Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 14
KROSSGATAN Nr. 627 BRIDGE 7~ z— 3 4 7 (p 4 T~~ T~~ 5 1— 2 5 8 )D £T V. /7 4 )Z 4 f V" V /3 /7 )5 s? )(s> 1? 7- 18 V )# T~ ir )S W 10 /f JZ~ T~ s T~ /*7 zo n >4 )5 V )X )(o 18 )4 Zí 4 f )4 T~ zo (T7 4 4 )S i f 8 z* )4 )Z W~ V 7- 4 1 21 3 )Z d 3 5" )S Zb 25" ¥ °i S 3 isJ 4 (vj )SL )á )£ a V 18 zo 4 5 /3 )(o /i /7 14 )É ) & T~ )Z )0 )4 w~ $ ) 3 4 Z V IX 4- Yi V 2Í ) >5 4 3 )# ■ U . 2*7 V ) 4 7/ 5 )A 23 'V ? ' v 24 T~ /e 8 r <4 )5 JT )0 8 f ll T~ n vr~ & iX 4 T <$ Í3 I°) 5 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá örnefni á Vestfjörðum. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 627“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðiaunin verða send til vinn- ingshafa. )S w T )Z 2! Ib 3 )8 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja tit um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Lausnarorð á krossgátu nr. 624 var NÆFURHOLT . Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Þuríðar Þorsteinsdóttur Úthlíð 12, Reykjavík. Hún fær því innan tíðar senda bókina Útilegumenn og auðar tóttir eftir Ólaf Briem, útgefandi er Menningarsjóður. Verðlaun fyrir krossgátu 627 er bókin Töluð orð eftir Andrés Björnsson fyrrum útvarpsstjóra og geymir hún áramótahugleiðingar hans . Menn- ingarsjóður gaf út. Sferkf landslið Landsliðið í Opnum flokki, sem tekur þátt í Olympíumótinu á Ítalíu í október, hefur verið val- ið. í liðinu eru: Guðlaugur R. Jóhannsson-Örn Arnþórson, Jón Baldursson-Valur Sigurðsson og Karl Sigurhjartarson-Sævar Þor- björnsson. Fyrirliði er Hjalti Elíasson. Kvennaliðið verður óbreytt frá NM í Reykjavík. Fyrirliði þess liðs er Jakob R. Möller. Farar- stjóri verður Sigmundur Stefáns- son. Olympíumótið verður spilað í Feneyjum dagana 8.-22. októ- ber. Sanitas-Bikarkeppnin er núna ve! á veg komin. Flestum leikjum er lokið í 1. og 2. umferð og dreg- ið hefur verið í 3. umferð. Til við- bótar áður birtum úrslitum má nefna að sveit Inga St. Gunn- laugssonar Akranesi sigraði sveit Romex Reykjavík í jöfnum leik. Sveit Stefáns Pálssonar Reykja- vík sigraði sveit Eskfirðings með miklum mun og sveit Eðvarðs Hallgrímssonar Skagaströnd sigraði sveit K.K. Reyðarfirði í jöfnum leik. Og sveit Sigurðar Sigurjónssonar Kópavogi sigraði unglingalandsliðið nokkuð ör- ugglega. Um næstu helgi lýkur 2. um- ferð og þá spila m.a. (á sunnu- deginum) í Bridgesambandshús- inu, sveitir Flugleiða og Samvinnuferða/Landsýnar. Fyrirliðar eru hvattir til að hafa samband við Hermann Lárusson hjá BSÍ á miðvikudögum eða föstudögum milli kl. 14-16 eða heima í s: 41507 og láta hann vita af fyrirhugaðri spilamennsku svo og úrslitum einstakra leikja. Sveinn Sigurgeirsson leiðir ennþá í heildarstigakeppni Sumarbridge Bridgesambands íslands. Á hælum hans koma svo Anton R. Gunarsson, Guðlaugur Sveinsson og Magnús Sverrisson. Vel yfir 200 manns hafa hlotið stig á þeim 22 kvöldum er lokið er. Sumarbridge er spilaður alla þriðjudaga og