Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.07.1988, Blaðsíða 7
INNSYN Ohlýðni við ráðherra? Imaí vísaði ríkisstjórnin vandamálunum ínefnd. Nú leggur nefndin til að ekkert verði gert. Er nóg að hrópa á slökkvilið í fjölmiðlum? Leiksýningin heldur áframþótt áhorfendur verði sparari á klappið STJÓRNARTtoWDJ.A„l 1988 20. mai 1VH8. bráoabirgðalög um síterHir i .»Wmíl,m' HAKniiAFAHVAUJsroxs^* ' —"1VT ■ AlbinSÍÍOH fotMiti íórœlisrtM*'"'' ,0'“" *am'"”ðS A’Þ ‘ * 8 . r,vi,s,l6rnln ha(i «**»» *»í"r 1 *—■*'**,a"Ml,ídr8 .i -.i*,. U,„n. „.„HHlaxur oi ‘ ^ pitdandi kjMayaino.oguin sUUuJmm. Ji j septembcr 19SH skulu t-u, Ukun M 3i- ‘tes^JrJ?7hSi«n * vítnubilinu fri M sem kann að vanu a J-'- KS,ð scm kann að vania a 1 * ■** ^szgsx ssns* ■- r°- " ginínur «W« < sam™'"ínr »S"l’n««* “'*öum •w*-‘M'" Fjí[te„, itl"° ,ak” tX'i"’ cr fyrir um i I -mgt -1-K»- ^ ^ meira en pcmir « i- m*T* l,fc ™BKSsa ^ .«2^ " !<■-** fÉSÉÍ íss' r^. ■*>■• ísst ™!*i“to"ÍÍl*rHIto,í„ Ósköp er tíminn fljótur að líða. Fyrr en varir er morgundagurinn orðinn að deginum í dag og enn verður að fresta öllum þeim góðu verkum sem menn vilja svo gjarnan vinna til heilla landi og lýð. Þetta hefur margur maður- inn mátt reyna, þar á meðal ráð- herrar okkar. Um miðjan maí grúfði ríkisstjórnin sig yfir línu- rit, töflur og greinargerðir meðan annað fólk teygaði að sér vorilm- inn og lét sólskinið létta sér lund. Ráðherrarnir voru að leggja drög að efnahagsráðstöfunum sem birtust svo landslýð með bráða- birgðalögum þann 20. maí. Málinu vísað í nefnd í tímaþröng er erfitt að sjá við öllu og því var ekki að undra þótt landsfeðurnir þyrftu að skjóta sumum úrlausnarefnum á frest og láta þau bíða þess morgundags þegar menn taka sér tak og ljúka öllum knýjandi verkefnum. Vissulega voru sumir dálítið hissa á því hvaða verkefni voru látin bíða því að mörg þeirra, eins og t.d. hár fjármagnskostnaður, höfðu sumir ráðherrar sagt að þyldu enga bið, Róm brynni og þann eld yrði að kæfa. En skýr- inga var talið að leita mætti í þeirri staðreynd að á vegum ríkis- stjórnarinnar starfaði sérfræð- inganefnd sem hafði m.a. það á sinni könnu að skoða verðbóta- mál. Mörgum veigainiklum mál- um var einfaldlega vísað til þess- arar nefndar. Það var hlýtur að hafa verið ráðherrunum nokkur styrkur að geta bent á nefndina. Það getur ekki verið létt verk að tilkynna landslýð að búið sé að banna launahækkanir og að með lögum hafi samningsréttur launþega verið afnuminn. Þó að fólk sé eina ferðina enn brýnt með nauð- syn þess að ná niður verðbólgu, er næsta víst að bráðabirgðalög, sem hafa áhrif á nýgerða kjara- samninga, kalla á spurningar um hvort ekki eigi að gera eitthvað í verðlagsmálum. Launafólk vill vita hvort stjórnvöld ætli sér ekki að setja einhverjar skorður við hækkunum á vöru og þjónustu, hvort fjármagnseigendur fái endalaust að hækka gjald fyrir út- leigu á peningum eða hvort vextir verði kannski lækkaðir áður en fjölmörg fyrirtæki í frumfram- leiðslu er komin á hausinn og drjúgur hluti alþýðufólks búinn að missa eigur sínar í hendur okr- ara. Láglaunabætur Ef til vill hefur það glatt ein- hverja að jafnframt því að ríkis- stjórnin bannaði kjarasamninga með lögum gaf hún út yfirlýsingu með fögrum fyrirheitum um að þau verk sem hún gæti sökum tímaskorts ekki unnið í dag myndi hún að sjálfsögðu vinna á morgun. Þar voru boðaðar að- gerðir til að verja kaupmátt lægstu launa og draga úr launa- mun: „Ákvörðun um láglaunabætur og afnám vísitöluviðmiðana í kjarasamningum