Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 2
Kjarasamningar Ekki misgengi á árinu Þröstur Ólafsson: Töldum að samið vœri um að lánskjara- vísitala og laun héld- ust í hendur Við töldum okkur vera að semja um, að lánskjaravísi- taia og laun héldist nokkurn veg- inn í hendur, alla vega út þetta ár, en gerðum okkur Ijóst að tíminn frá áramótum til mars á næsta ári er óverðtryggður, sagði Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, er hann var inntur eftir því hvort við gerð kjara- samninga í vor hefði verið reiknað með því 10% misgengi, sem nú er spáð á samningstíman- um. - Við vissum alltaf um 6% gengisfellinguna og að hún yrði óbætt. Það var það eina sem við sömdum um, sagði Þröstur. Hann taldi að þessi spá myndi ekki ýta undir aðgerðir til höfuðs bráðabirgðalögunum, þar sem ekkert hefði reynt á þau enn. - Það verður að sýna sig hvort reynir á þau 1. nóvember. Menn spá því að vísitalan fari þá yfir strikin í Akureyrarsamningun- um. Enn hafa lögin ekki komið í veg fyrir að greitt sé samkvæmt samningum. mj Alþýðuflokkurinn Áfram í stólunum Einhugur áflokks- ráðsfundi um áfram- haldandi stjórnarsetu - Það var samdóma álit manna á þessum fundi að Alþýðuflokk- urinn ætti að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Okkar ráð- herrar eiga ennþá mörg verk óunnin og það er ekki að sjá að stjórnarandstaðan hafi uppá mikla valkosti að bjóða, segir Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins, um umræður á flokksráðsfundi Alþýðuflokksins í fyrrakvöld. A fundinum var m.a. ákveðið að flokksþing Alþýðuflokksins verði haldið dagana 7.-9. október n.k. -Ig. FRETTIR Sómabátar 1500 sjómflna sigling Tveir Sómabátarfara á sjávarútvegssýninguíNuuk. Þrír menn íáhöfn á hvorum bát Igær lögðu tveir Sómabátar upp í hættusiglingu til Grænlands þar sem þeir verða afhentir nýj- um eigendum á sjávarútgs- sýningunni í Nuuk, síðar í þessum mánuði. Leiðin sem bátarnir fara er 1500 sjómflur og siglingin fyrir suðurodda Grænlands verður hættuleg þar sem mikið erum rekís og oft er mjög stormasamt á þessum slóðum. Fullhugarnir sem fara í þessa siglingu eru þrír á hvorum báti og verður fylgst með ferðum þeirra úr lofti. Helgi Jónsson hefur tekið að sér að lóðsa bátana í gegnum ísinn en hann er nú um 6/10 að þykkt. Amaq og Heidi eru nöfn bát- anna. Þeir eru af Sóma 800 gerð og em 7,98 m að lengd, 2,68 m að mestu breidd og vega 2.400 kfló. Sex sýlindra vél er í bátunum og hámarksganghraði þeirra er 30 hnútar á klst. Rými fyrir afla er tveir og hálfur rúmmetri og elds- neytisgeymar taka 470 lítra. Þessi erfiða siglingaleið verður að teljast mikil þoiraun fyrir bátana. Má því segja að jómfrú- arsigling þeirra eigi að sanna hve vel þeir henti á þessum slóðum ef allt fer að óskum. Sjávarútvegssýningin í Nuuk er sú fyrsta sinnar tegundar á Grænlandi og verður hún haldin dagana 28.