fimmtudaga að Sigtúni 9 (húsi Bridgesambands- ins). Allt spilaáhugafólk velkom- ið. Nokkrir spilarar héðan munu taka þátt í árlegu sumarmóti í Ty- lösalandi í Svfþjóð um næstu mánaðamót. Það var einmitt þessi keppni sem Bridegfélag Reykjavíkur reyndi að auglýsa upp í vetur og raunar verðlaunaði félagið nokkra af spilurum sínum með ferð þangað. Er síðast frétt- ist, hafði félagið hætt við allt sam- an vegna þátttökuleysis, en þrátt fyrir þann afturkipp, er hópur spilara sem fer á eigin vegum. Er ekki ofsögum sagt af áhuga landans til sóknar í bridge jafnt sem öðru. Gylfi Baldursson heyrnfræð- ingur og fyrrum landsliðsmaður í Bridge, er væntanlega á leiðinni heim þessa dagana, alkominn frá Kanada. Að líkindum munu þeir félagar, SigurðurB. Þorsteinsson og hann taka upp þráðinn að nýju í haust. Talandi um ný pör í bridgeheiminum, sem spila munu ÓLAFUR LÁRUSSON saman næsta keppnistímabil, má nefna að Páll Valdimarsson og Rúnar Magnússon eru byrjaðir saman. Hörður Arnþórsson og Jón Hjaltason eru hins vegar hættir sem par. Þorlákur Jónsson mun væntanlega spila við eigin- konuna, Jacqui. Sveit Pólaris mun breytast verulega, því Guð- laugur og Örn fara víst með Karli og Sævari og Guðmundur Páll verður fimmti maður (óstaðfest). Sveit Flugleiða verður óbreytt nema Sigurður Sverrisson er far- inn til USA (í nám) og sveit MO- DERN ICELAND (áður Fata- lands) hefur bætt við sig þeim Jóni Þorvarðarsyni og Guðna Sigurbjarnasyni, í stað Páls Vald- imarssonar. Sveit Braga Hauks- sonar verður væntanlega óbreytt og áfram „þyngsta" sveit lands- ins. Sveit Samvinnuferða verður að líkindum eitthvað breytt, hví Hrannar Erlingsson og Svavar Björnsson eru hættir saman. Að sögn mun Jón Ingi Björnsson spila við Hrannar. Og þá eru eftir „grand“ mennirnir okkar, þeir Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson, auk Jóns Asbjörns- sonar. Væri ekki fróðlegt ef Þór- arinn myndi nú taka fram spila- hanskana næsta haust með þeim félögum og fá Símon og Stefán með í hópinn? Slík sveit myndi fá heitið „Heimavarnarliðið“ FJOLMIÐLAPISTILL Lítbrígði Morgunblaðsins Staksteinar Moggans og klipp- ari Þjóðviljans hafa verið að hnotabítast um það hvor þeirra aðhyllist gjaldgenga heimsmynd og hvor gangi með steinbarn í maga. Ekki ætla ég að blanda mér í þær deilur. En stundum er manni samt kippt óþyrmilega niður á jörðina þegar gríman dettur af skriffinnum blaðanna og stirðnaðir drættir fortíðarinn- ar blasa við. Þannig leið mér í það minnsta við að lesa fyrirsögn og frétt á forsíðu Moggans á fimmtudag- inn. Forsíðufyrirsagnir Moggans hafa löngum þótt athyglisverðar og oft má lesa úr þeim sálará- stand ritstjóra blaðsins (eða kannski aðstoðarritstjóra?). Sennilega hefur fleirum en mér fundist fréttamatið sem birtist í fyrirsögninni harla undarlegt. Fréttin segir frá því að búið sé að gera drög að samkomulagi um frið í Angólu og Namibíu. Með stærsta letri forsíðunnar stendur: Gert ráð fyrir brottflutningi kúb- anskra hersveita, en