verður tekin í tengslum við niðurstöður nefnd- ar sem fjallar um verðtryggingu fjárskuldbindinga, lánskjaravísi- tölu og lækkun vaxta af verð- tryggðum lánum, og kemur til framkvæmda samtímis." En það var ekki bara ákvörðun um láglaunabætur sem átti að bíða þess að verðtryggingar- nefndin lyki störfum og var hún beðin að gera svo vel að skila af sér ekki seinna en 1. júlí. í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar sagði: Misgengi launa og lánskjara „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að komið verði í veg fyrir mis- gengi launa og lánskjara og hefur falið nefnd sem fjallar um fyrir- komulag á verðtryggingu fjár- skuldbindinga að skila tillögum hvernig þessu markmiði verði náð.“ Ráðherrarnir hefðu vart getað verið skýrmæltari. Þeir vilja ekki að verðtryggð lán hækki umfram almennar hækkanir á launum. Nefnd, sem er á launum hjá ríkis- sjóði, er falið að gera tillögur um hvernig ná skuli þessu markmiði. Og hvað gerir nefndin? Víkst hún ekki vel undir þessa bón vinnu- veitanda síns? Þann 15. júlí, hálfum mánuði eftir að nefndin átti að skila af sér, leggur hún fram þykka skýrslu. Hún hefur m.a. athugað hvort hætta sé á því að lánskjara- vísitala og þar með verðtryggðar skuldir hækki meira en almenn laun á gildistíma bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar. Jú, ef ekkert er að gert „má ætla að lánskjara- vísitalan hækki um 10% umfram laun á þessu tímabili." Nefndin getur ekki mikið að því gert, hennar verk var að gera tillögur um hvernig koma mætti í veg fyrir slíkt misgengi. Hvar eru tillög- urnar? Skemmst er frá því að segja að nefndin gerir engar tillögur um hvernig náð verði því markmiði ríkisstjórnarinnar frá 20. maí s.I. að koma í veg misgengi launa og lánskjara. Aftur á móti má í skýrslu nefndarinnar finna hug- leiðingar um að fyrirsjáanlegt misgengi verði ekki jafndjöful- legt og skuldugir launamenn máttu búa við á upphafsárum ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar 1983-84. Fékk nefndin kannski nýtt er- indisbréf? Ljóst er að hún fram- fylgdi ekki fyrimælum atvinnu- rekanda síns frá því í maí. Von- andi að enginn verði hýrudreg- inn. Afnám verð- tryggingar Frægt er orðið að nokkrum dögum eftir setningu bráðbirgð- alaganna þann 20. maí voru sett enn ný lög til að afturkalla að miklu leyti ákvarðanir um afnám verðbóta á fjárskuldbindingar til skemmri tíma en tveggja ára. En ráðherrar höfðu látið í það skína að þeir hefðu nú svo sem ýmislegt fleira á prjónunum og gáfu verð- tryggingarnefndinni eftirfarandi fyrirmæli: „Nefnd, sem fjallar um verð- tryggingu fjárskuldbindinga, hef- ur verið gert að skila tillögum um frekari áfanga í afnámi verð- tryggingar þar sem m.a. verði höfð hliðsjón af verðlagsþróun." Hér er ekki töluð nein tæpi- tunga, nefndinni er gert að skila tillögum og ekkert múður. En hvað skyldi nefndin hafa gert í málinu? í skýrslu sinni segir hún það sína skoðun að rétt sé að bíða með frekari áfanga við afnám verðtryggingar uns jafnvægi hef- ur náðst á fjármagnsmarkaðnum. Það er að sjálfsögðu gott og bless- að að nefndarmenn skuli ekki setja ljós sitt undir mæliker og segi hátt og snjallt hverjar skoð- anir þeirra eru, en það ætti ekki að koma í veg fyrir að þeir ynnu sitt verk. Nefndinni hafði „verið gert að skila“ tillögum. Skemmst er frá því að segja að nefndin lætur það alveg vera að sinna kvabbi ráðherranna og skilar engum tillögum. Ekki hef- ur verið gerð grein fyrir því hvers vegna nefndin valdi þennan kost en í skýrslu hennar má lesa eftir- farandi: „Ljóst er að verðtryg- ging fjárskuldbindinga snertir mikla hagsmuni. Um er að ræða hagsmuni lánastofnana og ekki síður hagsmuni sparifjáreigenda í landinu.