leiða eins mikið og við mögulega getum. Við erum þegar byrjaðir á fimm heimildar- og fræðslu- myndum um þekktar laxveiðiár á íslandi. Það verða um klukku- stundar langar myndir, og verður fjallað um eina á í hverri mynd. Þá verða skoðaðir helstu veiði- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.