Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 5
vorn aldvei lil Lffseig þjóðsögn er loksins ó undanhaldi Mannætumynd frá 1641: allir trúa á þetta. „við“. Sumir grimmir siðir hafa og gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn: Aztekar, sem réðu Mexíkó þegar Evrópumenn komu þangað, voru lengi taldir mannætur vegna þess að þeir stunduðu mannfórnir. Fræði- menn báru fram kenningar um að sú slátrun hafi ekki einungis verið trúarlegs eðlis, heldur hafi Az- tekar „þurft“ að slátra um 250 þúsundum manna á ári sér til fæðu vegna skorts á eggjahvítu- ríkri fæðu! Þetta mun ekki á rök- um reist. Aftur á móti notuðu spænskir landvinningamenn orð- róm um mannát meðal Azteka óspart til að réttlæta það þjóð- armorð sem þeir á þeim frömdu. Pegar hungurdauði blasir við Enn eitt ýtir undir trúna á mannætusiði - en það er sú stað- reynd, að fyrr og síðar hafa menn í nauðum staddir lagt sér til munns hold félaga sinna. Rann- sóknir sýna að t.d. á stjórnartíð Viktoríu Bretadrottningar var slíkt neyðarmannát mun al- gengara meðal skipbrotsmanna en menn hafa gjarna viljað viður- kenna (vegna þess náttúrlega að þar með höfðu hinir „siðm- enntuðu“ hrakist niður á stig ,,villimanna“). Eitt síðasta dæm- ið um þetta varð 1972. Flugvél fórst í Andesfjöllum og 16 manns sem af komust lifðu því aðeins af, að þeir lögðu sér til munns bita af líkum annarra farþega sem í slys- inu fórust. Páfagarður veitti þessu fólk aflausn fyrir þessa synd Fornleifafræðingar telja sig öðru hvoru hafa fundið manna- bein frá forsögulegum tíma, allt frá tímum Neanderthalsmanns- ins, sem beri þess merki að þá hafi mannát tíðkast. En ýmislegt er umdeilanlegt í þeim efnum - og kannski voru þau dæmi sem skýrust þykja aðeins vottur um það mannát sem alltaf hefur verið til: neyðarráðstöfun þeirra sem eru sjálfir að bana komnir fyrir hungurs sakir. áb tók saman. gryfjur lyga eða svindilbrasks, heldur hafi þeir flækt sig í sterkt net goðsagnarinnar: Hver á eftir öðrum gerði ráð fyrir mannáti, vegna þess að allur heimur trúir því að sögusagnir um þessháttar fæðuöflun „frumstæðra" þjóða sé rétt. En á Nýju-Guineu? Mannfræðingar sem hafa skoðað þetta mál síðan hafa flest- ir farið í fótspor Arens. Um tíma leit út fyrir að bandarískur læknir og Nóbelsverðlaunahafi, Gaj- dusek, yrði skeinuhættastur þeirra sem töldu sig hafa fundið sannanir um mannát á okkar dögum. Gajdusek rannsakaði banvænan heilasjúkdóm, sem hefur herjað á einangraða smá- þjóð á Nýju-Guineu, Fore heitir hún. Hann taldi veiru þá, sem sjúkdómnum veldur, komast í líkama nýrra sjúklinga vegna þess að þeir éti þá sem úr honum hafa dáið. Síðari leiðangrar til Fore- manna hafa þó leitt það í ljós, að það fólk leggi alls ekki stund á mannát - og yfirhöfuð sé mannát ekki tíðkað á Nýju-Guineu, þess- ari risaeyju sem hefur orðið mannfræðingum feiknamikil náma fróðleiks. Óttinn við hina Sú saga, að manneskjur geti - ekki bara í neyðartilvikum heldur hvunndags - lagt það í vana sinn að éta annað fólk, er feiknalega lífseig. Sagnfræðingar fornaldar, Heredotos og Strabon, gáfu herfilegar lýsingar á mannætum (anþrofagi), sem byggju ein- hversstaðar á útjöðrum hins siðmenntaða heims (kannski við bakka Dnépurfljóts). Og sú venja hefur verið sterk síðan að tengja mannát við þjóðir sem á hverjum tíma eru kallaðr villtar og frumstæðar. Þær hugmyndir efldust mjög við landafundi og nýlendustofnanir á átjándu og nítjándu öld - og flest okkar hafa í vinsælum skáldsögum og reyfur- um (Róbinson Krúsó, Tarsan- bækur) verið mjög hert í mannæt- utrúnni, án þess að skoða það nokkru sinni hvaðan hún er kom- in. Það er svo mjög athyglisvert, að rétt eins og hvítir menn bjugg- ust við að lenda í mannætupotti á flakki sínu um Afríku á nítjándu öld, þá voru svartir þrælar þegar á átjándu öld vissir um það, að þeir mundu enda sína ævidaga í suðupottum hinna hvítu. David Livingstone, sá frægi breski land- könnuður, var mjög hissa á því árið 1865, að „næstum því allir svartir menn trúa því að hvítir menn séu mannætur". Sannleikurinn er sá, að á bak við trúna á mannætur, sem víða stingur sér niður, liggur óttinn við hið ókunna - óttinn við nágranna eða aðkomuþjóð sem menn ekki þekkja, sem líta öðruvísi út en William Arens: óttinn við hið óþekkta fæddi af sér mannætu sögnina. Alltfrádögum Forn-Grikkja hafa menn skráð ótal lýsingar á mannætuþjóðum og þeirra ókræsilegu borðsiðum. En þegar grannt er skoðað tekst ekki að finna ótvíræð dæmi um að menn hafi lagt það í vana sinn að éta meðbræður sína - ekki á þeim tíma sem sögur fara af að minnsta kosti. Sá maður sem einna duglegast- ur hefur verið að kveða niður sögurnar um mannætuþjóðir er bandarískur mannfræðingur, Willam Arens að nafni. Hann lagði það á sig seint á næstliðnum áratug að fara yfir mikinn fjölda heimilda um mannætur svo- nefndar. Og taldi sig hafa komist að því við skoðun þessara gagna, að þær stæðust ekki gagnrýni: um áreiðanlegar heimildir eða vitnis- burð sjónarvotta var ekki að ræða. Frá þeim niðurstöðum greinir Arens í bók sinni „Goð- sagan um mannæturnar“ (The Man-eating Myth). Menn vildu trúa því Arens gerir um leið grein fyrir því, að í heiminum hefur lengi ríkt fullkomlega óvísindaleg trú- girni á mannætur - og eru þekktir vísindmanen í mannfræðum eng- in undantekning. Arens telur samt ekki að þeir hafi fallið í Hvítir menn töldu svarta mann ætur - og öfugt. Sunnudagur 24. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.