Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 10
Mitterrand með nýju stjórninni: Minnihlutastjórn, en forsetinn hefur undirtökin. Er uppstokkun í vœndum í frönskum sliómmálum? Síaukinn klofningurmeðal hœgri manna Það er varla ofmælt að um- hleypingasamt hafi verið í frönsk- um stjórnmálum í vor og hafa málin í tvígang tekið mjög óvænta stefnu. Eftir yfirburða- sigur Mitterrands í forsetakosn- ingunum og afhroð hægri manna, sem flestum kom á óvart, töldu flestir fréttaskýrendur að hinn nýkjörni forseti ætti að rjúfa þing og efna til nýrra þingkosninga, þar sem stuðningsmenn hans væru í minnihluta á franska þing- inu og fullvíst að andstæðingar hans myndu fyrr eða síðar fella hvaða þá stjórn sem hann léti mynda, - en þeir myndu gera það þegar þeim hentaði best og væri þeim þannig fengið í hendur vald til að ákveða hvenær kosningar færu fram. Hins vegar voru menn ekki í neinum vafa um að ef þing yrði rofið beint í kjölfar forsetakosn- inganna myndi Sósíalistaflokkur- inn, flokkur Mitterrands, vinna mikinn sigur og fá hreinan meiri- hluta. En það fór á aðra leið: Só- síalistaflokkurinn vann að vísu mikið á og var langstærsti stjórnmálaflokkurinn, en enginn fékk hreinan meirihluta, hvorki sósíalistar né andstæðingar þeirra, hægri menn. Hafði slík staða aldrei áður komið upp í Frakklandi síðan fimmta lýðveld- ið var stofnað. Utan Frakklands sjálfs var þessi niðurstaða, að því er virtist, gjarnan túlkuð sem allverulegur ósigur fyrir Mitterrand: hefði hann sem sé orðið fyrir slæmu af- hroði beint í kjölfar sigursins í forsetakosningunum. En þessi túlkun var röng: aðalatriðið var að andstæðingar forsetans höfðu ekki lengur hreinan meirihluta á þingi eins og þeir höfðu áður haft, því það nægði til að Mitter- rand og fylgismenn hans hefðu undirtökin, a.m.k. í bili. Sérhönnuð stjórnarskrá Segja má, að stjórnarskrá fímmta lýðveldisins, sem samin var til að koma í veg fyrir þau sífelldu stjórnarskipti sem áður höfðu tíðkast, sé nánast því „sér- hönnuð" til að tryggja að minni- hlutastjórn geti setið við völd og haft vinnufrið meðan ekki er skýr meirihluti á móti henni. í at- kvæðagreiðslu um traustsyfirlýs- ingu eru t.d. einungis mótat- kvæði talin, og ef hreinn meiri- hluti þingmanna hefur ekki greitt atkvæði gegn stjórninni situr hún áfram. Til að koma lagafrum- varpi í gegnum þing getur minnihlutastjórn einnig beitt stjórnarskrárgrein sem mælir svo fyrir að frumvarpið teljist sam- þykkt ef ekki er samþykkt van- traust gegn stjórninni. Til að fella ríkisstjórn Michel Rocards eða gera hana óstarf- hæfa og hindra hana í að fram- kvæma áform sín þurfa því bæði hægri menn á þingi og kommún- istar að leggjast á eitt og nánast því mynda bandalag, og eru væg- ast sagt litlar horfur á því eins og málum er nú komið. Fréttaskýr- endur telja samt engan veginn loku fyrir það skotið, að þegar fram líði stundir kunni kommún- istar og hægri menn að rotta sig saman til að fella stjórn Rocards eða annars sósíalista, enda er þess nú gjarnan minnst að slíkt samkrull þingmanna yst á hvor- um vængnum um sig var vinsæll „samkvæmisleikur", eins og sagt er, á dögum fjórða lýðveldisins, og stuðlaði ekki svo Iítið að sí- felldum stjórnarskiptum. En áður en nokkur grundvöllur gæti orðið fyrir slíku bandalagi eru horfur á allmikilli uppstokkun í frönskum stjórnmálum og kynni hún að breyta mjög verulega að- stöðu Mitterrands og Sósíalista- flokksins. Þessi uppstokkun hlýtur að hefjast á hægri væng stjórn- málanna og fór að bera á henni fljótlega eftir þingkosningarnar. Þótt sósíalistar, sem eru stærsti stjórnmálaflokkur Frakklands, séu í minnihluta myndi vinstri bandalag þeirra og kommúnista hafa hreinan þingmeirihluta og því geta stjórnað landinu eins og eftir kosningarnar 1981. En svo hlálega vill til að þessi kostur er ekki lengur fyrir hendi: strax um kvöldið síðari þingkosningadag- inn flýttu kommúnistar sér að hafna boði um stjórnarþátttöku, sem þeim hafði alls ekki verið gert. Eftir hinar margvíslegustu kúvendingar, ábyrgðarlausar til- raunir til að „yfirbjóða" sósíalista á ýmsum sviðum, stöðugar árásir á þá og alls kyns undarlega hegð- an eru kommúnistar nefnilega ekki lengur hæfir sem banda- menn neins flokks í stjórnarsetu. Virðast þeir nú einna helst stíla upp á það að ná til sín „óánægjuf- ylginu", sem hefur haft til- hneigingu til að leita til Le Pen síðustu ár. Vegna þessa ástands vinstri bandalagsins fyrrverandi eiga sósíalistar ekki annan kost, ef þeir vilja mynda breiðari sam- fylkingu kringum Mitterrand forseta, en leita stuðnings meðal hinna svokölluðu „hægri flokka“. En á þeim slóðum eru ýmsar hræringar farnar að gera vart við sig. Þverbrestir í hœgri vœngnum Þegar á þingmannatöluna er litið, gætu ýmsir freistast til að líta svo á að bandalag hægri flokkanna í Frakklandi sé næst stærsti „flokkurinrí' í landinu á eftir sósíalistum, en þetta tvennt er þó engan veginn sambærilegt. Hægri bandalagið er nefnilega samsteypa margra flokka, sem virðast stöðugt sundraðri og eiga oft á tíðum lítið sameiginlegt. Að nafninu til eru í því tveir stórir flokkar: hinn gamalgróni flokkur Gaullista og Lýðræðisbanda- lagið, sem stuðningsmenn Gisc- ards forseta mynduðu á sínum tíma, - en það var svo sett saman úr ýmsum smáflokkum, sem voru mjög misjafnlega langt til hægri. Þessu til viðbótar hefur á síðustu mánuðum komið upp klofningur bæði innan Gaullistaflokksins og innan Lýðræðisbandalagsins um afstöðuna til „þjóðarfylkingar“ Le Pen - hafa sumir fordæmt hana hinum hörðustu orðum og aðrir viljað ganga til einhvers konar samstarfs við hana - og til að kóróna allt hefur gosið upp mikið „leiðtogastríð“ innan lýð- ræðisbandalagsins milli fall- kandídatsins Raymond Barre, Giscards fyrrverandi forseta og jafnvel fleiri. Það bætir ekki úr skák að innan Gaullistaflokksins er staða Chiracs nú heldur veik vegna þess hve honum gekk illa í forsetakosningunum. Allt þetta hafði þær afleiðingar í fyrstu umferð þegar eftir þing- kosningarnar að ýmsir þverbrest- ir fóru að koma í ljós innan hægri bandalagsins. Fyrst lýsti einn miðflokkurinn í lýðræðisbanda- um. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.