“ Tónninn er ekki sá sami og þegar rætt er um launa- menn sem mega una því að næsta vor hafa skuldir og afborganir hækkað 10% umfram laun. Leiksýning eða kabarett Nú er tyennt til: Annaðhvort akta embættismenn ekki hæst- virta ráðherra og dettur ekki í hug að láta hjalið í þeim trufla sig eða þjóðinni hefur verið boðið á langdregna leiksýningu sem ekki er alveg ljóst hvernig endar. Vissulega er gott að embættis- menn sýni stundum frumkvæði. En þrátt fyrir allt eru það alþing- ismenn og þar með ráðherrar sem almenningur hefur valið til að marka stefnu. Auðvitað þurfa þeir hjálp embættismanna en aldrei á að vera neinn vafi á því hver ber ábyrgðina. Viðbrögð Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra benda reyndar tæpast til þess að nefndarmenn hafi talið sig vera að hafa vit fyrir ríkisstjórninni. Ráðherrann hef- ur þvert á móti lýst yfir mikilli ánægju með starf nefndarinnar. Hitt er miklu líklegra að hér sé áferðinni hluti af þeirri furðulegu leiksýningu sem ráðherrar hafa verið að sýna á fjölmiðlasviðinu undanfarna mánuði. Hún fjallar um það að í raun og veru séu allar slæmar uppákomur í þjóðarbú- skapnum hverjum einstökum ráðherra óviðkomandi, þeir hafi haft hugmyndir um að koma mætti hlutunum öðru vísi fyrir en því miður hafi þeirra sjónarmið orðið undir. í þessu stykki fá per- sónulegir leikhæfileikar mjög að njóta sín og það verður að viður- kennast að ráðherrarnir standa sig mjög misvel á sviðinu. Nær allir gagnrýnendur eru þó sam- mála um að túlkun og innlifun Steingríms Hermannssonar sé í sérflokki. í hálft ár hefur hann linnulítið hrópað að einhverjir séu búnir að kveikja í og að það þyrfti nú endilega að fara að kalla á slökkviliðið. Sannfæringar- krafturinn virðist aldrei bregðast honum á sviðinu. Gamlar lummur í maí var ríkisstjórnin einhuga um að setja bráðbirgðalög um bann við kjarasamningum og af- nám rauðra strika. Ráðherrarnir reyndu eftir mætti að finna ein- hverja leið til að koma fram í fjöl- miðlum, benda á sessunauta sína og segja: „Það voru þeir sem vildu þetta endilega, ég var nú eiginleg alltaf á móti því“. Þegar þeir fundu að almenningur yrði aldrei til í að fría einhvern þeirra við ábyrgð af bráðabirgðalögun- um, brugðu þeir á það ráð að lofa upp í ermina á sér. Að sjálfsögðu var bindandi að festa loforðin í texta bráðabirgðalaganna og var borið við að tímaleysi kæmi í veg fyrir slíka lagasmíð. Sú handhæga leið var valin að vísa því, sem í gríni var af sumum kallað ágrein- ingsmál, í nefnd. Svo heppilega vildi til að viðskiptaráðherra hafði einmitt á takteinum réttu nefndina, verðtryggingarnefnd- ina. Skilaboðin til almennings voru því á þessa leið: Hafið ekki áhyggjur. Við vitum vel að eldur er laus og munum að sjálfsögðu slökkva hann. Við ætlum bara að leyfa þessari ágætu nefnd, sem við eigum, að fjalla um málið. Verið þið alveg róleg. Og nú er nefndin búin að skila af sér. Hún vill ekkki gera neinar tillögur því að hún telur að ekkert eigi að gera. Framhaldið þekkja allir: Lítils háttar nöldur íTíman- um og svo verður kannski ein- hver hvalablástur í öðrum fjöl- miðlum að loknum árang- ursríkum laxveiðum. Síðan ekki söguna meir. Ósköp væri nú gaman að fá nýtt stykki á fjalirnar. ÓP Laugardagur 23. júlf 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.