Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 3
SKÁK Speelman gœti komið á óvart Jon Speelman með gleraugu af þykkari gerðinni. Ljósm.: C. Jaeg. Enski stórmeistarinn Jon Speelman kom mjög á óvart í áskorendakeppninni í Saint John í vetur er hann vann bandaríska stórmeistarann Yasser Seirawan með mikl- um yfirburðum, 4:1. Fyrirfram var bandaríkjamaðurinn álitinn sigurstranglegri enda lét hann ekkerttækifæri ónot- aðtil að skýrafráfyrirætlún- um sínum þ.e. að vinna réttinn til að skora á Kasparov heimsmeistara. Seirawan er tvímælalaust geysiöflugur stórmeistari en virðist ofmeta styrk sinn. Að því leytinu til er hann andstæða Speelmans sem kvaðst aðspurðurekki gera sér neinar grillur út af þessari keppni, hann ætti hvort eð er enga möguleika á því að verða heimsmeistari. Kannski er þetta hið rétta hug- arfar. Speelman mætir landa sínum Nigel Short í næstu hrinu áskor- endakeppninnar. Short er nú í 3. sæti á heimslistanum en Speel- man í fimmta sæti. Englendingar binda miklar vonir við Short og þykir hábölvað að hann skuli tefla við þennan landa sinn sem einlægt kemur á óvart með óvæntri frammistöðu. Sálfræði- lega séð er staða Speelmans erf- ið, hann elur ekki með sér vonir um heimsmeistaratign, en gæti orðið til þess að skemma fyrir Short sem á raunhæfa möguleika. Nefna má að aðstoðarmaður hans í Saint John, enski alþjóða- meistarinn Watson, mun láta af því hlutverki vegna vinskapar við Short. Góðkunningi okkar ís- lendinga, John Tisdall mun fylla skarð Watson, en aðstoðarmaður Shorts verður sem fyrr John Nunn. Speelman er með frumlegri skákmönnum og þræðir sjaldnast troðnar slóðir. Mönnum lék nokkur forvitni á þvf að vita hvernig honum tækist upp með svörtu gegn Garrí Kasparov á heimsbikarmótinu í Belfort í Frakklandi. Þar tók hann þá skynsamlegu stefnu að láta allar hefðbundnar byrjanir lönd og leið, fékk góða stöðu og lenti heimsmeistarinn í mesta basli, tapaði peði og var á tímabili tveimur peðum undir. Með ná- kvæmri taflmennsku tókst hon- um þó að rétta sinn hlut. Þetta var ein af skemmtilegri jafnteflis- skálum í Belfort: 6. umferð: Garrí Kasparov - Jon Speelman Enskur leikur 1. dr d6 (Gefur kost á Pirc-vörn en Kasp- arov er ekki mikill kóngspeðs- maður.) 2. c4 e5 3. Rf3 e4 4. Rg5 Rf6 (hér kemur einnig til greina að leika 4. .. f5.) 5. Rc3 Bf5 6. g4 Bxg4 7. Bg2 Be7 8. Rgxe4 Rxe4 9. Bxe4 c6 10. Dd3 (Með hótuninni 11. Bxh7 g6 12. Bxg6! o.s.frv.) 10. .. Bh5 11. Dh3 Bg6 12. Bxg6 fxg6 (í framhaldinu tekst Speelman að notfæra sér alla þá kosti sem tví- peðið hefur s.s. hálfopna f-línu. Hér hefðu margir ugglaust leikið 13. De6 sem leiðir fljótlega til drottningaruppskipta og heldur þægilegri stöðu á hvítt en Kaspar- ov er lítið fyrir að skipta upp á drottningum svo snemma tafls.) 13. Bf4 0-0 14. e3 Ra6 (Taflmennska Speelmans í næstu leikjum er afar markviss.) 15. 0-0-0 Rc7 16. Kbl a6 17. Re4 g5 18. Bg3 De8! 19. Kal Dg6 20. Dg2 Re8 21. Hdgl b5! (Það er ljóst að svartur hefur hrifsað til sín frumkvæðið. Hann hefur visst frumkvæði á báðum vængjum.) 22. c5 dxc5 23. Rxc5 Bxc5 24. dxc5 Hd8 25. h4 gxh4 26. Hxh4 (Vitaskuld ekki 26. Bxh4 hdl + ! og vinnur. Ófáir sterkir skák- menn hafa fallið í gildru af þessu tagi.) 26. .. Hd2 27. Hd4 He2 28. Dhl (Ekki beint fagur leikur en 28. Df2 með hugmyndinni 28,... Dc2 29. Dcl strandar á 28. .. Hxe3!) 28. .. Dc2 29. Hbl Dxc5 30. De4! (Svartur hefur unnið peð en hvít- ur náð að bæta vígstöðu drottn- ingarinnar og náð nokkrum kóngssóknarfærum.) 30. .. Rf6 31. De6+ Kh8 32. Be5 h6 (Alls ekki 32. .. He8 33. Bxf6! og vinnur.) 33. Hhl Hxf2 HELGI ÓLAFSSON (Enn tapar 33. .. He8: 34. Hxh6+! o.s.frv.) 34. a3 (Hvítur er tveim peðum undir en getur leyft sér að lofta út því mót- vægi hans, sem felst í stöðugum hótunum gegn kóngi svarts, næg- ir til að halda taflinu.) 34... Dc2 35. Hdh4 Dg6 36. Dxc6 Df5 37. Hf4 Hxf4 38. exf4 Kh7 (Staðan hefur róast og Kasparov látið af þeim fyrirætlunum sem áður hrelldu Speelman.) 39. Hgl Hf7 40. Dxa6 b4 41. Dc4 ( Ekki 41. axb4 De4 með hótun- inni 42. .. Ha8og42. .. Dxhl + .) 41. .. Rd7 - Speelman bauð jafntefli eftir að hafa leikið og Kasparov sættist á skiptan hlut. 42. Dxb4 Rxe5 43. fxe5 He8 leiðir til hnífjafnrar stöðu. Babýlonslurn Evrópubanda- lagsins í Evrópubandalaginu eru 12 ríki, sem notast við níu þjóðtung- ur - og ekkert þeirra er fáanlegt til að afsala sér því jafnrétti að þýtt sé af þess máli og á það á fundum ráðsins. Þýðingarmögu- leikarnir eru 71 og ekki færri en tuttugu túlkar verða að sitja í einu sveittir við að miðla viskunni úr ráðherrum og embættis- mönnum milli tungumála. Og eins víst að enginn sé til sem getur þýtt beint úr portúgölsku á dönsku - og skolast margt til á skemmri leið Alls eru um 3000 túlkar starf- andi hjá bandalaginu - í fullu starfi eða þá að gripið er til þeirra þegar mikið liggur við. Kostnað- urinn við þýðingamar nemur um tuttugu og fimm miljörðum króna á ári. Túlkar fá allgóð laun, en þeir tolla illa í starfi og erfitt reynist að fylla í skörðin. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur - góð kunn- átta í tveim erlendum tungumál- um, sérþekking á tilteknum svið- um (tollamál, lögfræði -, land- búnaður osfrv.) auk viðbragðs- flýtis og orðheppni. Mörgum þykir það líka yfirmáta leiðinlegt að þurfa að hanga lon og don yfir margendurteknu þvargi um verð- lag á landbúnaðarvörum eða ein- hverju álíka skemmtilegu eins og plagsiður er á fundum innan hins mikla skriffinnskubákns í Brux- elles. NUFÆRÐU. . 105 g NIEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS'* Sunnudagur 24. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 * miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum. \\ V \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.