Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 9
staðir árinnar, spjallað við menn sem þekkja hana, þulur rekur sögu hennar, og svo framvegis. - Þær ár sem við tökum fyrir í sumar eru Laxá í Kjós, Miðfjarð- ará, Vatnsdalsá, og tvær ár til við- bótar, en þar sem viðræður standa enn yfir varðandi leyfi fyrir myndatöku, er rétt að upp- lýsa ekki nöfn þeirra að svo stöddu. Þeir sem vinna þetta eru meðal annarra Friðrik Þór Frið- riksson sem stjórnar upptökum, Guðmundur Kristjánsson sér um kvikmyndatöku, og Þorvarður Hafsteinsson um hljóðupptöku. Ef vel tekst til með þessar fyrstu myndir er ætlunin að framleiða fleiri slíkar á næstu árum. - Auk þessara stangveiðiár- verkefna eru í undirbúningi fram- leiðsluverkefni sem vonandi eiga eftir að verða bæði okkur og ís- Ienskri kvikmyndagerð iyfti- stöng. Eins og gefur að skilja vonumst við til að kvikmyndag- erðarmenn fagni tilkomu þessa fyrirtækis og um leið nýjum, áður illa nýtanlegum möguleika, til markaðssetningar sinnar fram- leiðslu. LG Ljóð En hitt Út er komin Ijóðabókin „En hitt veit ég“ eftir Ragnar Inga Að- alstcinsson frá Vaðbrekku. Þetta er safn kvæða sem Ragnar Ingi hefur ort á árunum 1983-1988. Bókin skiptist í tvo hluta. f fyrri hlutanum eru kvæði ort 1983- 1988, í hinum síðari er Torrek. Ragnar Ingi yrkir undir ströng- um reglum hefðbundinnar hrynj- andi og notar ljóðstafasetningar veit ég og endarím. Bókina prýða myndir Ólafs Lárussonar en auk myndskreyt- ingarinnar hannaði hann kápuna og bjó bókina undir prentun. Útgefandi er bókaútgáfan Tákn í Reykjavík. Þetta er fimmta ljóðabók Ragnars Inga en á síðasta ári kom út eftir hann kennslubók í brag- fræði fyrir byrjendur. Mark.2.14. Þegar múgsins ærsl og óp að eyrum ber, reikul bærist rótlaus þrá, og rökkva fer - vekur ugg hin innri vá sem enginn sér. Finnst mér þá úr fjarska kallað: Fylg þú mér. Myndlist Claes í vestur Kjarval í austur Nú standa yfir tvser sýningar að Kjarvalsstöðum. í austursal er sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals og stendur hún til 21. ágúst, en í vestursal sýnir sænski listamaðurinn Claes Hake og stendur sýning hans til 31. júlí. Sumarsýningar Kjarvalsstaða á verkum Kjarvals eru orðnar að nokkurskonar hefð, fastur liður á sýningarskrá. Að þessu sinni eru mörgverk ásýningunni, semekki hafa komið fyrir almenningssjón- ir fyrr. Claes Hake sýnir höggmyndir og veggmyndir unnar úr steini, gipsi og bronsi í vestursal. Um er að ræða forvitnilega sýningu; verkin eru líklega þau stærstu er nokkurn tíma hafa verið sýnd að Kjarvalsstöðum. Claes Hake er rneð fremstu myndhöggvurum Svía. Kjarvalsstaðir eru opnir dag- lega frá 14.00 til 22.00. TT Myndlist Colingwood á íslandi 1897 Myndir í eigu Þjóðminjasafns íslands I Horft til Snæfellsjökuls. Nú stendur yfir sýning á vatns- litamyndum W. G. Collingwood (1854-1932) í Bogasal Þjóðminj- asafns Islands. Ætlunin er að sýn- ingin verði uppi til loka septemb- crmánaðar, og er hún opin á venjulegum opnunartíma safnsins, alla daga frá klukkan 11 til 16, nema mánudaga. Kristján Eldjárn gerði grein fyrir ævistarfi Collingwoods í sýn- ingarskrá fyrstu Collingwood- sýningarinnar hérlendis sem upp var sett í Þjóðminjasafninu 1962 og hér á eftir fer hluti þess sem Kristján reit. „William Gershom Collingwo- od fæddist í Liverpool á Englandi 1854, og var faðir hans kunnur landslagsmálari. Collingwood menntaðist í Oxford og nam heimspeki og fagurfræði, en að háskólanámi loknu stundaði hann nám í málaralist um nokk- urra ára skeið hjá hinum kunna franska málara Legros. Á háskó- laárum hreifst Collingwood mjög af kenningum fagurfræðingsins Johns Ruskins og ferðist sam- starfsmaður hans og einkaritari. Settist hann þá að í Vatnalöndum á Mið-Englandi með fjölskyldu sinni og átti þar heima til æviloka. Collingwood andaðist 1932. W.G. Collingwood var mjög fjölhæfur og afkastamikill lista- maður og fræðimaður, og fléttast þessir tveir þættir saman í ævi- starfi hans. Hann ritaði mikið um heimspeki og fagurfræði, en hug- ur hans beindist snemma að sögu- legum og menningarsögulegum efnum, og kom þá kunnátta hans í teikningu og málaralist að góðu gagni. Collingwood skrifaði nokkrar sögulegar skáldsögur, en meira er þó vert um rannsóknir hans á fornminjum Vatnalands- ins og uppdráttum þeim, er hann gerði af fjölmörgum steinkross- um og minningarmörkum frá því fyrir daga Normanna á Englandi. Collingwood vann geysimikið starf fyrir fornfræðafélagið í Cumberland og Westmoreland og gerðist manna fróðastur um fornminjar þessara héraða frá engilsaxneskum tíma og víkinga- öld. Þessar rannsóknir hlutu að leiða til kynna af íslenskum forn- bókmenntum, en við það vakn- Miðvlkudagur 20. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9 aði áhugi Collingwoods á íslandi og löngun hans til að sjá landið og sögustaðina eigin augum. ís- iandsferð hans sumarið 1897 var þannig bein afleiðing af rann- sóknum hans á fornleifum í heimalandi sínu. Til íslands kom Collingwood í för með dr. Jóni Stefánssyni. Þeir ferðuðust um alla helstu sögu- staði á Suður- og Vesturlandi og í Húnavatnssýslu, og Collingwood málaði um 300 vatnslitamyndir frá þessum stöðum. Eru þær upp- istaða í bók þeirra félaga „A Pil- grimage to the Sagasteads of Ice- land“, sem út kom í Englandi 1899. Myndir þessar eru merkileg menningarsöguleg heimild, auk þess sem þær sýna, hvernig list og fræðimennska haldast í hendur hjá höfundinum." Myndirnar sein eru á sýning- unni hefur Þjóðminjasafnið þeg- ið að gjöf frá mörgum velunnur- um safnsins en meginuppistaðan eru myndir sem Mark Watson gaf safninu, alls 163 vatnslitamyndir, en nú á safnið liðlega 200 Collingwood-myndir. Laugar í Sælingsdal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.