Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 23. júlí 166. tölublað 53. árgangur Bílainnflytjendur hafa varla átt fegurri stundir en í bílakaupa- æöinu síðustu misseri. Nú eru blikur á lofti, fjárfestingarnar hafa verið miklar og fjármagnskostn- aðurinn geysilegur, útþenslu- draumarnir of stórir. í bílabransanum Veltir valt í gœr, fleiri gœtu fylgt á eftir Stjórnendur Daihatsu um- boðsins, Brimborgar hf., skrif- uðu undir kaupsamning í gær um að kaupa fyrirtækið Velti hf. Þetta þykja nokkur tíðindi í bfla- viðskiptunum því fyrirtækið Veltir hafði fengið orð á sig fyrir að vera vel rekið og stöndugt fyr- irtæki. Tap þess var þó orðið á annað hundrað milljónir króna þegar lífdögum þess lauk í gær samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum blaðsins. Meira hangir þó á spýtunni en þetta eina fyrirtæki því eftir því sem Þjóðviljinn kemst næst hrjáir rekstrarvandi fleiri bílaumboð þessa dagana. Haldnar eru út- sölur á fleiri hundruð nýjum bíl- um og þeir afhentir kaupendum á uppboðsverði. Forsvarsmenn þessara umboða segja að verið sé að rýma fyrir nýjum árgerðum og að þetta sé ódýrasta lausnin við að losa sig við bílana. Fólk getur sótt þá óskráða, óryðvarða og ó- þrifna fyrir skít og ekki neitt. Að sögn þeirra sem gerst vita er harla ólfklegt að vel rekin um- boð með þokkalega greiðslu- stöðu geti leyft sér þvíumlíkt. Þau fyrirtæki sem helst er talið að séu í erfiðleikum þessa daga eru Bfla- borg, Jöfur og Egill Vilhjálms- son. Ástæðurnar eru fyrst og fremst offjárfesting og sölutregða eftir gengisfellingarnar og efna- hagsráðstafanirnar. Sjá síðu 3 Sveitarfélög Stórfé hjá ríkinu? Líkur á að sveitarfélögin eigi stórfé íríkissjóði. Vaxtalaust út árið Sveitarstjórnarmenn telja lík- legt að sveitarfélögin eigi talsvert fé inni hjá ríkissjóði, þar sem starfsmenn fjármálaráðuneytis- ins segja innheimtu mjög góða, en peningarnir frá ríkissjóði tií sveitarfélaga eru hinsvegar af skornum skammti. Til Siglufjarðar eiga sam- kvæmt áætlun að fara 73 milljónir gegnum ráðuneytið, en bæjar- stjórinn þar telur að hin raun- verulega tala verði um 90 milljónir. Þeir fjármunir sem rynnu til sveitarfélaganna að loknu uppgjöri í árslok standa vaxtalausir út árið. Sjá síðu 3 Heilsufar Vinnustreita allt að drepa Lánskjaravísitalan Rauðu strikin standa' Steingrímur hervœðist gegn Jóni Sig og kó Steingrímur Hermannsson segir að laun á íslandi séu vísi- tólutryggð. Rauðu strikin í samn- ingunum séu enn í fullu gildi. Hann segir að misgengi launa og verðlags verði ekki þolað og segir verðtryggingarnefnd hafa brugð- ist hlutverki sínu. v Sjá síðu 3 Landlceknir: Streita og vinnuþrœlkun helst í hendur „Samfara miklu vinnuálagi hefur vinnustreita aukist gífur- lega og margs konar sjúkdómsá- stand fylgt í kjölfarið," segir í ný- útkomnu riti Landlæknisembætt- isins, en það nefnist Mannvernd í velferðarþj óðfélagi. Ólafur Ólafsson, landlæknir, kynnti ritið í gær og talaði af því tilefni tæpitungulaust um hvar það þjóðfélag væri á vegi statt sem gerði þegnum sínum að eyða sífellt lengri tíma við vinnu til að sjá sér og sínum farborða. Sjá síðu 5 Ægilegir mannætusvertingjar. Aldrei til nema fyrir tilverknað ímyndunaraflsins. Goðsögur Mannætumar aldrei til -5 Senrjilega hefur mannát aldrei verið stundað reglulega nema í hugarheimi mannskepnunnar, segja fræðimenn. Við getum varla ímyndað okkur verri ver- knað eða ógeðslegri, - en hugs- um hann fyrst og fremst upp sjálf. Skrýtin skepna, mannskepnan. Sjá Sunnudagsblaðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.