með miklu minna letri: Suður-Afríkumenn hyggjast láta Namibíu af hendi eftir 70 ára yfirráð. Hvort skyldi nú líklegra til að verða á spjöld- um sögunnar þegar henni verður flett eftir svosem hundrað ár? Burtséð frá því er aðalfyrir- sögnin einnig undarlegur rang- snúningur á veruleikanum. Auð- vitað er það mikilvægur liður í samkomulaginu að kúbanskar hersveitir snúi heim á leið. En það sem hlýtur þó að teljast aðal- atriðið í málinu er það að stjórnvöld í Suður-Afríku geta ekki lengur staðið á því að gína yfir Namibíu í óþökk heimsins og hlutast til um málefni Angólu (og raunar fleiri nágrannaríkja), ým- ist með beinum hernaðaraðgerð- um eða fjárstuðningi við leppa á borð við Jónas Savimbi sem held- ur úti skæruhernaði gegn stjórn- inni í Luanda. Ástæðan fyrir þessari uppgjöf Suður-Afríku - því uppgjöf er það - er sú að stjórn hvíta minnihlutans hefur ekki lengur bolmagn til að berjast á tveim vígstöðvum samtímis: í eyðimörkum Suður- Angólu og Namibíu annars vegar og hins- vegar í borgum Suður-Afríku þar sem svarta meirihlutanum vex stöðugt ásmegin í réttindabaráttu sinni. Þetta kemur hvergi fram í frétt Moggans þótt það væri nefnt í fréttum útvarpsins kvöldið áður. Óneitanlega verður svona fréttaflutningur til þess að kippa mér svona 12-13 ár aftur í tímann þegar ég skrifaði erlendar fréttir í Þjóðviljann. Þá var Angóla ný- búin að fá sjálfstæði frá Portúg- ölum og stjórn þjóðfrelsisaflanna í MPLA var sest að völdum í Luanda. Eins og oft vill'verða í sjálfstæðisbaráttu þjóða - og ís- lendingar ættu gerst að vita - klofnuðu þjóðfrelsisöflin í þrennt: einn armurinn náði undirtökunum, annar hvarf í frumskógum Norður-Angólu og sá þriðji leitaði á náðir vinanna í Pretoríu. Þá var það sem stjórnin í Luanda bað kúbumenn um að- stoð. Um þetta var á sínum tíma deilt hart í íslensku pressunni. Við á Þjóðviljanum héldum því fram að aðstoð kúbumanna væri fullkomlega eðlilegur hlutur í samskiptum tveggja sjálfstæðra ríkja en Moggi og fleiri voru á öndverðri skoðun. Féllust þá Mogginn, fréttastofa útvarps og maóistar í faðma þegar þeir héldu því fram að kúbanski herinn væri einungis framlenging á Rauða hernum og nú hefði sovésk heimsvaldastefna lagt sína dauðu hönd yfir Angólu. Það var ekki ætlun mín að taka upp þráðinn í þessum skærum frá síðasta áratug. Þetta rifjaðist bara upp fyrir mér þar sem ég las Moggann á fimmtudagsmorgun- inn. Mér finnst þessi saga sýna glöggt hve margt hefur breyst í heiminum á síðustu árum. Þá var uppi í tíðinni sterk tiihneiging til að horfa á heiminn í svart- hvítu og skipta mannfólkinu í góð- menni og skúrka. Ætli það hafi ekki einmitt verið stríðið í Ang- ólu og eftirleikur stríðsins í Indó- kína sem ásamt öðru varð til þess að opna augu margra fyrir því að mannlífið á fleiri litbrigði en svart og hvítt? Ekki hefur það þó breytt öllum heimsmyndum sem eru í gangi, það sást best á forsíðu Moggans á fimmtudaginn. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.