-31. júlí. Þar verða tæplega 40 íslensk fyrirtæki með vörur sínar og þjónustukynningu fyrir sjávarútveg, allt frá nærfö- tum upp í flókinn rafeindabúnað og skip. Þarna verður um lang- öflugustu þátttöku íslendinga í vörusýningu erlendis að ræða hingað til. Bátasmiðja Guðmundar hefur nú selt um 200 Sómabáta hér á landi og Færeyingar hafa sýnt þeim mikinn áhuga eftir að farið var með þá í sýningarferð þangað í fyrra. Þar hefur nú verið opnað útibú frá Bátasmiðju Guðmund- ar og um þessar mundir er verið að afhenda fyrstu bátana sem smíðaðir eru þar. -gís. Sómabátarnir Amaq og Heidi skömmu áður en þeir lögðu upp í hættuför sína til Grænlands. Mynd Sig. Vaxtöflurnar Oskiljanlegur lexti Eg hef fengið tvær myndir af þessum vaxtöflum en mér hef- ur ekki tekist að lesa texta þeirra í samhengi. Af stökum orðum sem unnt er að greina má þó ráða á hvaða tungumálum þær eru og ekki er ólíklegt að á einni þeirra sé uppkast af sendibréfi, sagði Stef- án Karlsson handritafræðingur sem hefur haft það verk með höndum að rýna í textann á vax- töflum þeim sem fundust í Viðey í fyrrasumar. Von á betri myndum innan tíðar. Vaxtöflurnar hafa nú verið í forvörslu síðan í fyrra en því verki mun ljúka innan skamms og verða þá nýjar myndir teknar af þeim og sendar handritasérfræð- ingum. Stefán sagðist engu lofa um hvort hægt yrði að lesa tex- tann af þeim myndum og sagðist ekki vera neitt sérstaklega bjart- sýnn í því máli. Margrét Hallg- rímsdóttir, fornleifafræðingur sagði hins vegar að nýju myndirn- ar yrðu mun skýrari en hinar gömlu og taldi góða möguleika á því að hægt væri að lesa úr textan- um. Vaxtöflurnar sem eru frá 15. eða 16. öld hafa líklega verið not- aðar sem nokkurskonar minnis- blokkir, textinn þurrkaður út og skrifað aftur og aftur ofan í þær með oddhvössum stfl. Stefán segir að það gerði sitt verk erfið- ara að það væri margbúið að skrifa í töflurnar og ekki alltaf þurrkað vel út á milli. Bolungarvík Herinn ógnar vatnsbólinu Bolvíkingar hóta að stöðva framkvœmdir við vegalagningu íHlíðar- dal ef utanríkisráðuneytið segir ekki hvernig það hyggst bœta þann skaða sem orðið hefur á vatnsbóli bœjarbúa vegna vegalagningar hersins Framkvæmdir hersins við veg- alagningu í Hlíðardal, þvert yfir vatnsöflunarsvæði Bolvík- inga, hafa mengað vatnsbólið og eyðilagt vatnsöflunina. Bæjar- yfirvöld hafa farið fram á skýr svör hjá Varnarmálanefnd utan- ríkisráðuneytisins um hvernig ráðuneytið hyggst bæta skaðann, en engin svör fengið. í byrjun þessa mánaðar var málið komið á það alvarlegt stig að bæjaryfir- völd gripu til þess ráðs að hóta stöðvun allra frekari fram- kvæmda við veginn tímabundið. Að sögn Ólafs Kristjánssonar er ljóst að framkvæmdimar við veginn hafa skapað meiri meng- un en menn óraði fyrir. „Við erum mjög óhressir með seina- ganginn hjá ráðuneytinu og orðn- ir afar óþolinmóðir." í fyrravetur varð vart vatns- skorts í ákveðnum hverfum bæjarins og er talið víst að hann stafaði af framkvæmdunum við veginn. Vatnsveitan í Bolungar- vík safnar saman yfirborðsvatni í Hlíðardal en vegurinn sker svæð- ið í sundur. Þá hefur orðið meira jarðrask í dalnum en fyrirhugað var, þar sem minna hefur verið keyrt að af efni en upphaflegt út- boð gerði ráð fyrir. Til þess að tryggja að ekki yrði vatnsskortur í haust aftur var haft samband við utanríkisráðuneytið í marsbyrjun. Lítil sem engin við- brögð urðu frá ráðuneytinu. 5. júlí sl. greip bæjarráð til þess ráðs að samþykkja að lokun á vegarf- ramkvæmdum yrði íhuguð tíma- bundið vegna þess dráttar sem orðið hefði á tillögugerð frá ráðu- neytinu um úrbætur á vatnsbó- hnu. Ólafur segist hafa sent varn- armálaskrifstofunni harðort bréf í framhaldi af því og þá hafi verið sendur vestur verkfræðingur frá skrifstofunni. Vegna þess að ekk- ert gerðist í málinu lét Kristinn H. Gunnarsson, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í bæjarráði bóka á fundi bæjarráðs á þriðjudag að nú sé tímabært að stöðva fram- kvæmdir. Meirihlutinn í bæjar- ráði féllst hinsvegar ekki á það. Kristinn sagði að ítrekað hefði verið gengið eftir því til hvaða ráðstafana ráðuneytið hyggðist grípa en viðbrögð hefðu ekki ver- ið nein, fulltrúar Vamamála- skrifstofunnar hefðu jafnvel haldið því fram að vegarlagningin ætti engan hlut að máli hvernig komið væri vatnsmálum Bolvík- inga. Kristinn sagði að verulegur urgur væri í heimamönnum vegna þessa máls og að meirihlut- anum yrði varla vært ef hann ætl- aði að hiksta á því að standa við hótunina um að stöðva fram- kvæmdir. Þorsteinn Ingólfsson, hjá Varnarmálaskrifstofunni, sagði að unnið væri að lausn þessa máls og að viðræður væru í gangi við heimamenn. Hann sagði að þeirri spurningu hefði ekki enn verið svarað hvort vegaframkvæmdirn- ar ættu þarna hlut að máli, eða hvort ástæðurnar væru aðrar. Ólafur Kristjánsson sagði að ýmsar lausnir væru á þessu og ein væri sú að reisa vatnsmiðlunar- tank, en áætlaður kostnaður við það er 18 miljónir króna. Þá kem- ur til greina að ná í vatn í Syðridal þar sem Fossárvirkjun er stað- sett. „Við erum orðnir mjög óþreyjufullir eftir svörum frá utanríkisráðuneytinu því lausn verður að fást fyrir veturinn." -Sáf Flugráð Varaflugvöll á Egilsstaói Herinn ekki inní myndinni. Kostnaður lOOmiljónir. Flug- braut á Sauðárkróki malbikuð Flugráð leggur til að varaflug- völlur verði reistur á Egilsstöð- um. Samþykkt flugráðs gerir ráð fyrir að flugbrautin á Egilsstöð- um verði 2400 metrar, en nú er verið að leggja þar 2000 metra langa flugbraut. Að sögn Kristins H. Gunnars- sonar, varamanns í flugráði var samstaða í ráðinu um þessa niðurstöðu. Hann sagði að mjög fljótlega eftir að ráðið fór að skoða þetta mál, hafi verið ákveðið að herinn yrði ekkert inn í myndinni, heldur væri eingöngu miðað við varaflugvöll fyrir milli- landaflug. Þorsteinn Ingólfsson, hjá Vamarmálaskrifstofunni, sagði að varaflugvöllur fyrir herinn hefði ekki verið til umfjöllunar hjá Varnarmálaskrifstofunni lengi. Hann sagði að afstaða Bandaríkj amanna hefði ekki ver- ið könnuð nýlega en næsta skref yrði að ræða þetta í ríkisstjórn- inni. Framkvæmdir við Egilsstaða- flugvöll vegna 400 metra len- gingar munu kosta um 100 milj- ónir króna. Þá leggur Flugráð til að flugvöllurinn á Akureyri verði notaður sem. varaflugvöllur þar til Egilsstaðaflugvöllur verður til- búinn, en það er í fyrsta lagi árið 1991. Einnig er lagt til að flug- völlurinn við Sauðárkrók verði malbikaður og að þar verði 2000 metra löng flugbraut einsog á Akureyri. Ríkisstjómin mun fjalla um skýrslu flugráðs á fundi sínum næsta þriðjudag. -Sáf 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.